Morgunblaðið - 22.10.2018, Side 23

Morgunblaðið - 22.10.2018, Side 23
þar af formaður um tveggja ára skeið; var varaformaður Knatt- spyrnudómarafélags Eyjafjarðar 1984-92 og einn af stofnendum Knattspyrnudómarafélags Norður- lands 1997. Hann var knatt- spyrnudómari frá árinu 1973, úr- valsdeildardómari 1985-2005 og FIFA-dómari 1991-2003. Hann dæmdi um 1.500 leiki á ferlinum, hefur verið eftirlitsmaður dómara frá árinu 2006 og setið í dómara- nefnd KSÍ frá árinu 2010. Bragi hef- ur ritað fjölmargar greinar í blöð og tímarit um ýmis málefni. Hann hef- ur ritað æviminningaþætti nokkurra einstaklinga, gefið út bókina Golf- aragrín, gamansögur af kylfingum (1994), limrubókina Limrur fyrir landann (2009) og hinn 1. mars næstkomandi, á fæðingardegi föður Braga, kemur út næsta bók í þeirri bókaröð, Limrur fyrir land og þjóð. Bragi hefur veitt fyrirtækjum og félagasamtökum málfarsráðgjöf og lesið prófarkir að ríflega 160 bókum fyrir ýmsa útgefendur. Ertu nokkuð að láta aldurinn fara í taugarnar á þér, Bragi? „Nei, nei. Ég er alltaf sami grall- arinn. Mér finnst samt þessi ís- lenska málvenja alveg óþörf, að tala um að menn séu komnir á sjötugs- aldurinn þótt þeir verði sextugir. Hverjum datt þessi ósiður í hug?“ Fjölskylda Fyrrverandi sambýliskona Braga er Sólveig Dóra Hartmannsdóttir, f. 26.8. 1962. Börn Dóru og Braga eru Vil- hjálmur Bergmann, f. 21.6. 1988, leikrita- og Vandræðaskáld; Snæ- björn Bergmann, f. 14.10. 1989, framreiðslumaður og mótahönnuður en sambýliskona hans er Hrefna Rut Níelsdóttir, BA í mannfræði og spænsku, og Ingibjörg Bergmann, f. 18.1. 1993, fjölmiðlafræðingur og meistaranemi í framreiðslu en sam- býlismaður hennar er Hlynur Hall- dórsson húsasmiður. Árið 1999 kvæntist Bragi Ingi- björgu S. Ingimundardóttur, f. 16.11. 1961, hjúkrunarfræðingi. Synir Ingibjargar og fóstursynir Braga eru Magnús Blöndal Jó- hannsson, f. 23.4. 1985, tölvunar- fræðingur og Alexander Rafn Gísla- son, f. 17.5. 1988, flugumferðar- stjóri. Alsystkini Braga eru Sverrir Bergmann, f. 20.6. 1954, kaupmaður í Herrahúsinu í Reykjavík; Heimir Bergmann, f. 15.6. 1957, verktaki í Reykjavík; Guðrún Bergmann, f. 14.9. 1962, skrifstofustjóri SÍBS; Pálmi Bergmann, f. 17.4. 1966, framkvæmdastjóri Úðafoss í Reykjavík, og Bjarni Bergmann, f. 18.4. 1967, leigubílstjóri. Hálfsystkini Braga, samfeðra, eru Vilhelmína Sigríður, f. 21.6. 1948, d. 12.11. 2017, verslunarmaður í Hafnarfirði; Vilhjálmur Hafsteinn Waage, f. 22.8. 1948, fv. atvinnurek- andi í Ástralíu, og Geir Waage, f. 10.12. 1950, sóknarprestur í Reyk- holti. Foreldrar Braga eru Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson, f. 1.3. 1918, d. 1.9. 2004, ökukennari, bifreiðastjóri og prentari í Reykjavík, og k.h., Erla Bergmann Danelíusdóttir, f. 16.10. 