Morgunblaðið - 22.10.2018, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
Kveðja, Gímur kokkur.
www.grimurkokkur.is
ÁN MSG
Plokkfiskur
- o ur os ur nn 5. mín.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef þig vantar afsökun til þess að
spreða muntu finna hana. Spyrðu spurn-
inga ef þú vilt fá svör, fólk les ekki hugs-
anir.
20. apríl - 20. maí
Naut Hverju geturðu breytt til að gera líf
þitt afslappaðra, skemmtilegra og ham-
ingjuríkara? Leggstu í rannsóknarvinnu. Þú
færð heimboð sem kætir þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reiðin þjónar engum tilgangi öðr-
um en að láta fólki líða illa. Segðu sem
minnst, bara það sem þú nauðsynlega
þarft. Allt fer vel að lokum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ímyndunaraflið er af hinu góða ef
menn kunna að hafa á því hemil og gera
greinarmun á draumi og veruleika. Þú færð
boð í brúðkaup.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það sem þú segir við fjölskyldu þína
eða gerir á heimilinu í dag getur haft mikil
áhrif á framvindu mála. Haltu þínu striki og
láttu engan segja þér hvað sé best að gera
í hinum og þessum málum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Mismunandi áhrif, menning, um-
hverfi og fólk ýtir undir sköpunargleði þína.
Þú verður fyrir vonbrigðum með vissa
manneskju en það jafnar sig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ekkert að óttast þótt eitthvert
slen sé í þér. Opnaðu augun því þá fyrst
fara hjólin að snúast þér í hag og þú átt
það skilið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Deilur rísa um eignarrétt og
þú verður að hafa þig allan við til þess að
standa á rétti þínum. Einhver fer í baklás
þegar þú ert nærri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Finndu út hvar þú best getur
komið skoðunum þínum á framfæri því þú
vilt að hlustað sé á þig. Seinni partinn ger-
ist eitthvað skrýtið og skemmtilegt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er rétti tíminn til að kynnast
fólki og komast í samband við rétta aðila.
Að tala hreint út er það besta þegar
ágreiningur rís á milli fólks.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Stundum getur smá dirfska
borgað sig en samt er sígandi lukka best.
Þú leikur á als oddi næstu vikurnar. Hertu
sultarólina.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gættu þess að endurbætur sem þú
vilt gera séu raunsæjar og mögulegar.
Reynsla þín í samningagerð kemur þér vel
þegar semja þarf við iðnaðarmenn.
Helgi R. Einarsson orti eftir aðhafa fylgst með þættinum
Kveik:
Nú skal réttlætið ríkja,
rustar og fúlmenni víkja.
Á landinu hér
óþarfi er
að ljúga, svindla og svíkja.
Og síðan orti hann limruna „Að
hrökkva upp af standinum, eður ei“:
Í fyrstu gladdist fjandinn
er flaug úr Stínu andinn.
Hvað haldið þið!
Hann hætti við
og hélt sér fast við standinn.
Á Boðnarmiði segir Páll Frið-
riksson frá því að það segði sér
kona:
Hjá Sigurði, Pétri og Sveini
ég svaf hjá þeim öllum í leyni.
Með Rúnari rekki
en Ragnari ekki
því hann er alltaf sá seini.
Davíð Hjálmar Haraldsson orti á
Leir á þriðjudag um Vegagerð
ríkisins:
Af grjótbílum, ýtum og gröfum á nóg,
hún grundar og reiknar og metur.
Um blómalaut, lindá og laufgrænan
skóg
leggur svo veg ef hún getur.
Þetta var kveikjan að vísu Skírnis
Garðarssonar um „Framtíðarsýn
Teigsskógar“:
Um mig fer hrollur, ég engist og styn,
mér uggur að válegur læðist,
í fjarlægð ég heyri nú ferlegan hvin,
ég ferlíkin trukkanna hræðist.
Síðan víkur Skírnir að því, að
Sigurður Pálsson segi frá því í bók
sinni „Bernskubók“ að faðir sinn,
sr. Páll Þorleifsson, hafi eitt sinn
hlaupið út til að stöðva vinnuvélar
sem hann sá vera að rústa falleg-
ustu brekkunni í Skinnastaðalandi,
en veg átti að leggja þar. Aldrei sá
hann föðurinn jafn reiðan, en
klerkur var ljúfmenni að eðlisfari
og dagfarsprúður alla jafna.
