Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 20
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristinsson Grundarfirði Rökkurdagar nefnist árleg menn- ingardagskrá sem nú stendur yfir og lýkur á sunnudag. Dagskráin hefur verið óvenju margbreytileg og margt góðra viðburða. Síðastliðinn sunnudag heimsóttu okkur heiðurs- hjónin Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson ásamt dóttur sinni, Vigdísi Völu. Í Sögumiðstöðinni kynnti Ásta bók sína „Það sem dvelur í þögn- inni“ og rakti fyrir viðstöddum hvernig ættarþræðir hennar lágu víða um landið, svo ekki sé minnst á alla leyniþræðina. Valgeir var svo mættur í Grundarfjarðarkirkju um kvöldið til að frumflytja og afhenda Grundfirðingum lagið sitt, „Í góðu veðri á Grundarfirði“, sem hann samdi fyrir allmörgum árum í sum- arhúsi í nágrenni bæjarins. Með Valgeiri við flutninginn var dóttir þeirra hjóna og kvennaraddir úr Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju. Var gerður góður rómur að þessu lagi sem án efa á eftir að hljóma á hinum ýmsu hátíðum bæjarins í framtíðinni, þá væri jafnvel hægt að hnika til texta og syngja t.d. Á góðri stund í Grundarfirði.    Það má segja að Rökkurdag- arnir hafi byrjað með góðri sviða- veislu Félags eldri borgara sl. laugardagskvöld, því enginn nýtur menningar með tóman maga. Inn- reið bílaaldar í Eyrarsveit voru svo gerð góð skil í fyrirlestri Inga Hans Jónssonar, grúskara og sagnaþular, sem bar yfirskriftina „Með kaskeiti við stýrið“. Að sögn Inga kom fyrsti bílinn í Eyrarsveit um 1938 og var í eigu Kristlaugs Bjarnasonar sem kenndur var við bæinn Grund í Eyrarsveit. Þetta var nokkurskonar fólksflutningavörubíll sem fljótt fékk viðurnafnið Skruggu-Blesi. Það má undrum sæta hversu menn voru þrautseigir að komast um á þessum fararskjótum nútímans á þeim vegleysum sem fyrir hendi voru í upphafi bílaaldar.    Ungur brottfluttur myndlist- armaður, Ísak Snorri Marvinsson, veitti Grundfirðingum „Innsýn“ í verk sín á sinni fyrstu einkasýningu og má sjá myndir hins unga lista- manns á veggjum Samkomuhússins út Rökkurdaga.    Kvenfélagið Gleym mér ei lét ekki sitt eftir liggja og setti í Sam- komuhúsinu á fót haustmarkað þar sem boðið var upp á súpu og brauð ásamt því að selja handverk og ým- islegt góðgæti. Auk þess sem að framan er talið hefur ýmislegt ann- að verið á dagskrá þessa Rökk- urdaga, s.s. örnefnagönguferð, bíó- sýningar, tónleikar o.fl. o.fl.    Frumkvöðlar finnast í Grundar- firði og þar má nefna Signýju Gunn- arsdóttur sem stundar nú silki- ormarækt í bílskúr. Til skamms tíma hefði slík ræktun verið talin ómöguleg á Íslandi en Signý hefur náð að ala nokkrar kynslóðir silki- orma og fá nokkur hundruð metra af silkiþræði. Mest spennandi við þessa ræktun er hvort Signýju tekst að ala ormana á afurðum sjávar- plantna. