Morgunblaðið - 22.10.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Bandaríski listamaðurinnRichard Spiller lauk ný-verið við brúðuleikhús-sýningu með börnunum á
leikskólanum Dvergasteini í Reykja-
vík. Verkefnið er hugarfóstur hans
og Jódísar Hlöðversdóttur, sem er
textílhönnuður frá Listaháskóla Ís-
lands og sér um listkennslu í leik-
skólanum. Spiller hefur starfað sem
listamaður um árabil og kennt ýmsar
listir en hann endaði fyrir algjöra til-
viljun á Íslandi.
„Ég var að kenna í háskóla í
Norður-Karólínu og byrjaði með
skiptikennsluverkefni við lönd á
Balkanskaganum. Ég ferðaðist þann-
ig frá Bandaríkjunum til Helsinki,
Tallinn, Riga, Vilnius, Leníngrad og
fleiri borga reglulega. Ég fór að
fljúga með Icelandair þegar ég fór til
Helsinki og fyrir tilviljun kom það
upp einu sinni að við þurftum að yfir-
gefa vélina í millilendingu á Íslandi.
Ég var tilneyddur að fara inn í bæ-
inn og gista eina nótt á yndislegu
hóteli og þannig varð fyrsta teng-
ingin mín við Ísland,“ segir Spiller í
samtali við Morgunblaðið. „Árið eftir
kom ég aftur í þrjá daga, næsta ár
kom ég í níu daga, svo fimm vikur og
núna er ég hérna í mánuð.“
„Hlýtur að vera álfaskóli“
Spiller segist afar hrifinn af
landi og þjóð. Spurður hvernig það
kom til að hann endaði á íslenskum
leikskóla segir hann að það hafi
einngis verið fyrir tilviljun. „Þegar
ég var hérna í byrjun nóvember í
fyrra gisti ég í stúdíói þar sem efri
hæðin sneri í áttina að leikskól-
anum. Ég var um morguninn að
taka upp úr töskunum mínum þegar
ég heyrði öll þessi læti fyrir utan.
Þegar ég leitt út um gluggann hugs-
aði ég samstundis: „Guð minn góð-
ur, þetta er álfaskóli. Þetta hlýtur
að vera álfaskóli,““ segir Spiller og
hlær við. Hann var þá hér á landi að
vinna listaverkefni og eftir vikudvöl
setti hann sig í samband við leik-
skólastjórann á Dvergasteini, sem
setti hann í samband við Jódísi.
Unnu þau þá verkefni saman með
börnunum um íslenska þorskinn í
tengslum við listaverkefni sem Spill-
er var að vinna á þeim tíma. „Við
fengum þessa hugmynd, að færa
þorskaverkefnið sem ég var að
vinna í og gera það þannig að börnin
gætu gert stórar þorskteikningar og
þær komu virkilega vel út,“ segir
Spiller.
Brúður og persónuleikar
Þau Jódís héldu síðan sambandi
eftir þetta og um ári síðar fengu þau
hugmynd um að vera með brúðuleik-
hús fyrir börnin.
„Ég kom með heilt brúðuleikhús
með mér frá Bandaríkjunum, um það
bil tuttugu brúður. Ég er skúlptúr-
listamaður og var ekki viss um hvað
ég væri að gera en ég hef unnið mik-
ið með börnum og Jódís var lykil-
maður í þessu.“
Brúðurnar sem Spiller kom
með voru dýr af ýmsum toga, allt frá
selum yfir í hrafna, litlar og stórar.
Litlu brúðunum var dreift á borð og
fengu börnin að velja þá brúðu sem
þeim líkaði best og átti hún að
endurspegla þeirra persónuleika.
