Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
vinur vina þinna og elskaðir eyj-
una þína. Þú hafðir engan skilning
á að börnin þín bjuggu ekki öll í
Eyjum. Eins og þú sagðir, hér er
gott að vera, og næg atvinna fyrir
alla sem nenna að vinna. Hvað vill
fólk meira?
Þú kenndir mér að vera sjálf-
stæð, standa á eigin fótum, berj-
ast fyrir því sem ég hef trú á.
Koma jafnt fram við alla og bera
virðingu fyrir fólki. Þetta eru
mannkostir sem ég hef reynt að
lifa eftir og bera áfram til barna
minna.
En elsku pabbi! Þú sagðir oft að
þú þyldir ekki þegar fólk væri lof-
að í hástert aðeins vegna þess að
það var komið yfir móðuna miklu.
Því verð ég að segja satt og rétt
frá. Þú varst ansi litríkur karakter
og ekki allra. Þú sagðir hlutina
umbúðalaust, sama hvort þeir
væru jákvæðir eða neikvæðir. Þú
varst harðstjóri, en sanngjarn,
gerðir miklar kröfur til fólksins í
kringum þig og afskaplega óþolin-
móður. Ekkert gerðist nógu hratt!
En með ákveðni, trú og úrræða-
semi gast þú framkvæmt ótrúleg-
ustu hluti.
Elsku pabbi! Góða ferð! Þú
kyssir mömmu frá mér og treysti
ég því sem þú lofaðir að þú munir
vaka yfir okkur um ókomna fram-
tíð.
Þín
Ingibjörg R. Bjarnadóttir.
„Ég get sagt þér það, Halldór
minn, ef ég væri yngri, þá myndi
ég …“ Þannig hófust margar sam-
ræður okkar á seinni árum.
Bjarni, athafnamaður af guðs náð,
alltaf með hugmyndir, skoðanir og
ósk um að framkvæma.
Bjarni var „original“, kom til
dyranna eins og hann var klædd-
ur. Hann talaði hreina og bein-
skeytta íslensku þar sem enginn
var í vafa um hvað hann meinti, en
það var aðdáunarvert að hann tal-
aði með sama hætti til allra hárra
sem lágra. Hann var í eðli sínu
skipstjóri, stjórnandi sem vildi
stýra og gefa fyrirmæli. Persóna
sem gat verið hrjúf á yfirborðinu
en var í raun góðhjartað ljúf-
menni. Karakterum eins og
Bjarna fer fækkandi og ég þakka
fyrir að hafa verið svo lánsamur
að hafa kynnst honum.
Vestmannaeyjar hafa þróast og
dafnað m.a. fyrir tilstuðlan manna
eins og Bjarna. Hann var gall-
harður Eyjamaður, sem barðist
fyrir hag Eyjanna alla tíð, bæði
sem einn af meiri athafnamönn-
unum á sínum tíma, og fyrir hag
sjúkrahússins á seinni árum.
Bjarni var mikill fjölskyldu-
maður og var svo lánsamur að
giftast Dóru sinni og eignast með
henni stóran hóp afkomenda.
Samband Bjarna og Ingibjargar,
konu minnar, var sérstakt og í þau
20 ár sem við höfum búið saman
hefur varla liðið sá dagur sem þau
hafa ekki verið í símasambandi,
þrátt fyrir að við höfum meira og
minna búið í Danmörku undanfar-
in 16 ár. Bjarni var frábær afi og
börnin okkar sáu ekki sólina fyrir
„afa Bjarna“ og hann sá ekki sól-
ina fyrir þeim. Það var alltaf til-
hlökkun og ævintýraljómi að
koma til Eyja, til afa og ömmu.
Fara í Þorlaugargerði og taka
þátt í frístundabúskapnum, hey-
skapnum, gefa rollunum og hest-
unum, keyra bryggjurúnt o.s.frv.
Enda svo í veislu á Heiðarvegin-
um meðan Dóru naut við. Alltaf
blíða í Eyjum og það er lens, var
hans staðlaða mat á veðrinu fyrir
Herjólf.
