Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Listasafn Reykjavíkur hefur valið lista-
mennina Emmu Heiðarsdóttur, Gunnar
Jónsson, Ragnheiði Káradóttur og
Steinunni Önnudóttur til að sýna í D-sal
á næsta ári. Alls hafa 34 listamenn sýnt í
salnum síðan safnið hóf að standa þar
fyrir sýningum efnilegra listamanna ár-
ið 2007. Markmið sýningaraðarinnar er
að gefa þeim tækifæri til að vinna í
fyrsta sinn að einkasýningu í opinberu
listasafni og beina athygli gesta að nýj-
um og áhugaverðum hræringum innan
listheimsins.
Í ár auglýsti Listasafn Reykjavíkur í
fyrsta sinn eftir umsóknum um að sýna í
D-sal á næsta ári. Ráðgerðar eru fjórar sýningar, en alls bárust yfir 130
umsóknir og því var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina.
Með þátttöku í D-salar-röðinni gefst listamönnum tækifæri til að kynnast
af eigin raun þeim innviðum sem opinbert listasafn styðst við í starfsemi
sinni. Um leið opnast gestum safnsins innsýn í nýjar stefnur og strauma í
samtímalist.
Fjögur valin til að sýna í D-salnum
Ein útvalinna Ragnheiður Káradóttir.
Tónleikar þeirra Daníels Friðriks
og Megasar í Iðnó kl. 21 á sunnu-
dagskvöldið eru hluti af tónleika-
röð Mengis; Mengis Series. Á
efnisskránni eru ný og eldri lög
sem ekki hafa áður heyrst opin-
berlega. Lögin hafi einfaldlega
ekki verið réttu lögin við hitt eða
þetta tilefnið eða þótt henta tiltek-
inni dagskrá. „… líkt og [lögin]
hafi fallið milli skips og bryggju,
orðið út undan án þess að hafa
nokkuð til þess unnið,“ eins og
það er orðað í fréttabréfi Mengis.
Þar segir enn fremur að nýrri
söngvar séu tækifærisafurðir, af-
kvæmi augnabliks sem hafi frosið.
Þeir félagar Daníel og Megas
Tónlistarmenn Megas og Daníel Friðrik.
Daníel Friðrik og Megas með réttu lögin
munu einnig gefa sýnishorn af
verkum í vinnslu.
Salurinn í Iðnó verður opnaður
kl. 20.30.
Vort daglegt brauð, sýning Söru
Vilbergsdóttur, verður opnuð kl. 16
á morgun, sunnudag, í Gallerí
Göngum í Háteigskirkju. Elsta
verkið er unnið 2006, það yngsta
varla þornað. Öll fjalla verkin um
tilvistina í henni veröld og endur-
spegla nokkrar svipmyndir og
vangaveltur úr ferðalagi Söru um
lífið. Þau eru unnin með blandaðri
tækni, í pappamassa, akríl og olíu
svo eitthvað sé nefnt. Sara hefur
starfað við myndlist, bæði að eigin
myndsköpun og kennt börnum og
fullorðnum í myndlistarskólum.
Hún hefur haldið sýningar heima
og erlendis og einnig unnið við dú-
ettmálun með systur sinni, Svan-
hildi Vilbergsdóttur, undanfarin
átta ár.
Tilvistin Sara Vilbergsdóttir fjallar um
tilvistina í verkum sínum.
Vort daglegt brauð í Gallerí Göngum
Tölvurisinn Apple, sem er að hefja framleiðslu leikins sjón-
varpsefnis fyrir Apple TV, hefur ráðið Heru Hilmarsdóttur
í stórt hlutverk í þáttaröðinni See. Samkvæmt vefsíðunni
denofgeek.com eru þættirnir átta talsins, vísindaskáld-
skapur með dramatísku ívafi. Sagan gerist í framtíðinni
þegar mannkynið hefur misst sjónina og neyðist til að finna
nýjar aðferðir til að lifa af og eiga í samskiptum. Ástandið
breytist þegar sjáandi tvíburar líta dagsins ljós. Leikstjóri
er Francis Lawrence og Jason Momoa, sem þekktastur er
fyrir leik sinn í Game of Thrones, fer með hlutverk Baba
Voss, hermanns, leiðtoga og verndara sem hræðist ekki
neitt. Hera mun leika staðfasta móður að nafni Maghra.
Hera leikur í nýrri þáttaröð frá Apple
Hera
Hilmarsdóttir
Þorsteinn Helgason opnar sýn-
inguna Tilbrigði í Gallerí Fold kl.
14 í dag, laugardag.
