Morgunblaðið - 20.10.2018, Page 36

Morgunblaðið - 20.10.2018, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 Bjarni Sighvatsson þig að ég væri uppáhalds elsta barnabarnið þitt. Við áttum fal- legt samband sem hefur mótað mig mikið sem manneskju og er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að eiga margar samverustundir með ykkur ömmu Dóru. Afi, það er gott að þú sért kom- inn til ömmu og treysti ég á að þú munir halda áfram að vaka yfir mér og mínu fólki. Ég mun passa upp á að krakkarnir mínir gleymi ekki öllum skemmtilegu minning- unum um þig. Hvíl í friði, Dóra Björk (Dóttla). Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund en það yljar mér um hjartarætur að vita til þess að loksins ertu kominn aftur við hlið ömmu, en þú hefur saknað hennar mikið síðan hún kvaddi okkur fyrir 12 árum. Ég held að flestir sem þig þekktu eða hafa hitt þig eigi af þér nokkrar góðar sögur enda litrík persóna með eindæmum sem lét ekki sitt eftir liggja og sagði sína meiningu sama hvernig á stóð. Þau eru ófá skiptin sem rifjast upp fyrir mér, þegar verið var að reyna að tala þig ofan af einhverri hugmynd eða jafnvel skammast í þér, þar sem þú hallaðir bara hausnum fram og klóraðir þér í kollinum þangað til að viðkomandi var búinn. Þú sagð- ir sem minnst á meðan á stóð en svo kom glottið til þeirra sem voru viðstaddir, sem gaf til kynna að ólíklegt var að ræðan hefði borið tilsettan árangur! Um leið máttir þú þó ekkert aumt sjá og passaðir sérstaklega vel upp á þá sem þú taldir að þyrftu á þér halda. Fyrir það mun ævinlega virða þig. Hvíldu í friði, elsku afi minn Þín, Sara. Símtalið er mér enn ógleyman- legt, þá nýkjörinn alþingismaður, Bjarni Sighvatsson í Vestmanna- eyjum, hringdi í mig og kvaðst vilja hitta mig sem fyrst. Ég minnist þess hversu röddin var sterk og maðurinn hispurslaus og ákveðinn. Fundum okkar bar saman nokkru síðar á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum og þar tókst með okkur vinátta og einstakur trún- aður sem varði til lokadags. Ég hringdi í vin minn Sigurgeir Krist- jánsson á ESSÓ fyrir fundinn með Bjarna og bar undir hann erindið. Hann sagði með sinni sérstöku rödd og hægð, það skaðar þig ekki að hitta Bjarna, hann er auðvitað íhald og tengdasonur Guðlaugs Gíslasonar, fyrrverandi alþingis- manns, en í pólitík er best að tala við sem flesta, þín staða batnar bara hér í eyjunum við að kynnast honum. Oft eftir þetta kom ég til Bjarna og Dóru á heimili þeirra og fannst mikið til um þau bæði og hversu góð þau voru mér. Við Bjarni átt- um hjartalag saman, áhugamenn um hagsmuni lands og þjóðar, skoðanir okkar féllu saman og svo var hann bóndi inn við hjartaræt- urnar. Hann ók oft með mig um eyjarnar, sagði mér frá fólkinu og fræddi mig um sjómennskuna og sögu eyjanna og náttúruna. Stundum skruppum við saman í Þorlaugargerði, hann hellti á könnuna og þá var eins og kominn væri annar strengur í Bjarna en í Þorlaugargerði rak hann búskap, átti bæði sauðfé og hesta, enda góður hestamaður. Þarna sat með mér bóndinn Bjarni Sighvatsson, útgerðarmaðurinn og skipstjórinn voru horfnir úr skapgerðinni, jafn heillandi fannst mér þeir, en bónd- inn Bjarni var ekta eins og ég þekkti sveitamenn besta. Hvergi fannst mér jafn gaman að hitta kjósendur mína eins og í Vestmannaeyjum, þar var að vísu fylgi flokks míns ekki alltaf sterkt en fólkið tók manni vel og fund- irnir voru