Bjarni var tíður gestur hjá okk-
ur í Danmörku og það var alltaf
jafn frábært að hafa hann inn á
okkar heimili. Ingibjörg og strák-
arnir stjönuðu við hann í hvert
sinn og hann kunni ákaflega vel
við sig hjá okkur. Bjarni kom til
okkar í síðasta sinn í maí sl. til að
taka þátt í fermingu Hákons Inga.
Þá var Bjarni orðinn heilsulaus og
átti erfitt með gang. Hann ætlaði
sér hins vegar ekki að missa af
þessu og það var lýsandi dæmi um
viljann og baráttuna að honum
tókst að láta þann draum rætast,
þrátt fyrir aðstæður væru honum
ekki í hag.
Ég kveð með söknuði Bjarna
tengdaföður minn. Bjarni minn
takk fyrir allt og allt! Ég bið góðan
guð að taka vel á móti þér í himna-
ríki þar sem ég vona að þú samein-
ist Dóru þinni á ný.
Halldór Arnarson.
Ungur var ég þegar leiðir okk-
ar Bjarna lágu saman eftir gos á
eyjunni sem Bjarni unni. Bjarni
rak útgerð og var virtur atvinnu-
rekandi í Eyjum. Ég vann þá hjá
Flugfélagi Íslands og kallaði hann
mig oft til vinnu á kvöldin. Þá
þurfti að vinna fisk fram eftir
kvöldum og um helgar. Eyja-
menn, rétt eins og Bjarni, eru
dugnaðarfólk og vissu að margar
hendur vinna létt verk.
Tíminn leið en okkur Bjarna
var ávallt vel til vina. Ég lærði
mikið af honum og hann sá, rétt
eins og ég, að atorkan er það sem
máli skiptir þegar viðskipti eru
annars vegar. Að hafa ungur unn-
ið með manni eins og Bjarna, sem
síðar varð tengdafaðir minn, var
mikill skóli og þroskaðist ég og
lærði tökin þegar kom að útgerð
og fiskverkun. Þarna rak Bjarni í
raun stoðir undir þá vegferð sem
leiddi til að ég fór og sérhæfði mig
í því námi sem hann lagði grunn
að.
Af þeim árum sem við fjöl-
skyldan bjuggum og ég starfaði á
Bretlandi var heimili Bjarna og
Dóru skjöl barna okkar Sillu, þar
fengu þau að reyna sig og kynnast
Vestmannaeyjum, ömmu og afa
sem og öðrum frændsystkinum.
Það var ómetanlegt og minning
sem lifir. Ekki má gleyma því að
heimili þeirra hjóna var einnig
skjól fyrir dóttur Sillu, hana Dóru
Björk sem átti hjá þeim sitt annað
heimili og skjól. Hlýja og um-
hyggja þeirra hjóna gagnvart
okkur öllum umlukti okkur þótt
fjarlægðin væri oft mikil. Heimili
þeirra var okkar heimili í Heima-
ey.
Bjarni var ávallt tengdur út-
gerð eins og margir í Eyjum.
Hann var einnig tómstundabóndi
og hafði afskaplega mikla ánægju
af að umgangast hesta, ær og ann-
an búfénað. Fékk hann mann oft
til að smala og þindarlaus hljóp
maður tindahlaup í Eyjum löngu
fyrir tíð þeirra hlaupagarpa sem
það stunda í dag. Það hefur svo
sannarlega hjálpað til að maður
hefur meiri orku í dag en annars
væri.
Á síðustu æviárum sínum bjó
hann hjá okkur Sillu í Kópavogi
þegar hann leitaði m.a. eftir heil-
brigðisþjónustu á höfuðborgar-
svæðinu. Sá tími nýttist okkur öll-
um vel til að eiga þessar síðustu
stundir saman og efla andann með
umræðum um heimsins gagn og
nauðsynjar. Við Bjarni náðum vel
saman og óhætt er að segja að
hann hafi verið orðinn saddur líf-
daga og af hógværð tjáði mér það
að nú væri hann sáttur, sæll og
glaður til að yfirgefa þennan heim
fyrir annan betri hjá henni Dóru
sinni.
