Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Nokkru áður en sýningargestirnir
drepa niður fæti á Listasafni Reykja-
víkur – Kjarvalsstöðum eru þeir
komnir á Róf, yfirlitssýningu á verk-
um myndlistarmannsins Haraldar
Jónssonar.
Sýningin, sem verður opnuð kl. 16
í dag, laugardag, teygir sig nefnilega
á milli húsa við Flókagötuna og með
hljóðinnsetningu út á leikvelli í
grenndinni. Og víðar. Titilverkið,
„Róf“, blasir við í gluggum nágrann-
anna; rauðar, gular og appelsínu-
rauðar strimlagardínur.
„Ég gekk hér um eina kvöldstund í
haust, bankaði upp á hjá fólki, spurði
hvort það vildi taka þátt í mynd-
listarverki og sýndi því litaprufur.
Valið stóð á milli þriggja lita. Hug-
myndin er svolítið eins og þekkist
þegar byggingar eru lýstar upp í ein-
hverjum lit í þágu góðs málstaðar.
„Þó það nú væri“, svöruðu íbúarnir
erindinu eins og ekkert væri sjálf-
sagðara,“ segir Haraldur og bætir við
að vitaskuld lesi fólk út úr listaverk-
um eins og því sýnist. Myndlistin sé
af sama meiði og ljóð að því leytinu.
Sýningin spannar tæplega 30 ára
feril Haraldar í myndlist og er henni
ætlað að draga fram sérstöðu hans í
íslensku listalífi. Sýningin er jafn-
framt hluti af því markmiði Lista-
safns Reykjavíkur að rannsaka og
kynna feril mikilsverðra starfandi
listamanna. Í tengslum við Róf hefur
safnið gefið út veglega sýningarskrá
og fylgir sýningunni eftir með viða-
mikilli dagskrá.
Að skynja og greina umhverfið
„Leiðarstefið á sýningunni er að
virkja sem flest skynsvið, safnbygg-
inguna sjálfa og þar um kring og
ekki síst arkitektúr hugans; hvernig
við skynjum og greinum umhverfið,
vinnum úr upplifunum í hversdags-
leikanum og hvernig við tjáum okkur
og eigum samskipti hvert við annað.
Í rauninni hef ég verið að vinna að
sýningunni í þrjá áratugi, en þó með-
vitað bara í eitt ár. Þegar við Markús
Þór Andrésson sýningarstjóri fórum
að skoða verkin varð mér ljóst að ég
vildi enga „vörutalningu“ þar sem
öllu ægði saman, heldur langaði mig
að eima niður þá þætti sem verk mín
eru samsett úr. Tengsl manns og
rýmis, vitundar og umhverfis eru
lykilþættir, rétt eins og segir í kynn-
ingartexta með sýningunni.“
„Eimingin“, eða kjarninn með öðr-
um orðum, speglast í ólíkum verkum
listamannsins, gjörningum, innsetn-
ingum og verkum sem krefjast þátt-
töku sýningargesta. „Ég er með
marga bolta á lofti, vinn alltaf í
mörgum lögum,“ segir listamaðurinn
og lofar að lognmollan muni alltént
Arkitektúr
hugans á Rófi
Yfirlitssýning á verkum myndlistar-
mannsins Haraldar Jónssonar verður
opnuð kl. 16 í dag í Listasafni Reykja-
víkur – Kjarvalsstöðum Tengsl
manns og rýmis, vitundar og umhverfis
Listamaðurinn Haraldur Jónsson notar marga miðla í list sinni en rauði þráðurinn er að eima tilveruna.
Eitt titrandi tár
Öfganna á milli Tónlistin við Mandy ber sterk höfundareinkenni Jóhanns.
Rotten Tomatoes. Jóhann sníður sér
stakk eftir vexti en leitar þó fanga
giska víða tónrænt séð. Upphafs-
stefið er kaldranalegt og óttalegt,
eitthvað hræðilegt gefið í skyn og
maður spennist upp – ekki ósvipað
því hvernig hann leiddi mann inn í
Sicario. En svo kemur ástartema
myndarinnar, sem er sígildur mel-
ankólískur og melódískur Jóhann;
hlaðið þessari ægifegurð sem hann
hefur sýnt okkur í svo mörgum
verka sinna. Tónlist sem stingur,
maður heyrir strax að þetta er Jói,
og bara þetta stef er sönnun á ein-
stæðum hæfileikum þessa drengs.