harðir og þeir töluðu við okkur á sjómannamáli eða með tveimur hrútshornum ef þannig stóð í bælið þeirra. En svo áttu þeir í manni hvert bein þegar fundi lauk, ég tala nú ekki um ef maður hafði burði til að svara full- um hálsi. Bjarni Sighvatsson var sannur Eyjamaður, stór í sniðum, orð- hvatur ef honum rann í skap og skóf ekki utan af hlutunum, mað- ur fann hvernig brimaði í sálinni og svo kom sólskin og sundin blá, einlægnin og væntumþykjan. Bjarni var velgjörðarmaður Vestmannaeyja, hann vissi að á eyjunni sinni gat allt lokast vegna veðurs á augnabliki, þar þurfti allt að vera til staðar til að bjarga mannslífum. Því var hann ötulasti velgjörðarmaður Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja og stóð fyrir fjársöfnunum til tækja- kaupa og gaf sjálfur oft tæki og peninga. Bjarni bognaði aldrei þótt elli kerling væri farin að vinna á hon- um, röddin var sterk til loka. Og ekki dró hann af sér í baráttunni fyrir heimabyggðina sína en hann hlaut að brotna í bylnum stóra síð- ast, þeir hraustu deyja líka. Ævintýrið um drenginn sem gerðist sjómaður fermingarárið sitt varð sigurganga, Bjarni var einn af bestu sonum Vestmanna- eyja. Nú er Bjarni farinn á vit feðra sinna og þau Dóra fallast í faðma á ströndinni miklu. Hver ævi og saga, hvert aldabil fer eina samleið sem hrapandi straumur. – Eilífðin sjálf, hún er alein til. Vor eigin tími er villa og draumur. (E. Ben.) Blessuð sé minning Bjarna Sig- hvatssonar. Guðni Ágústsson. Látinn er góður vinur okkar, Bjarni Sighvatsson frá Ási. Bjarni var einn af þessum eðal Eyja- mönnum sem bera hagsmuni sam- félagsins okkar fyrir brjósti. Hann lá ekkert á skoðunum sínum og lét þær óhikað í ljós, samt með þeim hætti að það mátti ekki særa neinn. Bjarni hafði ekki bara ákveðnar skoðanir á málefnum okkar Eyjamanna, hann fylgdi þeim eftir. Oftar en ekki var Bjarni í forsvari fyrir hópi góðra manna sem keyptu ýmislegt sem þeim fannst vanta inn í samfélag okkar Eyjamanna. Heilbrigðis- stofnunin í Eyjum naut sérstakrar velvildar þessa ágæta hóps. Þetta voru helstu áhugamál Bjarna seinni árin í lífi hans, þ.e. að gefa til þess samfélags sem fæddi hann og gaf honum gott líf. Starfsævi Bjarna var að mestu leyti tengd sjávarútvegi en í Bjarna leyndist líka bóndi og var hann bæði með kindur og hesta. Aðstaða hans fyrir þennan frí- stundabúskap var í Þorlaugar- gerði og á þeim slóðum leið Bjarna vel. Eiginkona Bjarna var Dóra Guðlaugsdóttir en hún lest árið 2007. Fráfall hennar tók mjög á Bjarna. Bjarni og Dóra eignuðust fimm börn. Þrátt fyrir þennan mikla missi var lífslöngun Bjarna mikil, honum fannst hann eiga svo margt ógert þó svo að hann væri kominn vel á níræðisaldurinn. Honum fannst það algjör tímasó- un að sitja aðgerðarlaus á Hraun- búðum tímunum saman án þess að hafa neitt fyrir stafni, enda naut hann þess að fara í bíltúr með fjöl- skyldu sinni og vinum. Seinni árin voru veikindi Bjarna oft erfið en eins og áður sagði var lífslöngunin það mikil að hann neitaði að gefast upp. En eins og við vitum öll ráðum við ekki vitjunartíma okkar á þessu jarðríki. Bjarni í Ási hefur verið kallaður til annarra starfa á stað sem við á þessu jarðríki þekk- um ekki. En eftir kynni okkar á Bjarna í Ási vitum við að hann skilur eftir fallegar minningar hjá fjölskyldu og vinum. Við sem þekktum Bjarna vissum alltaf að þar áttum við góðan vin. Um leið og við kveðjum vin okkar