Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 ✝ HaukurTryggvason fæddist á Lauga- bóli í Reykjadal 20. ágúst 1941. Hann lést á lyflækninga- deild Sjúkrahússins á Akureyri 14. október 2018. Foreldrar hans voru Tryggvi Sig- tryggsson frá Hall- bjarnarstöðum í Reykjadal, f. 1894, d. 1986, bóndi á Laugabóli í Reykjadal, og eiginkona hans Unnur Sigur- jónsdóttir frá Sandi í Aðaldal, f. 1896, d. 1993. Systkini Hauks: Ingi, f. 1921, d. 2018, Haukur, f. 1922, d. 1940, Eysteinn, f. 1924, Ásgrím- ur, f. 1926, Kristín, f. 1928, d. 2017, Helga, f. 1930, d. 2013, Hjörtur, f. 1932, d. 2013, Ing- unn, f. 1933, d. 2009, Dagur, f. 1937, d. 2009, og Sveinn, f. 1939, d. 2003. Haukur kvæntist 17. júní 1971 eftirlifandi eiginkonu sinni Hjördísi Stefánsdóttur frá Húsavík, f. 30. mars 1948, hús- stjórnarkennara, skólastjóra og hótelstjóra á Laugum í Reykja- Pálmi Gauti Hjörleifsson, skip- stjóri hjá Samherja, f. 1979. Þau eiga þrjá syni, Hilmar Gauta, f. 2011, Hákon Gauta, f. 2013, og Hjörvar Gauta, f. 2017. Haukur lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugum 1959. Næstu árin starfaði hann víða meðfram því að aðstoða foreldra sína við bústörfin heima á Laugabóli. Hann var háseti á bát og á vertíð í Vest- mannaeyjum 1961 og í Ólafsvík 1963 og 1964. Einnig starfaði Haukur hjá Sparisjóði Reykdæl- inga um tíma sem og við bústörf hjá Inga bróður sínum á Kárhóli og frændum sínum á Brún í Reykjadal. Haukur vann við Laxárvirkjun veturinn 1970- 1971 en sumarið 1971 keyptu Haukur og Hjördís Laugaból af foreldrum hans og tóku við búi. Þau byggðu sér einbýlishúsið Laugaból II og fluttu þar inn í desember 1974 ásamt tveimur elstu börnum sínum og bjuggu þar æ síðan. Haukur hélt kýr og kindur auk þess að feta í fótspor föður síns og halda áfram skóg- rækt í landi Laugabóls. Hann var einnig mikill áhugamaður um matjurtarækt og sinnti því áhugamáli alla tíð. Haukur hætti mjólkurbúskap 2008 en hélt kindur allt til dauðadags. Útför Hauks verður gerð frá Einarsstaðakirkju í dag, 20. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. dal og síðar brautarstjóra matvælagreina við Verkmennta- skólann á Akur- eyri. Foreldrar hennar voru Stefán P. Sigurjónsson bif- reiðastjóri, f. 1918, d. 1999, og Krist- björg Héðinsdóttir, f. 1922, d. 2012. Haukur og Hjör- dís eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Heiðrún flugfreyja, Kópavogi, f. 1971. Börn hennar eru Almar Jónsson, f. 2003, og Eygló María Jónsdóttir, f. 2006. Fyrrverandi maki Jón Egill Bragason, f. 1968, þau skildu. 2) Hilmar, tölvunarfræðingur, Reykjavík, f. 1972, maki Kristín I. Hannesdóttir PhD í taugasál- fræði, f. 1976. Sonur þeirra er Hannes Tryggvi, f. 2012. 3) Unnur Björk, kennari og flug- freyja, Reykjavik, f. 1978, maki Sigurður Helgi Pálmason, safn- vörður Seðlabanka Íslands, f. 1974. Þau eiga tvo syni, Hauk Helga, f. 2011, og Friðrik Bjarka, f. 2013. 