Börn okkar Sillu, Dóra Björk,
Sara, Arna Sif og Sighvatur,
sakna þeirra beggja. Svona er
gangur lífsins og þau þroskast
með þeirri reynslu sem felst í því
að kveðja. Óhætt er að segja að
þau njóti minninganna sem veita
þeim hlýju alla tíð.
Nú kveðjum við þennan mæta
mann og söknuður okkar er mikill.
Hann var góðmenni, vinur vina
sinna og þeirra sem eru minni
máttar. Blessuð sé minning þín
Bjarni.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Páll Sveinsson.
Bjarni var litríkur og skemmti-
legur karakter. Stór, mikill og
ákveðinn maður sem á yfirborðinu
virtist harðari en raun bar vitni.
Undir niðri var hann þessi mjúki
maður sem mátti ekkert aumt sjá
og var stöðugt tilbúinn að rétta
hjálparhönd og passaði vel upp á
sína. Þegar ég kom í fyrsta skiptið
á heimili hans og Dóru í Eyjum
var fyrsta spurning mín hver hefði
átt stórafmæli. Ástæðan var sú að
um allt hús voru blómavasar með
rauðum rósum. Hinni útskýrði þá
fyrir mér að það væri árlegt uppá-
tæki pabba síns að færa Dóru rós
fyrir hvern mánuð sem liðinn var
frá því að hann „valdi rétt“. Þarna
voru liðin níu ár frá því að hann
hafði hætt að drekka og rósirnar
því orðnar 108 talsins sem hann
færði henni þetta árið.
Mjög lýsandi fyrir það hversu
stórtækur hann var og hjá honum
var alltaf lifað eftir mottóinu „að
hika er sama og tapa“. Það var
mikill erill á heimilinu á
Vinnslustöðvarárunum og naut
hann sín vel um helgar í Þorló úti
að stússast í hestunum og rollun-
um og fékk þá útrás fyrir bóndann
í sér. Fyrir barnabörnin var
draumur að fá að vera með afa úti
á túni, fara á hestbak og fara svo
inn til ömmu sem alltaf var klár
með eitthvað nýbakað. Við náðum
vel saman og hafði ég gaman af
því hversu hreinn og beinn hann
var og dugði ekkert annað en að
svara honum í sömu mynt og því
kunni hann vel.
Ég var um tvítugt og við á leið á
aðalfundarhóf SÍF og Bjarni kom
til dyra á hótelherbergi þeirra
hjóna, leit á mig og sagði: „Það
hefur nú ekki kostað mikið efnið í
þennan kjól.“ Mjög lýsandi fyrir
Bjarna, sem lét allt flakka órit-
skoðað. Hann lá ekki á skoðunum
sínum og oft gustaði í kringum
hann þegar hann lét í sér heyra
um málefni sem honum þóttu mik-
ilvæg og fékk hann oft orð í eyra
frá konu sinni, sem var öllu var-
færnari í máli. Alltaf bar hann hag
Eyjanna fyrir brjósti, hvort sem
það var að tryggja að kvótinn
héldist í Eyjum þegar þau seldu
hlut sinn í Vinnslustöðinni, að
sjúkrahúsið væri sem best búið
eða hvernig bæta mætti aðbúnað
aldraðra þar.
Bjarni bar mikla virðingu fyrir
Dóru sinni og var honum virkilega
erfitt að sjá á eftir henni í lok árs
2007. Þau voru vissulega mjög ólík
hjón og eftir fráfall hennar varð
fjölskyldunni betur ljóst að hún
hafði átt fullt í fangi með að
tempra framkvæmdagleði hans.
Hann var framkvæmdamaður
mikill og fékk endalausar hug-
myndir og því gott að eiga maka
sem fékk hann til að staldra örlítið
við áður en farið var af stað. Hann
var mikill fjölskyldumaður og var
aldrei ánægðari en þegar öll fjöl-
skyldan safnaðist saman í Eyjum.
Börnunum okkar sýndi hann allt-
af mikla væntumþykju og fékk ég
ómetanlegan stuðning og hlýju frá
honum fyrir ári þegar ég þurfti að
gangast undir stóra aðgerð. Þó að
heilsan hjá honum gæfi eftir síð-
ustu ár var hugurinn fullur af eld-
móði. Ferðin til Lemvig í ferm-
ingu Hákonar í maí sl. sýndi það
að hann lét ekkert stoppa sig þeg-
ar hann hafði tekið ákvörðun.
Heilsan tæp en þegar við ræddum
hvort hann treysti sér í verkefnið
þá var svarið: „Mér er alveg sama
þótt ég drepist í Danmörku.“
Þetta gekk þó allt framar björt-
ustu vonum og naut hann sín vel
þar í faðmi fjölskyldunnar og við
glöð að fá að njóta með honum
þessarar ferðar sem við óttuðumst
þó að væri hans síðasta.
Ég er þakklát fyrir hann sem
tengdapabba og megi hann nú
hvíla í friði og minningarnar okkar
lifa um ókomna tíð.
Anna Jónína.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til afa Bjarna, hvort
sem það var á Heiðarvegi hjá afa
og ömmu Dóru, Þorlaugargerði,
Baldurshaga eða jafnvel á elló.
Það var alltaf nóg að gerast hjá
afa og var það sjaldan sem manni
leiddist að vera með honum.
Þegar við vorum yngri var það hin
fullkomna blanda að fara til Eyja
til ömmu og afa, að dúllast með
ömmu tímunum saman og síðan
eltandi afa út um öll tún og alltaf
voru búin að bætast við ný dýr
sem hann þurfti að sinna.
Við eigum fullt af skemmtileg-
um minningum um afa og var í
miklu uppáhaldi þegar við vorum
yngri að rúnta um eyjuna á bláa
bílnum hans, skemmtilegast var
þegar við vorum allt upp í sex
frændsystkinin og sátum í hrúgu
saman aftan á pallinum og var
ekkert mikið verið að huga að
beltum. Afi bjó stundum til sínar
eigin reglur sem voru aðeins hent-
ugri en aðrar, enda ekkert mikið
fyrir það að hlusta á aðra. Maður
velti því stundum fyrir sér hvort
afi þekkti bókstaflega alla í Vest-
mannaeyjum þar sem hann heils-
aði öllum sem urðu á vegi hans
meðan á rúntinum stóð.
Afa Bjarna verður sárt saknað
og erum við þakklátar fyrir að
hafa átt svona æðislegan afa sem
hugsaði alltaf vel um mann.
Björg Hulda, Birgitta Hrönn
og Alexandra Sif.
Elsku afi minn, ég er svakalega
þakklát fyrir allar minningarnar
sem ég á um þig. Það eru ekki
margir viðburðir í mínu lífi sem
við höfum ekki notið saman og
sakna ég þess mikið að hafa þig
ekki hjá mér áfram. Þú gekkst
með mér inn kirkjugólfið þegar ég
gifti mig, þú varst einn af þeim
fyrstu til að sjá börnin mín eftir
fæðingu og þú tókst þátt í öllum
stóru dögunum í mínu lífi.
Við vorum ekki alltaf sammála
en gátum alltaf verið sammála um
að vera ekki sammála. Þegar við
tókum slagina og vorum farin að
æsa okkur aðeins of mikið sagðir
þú alltaf: „Jæja, Dóttla mín, ertu
ekki hress?“ Þá vissi maður að nú
myndum við taka upp léttara hjal.
Þú lést mig alltaf vita ef þú varst
óánægður með eitthvað sem ég
gerði en þú varst líka óspar á
hrósið þegar þér fannst ég standa
mig vel.