viljum við senda ættingjum hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur, og skil- aðu kveðju til Dóru þinnar. Stefán og Björk. Bjarni Sighvatsson er látinn. Að slíkum manni er mikill sjónar- sviptir. Það fór ekki framhjá nein- um þegar hann arkaði um bæinn eða brunaði á ellinöðrunni eins og síðustu árin. Svo hafði hann ákveðnar skoðanir á flestum mál- um og fannst alger óþarfi að liggja nokkuð á þeim, enda alltaf mjög hressandi að rökræða við hann. En hann var líka örlátur, hjálp- samur og einlægur maður, vinur vina sinna í raun og reynd og hrókur alls fagnaðar í góðum fé- lagsskap. Hann var í öllum skilningi stór maður með stórt hjarta sem gaf sig að lokum. Hann mun lifa í minningu þeirra sem þekktu. Elisabet Weisshappel. ✝ Brynjólfur Sig-urður Árnason fæddist í Minna- Garði í Dýrafirði 12. júlí 1921. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Bergi í Bolungarvík 8. október 2018. Foreldrar hans voru Árni Kristján Brynjólfsson, bóndi á Kotnúpi í Dýra- firði, f. 10. september 1887, d. 1977, og Hansína Guðrún Guð- jónsdóttir, ljósmóðir í Dýrafirði, f. 3. nóvember 1887, d. 1966. Bróðir Brynjólfs var Guðjón Arnór, f. 13. júní 1916, d. 8. maí 2012. Eftirlifandi kona Brynjólfs er Brynhildur Kristinsdóttir, f. 25. júlí 1935, frá Vífilsmýrum í Önundarfirði. Þau gengu í hjónaband 25. apríl 1957 og stunduðu búskap á Vöðlum í Önundarfirði til 2011 er þau fluttu í þjónustuíbúð á Hlíf á Ísafirði og síðar á dvalarheim- ilið Tjörn á Þingeyri. Börn þeirra eru: 1) Gunnhildur Jóna, Flateyri, f. 1957. Maki Þor- steinn Jóhannsson, f. 1952. Börn þeirra: a) Arnór Brynjar, f. nótnalestur og tónfræði fyrir fermingu hjá sr. Sigtryggi á Núpi og Hjaltlínu konu hans, en hún var móðursystir Brynjólfs. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1945 og árið eftir keyptu bræðurnir Vaðla, sem höfðu verið í eyði í eitt ár. Árið 1947 flutti öll fjölskyldan, ásamt Rakel móður Hansínu, að Vöðl- um þar sem þeir bræður byggðu upp öll hús og ræktuðu tún. Einnig byggðu þeir heim- arafstöð árið 1952 sem dugði fyrir heimilið og búið og gengur enn fyrir gömlu húsin. Meðfram búskap gegndi Brynjólfur ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum, s.s. í sóknar- nefnd, búnaðarfélagi og hrepps- nefnd Mosvallahrepps, en þar var hann oddviti 1982-1986. Hann var organisti í Holtskirkju í um 40 ár, allt til ársins 2000. Hann spilaði jafnframt í afleys- ingum í sex kirkjum á svæðinu þegar mest var. Tíu árum seinna, 2010, gaf hann út nótna- bók með eigin sönglögum við ljóð Guðmundar Inga Kristjáns- sonar frá Kirkjubóli. Brynjólfur spilaði einnig á harmonikku og spilaði á böllum og samkomum til margra ára. Það var hans helsta dægrastytting að spila á nikkuna síðustu ár meðan kraft- ar hans leyfðu. Útför hans fer fram frá Holtskirkju í Önundarfirði í dag, 20. október 2018, klukkan 14. 1982, maki Isak Gustavson, b) Jón Ágúst, f. 1986, maki Hrefna Erl- inda Valdemars- dóttir. Barn þeirra er Valdemar Leó. c) Jóhann Ingi, f. 1989, maki Gerður Ágústa Sigmunds- dóttir. Barn hans er Auðunn Halldór. 2) Árni Guðmund- ur, Vöðlum, f. 1963. Maki Erna Rún Thorlacíus, f. 1961. Börn þeirra: a) Jakob Einar, f. 1983 (faðir Jakobs er Jakob Jak- obsson), maki Sólveig Margrét Karlsdóttir. Barn þeirra er Mía Henríetta. b) Brynjólfur Óli, f. 1989. c) Benjamín Bent, f. 1995. 