1935, fyrrv. starfsmaður öldrunarþjónustu í Reykjavík. Bragi og Ingibjörg eru stödd í Marokkó á afmælisdaginn. Bragi Bergmann Sigurbjörg Jakobína Vigfúsdóttir húsfr. á Ytri-Lónsbæ við Rif Hans Ólafsson b. og sjóm. í Ytri- Lónsbæ við Rif Sveindís Ingigerður Hansdóttir húsfr. á Hellissandi Erla Bergmann Danelíusdóttir fv. starfsm. öldrunarþjónustu í Rvík Danelíus Sigurðsson skipstj. og hafnsögum. á Hellissandi Halldóra Guðrún Cýrusdóttir ljósm. í Nýjabæ og í Hafnarfirði, bróðurdóttir Ögmundar, föður Karvels útgerðarmanns í Njarðvíkum Sigurður Gilsson sjóm. í Nýjabæ við Hellissand og b. á Öndverðarnesi Guðrún Halldóra Cýrus- dóttur húsfr. á Hellis- sandi Sigríður Gunnars- dóttir banka- starfs- maður á Hellis- sandi Alda Dís Arnar- dóttir söng- kona Cýrus Danelíus- son fv. starfsm. lóran- stöðvar- innar á Hellissandi Ragnar Hermannsson sjúkra- og handbolta- þjáfari og briddsari í Garðabæ Sjöfn Bergmann starfaði við öldrunar- þjónustu í Rvík Hreimur Örn Heimisson söngvari og lagasmiður Heimir Bergmann verktaki í Rvík Helgi Bergmann listmálari Ásta Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Ármann Örn Ármannsson, fv. forstj.Ármannsfells Böðvar Stephensen Bjarnason húsasmíðam. í Rvík Jón Böðvarsson skólameistari og ritstj. Iðnsögu Íslendinga Sigmundur Böðvarsson lögfr. í Rvík Ólafur Jónsson Hvanndal fyrsti prentmyndasmiður landsins Sigríður Jónsdóttir, systurdóttir Bjarna Þórðarsonar á Reykhólum, afa Jóns Leifs og langafa Ragga Bjarna Vilhjálmur Björnsson skipstjóri á Ísafirði Vilhelmína Sigríður Vilhjálmsdóttir húsfr. í Rvík Sigurjón Jónsson sjóm. í Rvík Sigríður Ólafsdóttir húsfr. í Vík Jón Sigurðsson b. á Staðarhöfða og í Vík í Borgarfirði Úr frændgarði Braga Bergmann GeirWaage sóknarprestur í Reykholti Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson ökukennari, bifreiðarstj. og prentari í Rvík ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Hermann Jónasson fæddist íVíðikeri í Bárðardal 22.10.1858. Foreldrar hans voru Jónas Hallgrímsson, bóndi í Víðikeri, og k.h., Sigríður Jónsdóttir húsfreyja. Hermann kvæntist 1888 Guðrúnu Jónsdóttur húsfreyju sem lést í Vesturheimi, dóttir Jóns Sigurðs- sonar og k.h. Hólmfríðar Jónsdóttur. Börn Hermanns og Guðrúnar voru Sigríður Hermannsdóttir og Hall- grímur Hermannsson. Hermann var vinnumaður og lausamaður á sveitabæjum til 1882. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum 1884, var síðan í Danmörku um skeið og stundaði nám við Landbúnaðarhá- skólann þar í sex mánuði. Hermann var skólastjóri Alþýðu- skólans í Hléskógum í Höfðahverfi 1887-88, skólastjóri Búnaðarskólans á Hólum 1888-96, bóndi á Þingeyrum 1896-1905, ráðsmaður Laugarnes- spítala 1905-1910 og lagði síðan stund á ritstörf. Hann var búsettur til skipt- is í Ólafsvík og í Reykjavík 1910-17, flutti síðan til Vesturheims og dvaldi þar 1917-22 en síðan í Reykjavík til æviloka. Hermann dvaldi erlendis veturinn 1903-1904, sendur af Búnaðarfélagi Íslands til þess að kynna sér meðferð á saltkjöti og leita því markaðar. Hann var stofnandi Búnaðarritsins 1887 og ritstjóri þess 1987-99 og var yfirskoðunarmaður landsreikning- anna 1906 og 1907. Hermann var alþm. Heima- stjórnarflokksins á árunum 1900- 1908. Hann samdi m.a. rit um drauma og dulrúnir og skrifaði fjölda greinar um búnaðarmál. Eitt hugðarefna Hermanns og baráttumál hans á þingi snerist um almenna þegn- skylduvinnu fyrir ungmenni á aldr- inum 18-24 ára. Hugmyndir hans voru þó nær skólaskyldu fyrir ung- menni því hann vildi stofna vinnu- skóla og gerði ráð fyrir einungis sjö til átta vikna vinnu en fyrst og fremst almennu verknámi og jafnvel iðn- námi. Hermann lést 6.12. 