Morgunblaðið - 22.10.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
Aukinn ójöfnuður, skattbyrði lág-
launahópa og tækifæri til úrbóta í
skattkerfinu var á meðal þess sem
var rætt á opnum fundi Eflingar og
Öryrkjabandalags Íslands um
helgina. Fundurinn bar yfirskrift-
ina „Skattbyrði og skerðingar“ og
var afkoma lágtekjufólks á Íslandi
einkum til umræðu.
Stefán Ólafsson, sérfræðingur
hjá Eflingu, fjallaði um þróun skatt-
byrði á lágtekjuhópa í framsögu
sinni og sýndi meðal annars fram á
tilfærslu á fjármagnstekjuskatti frá
hálaunahópum og yfir á lágtekju-
hópa. Hann sagði brýnt að lögð
væri áhersla á kjarabætur sem nýt-
ast mundu öllu lágtekjufólki.
Eftir framsögu Stefáns voru pall-
borðsumræður þar sem þátt tóku
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for-
maður Öryrkjabandalags Íslands,
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar, og Bergþór Heimir
Þórðarson, öryrki og dyravörður.
Þar sagðist Sólveg vera „sjokk-
eruð“ á firringu yfirstéttarinnar
gagnvart kröfugerðum undan-
farinna vikna og að það gæfi henni
ekki mikla von inn í kjarabaráttu
vetrarins. Þá sagði hún að mikil
tækifæri værutil þess að breyta
skattkerfinu þannig að það væri
réttlátt fyrir láglaunahópa.
Þuríður tók undir með Sólveigu
og benti á að öryrkjar næðu þá
flestir ekki einu sinni 300.000
króna lágmarkslífeyri á mánuði,
þar sem aðeins 29% öryrkja væru
með framfærsluuppbót vegna eigin
húsnæðis eða þinglýsts leigusamn-
ings.
Áhersla lögð á kjarabætur til lág-
tekjufólks á fundi Eflingar og ÖBÍ
Morgunblaðið/Hari
Fundur Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands,
og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í pallborði.
Stjórn Auðhumlu
skorar á Kristján
Þór Júlíusson
landbúnaðar-
ráðherra að
endurskoða
ákvörðun um að
hætta við ráðn-
ingu skrifstofu-
stjóra á skrif-
stofu matvæla og
landbúnaðar í at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu. „Fyrir um áratug var land-
búnaði og sjávarútvegi skeytt
saman undir einu ráðuneyti og það
fylgdi jafnframt sögunni að þessi
breyting yrði til þess fallin að
styrkja stjórnsýsluumhverfi land-
búnaðarins. Raunin varð önnur og
hefur sá mannauður sem hafði góða
þekkingu á landbúnaði nánast
þurrkast út í ráðuneytinu. Nú þarf
að blása til sóknar því að verkefnin
á sviði landbúnaðar eru mörg og
mikilvæg og skipta máli fyrir fram-
tíð landbúnaðar á Íslandi. Það verð-
ur ekki gert með því að leggja þau
inn í skrifstofu alþjóðamála,“ segir
í áskorun Auðhumlu.
Auðhumla skorar á
ráðherra að endur-
skoða ákvörðun sína
Kristján Þór
Júlíusson
Mál Áslaugar
Thelmu Einars-
dóttur, sem var
sagt upp störfum
sem forstöðu-
maður einstak-
lingsmarkaðar
Orku náttúrunn-
ar, er enn til
skoðunar hjá
innri endur-
skoðun Reykja-
víkurborgar og hefur hún ekki
fengið skýringar á því hvers vegna
henni var sagt upp. Þetta skrifaði
Einar Bárðarson, eiginmaður Ás-
laugar Thelmu, á Facebook í gær.
„Fyrir sex vikum var kona [Ás-
laug Thelma] rekin úr starfi hjá
OR/ON sem er stærsta fyrirtækið í
eigu í Reykjavíkurborgar. Fram-
haldið þekkja allir, konan steig
fram og sagði frá kynbundnu áreiti
og einelti sem hún hafði þurft að
þola og lýsti 18 mánaða ítrekuðum
tilraunum til að tilkynna það og fá
réttlætanlega málsmeðferð hjá
starfsmannastjóra og stjórnendum
OR/ON,“ skrifaði Einar, sem vill að
fólk hugsi til þessa á kvennafrídeg-
inum.
Ekki enn fengið
skýringar á uppsögn
Áslaug Thelma
Einarsdóttir
Bifreið var ekið inn í verslun í
Breiðholti á laugardagskvöld.
Engan sakaði en ökumaðurinn lét
sig hverfa af vettvangi. Þegar lög-
reglan hafði samband við eiganda
bifreiðarinnar kom hann af fjöllum
og hafði ekki áttað sig á því að bif-
reiðin hafði verið tekin ófrjálsri
hendi. Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu hafði í nægu að snúast um
helgina vegna ölvaðra ökumanna
og ofbeldisfullra kráargesta.
Ók inn í verslun
á stolnum bíl