3) Guðrún Rakel, Þingeyri, f. 1970. Maki er Jón Sigurðsson, f. 1973. Börn þeirra: a) Hildur f. 1991, maki Emil Ólafur Ragn- arsson, b) Agnes, f. 1997, maki Andri Marinó Karlsson (faðir Hildar og Agnesar er Sólmund- ur Friðriksson), c) Hanna Gerð- ur, f. 2003. Brynjólfur flutti með foreldr- um sínum og bróður að Kotnúpi í Dýrafirði á fyrsta ári og ólst þar upp. Hann lærði á orgel, Ég vil í fáum orðum tjá virð- ingu mína við nýlátinn góðan vin minn og samstarfsmann til margra ára, Brynjólf Árnason, búfræðing, bónda, söngstjóra og organista í Holtssókn og víð- ar í Ísfjarðarsýslu. Brynjólfur var á margan hátt sérstakur maður, friðsamur og góðgjarn, ljúfur og glaður í öllu viðmóti, hjálplegur og góðum gáfum gæddur á fjölmargan hátt, músíkalskur svo af bar, ekki mannblendinn að fyrra bragði en naut vinsamlegra samræðna og lá þá ekki á skoðunum sínum. Hann fékkst töluvert við tónsmíðar, m.a. samdi hann lög við mörg ljóð og kvæði sveit- unga síns Guðmundar Inga Kristjánssonar. Gott var og ánægjulegt að hafa samneyti við vin minn, því hann var svo glöggur og smekkvís í öllu, sem hann að- hafðist, bæði til orða og verka. Margar ferðir áttum við saman um sýsluna því hann var alltaf reiðubúinn til að hlaupa í skarðið fyrir kollega sína í for- föllum eða vegna þess að eng- inn var til staðar. Eðliskostir Brynjólfs voru margir og fjöl- breyttir. Hann var jafnlyndur en alltaf brosandi og hlýlegur þegar fundum okkar bar sam- an. Þá var hann gjarnan raul- andi lagstúf, annaðhvort sem honum þótti fallegur eða var þá sjálfur að semja í huga sínum. Einstaklega orðvar var vinur minn um menn og málefni, aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni eða taka undir illgjarnan orðróm en gaman hafði hann af saklausum gam- ansögum og hló þá gjarnan mikið og af einlægni. Brynj- ólfur var menntaður búfræð- ingur og tók menntun sína al- varlega og nýtti hana sér og búskap sínum til gagns og líka til gleði. Áhugi hans á landbún- aðarfræðum var lifandi og svo sannfærandi að maður smitað- ist ósjálfrátt af hugsjón hans og áhuga. Hann gerði vísindalegar tilraunir bæði á jarðvegi og áburðarþörf svo hvorki yrði of eða van til að fá sem mesta og besta uppskeru af landi sínu og svo betri afurðir af bústofnin- um, enda gekk það eftir. Ekk- ert fór til spillis í hans höndum og umsjá. Lítið kunni ég til landbún- aðarstarfa, því leitaði ég oftar en ekki til vinar míns um tún- áburð o.fl. er ég tók sjálfur til við að heyja fyrir hestana mína. En hringdi þá gjarnan til Bryn- hildar, konu Brynjólfs, og spurði hvort bóndi hennar væri farinn að „breiða“ er ég var óviss og fákunnandi í breyti- legu veðurfari. Margar ánægjustundirnar átti ég með öllu heimilisfólkinu á Vöðlum í eldhúsinu yfir kaffi- bolla og góðu heimabökuðu meðlæti ásamt innihaldsríku spjalli. Reikningsglöggur og athug- ull var Brynjólfur enda skarpur að eðlisgreind. Hann var lengst af gjaldkeri sóknarnefndar og í prófaststíð minni endurskoðaði hann alla ársreikninga kirkju- og sóknarnefnda prófastsdæm- isins af mikilli nákvæmni og samviskusemi. Á héraðsfundum prófastsdæmisins gat enginn hrakið athugasemdir hans og leiðbeiningar og var stundum ekki laust við að einhverjum þætti súrt í broti að þurfa að kyngja athugasemdum bóndans úr litlu sókninni í Holti. Gott er að minnast góðra og heiðarlegra vina; góður Guð geymi Brynjólf og allt hans fólk. Lárus Þorv. Guðmundsson. Á hlýjum vordegi fyrir rúm- um 30 árum lenti ég með lítilli