4) Hugrún lækn- ir, Akureyri, f. 1979, maki Elsku Haukur. Þó að fölni fögur rós og ferskur þagni blær, þó að slökkni lífsins ljós leiftrar ætíð skær, heilög minning helguð þér á harðri lífsins braut, geymd í huga og hjarta mér um horfinn förunaut. Við tengdum okkar traustu bönd með trú á sterkan þátt. Þú gafst mér bæði hjarta og hönd og hamingjunnar mátt. Hin sæla minning sefar mig er sorgin leitar að. Nú bið ég guð að blessa þig og búa nýjan stað. (Hákon Aðalsteinsson) Þín eiginkona, Hjördís Stefánsdóttir. Ég stend í miðjum stormi, mig stara stjörnur á og þó að stytti upp á stundum, er það vart að sjá. Ég á svo margt að þakka, svo margt sem gafst þú mér það geymi ég í demantsboxi, djúpt í hjarta mér. Ég sakna þess að fá ekki hringingu, hlátur og hlýjan róminn. Að ræða um veðrið og vorverkin, skógræktina og blómin. Heyra af litlum lömbum, sem fæðast falleg og hlý og spenntum afabörnum, sem mæta í sveit á ný. Heyra blístur og munnhörpuhljóma í bakgrunni gufuna enduróma. Stússa með þér úti og inni, sæl og glöð með sól í sinni Minningar um þig og mig og alla mína æsku. Mín gæfa var að eiga þig og þína hjarta gæsku. Elsku hjartans pabbi minn, takk fyrir að vera besti pabbi og afi sem hægt er að hugsa sér. Takk fyrir allt. Þín, Unnur Björk. Lífið getur breyst mikið á stuttum tíma. Það fékk ég svo sannarlega að reyna í sumar þegar faðir minn greindist með illvígt heilaæxli. Það eru snögg umskipti frá því að vera hraustur bóndi í útiverkum alla daga yfir í að þurfa að játa sig sigraðan í von- lausri baráttu við ólæknandi krabbamein tæpum þremur mánuðum síðar. Þetta haust er það kuldalegasta sem ég hef upplifað. Ég er yngst minna systkina og alltaf verið mikil pabbas- telpa. Ég var svo heppin að fá að alast upp á sveitabæ og það tel ég vera algjör forréttindi. Ég varð líka þeirrar gæfu að- njótandi að eiga einstakan föð- ur sem var alltaf til í að hafa mann með sér við hvað sem hann sýslaði. Eftir menntaskóla fluttist ég suður og bjó þar meðan ég lauk háskólanámi. Ég ákvað svo að flytja aftur norður því ég gat ekki hugsað mér að vera fleiri ár að heiman þar sem rætur mínar liggja. Þá tóku við mjög dýrmæt ár þar sem ég fékk aftur að búa í nálægð við pabba minn og vera í sveitinni í frístundum, fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Ég á þrjá unga syni sem náðu allir að kynnast afa sínum og upplifa sveitalífið. Það er hrikalega sárt og erf- itt að missa föður sinn, líka þótt maður teljist fullorðinn. Maður er aldrei tilbúinn í slíkt og ég sit eftir með mikið tóma- rúm í hjartanu. Ég er heppin að vera dóttir pabba míns og fyrir allt sem hann leyfði mér að upplifa. Mannkostir föður míns finnst mér aðdáunarverðir. Hann var einstaklega jákvæður maður með jafnaðargeð. Hann kvart- aði aldrei né tuðaði og var þakklátur fyrir það sem hann hafði. Hann tengdist jörðinni sinni sterkum böndum. Alltaf var hann reiðubúinn að rétta hjálparhönd eða leiðbeina öðr- um í kringum sig. Það sem stendur mest upp úr er einstök hlýja gagnvart barnabörnum sínum. Í nútímaþjóðfélagi er orðið svo sorglega algengt að fólk gefi sér ekki tíma í sam- verustundir með börnum. Faðir minn lést 77 ára en nánast fram á síðasta dag sinnti hann börnum mínum eins og þeirra annar faðir. Í heim- sóknum var kubbað, lesið og gantast auk þess sem munn- harpan var ekki langt undan. Í sveitinni urðu synir mínir strax vinnumenn og fengu að taka þátt í sveitalífinu. Þeir fylgdu afa sínum að gefa kind- um og hænum, fengu að ferðast á sexhjólinu, raka hey af tún- um, tína rifsber, skoða skógar- þrastarunga, smakka góðgæti úr matjurtagarðinum, láta draga sig á leikfangatraktorum og svo mætti lengi telja. Það eru forréttindi að hafa átt föður og afa sem sýndi jafn mikla ást og umhyggju og pabbi minn gerði. Fyrir það verð ég að ei- lífu þakklát og full auðmýktar því ég veit að slíkt er svo engan veginn sjálfsagt að fá að upp- lifa. Góða ferð