Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 47

Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 ekki svífa yfir vötnum á sýningunni. Elsta verkið, „Mót“, er frá út- skriftarári Haraldar í Myndlista- og handíðaskólanum 1987 áður en hann hóf nám í Listaakademíunni í Düsseldorf þaðan sem hann útskrif- aðist með meistaragráðu 1990. „Mér hefur alltaf þótt „Mót“ gefa tóninn fyrir það sem síðar kom, en verkið er skúlptúr úr samsettum furuborðum og haldið saman með járnteini. Með því að taka teininn úr leysast formin upp og skúlptúrinn breytist.“ Brot úr stefnuljósum Aðspurður segir Haraldur að áhugi sinn á myndlist hafi kviknað þegar hann var smástrákur. „Ég ólst upp í mjög örvandi og skapandi um- hverfi og lærði að lesa, skrifa og reikna hjá afa mínum, Haraldi Björnssyni, sem var bæði leikari og kennari. Fyrir vikið hljóp ég yfir bekk og hafði sú ráðstöfun mjög af- gerandi áhrif á líf mitt og skynjun. Þegar ég var sjö eða átta ára varð ég vitni að árekstri tveggja bíla í hverf- inu mínu. Ég kom að þar sem lög- regluþjónn var að safna saman brot- um úr stefnuljósum; sópa saman fegurðinni, að mér fannst. Á því augnabliki gerðist eitthvað í hug- skoti mínu og líkama. Ég heillaðist gjörsamlega af þessu rými sem myndaðist þarna milli þess sem er dramatískt og hafði gerst, en var um leið rosalega fallegt,“ rifjar Haraldur upp. Rétt eftir aldamótin safnaði hann saman brotum úr stefnuljósum, gerði úr þeim dágóða hrúgu, setti hvítan dúk yfir og bjó þannig til inn- setningu sem var afhjúpuð á opnun sýningar og byggðist á þessari minn- ingu og gestir geta nú skoðað á Rófi. Samskipti fólksins Við upphaf listferils Haraldar voru hvorki snjallsímar né samfélags- miðlar og samskipti fólks því að mörgu leyti með öðrum hætti en nú tíðkast. Hann segir að „Róf“, eitt meginverk sýningarinnar, brúi ágætlega tvenna tíma. „Strimla- gardínurnar eru hvort tveggja vísun í gamla tíma en um leið persónuleg flettiskilti, svona líkt og auglýs- ingaflettiskilti, eða skermar, sem fólk snýr eftir hentugleikum. Nokkurs konar heimabíó eða mjög hæg kvikmynd. Mér finnst svona gluggar mjög áhrifamiklir, þessi mæri á milli einkalífs og opinbera rýmisins sem við lifum og hrærumst í á þessum miklu skermatímum,“ segir Haraldur og á við þann sam- skiptamáta sem felst í að fólk er sí- fellt með augun á alls konar skjám. Haraldur kveðst alltaf hafa notað ólíka miðla í listsköpun sinni og tengja gjarnan eldri og nýrri gjörn- inga í virkjun skúlptúrs, eins og verði raunin með verkið „Af- steypur“ tiltekna daga á Rófi. Lista- verkin spila saman, eldri verk við ný. Mörg þeirra segist hann gera með það í huga að skynsvið áhorf- enda skarist. „Eitt verkanna, sem tekur á móti gestum á opnunardaginn, „Blóð- nám“, sýndi ég upphaflega á sýning- unni Flögð og fögur skinn í Ný- listasafninu 1998. Þemað var líkaminn og þá, eins og nú, dró hjúkrunarfræðingur blóð úr fólki, setti í hylki og afhenti viðkomandi sem minjagrip um verkið og sjálfan sig. Mig langaði til þess að í stað þess að áhorfandinn virti fyrir sér fjarvíddina í verkinu, eins og til dæmis þegar hann horfir á sum mál- verk, þá færi verkið inn í áhorfand- ann í bókstaflegum skilningi. Í sjálfu sér sáraeinfalt, en margbrotið,“ segir Haraldur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tríó Reykjavíkur býður til tónleika á morgun, sunnudaginn 21. októ- ber, kl. 16 á Kjarvalsstöðum til að minnast þess að í ár eru 30 ár liðin frá stofnun tríósins. „Þar verða leikin tvö öndvegisverk tríó- tónbókmenntanna, tríó eftir J. Brahms í C-dúr Op. 87 og hið fræga tríó nr. 2 í e-moll eftir D. Sjostakovitsj,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari, Halldór Haraldsson píanóleik- ari og Gunnar