1923. Merkir Íslendingar Hermann Jónasson 95 ára Gestur Finnsson 90 ára Elísabet Kristjánsdóttir Guðmundur Ólafsson Guðný Magnea Jónsdóttir 85 ára Leifur Ragnar Magnússon Magnús Andrés Jónsson 80 ára Jón Ásgeirsson Kolbrún Ingólfsdóttir 75 ára Sigríður Gunnlaugsdóttir Þórður Kristján Pálsson 70 ára Bárður Bragason Birgir Viðar Halldórsson Bryndís Kristiansen Gylfi Óskarsson Hrafn Hauksson Ingibjörg Jónsdóttir Ólafur Jón Guðmundsson Ólöf Lóa Jónsdóttir Páll Björnsson 60 ára Anna Þóra Böðvarsdóttir Bragi V. Bergmann Dagný Halldórsdóttir Elísabet Árnadóttir Guðjón Garðarsson Guðni Guðbergsson Guðný Lilliendahl Karólína Gunnarsdóttir Mark Allen Maghie Páll Þormar Rósa Þórunn Halldórsdóttir Sigurður Ingvar Geirsson Stella Aðalsteinsdóttir Valgerður Jónsdóttir Þorsteinn I. Sigvaldason 50 ára Dariusz Andrzej Mach Hanna Lára Magnúsdóttir Hákon Valsson José Pedro Azambuja Caipiro Kristbjörg Sigurðardóttir Kristín Ingibjörg Hákonardóttir Rósberg Halldór Óttarsson 40 ára Birta Karlsdóttir Erla Rós Gylfadóttir Hildur Sverrisdóttir Nilsina Larsen Einarsdóttir Sigurður Bergmann Gunnarsson Thelma Dögg Valdimarsdóttir 30 ára Daði Helgason Friðgeir Gunnarsson Friðrik Jónsson Kristbjörn Ingibjörnsson Kristjana Ósk Veigarsdóttir Lukasz Jan Suwala Radoslaw Krzysztof Jasinski Stipe Erceg Sævar Orri Gunnlaugsson Viðar Andrésson Vilhelm Kristjánsson Þórður Ingi Jónsson Þórgunnur Hartmannsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Kristjana ólst upp á Álftanesi, býr þar og sinnir heimili og börnum. Maki: Hrannar Gestur Hrafnsson, f. 1986, gröfu- maður. Börn: Benedikt Gylfi, f. 2006; Karitas Björt, f. 2009; Eyþór Hrafn, f. 2014, og Fanney Halla, f. 2017. Foreldrar: Veigar Ósk- arsson, f. 1948, og Halla Kristjánsdóttir, f. 1957. Þau búa í Hafnarfirði. Kristjana Ósk Veigarsdóttir 30 ára Friðgeir býr á Raufarhöfn, lauk stúd- entsprófi frá Laugum, diplomaprófi í flugþjón- ustu og vinnur í síld. Systkini: Eva Guðrún, f. 1983, starfar á Hlíð á Akureyri, og Þorgeir, f. 1992, starfsmaður hjá GPG á Raufarhöfn. Foreldrar: Gunnar Jón- asson, f. 1956, verkstjóri, og Þórhildur Þorgeirs- dóttir, f. 1961, starfs- maður hjá Póstinum. Friðgeir Gunnarsson 40 ára Thelma ólst upp í Reykjavík, býr á Akureyri, lauk stúdentsprófi og sjúkraliðaprófi frá FB og er sjúkraliði á Kristnesi. Maki: Haukur Ægir Ragn- arsson, f. 1976, svæðis- stjóri Ölgerðarinnar. Börn: Finnur Leó, f. 1998; Dóróthea Hulda, f. 2003, Hekla Ýr, f. 2009, og Blædís Rún, f. 2011. Foreldrar: Árný Elsa Tóm- asdóttir, f. 1940, og Valdi- mar Jónsson, f. 1942. Thelma Dögg Valdimarsdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.