Tár myndast á hvarmi er maður rit-
ar þetta. Skúli Sverrisson á stórleik
hér en einnig koma þeir Úlfur Eld-
járn og Kjartan Hólm við sögu á
plötunni.
Er líður á verkið beitir Jóhann
fyrir sig rokkstemmum, en þann
jarðveg þekkir hann mætavel og
eiginlega inn og út. Hann leikur sér
með „industrial“-tónlist, potar í
gotamenninguna og hyllir fagur-
fræði svartþungarokksins (sem er
undirstrikað með umslagi vínyl-
útgáfunnar). Harðneskja rokksins
leikur jafn vel í höndum hans og blíð
stef ástartemans. Það var enginn au-
kvisi sem hjálpaði Jóhanni að dýrka
fram ólgandi ægilegt rokk, en
Stephen O’Malley, sem leiðir drun-
rokkssveitina ógurlegu Sunn O))), sá
um gítarleik og upptökustjórnand-
inn Randall Dunn lagði einnig
gjörva hönd á plóg.
Mandy var engan veginn bara
næsta mynd; Jóhann hafði hrifist af
fyrstu mynd leikstjórans Panos
Cosmatos, Beyond The Black Rain-
bow, og hvernig Cosmatos nýtti sér
hljóðmyndina þar. Mandy er því á
vissan hátt gæluverkefni, mynd sem
æsti upp listamanninn í Jóhanni og
að því leytinu til fínasti endapunktur
á ævintýrum hans í kvikmyndalandi.
Það er huggun harmi gegn, að ein-
hverju leyti, að blessunarlega getum
við gengið að tónlist Jóhanns áfram,
þó að höfundurinn hafi kvatt okkur í
þessari tilvist. Og ég vona svo inni-
lega að mér muni gefast frekari
tækifæri í framtíðinni til að stinga
niður penna um þennan snilling.
Þess má geta að lokum að eftir
viku verða minningartónleikar í Iðnó
helgaðir Jóhanni. Miða má nálgast í
12 tónum og rennur aðgangseyrir
óskiptur í hinn nýstofnaða sjóð The
Johann Johannsson Foundation.
» Tónlist sem stingur,maður heyrir strax
að þetta er Jói, og bara
þetta stef er sönnun á
einstæðum hæfileikum
þessa drengs.
Síðasta kvikmynda-
tónlistin sem Jóhanni
Jóhannssyni auðnaðist
að ljúka fyrir ótímabært
andlát sitt er við hasar-
hryllinn Mandy. Hér er
rýnt í verkið og um leið
listfengi Jóhanns.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Mig langaði til að setja niðurnokkur orð um tónlistar-manninn Jóhann Jóhanns-
son sem fór allt of fljótt frá okkur í
febrúar á þessu ári. Meginefni þessa
pistils er tónlist hans við kvikmynd-
ina Mandy, sem er nýútkomin, síð-
asta verk hans á því sviði. Ég hef
verið að skrifa um Jóhann Jóhanns-
son allan minn tónlistarblaðamanns-
feril en á undanförnum árum snaraði
ég upp nokkrum greinum sem fjöll-
uðu um uppgrip hans á sviði kvik-
myndatónlistarinnar, en það var á
við sæmilega spennandi Hollywood-
mynd að fylgjast með þeirri vegferð.
Frami hans í þeim geiranum laut
öruggri stígandi, hægri en mark-
vissri, og óx aðdáunin á honum um
heim allan stöðugt. Tvö verk
hnykktu reglulega á hvað þetta
varðaði; tónlist hans við myndirnar
Sicario og Arrival, sem bera með sér
hárnákvæma blöndu af listrænni sýn
og því sem kalla mætti þjónustu við
kvikmyndaformið. Jóhanni var að
takast það sem fáir ef nokkrir leika
eftir; að ná að samþætta eigið list-
fengi þessu stundum heftandi formi.
Alþjóðlegir kollegar í þessum
bransa fylgdust með í forundran er
Jóhann reyndi æ meira á þanþol
þessarar listar og Guð einn veit
hvaða stöðu hann hefði komist í hefði
hann fengið meiri tíma til að þróa sig
þarna.
Mandy er blóðugur hasarhryllir
með Nicolas Cage í burðarrullunni
og hefur fengið lofsamlega dóma,
stendur í 94% í dómasafnssíðunni
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Ókeypis aðgangur á greiningarsýningu í Myndasal
Síðasta sýningarhelgi Prýðilegra reiðtygja í Bogasal
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal
Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sunnudagur 21.10. Plastóperan - fyrir börn og fullorðna kl. 14 og kl. 16
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR
– ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
- HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is