Fullorðna fólkið fékk síðan stóru
brúðurnar og svo áttu þær að tala
saman. „Besta útgáfan af þessu kom
þegar ein fullorðin brúða leiddi þrjár
litlar brúður áfram í samtölum og
allir ræddu sín á milli. Stundum
leyfðum við þeim að vera lengur í
brúðuleikhúsinu og tala saman þang-
að til allt leystist upp í glundroða,“
segir Spiller en sýning í tengslum
við þetta verður í Hafnarstræti hinn
25. október. Samtölin og brúðu-
leikritin voru tekin upp á myndavél
og mun Spiller klippa leiksýningu
barnanna niður og afhenda Jódísi,
sem getur síðan deilt henni með
börnunum og fjölskyldum þeirra.
Leirverkefni næst á dagskrá
Spiller starfar nú hjá Anderson
Center at Tower Review í Minne-
sotaríki, sem er 141 hektara lista-
aðsetur. Listamenn frá öðrum
heimshlutum geta komið í námsvist
þangað frá maí til október og segist
Spiller vera að hvetja Jódísi til að
koma. Þar gætu þau unnið leirverk-
efni fyrir börnin á Dvergasteini.
Þetta virðist því ekki vera síðasta
heimsókn Spillers til landsins en
honum þykir afar vænt um Íslend-
inga. „Mér þykir svo vænt um ykkur.
Íslendingar eru svo meðtækilegir og
opnir fyrir nýjum hugmyndum, ann-
að en Bandaríkjamenn. Ameríka er í
miklum vanda en það heyrast engin
skothljóð hér,“ segir Spiller að
lokum.
Tilviljun leiddi til listar á leikskóla
Listamaðurinn Richard
Spiller lenti fyrir tilviljun
í listastúdíói á móti
íslenskum leikskóla.
Hann hefur nú unnið
tvö verkefni með krökk-
unum og kennurum og
kemur ítrekað í heim-
sókn til landsins.
Morgunblaðið/Eggert
Listamaður Richard Spiller á sviðinu þar sem brúðuleiksýning barnanna fór fram. Hann stefnir að því að vinna leirverkefni með þeim næst.
Ljósmynd/Aðsend
Þorskur Fyrsta verkefni Richards Spillers með börnum á Íslandi var um
íslenska þorskinn og má sjá afraksturinn hér að ofan.
Morgunblaðið/Eggert
Í leik og list Jódís Hlöðversdóttir og Richard Spiller stefna að því að vinna
að fleiri listaverkefnum fyrir íslensk börn á næstunni.
Samhliða afmælinu hófu UNICEF og
Te & kaffi 10 daga söfnunarátak.Af
hverjum seldum drykk til 29. október
gefur Te & kaffi andvirði 300 millilítra
Margt var um manninn í Smáralind í
Kópavogi á laugardag UNICEF á Ís-
landi og Te & kaffi efndu til hátíðar og
fögnuðu tíu ára samstarfi sínu.
Tveggja metra afmæliskaka kláraðist
og fögnuður braust út þegar Páll Ósk-
ar söngvari steig á svið, en hann hefur
kynnt sér starf UNICEF í Síerra Leóne
með eigin augum.
Frá 2008 hefur Te & kaffi safnað yf-
ir 40 milljónum kr. fyrir börn í neyð.
„Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að
fylgjast með þessu samstarfi vaxa,
sem hefur verið virkilega gefandi. Á
þessum tíu árum höfum við náð að
hjálpa börnum í neyð og við erum
hvergi nærri hætt,“ segir Guðmundur
Halldórsson, framkvæmdastjóri.
Framlögin frá kaffihúsunum og í
gegnum sölu á kaffi til fyrirtækja hafa
nýst í að tryggja börnum í Kólumbíu
menntun, bregðast við ebólufaraldri í
Vestur-Afríku og hjálpa börnum í
Suður-Súdan.
af næringarmjólk fyrir barn sem þjáist
af bráðavannæringu og viðskipta-
vinum er boðið að gera það sama með
því að bæta 66 kr. við bollann.
Tíu ára samstarfi UNICEF og Te og kaffi fagnað
Virkilega gefandi að hjálpa börnum í neyð
Morgunblaðið/Hari
Söngur Páll Óskar á afmælishátíð UNICEF í Smáralind um helgina.