til himna og takk fyrir allt elsku pabbi minn. Þín Hugrún. Elsku afi minn. Ég veit að það er erfitt að deyja en við er- um bara svona. Maður deyr alltaf en það góða við að deyja er að guð og englarnir passa þig. Þú ert besti afi í heimi og ég mun aldrei gleyma þér. Þú varst svo góður við mig afi minn. Þinn Hilmar Gauti. Elsku afi minn ég elska þig. Bless elsku afi minn, þú ert besti afi í heimi. Þinn Hákon Gauti. Haukur bróðir mömmu er farinn, stuttu en hörðu stríði er lokið. Það var gott að það varð ekki lengra úr því sem komið var, hann hefði ekki kært sig um það, en ein sterkasta til- finningin sem eftir situr er sú hvað þetta var ótímabært. Ég hélt að hann ætti a.m.k. 20 ár eftir, yrði háaldraður eins og svo margir í hans nánustu fjöl- skyldu. En enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér og nú er hann farinn, of snemma, og eftir sitjum við hnípin. Haukur var yngstur systk- inanna á Laugabóli, og þar bjó hann alla tíð. Hann bjó á hluta jarðarinnar á móti Degi bróður sínum en þeir bræður tóku við búskapnum af foreldrum sínum. Kona Hauks er Hjördís Stef- ánsdóttir frá Húsavík, en þau byggðu sér fallegt hús á jörð- inni þar sem þau bjuggu síðan og ólu upp börnin sín fjögur. Haukur bjó með kýr og kind- ur en síðustu árin aðeins með kindur. Hann var áhugamaður um alla ræktun og eru þær ófá- ar plönturnar sem ég hef fengið úr garðinum þeirra í gegnum tíðina. Hann var barnelskur og öll börn hændust að honum og þótti honum afar vænt um barnabörnin sín sem nutu þess að koma í sveitina til afa og ömmu. Þeirra missir er mikill. Ég var mikið á Laugabóli hjá afa og ömmu sem barn og er Haukur órjúfanlega tengdur þeim dýrmætu minningum sem ég á þaðan. Mér finnst að í þá daga hafi alltaf verið sól og blíða. Við krakkarnir með í hey- skapnum, í fjósinu, á leið í útibúið á flotta bílnum, alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Einnig var mikið samband okkar á milli eftir að við fjöl- skyldan fluttum norður og þótt Haukur væri heimakær hafði hann gaman af að hitta fólk og spjalla og leit oft inn í kaffi til frænku sinnar. Alltaf þótti mér gott að koma til þeirra og þau eru ófá skiptin sem ég hef sótt ráð og leiðbein- ingar varðandi heimilishald til Hjördísar. Eftir að ég flutti úr Reykja- dalnum hittumst við ekki eins oft og áður en alltaf var eins og við hefðum hist í gær. Það er ótrúlegt að Haukur sé ekki á Laugabóli lengur og ekkert verður eins og áður, en ég er þakklát fyrir allar góðu minn- ingarnar. Missir fjölskyldunnar er mikill og ég sendi Hjördísi og fjölskyldunni allri mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Unnur Harðardóttir. Mér finnst að alltaf hafi ver- ið sól og blíða í Reykjadal þeg- ar ég var að alast þar upp. Leikir glens og gaman. En þannig var það auðvitað ekki. Við frændsystkinin á Lauga- bæjunum, í gamla túninu þeirra afa Sigurjóns og ömmu Krist- ínar, höfðum skyldum að gegna allt eftir getu og aðstæðum, en fengum samt svigrúm til að hittast og leika okkur saman. Þetta voru tveir hópar – stóru krakkarnir og litlu krakkarnir. Við Haukur vorum litlu krakk- arnir, hann var yngstur. Sveitin var góð fóstra. Þar voru endalaus tækifæri fyrir krakka að sinna hugðarefnum sínum. Við kepptum í íþróttum, fórum í litlu sundlaugina í Al- þýðuskólanum, óðum ána, fór- um í kríuvarpið í Torfdalnum að safna eggjum, í Hólamóana að tína ber og stofnuðum hin og þessi