Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 49

Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 Einu sinni verður allt fyrst.Það átti svo sannarlegavið um leiksýningunaFyrsta skiptið því þótt skömm sé frá því að segja var þetta fyrsta ungmennaleiksýningin sem rýnir sér hjá Gaflaraleikhúsinu. List- rænir stjórnendur hússins hafa á síð- ustu árum sinnt menningu ung- menna af miklum metnaði og fengið ungt fólk til að skrifa og leika í nýjum verkum. Má í því samhengi nefna Stefán rís eftir Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson sem Björk Jakobsdóttir leikstýrði 2016 og Ung- linginn eftir sömu höfunda í leik- stjórn Bjarkar, en sýningin var til- nefnd til Grímunnar 2014 sem barnasýning ársins auk þess sem höf- undarnir voru tilnefndir í flokknum Sproti ársins. Í Fyrsta skiptinu hafa Arnór og Óli fengið Berglindi Öldu Ástþórsdóttur, Ingu Steinunni Henningsdóttur og Mikael Emil Kaaber til liðs við sig til að skoða hin mörgu fyrstu skipti ung- lingsáranna, hvort heldur það er fyrsta skotið, stefnumótið, sleikurinn, sambandið, samfarirnar eða sam- bandsslitin. Inn í þetta fléttast um- ræða um blæðingar, óraunhæfar út- litskröfur, skömm, of þrönga forhúð, sektarkennd yfir klámnotkun, píku- prump, typpastærð, minnimáttar- kennd, greddu og sjálfsfróun. Höf- undarnir byggja verkið að stórum hluta á eigin reynslu og sýna aðdáun- arvert þor og einlægni í umfjöllun sinni um málefni sem mörgum finnst vandræðalegt og jafnvel óhugsandi að ræða. Höfundahópurinn er gagnrýninn þegar kemur að kynfræðslu grunn- skólans sem takmarkast við það eitt að fá já og nota smokkinn, sem er að þeirra mati jafn fáránlegt og ef stærðfræðikennari kenndi aðeins frá- drátt og ætlaðist síðan til þess að nemendur lærðu sjálfir um allt hitt á netinu eða hjá vinum sínum. Goð- sögnin um að fyrsta skiptið sé ávallt vont og því best að ljúka því af sem fyrst er sem betur fer vefengd. Ánægjulegt er að sjá að sýningin ein- skorðast ekki aðeins við reynsluheim gagnkynhneigðra. Iðulega er unnið gegn dæmigerðum steríótýpum kynjanna, en útfærsla hópsins á blæðingum einkenndist því miður af gamaldags mýtum um tilfinninga- legan óstöðugleika kvenna. Hér hefði farið betur á því að ræða hormóna- sveiflur beggja kynja á kynþroska- skeiðinu, þessu vandasama skeiði þar sem einstaklingurinn er hvorki barn né fullorðinn og samt hvort tveggja í senn og því erfitt að fóta sig í tilver- unni. Í ljósi þess að rætt er um nauð- syn þess að eiga góð tjáskipti áður en fólk fer að stunda kynlíf hefði einnig mátt minnast á kynferðisofbeldi í ljósi þess að fjórðungur unglinga hef- ur orðið fyrir slíku ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Handritsstjórn og leikstjórn er í höndum Bjarkar Jakobsdóttur, sem tekst að laða fram það besta í þessum hæfileikakrökkum, sem ekki aðeins skrifa heldur leika öll hlutverk sýn- ingarinnar. Augljóst er að áralöng uppistandsreynsla leikstjórans nýtist leikhópnum vel þar sem húmorinn er nýttur til hins ýtrasta, en óhætt er að segja að Fyrsta skiptið er fyndnasta sýningin á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Hún hentar ekki að- eins unglingum dagsins í dag heldur talar til allra sem gengið hafa í gegn- um kynþroskaskeiðið. Verkið saman- stendur af mörgum stuttum senum, þar sem ein hugmynd leiðir yfirleitt af annarri og flæðið því gott. Sýn- ingin er oft á tíðum fróðleg án þess nokkurn tímann að verða predikandi eða bera keim af fræðsluleikriti. Arnór, Berglind, Inga, Mikael og Óli stökkva leikandi létt á milli þess að vera þau sjálf og leika hin ýmsu hlut- verk sem þjóna framvindunni. Ör- yggi þeirra á sviði birtist ekki síst í því að þegar tæknin klikkaði örlítið á frumsýningunni eða einhver mis- mælti sig spunnu þau sig léttilega framhjá hvers kyns vandræðagangi. Ólíkt ungmennunum sem til umfjöll- unar voru í verkinu virtist ekkert geta sett flytjendurna úr jafnvægi, þar sem mistök voru greinilega engin ógn – sem er alltaf ótrúlega mikill léttir. Umgjörð öll er til fyrirmyndar, hvort heldur það er einföld og þénug leikmynd Bjarkar sem jafnframt er höfundur stílhreinna búninga og skemmtilegra sviðshreyfinga, glimr- andi lýsing Freys Vilhjálmssonar, framúrskarandi vídeóefni Vignis Daða Valtýssonar, Arnórs, Óla Gunn- ars og Bjarkar þar sem iðulega er vísað í þekktar kvikmyndir, fín hljóð- blöndun Kristins Gauta Einarssonar, frábær tónlistarhönnun Halls Ingólfssonar eða frumsamin tónlist þeirra Halls, Mikaels og Teits Snæs Tryggvasonar. Tæknin er nýtt með skemmti- legum og áhrifaríkum hætti þegar Berglind og Mikael túlka vanda þess að reyna við einhvern á samfélags- miðlum á borð við Snapchat, Arnór, Mikael og Óli fóru á kostum í senunni þar sem