Þú varst krökkunum mínum
mikill og góður afi sem fylgdist
ótrúlega vel með þeim verkefnum
sem þau voru í og þá sérstaklega
íþróttunum. Þú lést peyjana heyra
það þegar þér fannst árangurinn
ekki nægilega mikill og sagðir þá:
„Hvaða aumingjaskapur var þetta
í ykkur að tapa þessum leik?“
Stóru strákarnir mínir voru oft
með þér uppi í Þorlaugargerði að
vesenast í lömbum, hænum, hey-
skap eða girðingum þar sem regl-
urnar hans afa voru þær einu sem
voru í gildi. Ég fór yfir það með
þér að ég vildi ekki að strákarnir
væru uppi á pallinum á bílnum hjá
þér og sagðir þú að þeir væru
aldrei þar en næst þegar ég mætti
ykkur sátu þeir brosandi á pall-
inum og þú vissir að þú hefðir nú
verið gripinn í landhelgi. Ég
þekkti gleðina í strákunum varð-
andi þessa samveru því ég fékk að
vera mikið mér þér í sveitinni að
brasa þegar ég var yngri.
Uppátækin þín eru óendanlega
mörg og mörg brosleg eins og
þegar þú komst allur blár heim til
mín eftir að hafa verið að reyna að
merkja hænu sem var að leggja
aðrar í stofninum í einelti eða þeg-
ar þú tengdir bílasímann við flaut-
una í bílnum þannig að það var
ólíft í kringum bílinn fyrir hávaða
því síminn var alltaf að hringja. Þú
fékkst mikið af góðum hugmynd-
um sem þú komst í verk og er
óhætt að segja að þú hafir verið
lausnamiðaður og horfðir yfirleitt
á vandamál sem verkefni sem auð-
velt væri að leysa. Við ræddum oft
hugmyndir þínar með að fá hænur
eða kött á Hraunbúðir sem gæti
stytt heimilisfólkinu stundirnar og
gátum við ekki verið sammála um
að þessu myndu fylgja töluverð
vandamál því þú varst með lausnir
við öllum mínum áhyggjum.
Þú passaðir alltaf mjög vel upp
á mig og eru mikil forréttindi að
hafa verið elsta barnabarnið þitt,
þú brostir alltaf þegar ég sagði við
SJÁ SÍÐU 36
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR HANNA
SIGURÐARDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 11. október.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 23. október
klukkan 13.
Árni Júlíusson
Anna Birna Árnadóttir Arnar Ingólfsson
Sigurður Einar Árnason Ásborg Guðmundsdóttir
Ingvar Örn Árnason Sonya Árnason
og barnabörn
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SKÚLI HEIÐAR ÓSKARSSON
bifreiðarstjóri,
lést á Landspítalanum 14. október.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 23. október klukkan 15.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A4 á Landspítala
sem annaðist hann af alúð.
Kristín Friðriksdóttir
Sigrún Ragna Skúladóttir Jónas Þór Kristinsson
Ragnhildur Skúladóttir Andrés J. Snorrason
Anna María Skúladóttir Hálfdan Þorsteinsson
Óskar Dan Skúlason Dísa Friðleifsdóttir
Ólafur G. Skúlason Svanhvít Friðriksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF SIGFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Þórshöfn á Langanesi,
Gullsmára 5, Kópavogi,
lést sunnudaginn 14. október á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 26. október
klukkan 13.
Sigurður G. Jónsson
Hafþór Sigurðsson Sangduan Wangyairam
Örn Sigurðsson
Lilja Sigurðardóttir Þorsteinn Marinó Gunnarsson
Aðalheiður Jóna Sigurðard.
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÉTUR SIGURÐSSON,
fv. forseti Alþýðusambands Vestfjarða,
andaðist sunnudaginn 14. október.
Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 25. október klukkan 15.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 27. október
klukkan 14. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta
þess.
Hjördís Hjartardóttir
Sigurður Pétursson Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Edda Pétursdóttir Bergsteinn Baldursson
og afabörn