Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
100% Merino ull
Þægileg ullarnærföt á góðu verði
Stærðir: S – XXL
Þinn dagur, þín áskorun
OLYMPIA Þegar frost
er á fróni
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Heimkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri
Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum
Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík
Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is
Gyrðir er galdramaður. Nýja skáldsagan hans, Sorgarmars,er blandin sársauka; hvergi hef ég t.d. lesið magnaðri lýs-ingu á andvökunótt en í kaflanum á bls. 136-137. „Það eruengir mildir tónar sem halda fyrir mér vöku, heldur ær-
andi mishljómur ævi minnar. Ég gref upp allar mínar óbærilegu yfir-
sjónir í huganum, og gnísti tönnum af vanmætti og niðurlægingu …“
Það er samt svo mikil
glettni í textanum að maður
fyllist bjartsýni.
Umræðuefnið er Gyrðis-
legt: listamaður (Jónas) í
leit að skjóli til að sinna
hugðarefni sínu. Hann fór
snemma „að breyta um-
hverfishljóðum í eitthvað
annað“, eins og hann segir
sjálfur (54). Hann hefur
fórnað miklu, lokast inni í
sjálfum sér. Samt er eins
og hann þekki varla sjálfan sig, og í framhaldinu spyr hann: „En
rétti nú hver upp hönd sem þekkir sjálfan sig að einhverju gagni“
(156).
Kannski er þetta bók um hlutverk listarinnar og um kraftinn sem
býr innra með okkur en fer forgörðum, týnist eins og minniskompan
þar sem tónhendingarnar voru hripaðar niður. – Þetta er líka bók um
sambandsleysi; einnig um verkkvíða og alkul í starfi. Við þekkjum
víst eitthvað svipað; sennilega er örlítill Jónas í okkur öllum. – En
þetta eru ekki síður merkilegar vangaveltur um tónlist og tónlistar-
menn. Og margt fleira, t.d.
sérkennilegt mannlíf í ís-
lensku þorpi „þar sem öll-
um utanaðkomandi er hald-
ið í hæfilegri fjarlægð“ (91).
Já, og það glittir í nýlega
ástarsögu úr þorpinu – og
jafnvel eldgamalt ástar-
ævintýri í snilldarkafla sem hefst á bls. 73.
Söguþráðurinn er á yfirborðinu tíðindalítill, en undiraldan er svo
sterk að þetta verður að spennusögu þar sem t.d. vaknar grunur um
nótnabókarþjóf (124). En líkið sem farið er með milli staða undir
segldúk reynist að vísu ekki til komið vegna morðs.
Við útförina var tónlist flutt í þorpskirkjunni. „Organistinn hafði
ekki verið sérlega góður, en hann var þó hátíð hjá kórnum. Það voru
nágalar af guðs náð. Óhreinar og falskar raddirnar hreinlega skáru í
eyrun“ (124).
Kaupmaðurinn í Melkjör er mikilvæg persóna og nafnið á búðinni
hans skiptir Jónas máli. Síðan breytist nafnið með nýjum eiganda í 9/
11. Og nú legg ég erfiða spurningu fyrir ykkur: Hvers vegna fáum
við að vita hvað tímanum leið þegar Jónas ók út úr þorpinu?
Ný orð hafa bæst í forða okkar, sbr. „nágalana“ og það að vera á
„síðmiðaldri“ sínum (134).
En myndmál Gyrðis er alveg sér á parti. Jónas minnist ömmu
sinnar og sér í huganum „þessa gömlu konu þyrlast um eldhúsgólfið í
mynstraða kjólnum – eins og vængbrotið aðmírálsfiðrildi. Hún fékk
aldrei önnur tækifæri en eldhúsgólfið, hún amma …“ (55).
Stóri bróðir í fræðunum sagði á sveitasíma: „Var að lesa nýju sög-
una hans Gyrðis, las svo hinar tvær í trílógíunni. Ætli þessar bækur
samanlagðar séu ekki hápunkturinn á glæsilegum ferli hans hingað
til: heimsbókmenntir.“
Aðmírálsfiðrildið
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Fyrir gamlan snúningastrák og fjósamannvar ævintýri líkast að ganga um land-búnaðarsýninguna í Laugardalshöll um síð-ustu helgi. Þar var mikil mannþröng og
áreiðanlega rétt, sem Erna Bjarnadóttir, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sagði, þar
sem við hittumst í mannhafinu, að aðsóknin sýndi
hvað landbúnaðurinn væri vinsæll meðal landsmanna.
Tækjabúnaðurinn, sem til sýnis var á sýningunni,
var ótrúlegur. Í samanburði við þau tæki voru
dráttarvélar í sveitum um miðja síðustu öld nánast
„leikföng“. En – okkur þykir öllum vænt um leik-
föngin úr æsku okkar. Þess vegna kemur greinarhöf-
undur reglulega við á Hvanneyri til þess að klappa
traktornum frá Hæl í Flókadal (gerð: Massey-
Harris) sem þar er til sýnis.