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Rökkurdagar Valgeir Guðjónsson segir frá tilurð lags síns og texta sem hann afhenti Grundfirðingum. Afhenti Grundfirðingum lag 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hagstofa Íslands áætlar að íbúar landsins verði 436 þúsund árið 2067, samkvæmt miðspá Hagstofunnar um þróun mannfjöldans. Hagstofa Íslands framreiknaði mannfjöldann fyrir tímabilið 2018- 2067 á grundvelli tölfræðilíkana fyr- ir búferlaflutninga, frjósemi og dán- artíðni. Gerð voru þrjú afbrigði af framreikningnum; miðspá, háspá og lágspá. Spáafbrigðin byggjast á mis- munandi forsendum um hagvöxt til næstu fimm ára, frjósemishlutfall og búferlaflutninga. Samkvæmt mið- spánni verða dánir fleiri en fæddir á hverju ári frá og með árinu 2061 en frá og með árinu 2041 samkvæmt lágspánni. Hins vegar fæðast fleiri en deyja á hverju ári spátímabilsins samkvæmt háspánni. Meðalævi beggja kynja lengist Meðalævi bæði karla og kvenna við fæðingu mun halda áfram að lengjast. Nýfæddar stúlkur árið 2018 geta vænst þess að verða 83,9 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,8 ára. Stúlkur sem fæðast árið 2067 geta vænst þess að verða 88,7 ára en drengir 84,4 ára. Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brottfluttra ár hvert samkvæmt öllum spáafbrigð- um, fyrst og fremst vegna erlendra innflytjenda. Íslenskir ríkisborgarar sem flytja frá landinu verða áfram fleiri en þeir sem flytja til landsins. Gangi miðspáin eftir verða yfir 20% af heildarmannfjölda eldri en 65 ára árið 2039 og yfir 25% árið 2057 og frá árinu 2046 verða þeir sem eru eldri en 65 ára í fyrsta sinn fjöl- mennari en þeir sem eru yngri en tvítugir. Áætla að íbúar verði 436 þúsund  Hagstofan framreiknar íbúa Íslands Morgunblaðið/Golli Mannfjöldi Íslendingum mun fjölga áfram á næstu árum. Björn Björnsson Sauðárkróki Á einum fallegasta haustdeginum, síðastliðinn þriðjudag, afhenti Þórð- ur Eyjólfsson, fráfarandi formaður Búhölda, félags um byggingu húsa fyrir eldri borgara, síðustu íbúðina sem hann setti sér að byggja í nafni félagsins. Fyrsta íbúðin var afhent árið 2000, en þá setti Þórður sér það tak- mark að reisa 50 slíkar. Það tak- mark náðist, nú 18 árum síðar. Öll húsin eru í stórum dráttum byggð eftir sömu teikningu og því að mestu eins, utan það að tvö þau fyrstu voru ekki með bílgeymslu. Alls eru þetta 25 parhús, byggð úr forsteyptum einingum, fullfrágengin úti sem inni, með hita í gólfum og öllum lögnum frágengnum. Tæplega hafa margir leyst slík stórvirki af höndum sem Þórður, sem réðst í framkvæmdirnar með Búhöldum löngu eftir að hann átti samkvæmt öllum lögmálum að vera sestur í hinn margfræga „helga stein“ en Þórður er nú kominn í aldri nokkuð á tíunda áratuginn. Og þar sem takmarkinu er nú náð, og ætlunarverkinu lokið, lét Þórður formennskuna í hendur Gunnars Sigurjóns Steingrímssonar, um leið og hann afhenti hjónunum Huldu Gísladóttur og Halldóri Hjálmars- syni fimmtugustu íbúðina, bjarta og glæsilega. Aðspurður sagðist Gunnar taka við góðu búi og sjálfsagt yrði haldið eitthvað sömu stefnu en nú þegar væru að minnsta kosti fjórir á bið- lista eftir íbúð hjá Búhöldum. Takmarkið náðist með 50. íbúðinni  Búhöldar hafa reist 25 parhús á Sauð- árkróki  Þórður hættir á tíræðisaldri Morgunblaðið/Björn Björnsson Tímamót Þórður Eyjólfsson, fyrir miðju, afhendir hjónunum Halldóri Hjálmarssyni og Huldu Gísladóttur lyklana að 50. íbúð Búhölda. Fögnuður Hulda og Halldór smella í einn koss og nýr formaður Búhölda, Gunnar Steingrímsson, brosir blítt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.