Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
P22
Hönnun: Patrick Norguet
Armstóll með eyrum
Leður verð frá 569.000,-
Skemill
Leður verð frá187.000,-
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Dagurinn hentar vel til skemmtana
og tilhugalífs. Allir ættu að eiga einn vin
eins og þig. Þú kannt listina að gleðja og
hrósa fólki.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú er full/ur samúðar í garð sam-
starfsmanns og vilt gjarnan koma honum til
hjálpar. Velgengni bíður þín handan horns-
ins.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Með örlítilli fyrirhyggju ættir þú að
geta sveigt atburðarásina þér í hag. Ekki
hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þið ættuð ekki að hika við að beita
gömlum ráðum gegn nýjum vandamálum.
Búðu þig undir harða samkeppni í vin-
sældakeppni heima fyrir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú vekur athygli annarra og finnst
notalegt að láta hana leika um þig. Gefðu
vinum tíma og ræktaðu sambandið við þá.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhverjar breytingar eru að verða á
vinnustað þínum og þú munt nú hljóta ár-
angur erfiðis þíns. Þér finnst eins og gamall
vinur strá salti í sárin.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert á miklum þeytingi í dag og get-
ur ekki treyst á skammtímaminnið að halda
öllu til haga. Þeir sem halda að þú gleymir
auðveldlega munu komast að hinu sanna
fljótlega.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það getur komið sér vel að
eiga trúnaðarvin sem getur deilt með þér
bæði gleði og sorg. Þú hugsar þig ekki
tvisvar um þegar þú færð tilboð um nýja
vinnu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú færð allan þann stuðning og
hjálp, sem þú þarft, ef þú vilt knýja fram
breytingar í vinnunni í dag. Láttu það eftir
þér að gleyma þér í áhugamálinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert í góðri aðstöðu til að taka
ákvarðanir og fá fólk til fylgis við þig. Ekki
láta leti annarra fara í skapið á þér heldur
kláraðu verkið bara sjálf/ur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er óráðlegt að láta skapið
hlaupa með sig í gönur þótt hlutirnir gangi
ekki sem best. Þú ættir að hvíla þig betur
næstu vikurnar en þú hefur gert und-
anfarið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Af hverju eru þessi fiðrildi að kitla
þig? Rómantíkin liggur í loftinu. Allir þurfa
ást og allir eru færir um að gefa hana.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Þetta bil á bolla er.
Báðum megin hefur fat.
Víða sést á húsum hér.
Haft er líka undir mat.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Borð er á bolla og norð-
urborð stórt á kökufati,
í húsi með bandsöguð borð,
á borði hjá matargati.
Helgi R. Einarsson á þessa lausn:
Lausnarinnar leita að,
litlu földu orði,
en hvert það er, ja, það er nú það,
því ekki að borði.
Helgi Seljan leysir gátuna
þannig:
Borð er oft á bolla hér,
borð er yzt á fötum víst.
Úr borðviði oft byggjum vér,
á borðið hlaðið krásum líst.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Þetta borð á bolla er.
Borð að sönnu hefur fat.
Borð sjást víða á húsum hér.
Haft svo borð er undir mat.
Þá er limra:
Björn skipstjóri frá er fallinn,
er fór hann um borð í dallinn
fyrir borð,
ég á ekki orð
álpaðist blessaður kallinn.
Og að síðustu ný gáta eftir Guð-
mund:
Lít ég út um ljóra minn,
ljósið góða flæðir inn
skírast þankann fljótt ég finn,
fangar gátu hugurinn:
Hæð á landi líta má.
Legstaður nú blasir við.
Oft má finna fjósi hjá.
Fjarska latt er mannkertið.
Árni Björnsson sendi mér tölvu-
póst og leiðrétti mig í Vísnahorni á
fimmtudag: „Revían Haustrign-
ingar var sýnd árið 1925 og varla
hefurðu verið farinn að hlaupa um
Laugaveginn á því méli.“ Ég þakka
Árna og bið lesendur afsökunar.