Fyrsta hugsunin innan um þessi ógnartæki nú-
tímans var þessi: Hvernig í ósköpunum geta venjuleg
sveitabýli á Íslandi staðið undir þessari fjárfestingu?
Svarið við þeirri spurningu er að finna í glæsilegu
Tímariti Bændablaðsins, sem dreift var á sýningunni.
Nú orðið sjá verktakar að tölu-
verðu leyti um heyskapinn og tæk-
in miklu eru í eigu verktaka eða
búnaðarfélaga. Þannig er hægt að
nýta þá fjárfestingu, sem í tækj-
unum er, fyrir mörg býli.
Raunar eru það ekki bara hinar
tröllvöxnu dráttarvélar, sem vekja athygli. Fyrir
þann, sem einu sinni vann á rakstrarvél sem dregin
var áfram af hesti, var einfaldlega erfitt að átta sig á
slíkum tækjum nútímans, að ekki sé talað um sláttu-
vélar 21. aldar.
Eitt sinni taldi ég mig hafa gengið fram á þreski-
vél á sýningunni og minntist erfiðra stunda við að
troða kornbindum ofan í þreskivél á Langagergaard
á Sjálandi, skammt fyrir utan Kaupmannahöfn, en
það reyndist vera baggavél að sögn kunnugra á
staðnum.
Tæknibúnaður fyrir fjós nútímans sem til sýnis var
er ævintýralegur. Sennilega er sú atvinnugrein, sem
kennd er við fjósamennsku, orðin útdauð. Nú láta
kýrnar mjólka sig þegar þeim hentar og þurfa hvorki
að tala við kóng né prest til þess. Og ekki var annað
að sjá en nú væri hægt að fá hreyfanlega bása fyrir
kálfa með útbúnaði fyrir þá til þess að fá sér mjólk
að drekka þegar þeim passar.
Lausagöngufjós voru nýjasta nýtt fyrir tæpum
sjötíu árum og kannski má segja að nútímafjós séu
eins konar tæknivætt framhald af þeim. En það er
ósiður frá útlöndum, sem ætti að leggja af, ef satt er,
að sums staðar sé kúnum ekki hleypt út heldur
hafðar inni allt árið um kring af því að það sé þægi-
legra.
Annars er athyglisvert hvað bændur hafa alltaf
verið opnir fyrir nýjungum. Ein er sú að nýta dróna
við leitir og smölun, sem sennilega er á byrjunar-
stigi. Það er augljóst að þeir geta dregið úr þeirri
yfirferð um stór landsvæði, sem áður var nauðsynleg.
Hver hefði getað ímyndað sér að það ætti eftir að
verða drónabylting í landbúnaði?!
Það var hins vegar ekki bara tæknivæðingin, sem
vakti athygli í Laugardalshöll, heldur ekki síður hitt
hvað sú atvinnustarfsemi sem stunduð er á sveita-
býlum nú á dögum er orðin fjölbreytileg. Það er að
verða einhvers konar bylting í matvælaframleiðslu á
Íslandi og hún á sér rætur í sveitum landsins, eins
og vera ber, og aukin fjölbreytni í þeirri atvinnu-
grein, sem flokkast undir landbúnað.
Þar kemur margt til: Lífræn ræktun, skógrækt,
úrvinnsla á staðnum á matvælum, ferðaþjónusta og
fleira.
Þau vandamál, sem leiða af loftslagsbreytingum í
heiminum, eru líkleg til að auka þýðingu landbún-
aðarins fyrir þjóðarbúskap okkar. Vaxandi þurrkar
víða um heim ásamt tilfinnanlegum
vatnsskorti munu valda því að
landbúnaðarframleiðsla á norðlæg-
ari slóðum verður mikilvægari. Það
er ekki bara innantómur „frasi“ að
vatn geti orðið olía framtíðarinnar.
Aukin atvinnutækifæri í landbún-
aði munu eiga þátt í að fólk flytji aftur út á land og
sjái kosti þess að búa í dreifbýli. Það hefur of lengi
verið stundað af stjórnmálamönnum að gera lítið úr
landbúnaði okkar og draga upp þá mynd af honum
að hann sé einhvers konar óvinur fólks í þéttbýli.
Það er ljótur leikur.
Það er tímabært að horfa til landbúnaðar sem
vaxtarbrodds í atvinnulífinu. Í því felst að leggja
nýja áherzlu á stefnumörkun um framtíðaruppbygg-
ingu þessarar gömlu atvinnugreinar.