sleikdansinn var stiginn í dásamlegum bleikum heilgöllum sem aftur nýttust þegar Inga ákvað að kynnast píkunni sinni í skemmtilegu samspili við Arnór. Berglind og Mikael voru yndisleg í fyrrnefndri Snapchat-senu en ekki síður í sam- förunum sem útfærðar voru sem tennisleikur. Óli og Inga voru frábær í hlutverkum foreldra sem voru að vandræðast með kynfræðsluna. Það er ljóst að framtíðin er björt í íslensku leikhúsi og gaman verður að sjá hvað leikhópurinn tekur sér næst fyrir hendur. Eitt er víst, að undir- rituð ætlar ekki að missa af fleiri ung- mennasýningum í Gaflaraleikhúsinu. Einu sinni verður allt fyrst Gaflaraleikhúsið Fyrsta skiptið bbbbn Höfundar og leikarar: Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Stein- unn Henningsdóttir, Mikael Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnarsson. Leikstjórn, handritsstjórn og leikmynd: Björk Jak- obsdóttir. Búningar og sviðshreyfingar: Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn. Lýsing: Freyr Vilhjálmsson. Frumsamin tónlist: Hallur Ingólfsson, Mikael Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnarsson. Rapplag: Teitur Snær Tryggvason, Mika- el Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnars- son. Tónlistarhönnun: Hallur Ingólfs- son. Hljóðblöndun: Kristinn Gauti Einarsson. Klipping og hönnun á vídeó- efni: Vignir Daði Valtýsson, Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson og Björk Jakobsdóttir. Aðstoð við söng: Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Aðstoð við sleikdans: Unnur Elísabet Gunnars- dóttir. Frumsýning í Gaflaraleikhúsinu sunnudaginn 14. október 2018. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Fyndin „Fyrsta skiptið er fyndnasta sýningin á höfuðborgarsvæðinu.“ Steinunn Ása býður vinum, ættingjum og öðrum gestum í söngstund og af- mælisveislu í dag, laugardag, í Mengi. „Mig hef- ur alltaf langað til að halda tón- leika með lögum sem ég elska að syngja,“ segir Steinunn Ása, sem verður 35 ára 24. október. Á laugardaginn tekur hún ásamt meðleikurum sínum í hljómsveit- inni nokkur vel valin lög til að fagna afmælisdeginum. Húsið verð- ur opnað kl. 14 og hljómsveitin spil- ar kl. 15. Síðan verður veisla og léttar veitingar í boði. Söngstund og afmælisveisla Steinunn Ása Þorvaldsdóttir Myndlistarsýningin Tíu leiðbein- ingar (fyrir hinsegin listafólk) er kynning á verkum eftir 11 breskar hinsegin listamanneskjur sem ætl- að er að örva samræður og sam- starf milli vaxandi hinsegin mynd- listarsenu á Íslandi og hinsegin listafólks á Bretlandi. Þetta er fyrsta samstarfsverkefni Gallerís 78 og bresks listafólks og byggist á hugmyndinni um leiðbeiningarlist. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16 í Gallerí 78, Suðurgötu 3. Leiðbeiningar fyrir hinsegin listafólk Sýningarstjóri Dr. Ynda Gestsson, einn þriggja sýningarstjóra, við eitt verkanna. Mikael Máni Ásmundsson heldur tónleikana Textar gegnum tónlist í tónleikaröðinni Velkom- in heim kl. 20 annað kvöld, sunnudag, í Björtu- loftum í Hörpu. Mikael Máni, sem hefur nýlokið námi við Conservatorium í Amsterdam, mun flytja lög Bobs Dylans fyrir sólógítar. Hug- myndin er að túlka texta Dylans í gegnum hljóð- færið og er aðferðin sem hann notar við að spila lögin blanda af skrifuðum útsetningnum og spuna. Á tónleikunum verður dreift bæklingi sem Lilja María Ásmundsdóttir hannaði með textum af þeim 8 lögum sem Mikael Máni flytur á tónleikunum. Þannig geta tónleikagestir stýrt upplifun sinni og valið hvort þeir vilji bara hlusta eða jafnframt lesa ljóð Dylans til að tengjast lög- unum á annan hátt. Textar Bobs Dylans í gegnum tónlist Sólógítar Mikael Máni túlkar texta Bobs Dylans gegnum hljóðfærið. ICQC 2018-20 Myndlistarmennirnir Sigtryggur Berg og Valgarður Bragason opna sýningu í sjónarspili haustsins í Gallerí Porti á Laugavegi 23b kl. 16 í dag, laugardag. Yfirskrift sýning- arinnar er Að sakna einhvers. Sig- tryggur sýnir málverk og Val- garður hvort tveggja málverk og teikningar. Sigtryggur málaði verkin undan- farin misseri, búsettur í Þýska- landi. Litrík og flæðandi verk sem eru opin og háskaleg, segir í til- kynningu. Valgarður hefur ekki sýnt myndlist sína um alllangt skeið, en sýnir nú annars vegar málverk, sem hann málaði á þessu ári og í fyrra, og hins vegar teikn- ingar frá síðastliðnum sex árum. Að sögn hans sjálfs eru verkin „rugl- kennd“ og þykja á stundum erfið og krefjandi fyrir áhorfandann. Sýning þeirra félaga stendur til 1. nóvember. Opið er í Gallerí Porti miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13 til 18. Að sakna einhvers með Sigtryggi Berg og Valgarði Bragasyni Sigtryggur Berg Valgarður Bragason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.