Að lokum rifjar Skírnir upp
atómljóð sem hann orti fyrir 15
árum:
Fjallkonan er í minningunni ung,
og fögur.
En, árin hafa farið um okkur,
óblíðum krumlum.
Senn stynur hin aldna móðir,
á sínum dánarbeði.
Jón Ólafsson gaf út lítið kver,
„Braga“, árið 1903 með úrvals-
ljóðum Jónasar Hallgrímssonar.
Þar er vísan „Málsvörn“ eftir
Jónas:
Feikna þvaður fram hann bar –
fallega þó hann vefur!
Lagamaður víst hann var,
varði tófu refur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af misjöfnu fólki
„FINNST ÞÉR ÍTALSKUR GÓÐUR? ÉG
VEIT UM FRÁBÆRAN LÍTINN STAÐ BAK
VIÐ FRÁBÆRAN LÍTINN STAÐ.“
„EKKI SEGJA NEINUM FRÁ EN ÉG ER
BÚINN AÐ EYÐA FIMMHUNDRUÐKALLINUM
SEM ÞÚ GAFST MÉR Í JÓLAGJÖF.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að keyra hana í
Kringluna og bíða … og
bíða …
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
‘EG ER HENNI
ÞAKKLÁTUR
ELÍN ER REIÐ
ÚT Í MIG …
EN VILL EKKI SEGJA
MÉR HVERS VEGNA
HRÓLFUR! ÞAÐ ER TRÖLL INNI Á
KAMRINUM!
HVÍLÍK
ÓSVINNA!
HVERS
VEGNA
NOTARÐU
EKKI ÞINN
EIGIN
TRÖLLA-
KAMAR?!
Með upplestri í miðborg Reykja-víkur í síðastliðinni viku vöktu
félagsráðgjafar athygli á bágum að-
stæðum fátæks fólks á Íslandi.
Framtakið var gott og víst þurfa ríki
og sveitarfélög að gera enn betur
fyrir fólk sem er í vanda statt.
Skeytingarleysi gagnvart fólki sem
stendur höllum fæti ætti aldrei að
vera í boði. Þó verðum við samt að
hafa í hug að altæk kerfisvæðing á
félagslegum stuðningi er varhuga-
verð. Við þurfum að láta okkur hag
og kjör annarra nokkru varða og
styðja viðkomandi eftir atvikum, sé
þess þörf. Getur það bæði verið
efnaleg hjálp og bara að vera til
staðar sem manneskja. Og bros get-
ur dimmu í dagsljós breytt! Opinber
velferðarþjónusta er nauðsynleg en
hún gerir okkur samt ekki stikkfrí
gagnvart fólki sem þarf hjálp; hvort
sem það eru fátækir, aldraðir, ör-
yrkjar eða aðrir. Ef sú er raunin er
útkoman hið illræmda skeytingar-
leysi. Svona getur nú hvað bitið í
skottið á öðru og góðviljinn orðið sín
eigin bráð, séu mál ekki hugsuð til
enda.
x x x
Umræðuhefð Íslendinga er kominá undarlegan stað og svokallaðir
minnihlutahópar gera sig gildandi. Í
masi um málefni líðandi stundar
hendir oft að þau sem telja sig hafa
heilagan málstað að verja rjúka af
stað; krefjast þess að hin og þessu
ummæli séu dregin til baka og beðist
afsökunar og jafnvel fyrirgefningar
á þeim. Á stundum getur slíkt vissu-
lega átt við. Miklu oftar eru kröfur
um að sett sé í bakkgír og auðmýkt
sýnd þó tilraun til þöggunar þar sem
rökræðan er drepin.
x x x
Svo virðist sem fjöldi fólks hafiflust búferlum úr raunveruleik-
anum í netheima og á þeim slóðum
er margt skýtið í kýrhausnum, að
mati Víkverja. Sumt raunar algjör
steypa, eins og krakkarnir segja.
„Netið endurspeglar ekki alltaf
veruleikann, bækur gera það oft og
síðast en ekki síst minningar sam-
ferðarfólks,“ sagði Lilja Rafney
Magnúsdóttir alþingismaður á
Facebook í gær og mælist þar
viturlega. vikverji@mbl.is
Víkverji
Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er
hreint, skjöldur er hann öllum sem
leita hælis hjá honum.
(Sálm: 18.31)