Þegar kalda stríðinu lauk fyrir tæpum þremur
áratugum ríkti ákveðin bjartsýni í okkar heimshluta
um betri tíð í vændum. Sú hefur því miður ekki orð-
ið raunin. Mannskepnan virðist lítið breytast eins
og sjá má af fréttum um að einstaklingur hafi verið
brytjaður í sundur lifandi á yfirráðasvæði Sádi-
Araba í Tyrklandi.
Lýðræði á í vök að verjast. Allt getur gerzt.
Þess vegna er það rétt, sem Hörður Kristjánsson,
ritstjóri Bændablaðsins, segir í Tímariti þess:
„Ef landbúnaður hverfur, þá verða viðkomandi
þjóðir algjörlega háðar innflutningi landbúnaðar-
afurða …“
Við Íslendingar búum á afskekktri eyju í Norður-
Atlantshafi. Við þurfum öryggis okkar vegna og
sjálfstæðis að vera sjálfum okkur nógir um mat-
vælaframleiðslu. Þess vegna er blómlegur landbún-
aður ein af forsendum sjálfstæðis okkar. Einhvern
tíma hefði verið hægt að segja að svona tal væri
forneskjulegt.
En því miður sýnir framvinda mála á heims-
byggðinni að í þessu felst ekki forneskja heldur
raunsæi.
Ævintýri í Laugardalshöll
Hver hefði trúað því að
það gæti orðið dróna-
bylting í landbúnaði?!
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Spænska nafnið á eyjaklasanum,sem Spánn ræður skammt und-
an strönd Blálands hins mikla, er
Canarias, en það merkir Hunda-
eyjar. Dagana 30. september til 5.
október 2018 tók ég þátt í ráðstefnu
alþjóðlegs málfundafélags frjáls-
lyndra fræðimanna, Mont Pelerin-
samtakanna, á Gran Canarias, Stóru
hundaeyju. Ég tók tvisvar til máls,
fyrst á morgunverðarfundi um
stjórnmálaviðhorf í Rómönsku Am-
eríku. Sú skoðun er algeng þar syðra,
að velgengni Norðurlanda sé að
þakka jafnaðarstefnu. Ég vísaði því á
bug. Þessa velgengni mætti aðallega
skýra með traustu réttarríki, frjáls-
um alþjóðaviðskiptum, ríku gagn-
kvæmu trausti og samheldni í krafti
samleitni, rótgróinna siða og langrar,
sameiginlegrar sögu.
Á málstofu um aðskilnaðarhreyf-
ingar og sjálfstæði sagði ég, að vissu-
lega væri til frjálslynd þjóðernis-
stefna, sem miðaði að því að færa
valdið nær fólki og reist væri á
sterkri þjóðernisvitund. Norðmenn
hefðu sagt skilið við Svía 1905, af því
að þeir væru Norðmenn, ekki Svíar.
Íslendingar hefðu ekki verið og vildu
ekki vera Danir með fullri virðingu
fyrir þeirri ágætu þjóð, og þess
vegna hefðu þeir stofnað fullvalda
ríki 1918. Hins vegar þyrfti þjóð-
ernisvitundin að dómi frjálshyggju-
manna að vera sjálfsprottin frekar en
valdboðin. Þjóðin skilgreindist um-
fram allt af vilja hóps til að deila hlut-
skipti. Hún væri dagleg atkvæða-
greiðsla, eins og franski rithöfundur-
inn Ernest Renan hefði sagt. Ég
vitnaði í því sambandi líka í þá at-
hugasemd breska stjórnmálahugs-
uðarins Edmunds Burkes, að land
þyrfti að vera elskulegt, til þess að
íbúar þess gætu elskað það.
Dæmi um eðlilega og æskilega
þjóðernisvitund eru Eystrasaltsþjóð-
irnar þrjár, Eistlendingar, Lettar og
Litháar. Þeir eru ekki og vilja ekki
vera Rússar. Norðurálfan er full af
þjóðarbrotum, sem hafa ekki unað
sér vel innan um stærri heildir. Eins
og fyrri daginn væri lausn frjáls-
hyggjumanna að færa valdið nær
fólkinu. Íbúar Álandseyja hefðu nú
sjálfstjórn og væru hinir ánægðustu
innan Finnlands, þótt þeir töluðu
sænsku. Ítalir hefðu síðustu áratugi
komið svo langt til móts við íbúa
Suður-Týrols, sem slitið var af
Austurríki 1918, að fáir hefðu þar
lengur áhuga á aðskilnaði. Þessi for-
dæmi kynnu að vera gagnleg Skotum
og Katalóníumönnum, ef þeir vildu
ekki ganga alla leið eins og Norð-
menn 1905, Íslendingar 1918 og Slóv-
akar 1993.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvað sagði ég á
Stóru hundaeyju?