Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 25

Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 Orlofssjóður BHM (OBHM) óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til sjóðfélaga sumarið 2019. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum og öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss fyrir a.m.k. 6 til 8 manns í gistingu. Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með myndum af eigninni á obhm@bhm.is Gott væri að fram kæmu upplýsingar um staðsetningu, byggingarár, ástand, stærð, fjölda svefnplássa og hugmyndir um leiguverð. ÁTT ÞÚ ORLOFSHÚS SEM ÞÚ VILT LEIGJA? Samstarfshópur evrópskra fjölmiðla hefur birt gögn sem benda til þess að nokkrir af stærstu bönkum heims séu viðriðnir umfangsmikil skatta- undanskot eða jafnvel skattsvik. Gögnin benda til þess að um 55 millj- örðum evra, jafnvirði rúmra 7.400 milljarða króna, hafi verið skotið undan skatti í ellefu Evrópulöndum. Gögnin eru samtals 180.000 blað- síður og afrakstur samstarfs 18 evr- ópskra fjölmiðla, m.a. danska ríkis- útvarpsins, Politiken, Le Monde, Die Zeit og þýska ríkissjónvarpsins. Þýska rannsóknarfréttastofan Corr- ectiv stjórnaði samsstarfsverkefn- inu. Meðal bankanna sem tengjast málinu eru Morgan Stanley, Bar- clays, Bank of America, Deutsche Bank, J.P. Morgan og Credit Suisse. Bankarnir og viðskiptavinir þeirra nýttu sér ýmsar gloppur í skattalög- um og í lögum um arðgreiðslur hlutafélaga. T.a.m. beittu þeir þeirri aðferð að erlendir fjárfestar seldu banka í viðkomandi landi hlutabréf sín skömmu áður en arður var greiddur út með það fyrir augum að koma sér hjá því að greiða skatta sem lagðir eru á arðgreiðslur til er- lendra hluthafa. Þeir keyptu síðan hlutabréfin aftur skömmu síðar og fengu arðgreiðslurnar. Elstu gögnin eru frá árinu 2001 en þau nýjustu frá 2016. Brögðum beitt til að losna við skatta Frakkl. 17 4,5 7,2 0,2 1,7 24,6 Noregur Danmörk Holland Belgía Þýskaland Tap vegna: Lönd sem misstu skatttekjur Fjárhæð Austurríki Finnland Spánn Sviss Skattsvika Undanskota Ítalía (í milljörðum evra) Evrópulönd eru sögð hafa tapað a.m.k 55 milljörðum evra í skatttekjur Heimild: cumex-files.com Stórfelld undan- skot afhjúpuð Hondúrar fara yfir landamæraána Goascor til að reyna að komast til El Salvador. Nokkur þúsund Hondúra hafa farið með bílalest um Mið- Ameríku til Mexíkó á síðustu dögum í von um að komast til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur krafist þess að yfirvöld í Mexíkó stöðvi fólkið og hótaði í tístum á Twitter í fyrradag að kalla út hersveitir til að loka landa- mærum ríkjanna yrði það ekki gert. Hann sagði að meðal farandmannanna væru margir glæpa- menn og kvaðst vera staðráðinn í því að stöðva ólöglegan innflutning fólks til Bandaríkjanna. AFP Reyna að komast frá Hondúras til Bandaríkjanna London. AFP. | Julian Assange, stofn- andi WikiLeaks, hefur höfðað mál gegn stjórnvöldum í Ekvador fyrir „að brjóta gegn grundvallarrétt- indum“ hans með því að takmarka aðgang hans að umheiminum í sendi- ráði landsins í London. Assange fékk hæli í sendiráðinu í júní 2012 eftir að breskur dómstóll samþykkti beiðni um að hann yrði framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir kyn- ferðisofbeldi. Assange óttast að hann verði framseldur til Bandaríkjanna og saksóttur fyrir að birta bandarísk leyniskjöl á uppljóstrunarvefnum. Missir hann verndina? WikiLeaks sagði í gær að lögmað- ur vefjarins hefði farið til Ekvadors í því skyni að höfða mál gegn stjórn landsins. „Þetta er gert næstum sjö mánuðum eftir að stjórn Ekvadors hótaði að svipta hann verndinni og meina honum aðgang að umheim- inum, m.a. með því að neita að leyfa blaðamönnum og fulltrúum mann- réttindasamtaka að ræða við hann.“ Stjórn Ekvadors hefur staðfest að hún hafi meinað Assange aðgang að netinu og farsíma. Fjölmiðlar hafa verið með vangaveltur um að stjórn- in sé að búa sig undir að binda enda á verndina sem hann hefur notið í sendiráðinu. Höfðar mál gegn Ekvador  Sögð brjóta á rétti Assange

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.