félög sem lifðu yfirleitt ekki lengi. Einhverju sinni var stofnað skátafélag, það lognaðist út af um leið og það var stofnað, enda vissi enginn út á hvað skátastarf gekk. Haukur var góður félagi, skemmtilegur, óá- reitinn og glaðlyndur. Það leiddist engum þegar hann var með í hópnum. Við börnin á bæjunum lærð- um að bera virðingu fyrir nátt- úrunni. Virðing fyrir gögnum hennar og gæðum og áhugi for- eldra okkar á allri ræktun hef- ur gengið í arf. Þar hefur Haukur ekki legið á liði sínu og farið í spor foreldra sinna, Unnar og Tryggva, og haldið áfram ræktunarstarfi heima á Laugabóli af elju og myndar- skap studdur af Hjördísi og börnum þeirra. Hauki var margt vel gefið og naut sín sem bóndi. Hann var áhugamaður um fólk og fræði, fróðleiksfús eins og fólkið hans. Hann var afar barngóður og börn löðuðust að honum. Börn- in mín hlökkuðu alltaf til að fara í Laugaból á sumrin og þeim var sannarlega vel tekið. Óttar sonur minn átti því láni að fagna að Haukur réð hann í kaupavinnu aðeins 13 ára gamlan, sumrin urðu þrjú. Nú hefur frændi minn kvatt, ég er þakklát fyrir að hann var hér. Hjördísi, börnum þeirra Hauks og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Svana. Haukur Tryggvason Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KOLBRÚN JÓHANNESDÓTTIR, Breiðavík 27, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 15. október. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Edward Wellings Jóhannes Jónsson Guðrún Á. Guðjónsdóttir Ragnheiður K. Jónsdóttir Einar G. Skúlason Helena Dröfn Jónsdóttir Árni Bragason Petrína G. Jónsdóttir Vigfús Vigfússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Suðurgötu 16, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. október. Minningarathöfn fer fram frá Dómkirkjunni 24. október klukkan 15. Ragnhildur Thorlacius Steinunn Thorlacius Guðjón Ingi Eggertsson Gunnlaug Thorlacius Sigurjón Halldórsson Eggert Thorlacius Stefanía Guðmundsdóttir Halla Thorlacius Sveinbjörn Þórkelsson Móðir okkar, ÁSTRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Meistaravöllum 15, Reykjavík, er látin. Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir Helga Gunnarsdóttir Ásta Kristín Gunnarsdóttir Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, Fróðengi 5, 112 Reykjavík, lést á Landspítalanum 30. september síðastliðinn. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey að ósk hinnar látnu miðvikudaginn 10. október. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug. Guðfinna María Björnsdóttir Björn Grétar Sveinsson Þóra Guðbjörg Björnsdóttir Birna Björnsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur kærleik og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mágkonu, INGIBJARGAR ÆVARSDÓTTUR. Guð blessi ykkur. Ólafur Haukur Arnarson Sunna Valdimarsdóttir Heiðbjört Arnardóttir Grímur R. Lárusson Telma Rós Ingibjargard. Hafþór A. Sigrúnarson Hallgrímur Ævar Kristjánsson Heiðbjört Hallgrímsdóttir Ævar Kristinsson Hallgrímur Ævarsson Hrönn A. Björnsdóttir ömmubörn og frændsystkini Ástkær faðir minn, bróðir og frændi, ÞORSTEINN SIGURÐUR JAFETSSON sjómaður, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 14. október. Hann verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 30. október klukkan 13. Jafet Örn Þorsteinsson Ingibjörg Guðrún jafetsdóttir Ingunn Ragna Sævarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.