Arnarflugsvél á flugvellinum í Holti í Önundarfirði, kaffibrúnn og útkeyrður eftir þriggja vikna útskriftarferð við Mið- jarðarhaf, fullur tilhlökkunar yfir endurfundum við kær- ustuna, en einnig með vaxandi kvíðahnút í maganum, sem hafði ekkert að gera með háskalega flugferð og lendingu niður úr þokunni á litlum flug- velli við fjöruna. Kvíðinn fyrir að hitta nýju tengdaforeldrana í fyrsta sinn jókst stöðugt eftir því sem nær dró bænum, en þegar inn var komið og þau hjónin Binna og Binni tóku á móti nýja tengdasyninum með brosi og hlýju handtaki, fuku allar áhyggjur og taugastress út í buskann. Með okkur Binna tókust strax góð kynni. Hann hefur ef- laust fljótt séð að ég hafði lítið nef fyrir störfum í sveitinni, en aldrei lét hann mig finna til vanmáttar vegna þess. Man samt eftir góðlátlegu glotti frá honum þegar ég mætti honum úti undir fjósvegg og hann með dauðan kálf í fanginu, hefur ef- laust séð að þetta var alveg ný reynsla fyrir fjörulallann að austan. En þegar maður gat komið að verkum og hjálpað til lá hann ekki á liði sínu að segja manni til, kenndi mér t.d. hvernig á að nota staf í brattri hlíð við smalamennsku. Við þær aðstæður er mér minnis- stætt hve kvikur hann var, þá kominn fast að áttræðu, og ég þurfti að hafa mig allan við að hafa við honum á leiðinni upp í hlíð. En þrátt fyrir ólíkan bak- grunn fundum við strax sam- hljóm í tónlistinni. Brynjólfur var afbragðs harmonikkuleik- ari, með þeim betri sem ég hafði heyrt í og spilað með, og unun að heyra hann leika heilu lögin í breiðum þrí- og fjór- hljómum, eins og hann væri með fleiri en fimm fingur á hægri hendi. Svo fannst honum ekki ónýtt þegar ég fór að spila á böllum með Hljómsveit Geir- mundar og sagði mér oft frá ýmsum uppákomum sem hann lenti í þegar hann var að spila á böllum í gamla daga. Einnig var ég svo heppinn að fá að kynnast organistanum Brynj- ólfi, hann spilaði lipurt eftir nótum, gegndi hlutverki org- anista í kirkjunni, samdi lög og skrifaði í fjórrödd – og ekki með neina teljandi menntun í tónlist. Eftir skilnað okkar Rakelar og ég flutti suður, varð sam- band mitt við fyrrverandi tengdafólkið mitt fyrir vestan öllu fjarlægara en þó sum bönd rofni halda þó gömul og sterk fjölskyldutengsl og alltaf jafn gott að hitta fólkið sitt aftur. Það hefði ég svo viljað geta gert á útfarardegi Brynjólfs en minnist hans þess í stað í fjar- lægu landi með þakklæti og hlýju í hjarta þegar ég hugsa um þau áhrif sem hann hafði á líf mitt, geri mér kannski fyrst grein fyrir því nú hve mikil þau voru. Svo margt af þessum eftir- sóknarverðu eiginleikum til leiðarljóss í lífinu var að finna hjá honum, æðruleysi, nægju- semi, góðvild, þolinmæði, vinnusemi, þrautseigju og gleði í sinni, allt þetta og svo mætti lengi telja. Það eru forréttindi að fá að eiga slíkan mann að og verður seint fullþakkað. Ég vil senda Brynhildi, börn- um þeirra Brynjólfs og fjöl- skyldum þeirra mínar hjartans samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Brynjólfs Árnasonar. Sólmundur Friðriksson. Brynjólfur Sigurður Árnason Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Suðurlandsbraut 62, Mörkinni, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 18. október. Hjördís Jóna Sigvaldadóttir Hjalti Már Hjaltason Grétar Jóhannes Sigvaldason Róslinda Jenný Sancir Hjörtur Sigvaldason Sigrún Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.