Síra Jón Brynjólfsson Háfshól
orti um Metu-Gísla:
Herra Gísli harðar píslir þoldi
undir hríslu allsnakinn,
Árnessýsluböðullinn.
Þetta þóttu góð tíðindi:
Er nú sagður andaður,
- ævidaga fullsaddur –
öldungurinn Andskoti,
óðalsbóndi í Helvíti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vertu meiri á borði en í orði
Í klípu
„ÞÚ VARST FYRIR ÚTGANGINUM. SETTU
SJÁLFAN ÞIG Í FÓTSPOR ÞEIRRA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„KÆRA DAGBÓK, GAMLI NÍSKUPÚKINN
GLEYMDI AÐ GEFA MÉR VASAPENINGA
AFTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að það sé
hann áður en þú svarar.
ÞETTA ER Í
LAGI, GRETTIR…
ÉG SAUMAÐI INNVOLSIÐ
AFTUR Í BANGSANN ÞINN
MIKIÐ ERTU MEÐ
FLOTT ÖR, PÚKI
AFSAKAÐU, LÚTUR… EN KANNT
ÞÚ EINHVER FERÐALÖG?
Ó JÁ!
SVO ÞÉR VÆRI SAMA ÞÓTT
ÞÚ SPILAÐIR EINHVERS
STAÐAR ANNARS STAÐAR?
Ari Eldjárn er einn besti grínistilandsins. Í spjallþætti Loga
Bergmanns Eiðssonar, Með Loga,
fór Ari á kostum í einlægu viðtali.
Ari er ófeiminn við að gefa innsýn í
hvernig hann vinnur og afhjúpa
hvernig hann fer að því að herma eft-
ir fólki. Ugglaust eiga þeir sem hafa
hug á að feta í fótspor Ara eftir að
horfa á þennan þátt með mikilli at-
hygli og jafnvel oftar en einu sinni.
x x x
Víkverji hefur oft velt því fyrir sérað það hljóti að vera erfitt að
vera uppistandari á gervihnattaöld.
Tilvist hinna ýmsu vefmiðla og sú
staðreynd að hver einasti maður er
með fullkomna upptökuvél í vas-
anum, sem nota má til að taka upp og
setja efni á netið á augabragði, gerir
að verkum að ítrekað þarf að endur-
nýja efni og brandarar verða nánast
einnota.
x x x
Menn eiga misjafnlega auðveltmeð að herma eftir öðru fólki.
Jóhannes Kristjánsson eftirherma
er í sérflokki í þeim efnum. Hann
nær Guðna Ágústssyni það vel að
vart má á milli heyra hvor er orgin-
allinn. Sú saga hefur verið sögð að
Guðni Ágústsson hafi einhverju sinni
hringt heim til Jóhannesar og verið
sagt að hætta þessu gríni og drífa sig
heim.
x x x
Það var athyglisvert að heyra Aralýsa því þegar hann ákvað að
gera Bubba Morthens að viðfangs-
efni. Hann sagði að það hefði verið
auðvelt að fara þá leið sem margir
hefðu gert að gera grín að lesblindu
söngvarans, en honum hefði ekki
hugnast það. Víkverji er ekki með
orðalag Ara í kollinum, en inntakið í
orðum hans var að Bubbi gæti ekki
að því gert að hann væri lesblindur.
Það væri fyrir neðan beltisstað að
gera sér mat úr því og hann vildi
ekki leggjast svo lágt.
x x x
Þetta er kannski ástæðan fyrir ár-angri og velgengni Ara. Hann
hefur frábært auga fyrir hinu skop-
lega og það er ekki vottur af illkvittni
í gríninu hjá honum. vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er góður, athvarf á degi
neyðarinnar, hann annast þá sem
leita hælis hjá honum.
(Nahúm 1.7)