Morgunblaðið - 22.10.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Axel Helgason var einn í kjöri á 34. aðalfundi
Landssambands smábátaeigenda á föstudag
og var endurkjörinn formaður sambandsins.
Ýmis hagsmunamál smábátaútgerðarinnar
voru rædd á fundinum og í
ályktun um veiðigjöld er
forysta LS brýnd „til að
berjast með kjafti og klóm
fyrir stórfelldri lækkun
veiðigjalda“. Þá taki þau
mið af afkomu einstakra út-
gerðarflokka en ekki með-
altalsafkomu í sjávarútveg-
inum.
Í ljósi áherslu stjórnvalda
á að vera fremst allra þjóða
í loftslagsmálum skorar að-
alfundur LS á þau að sýna þann vilja í verki
með því að efla til muna smábátaútgerðina,
þann hluta flotans sem skilji ekki aðeins eftir
sig minnsta sótsporið við fiskveiðar, heldur
valdi einnig minnstu raski í umhverfi hafsins.
Þá var samþykkt ályktun þar sem form-
dæmdar eru niðurstöður Starfshóps um fag-
lega heildarendurskoðun á regluverki varðandi
notkun veiðarfæra, veiði- og verndunarsvæða
á Íslandsmiðum. Þar sé ráðist að útgerð smá-
báta með því að heimila aflmiklum togskipum
veiðar á grunnmiðum sem hefð sé fyrir að smá-
bátar nýti. Í leiðinni sé viðkvæmu lífríki grunn-
slóðarinnar fórnað með beitingu botndreginna
togveiðarfæra á kostnað þess útgerðarforms
sem litlum og engum umhverfisáhrifum valdi
með kyrrstæðum veiðarfærum. Allt tal um
ábyrgar fiskveiðar séu því orðin tóm.
Berjist með kjafti og klóm
fyrir lækkun veiðigjalda
Axel Helgason endurkjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda
Axel
Helgason
Til Landssambands smábátaeigenda leita
ýmsir aðilar í leit að góðu hráefni, að því
er Axel Helgason, formaður LS, greindi
frá á aðalfundinum.
„Nú í síðustu viku kom í heimsókn til
okkar Fransmaður með ósk um að Lands-
sambandið yrði honum innan handar við
að útvega lifandi þorsk sem á að flytja til
Parísar og bjóða þar nýríkum Asíubúum,
sem eru stór hluti ferðamanna þar í borg.
Hann sagði að sumir þeirra væru til í að
borga háar fjárhæðir fyrir þessa lúxus-
vöru sem Asíubúarnir virðast vilja sjá lif-
andi áður en þeir setjast að snæðingi.
Þetta hljómar galið með tilliti til um-
hverfissjónarmiða, því að það að fljúga
með þorskinn lifandi til Parísar með því
sótspori sem því fylgir telst seint vænlegt
til að auka virðingu fyrir okkar annars
umhverfisvænu veiðum,“ sagði Axel meðal
annars.
Hann minnti á að í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar væri í kafla um sjávar-
útveg talað um að stuðla að kolefnis-
jöfnun greinarinnar. „Veiðar smábáta
verða alltaf umhverfisvænasta leiðin til
að sækja fiskinn úr sjónum, hvort sem lit-
ið er til beinna áhrifa með tilliti til rösk-
unar á lífríkinu eða orkunotkun við veið-
arnar. Gott fiskveiðikerfi á að hafa
innbyggðan hvata fyrir fiskimenn að færa
veiðar sem mest yfir á kyrrstæð veiðar-
færi.“
Vildu fá lifandi þorsk til Parísar
ÍSLENSKT FISKMETI EFTIRSÓTT HRÁEFNI Í ÚTLÖNDUM
Morgunblaðið/RAX
Eftirsóttur Þorskurinn er víða talinn herra-
mannsmatur og lúxusvara, einkum í Asíu.
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
GLÆNÝJAR LÚÐUSNEIÐAR
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
SÍLDIN FRÁ
DJÚPAVOGI ER KOMIN
KLAUSTUR-BLEIKJA
GLÆNÝ LÍNUÝSA
mynda að gera betri rannsóknir á stórþara og
burðarþoli þangs,“ segir Halldór en talið er að
allt að 1,3 milljónir tonna af þangi sé að finna í
Breiðafirði. Núgildandi vinnslukvóti á þangi í
firðinum er 42 þúsund tonn en að sögn Hall-
dórs er aðeins verið að nýta helminginn. Því
séu fjölmörg tækifæri til frekari úrvinnslu.
Allt sé vottað í bak og fyrir
Íslenska kalkþörungafélagið er í eigu írsku
fyrirtækjanna Celtic Sea Minerals og Marigot.
Þau reka m.a. verksmiðju í Stornoway í Skot-
landi þar sem fullvinnsla á þangi fer fram og
mikil framþróun í nýtingu hráefnisins á sér
stað. Stærsti hlutinn fer í safa sem unninn er úr
þanginu og hann notaður sem nokkurs konar
áburður eða áburðarjafnari á ávaxta- og græn-
metisökrum. Að sögn Halldórs verða vinnslu-
aðferðir svipaðar í Stykkishólmi og Stornoway.
„Við þurfum að taka þetta í nokkrum skref-
um og vanda til verka. Fyrirtækið hefur þá ein-
örðu stefnu að öll starfsemi sé umhverfisvottuð
í bak og fyrir og fari fram í góðu samráði við
íbúana,“ segir Halldór.
Ljósmynd/Íslenska kalkþörungafélagið