Morgunblaðið - 22.10.2018, Side 22

Morgunblaðið - 22.10.2018, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018 „Stjórnmálin eru skemmtileg. Á þeim vettvangi hef ég fengið tæki- færi til að sinna mismunandi hlutverkum, fyrst sem varaborgar- fulltrúi, sem alþingismaður og nú sem aðstoðarmaður ráðherra. Í þessum störfum hef ég átt þesss kost að kynnast mörgu og gaman að fá tækifæri til að nálgast þennan vettvang frá svona mismunandi vinklum,“ segir Hildur Sverrisdóttir sem er fertug í dag. Hún er ann- ar tveggja aðstoðarmanna Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra iðnaðar-, ferða- og nýsköpunarmála – og þessa viku og þá síðustu situr hún á Alþingi sem varaþingmaður. „Það er frí á þinginu í dag þannig að ég verð í ráðuneytinu og ætli það sé þá ekki rakið að koma með eitthvað gott með kaffinu fyrir vinnufélagana. Svo finnst mér nauðsynlegt að hitta mömmu sína á af- mælisdaginn og ég giska á að kærastinn minn gefi mér eitthvað mjög gott að borða,“ segir Hildur, sem er lögfræðingur að mennt og skrif- aði pistla í Fréttablaðið um árabil. Þegar tómstundir ber á góma segir Hildur að spurningar um slíkt vefjist gjarnan fyrir sér, enda séu verkefni sín í starfi og áhugamálin í raun eitt og það sama. „Mér finnst annars best að komast sem oftast í Vesturbæjarlaugina og ég trúi að hlaup á milli heitu og köldu pott- anna sé allra meina bót. Svo finnst mér voða gott að rölta upp á hólana hér í nágrenni borgarinnar, Úlfarsfellið er til dæmis alveg mátulega hátt fyrir mig,“ segir afmælisbarnið að síðustu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Lífið Verkefni í starfi og áhugamál þau sömu, segir Hildur Sverrisdóttir. Röltir á hóla í ná- grenni borgarinnar Hildur Sverrisdóttir er fertug í dag B ragi V. Bergmann fædd- ist í Reykjavík 22.10. 1958 en flutti þriggja ára í Kópavoginn og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Víghólaskóla í Kópavogi 1974, stúdentsprófi frá KÍ 1977, kennaraprófi frá KHÍ 1980, lærði húsamálun 1981-85 og hefur sótt fjölmörg námskeið á sviði fjöl- miðlunar og almannatengsla. Bragi var kennari við Víghóla- skóla 1979-80, við Glerárskóla á Akureyri 1980-85 og vann jafnframt við húsamálun 1981-85. Hann varð blaðamaður hjá Degi haustið 1985, ritstjórnarfulltrúi þar 1986 og rit- stjóri Dags 1987-94. Bragi stofnaði fyrirtæki á sviði al- mannatengsla, Fremri almanna- tengsl, í árslok 1989, hóf starf- rækslu þess af fullum krafti 1993 og hefur starfað við það síðan. Bragi hefur haldið fjölda nám- skeiða sl. tuttugu ár, m.a. hjá Tölvu- fræðslunni á Akureyri, Símennt- unarmiðstöð Eyjafjarðar og Starfsendurhæfingu Norðurlands. Þá hefur hann kennt áfanga í fjöl- miðlafræði við HA. Bragi sat í stjórn Bridgefélags Akureyrar 1987-89 og var formaður þess 1988-89, sat í Æskulýðsráði Akureyrar 1982-90, í Íþrótta- og tómstundaráði Akureyrar 1990-95, Bragi Bergmann, almannatengill og fv. FIFA-dómari – 60 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskylda Talið frá vinstri: Bragi, Ingibjörg B., Snæbjörn, Vilhjálmur, Magnús, Alexander Rafn og Ingibjörg. Blaðamaður, kennari limrusmiður og dómari Með bæði spjöld á lofti Bragi stendur í ströngu í leik KR og ÍBV árið 2001. Morgunblaðið/Árni Sæberg Elísabet Kristjánsdóttir er níræð í dag. Hún ólst upp á Ísafirði, dóttir hjónanna Margrétar Finnbjörns- dóttur og Kristjáns Tryggvasonar klæðskera. Hún lauk kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, var undirleikari og píanókennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar og starfaði hjá Útvegsbankanum, síðar Ís- landsbanka, fyrst á Ísafirði en lengst af í Reykjavík. Elísabet er ekkja Björns Jónssonar, flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, sem fórst með þyrlunni TF- RAN í Jökulfjörðum í nóvember 1983. Elísabet fagnar afmælinu með fjölskyldu og vinum í dag milli kl. 17 og 19 á Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Árnað heilla 90 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.