Kvaran sellóleikari stofnuðu tríóið á sínum tíma. Hall- dór starfaði með tríóinu í sjö ár, en þá tók Peter Máté við og sl. þrjú ár hefur Richard Simm setið við píanóið. Tríóið hefur á ferli sínum leikið víða, bæði innanlands og ut- an, hélt reglulega tónleika í sam- vinnu við Hafnarborg í 22 ár, stóð fyrir tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur í Hveragerði um 10 ára skeið og hefur í áratug staðið fyrir hádegistónleikaröð á Kjarvals- stöðum í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Öndvegisverk á afmælistónleikum Tríó Richard Simm, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í Neskirkju í dag kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Á efnisskránni eru fiðlukonsert í A-dúr eftir W.A. Mozart og sinfónía nr. 8 eftir Antonín Dvorák. Stjórn- andi er Sigurgeir Agnarsson. „Einleikari með hljómsveitinni að þessu sinni er Ragnheiður Ing- unn Jóhannsdóttir, sautján ára fiðlunemi við MÍT. Hún stundar einnig nám við Menntaskólann í Reykjavík og lýkur þaðan stúdents- prófi í vor. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og masterklassa hér- lendis og erlendis og sótt einkatíma hjá ýmsum kennurum,“ segir í til- kynningu. Þar kemur fram að hún stundi söngnám hjá Sigrúnu Hjálm- týsdóttur í MÍT og ljúki framhalds- prófi í söng í nóvember. „Hún fór með sigur af hólmi í Söngkeppni MR í febrúar og keppti í kjölfarið í Söngkeppni framhaldsskólanna. Hún lék Kamillu í Kardemommu- bænum í Þjóðleikhúsinu sjö ára gömul, hefur tekið þátt í ýmsum uppfærslum Herranætur og var í sigurliði MR í ræðukeppni fram- haldsskólanna, MORFÍs, árið 2016. Ragnheiður stefnir að burtfarar- prófi í fiðluleik frá MÍT í vor.“ Ljósmynd/Þórunn Guðmundsdóttir Skapandi Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Sigurgeir Agnarsson. Verk eftir Mozart og Dvorák í Neskirkju Danska ljóð- skáldið Yahya Hassan hefur verið dæmt til meðferðar á geð- deild um óákveð- inn tíma. Þetta er niðurstaða dóm- stóls í Árósum, en mál Hassans var tekið fyrir í vik- unni. Politiken greinir frá málinu. Hassan játaði sök í öllum 42 ákæruliðum, sem tók 25 mínútur að lesa upp, en hann var m.a. ákærður fyrir ofbeldisbrot, hótanir, skemmd- arverk og blygðunarsemisbrot á ár- unum 2015-2018. Bæði verjandi og ákæruvaldið fóru fram á að Hassan yrði dæmdur til meðferðar á geð- deild, en það var mat dómkvaddra lækna að Hassan hefði verið „sturl- aður“ á tímabilinu sem hann framdi afbrot sín. Frá því Hassan hlaut síð- ast dóm fyrir tveimur árum hefur hann níu sinnum lagst inn á geðdeild vegna ranghugmynda, kvíða og sjálfsvígshugsuna. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vistaður á geðdeild frá 16. júlí, en samkvæmt dómnum munu læknar ákveða hvaða meðferð hann fær, hvenær og hversu lengi. Dæmdur í meðferð Yahya Hassan Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 16:00 34.sýn Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Sun 21/10 kl. 14:00 Auka Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Sun 28/10 kl. 14:00 Auka Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Lau 24/11 kl. 19:00 Fös 30/11 kl. 19:30 Mið 14/11 kl. 19:30 Sun 25/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30 Fim 29/11 kl. 19:30 Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Sun 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Lau 10/11 kl. 20:00 19. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Fös 26/10 kl. 20:00 17. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Lau 27/10 kl. 20:00 Lokas. Síðustu sýningar. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tví-skinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Sýningum lýkur í nóvember. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.