Eins og Fold lýsir verkunum eru
þau eins og litasprengjur á striga
sem raðast upp í ljóðrænt landslag.
Þau hafi sterka hrynjandi og lita-
flæði þar sem formin dansi á strig-
anum, líkt og myndirnar geymi
minningu um handtök málarans. Þá
segir að kannski sé engin tilviljun
að verk Þorsteins veki hugrenn-
ingar um tónlist, enda sé hann mik-
ill áhugamaður um djass og semji
sjálfur djasstónlist.
„Ég nota svipaða aðferð við að
mála og að spila djass. Ég læt til-
finninguna ráða, en í upphafi byrja
ég með hvítan striga og enga
ákveðna hugmynd um hvað ég vil
mála. Ég mála með tilfinningunum
og gleymi mér í augnablikinu,“
sagði listamaðurinn, sem einnig er
arkitekt. Mörg verka hans eru
nafnlaus en bjóða áhorfandanum að
móta og túlka sína eigin tilfinningu.
Tilbrigði í ljóðrænu landslagi
Form Málverk eftir Þorstein Helgason.
Winter Brothers
Metacritic 63/100
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 20.00
Utøya 22. júlí
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 75/100
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 22.10
Mæri
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 17.50, 20.00
Mandy
Metacritic 81/100
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 22.10
Kler (Clergy)
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 17.30
Lér Konungur -
National Theatre Live
Bíó Paradís 20.00
Bad Times at the El
Royale 16
Metacritic 60/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 22.00
Smárabíó 19.30, 21.50,
22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 21.30
Billionaire
Boys Club 12
Metacritic 30/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 22.20
Undir halastjörnu 16
Morgunblaðið bbbmn
Smárabíó 20.00, 22.20
Háskólabíó 18.30, 21.30
Borgarbíó Akureyri 17.30
Johnny English
Strikes Again Metacritic 35/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00, 20.00
Sambíóin Álfabakka 12.00,
14.00, 16.00, 18.00, 20.00,
22.10
Sambíóin Keflavík 15.00,
17.00, 19.00
Smárabíó 13.00, 14.00,
15.10, 17.30
Háskólabíó 15.40, 17.30,
19.30
Borgarbíó Akureyri 15.00,
19.30
Samson et Dalila
Sambíóin Kringlunni 16.55
A Star Is Born 12
Metacritic 87/100
IMDb 8,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.30, 22.00
Sambíóin Egilshöll 15.10,
18.00, 20.00, 21.00
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.30, 21.00, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.20
Sambíóin Keflavík 21.00
Night School 12
Metacritic 43/100
IMDb 5,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 17.15
The Nun 16
Metacritic 46/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
The House with a
Clock in Its Walls
Metacritic 57/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 13.00,
15.20
Sambíóin Kringlunni 14.40
Sambíóin Akureyri 15.00
A Simple Favor 12
Háskólabíó 20.40
Smáfótur Metacritic 58/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 12.00,
13.00, 14.10, 15.20, 17.50
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.00, 15.30, 17.40
Sambíóin Kringlunni 14.20
Sambíóin Akureyri 15.00,
17.20
Sambíóin Keflavík 15.00
Grami göldrótti
Laugarásbíó 14.00, 17.00
Smárabíó 12.45, 15.00,
17.15
Háskólabíó 15.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 12.50, 15.10
Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 12.50,
15.20
Mamma Mia! Here
We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 14.00, 19.50
Háskólabíó 15.30
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 81/100
IMDb 7,7/10
Háskólabíó 18.20
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 19.50, 22.15
Sambíóin Álfabakka 12.30, 14.50, 17.10,
17.30, 19.30, 20.00, 21.50, 22.25
Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.25
Smárabíó 14.00, 16.30, 17.30, 19.10, 19.50, 22.30
Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.50
Venom 12
First Man 12
Myndin er byggð á ævisögu James Hansen; First Man: A Life
Of Neil A. Armstrong, og segir
söguna af fyrstu ferðinni til
tunglsins, með sérstakri
áherslu á geimfarann Neil
Armstrong.
Metacritic 84/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 17.00, 22.15
Sambíóin Kringlunni 17.30,
20.30
Sambíóin Akureyri 19.30
Lof mér að falla 14
Þegar Magnea 15 ára kynnist
Stellu 18 ára breytist allt. Stella
leiðir Magneu inn í heim fíkni-
efna sem hefur alvarlegar af-
leiðingar fyrir þær báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,7/10
Smárabíó 16.40, 19.40, 22.40
Háskólabíó 15.40, 20.50
Bíó Paradís 17.20
Borgarbíó Akureyri 17.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio