Morgunblaðið - 22.10.2018, Page 26

Morgunblaðið - 22.10.2018, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018 Yfirlitssýningin Róf var opnuð á Kjarvalsst Íhugun Verkin gáfu nægt tilefni til vangaveltna. Fjöllistamenn Hallgrímur Helgason og Stephan Stephensen ræddu saman. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í árin voru félagarnir á þeytingi milli tónleika og djasshátíða víða um heim. Fyrsta plata þeirra varð gull- plata og fylgdu þrjár aðrar stúd- íóplötur í kjölfarið. Á þeim öllum spilar bandið útfærslur á þjóðlögum, aðallega íslenskum en einnig skand- inavískum, færeyskum og græn- lenskum á síðustu plötunni. Í Kan- ada gaf tríóið lika út, í samvinnu við Richard Gillis trompetleikara, plöt- una Icelandic Folk sem í dag er ófá- anleg. Gaman er að nefna að Rich- ard mun koma fram á tónleikunum á laugardag. Auk Richards er von á Agli Ólafs- syni sem hefur líka margoft áður komið fram með tríóinu, bæði hér- lendis og erlendis. Einnig leika með þau Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari og söngkona, og Sigfús Örn Óttarsson slagverksleikari. Á dagskrá verða þjóðlög og djass- standardar sem fylgt hafa Guitar Islancio undanfarna tvo áratugi og kannski eitthvað af frumsömdu efni slæðist með. Vel heppnuð formúla Hvern hefði annars grunað að djössuð þjóðlög myndu hitta svona rækilega í mark? Jón segir hug- myndina reyndar ekki alveg ein- staka og hafi djasstónlistarfólk hér og þar um heiminn sótt í þjóðlaga- arfinn: „Jan Johansson gaf t.d. út plötuna Jass på svenska árið 1964 þar sem hann gerir einmitt þetta. Síðast þegar ég vissi var hún ennþá mest selda sænska djassplatan frá upphafi.“ Bæði heimamenn og útlendingar vildu ólmir kaupa geisladiska með tónlist Guitar Islancio og þar sem þeir tróðu upp mátti jafnan reikna með húsfylli. „Það munaði ekki síst um erlendu ferðamennina sem hafa verið duglegir að kaupa diskana okkar til minningar um heimsókn til Íslands,“ segir Jón um líflega söl- una. Hann segir það hafa gerst á ósköp náttúrulegan hátt að starf- semi Guitar Islancio róaðist og lengra varð á milli tónleika. „Eftir tíu viðburðarík ár fórum við smám saman að snúa okkur að öðrum verkefnum; Gunni að semja óperuna sína Ragnheiði, Bjössi á fullri ferð með sinn sólóferil og ég önnum kaf- inn við kennslu og ýmis önnur verk- efni. Við höfum samt spilað endrum og sinnum, þó það hafi ekki alltaf verið gert opinbert.“ Hafa spilað af ákefð og asa í t  Liðin eru tuttugu ár frá fyrstu tónleikum Guitar Islancio og líta góðir gestir við á afmælis- tónleikum um næstu helgi  Von er á nýrri nótnabók með bestu þjóðlagaútsetningum tríósins Morgunblaðið/Ásdís VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eflaust halda margir lesendur að nafn Guitar Islancio eigi að vísa til Íslands. Tríóið er jú þekktast fyrir að spila líflegar djassútgáfur af ís- lenskum þjóðlögum, en Jón Rafns- son segir Islancio merkja allt annað: „Það var Toby, kona Gunnars, sem fékk hugmyndina að nafninu. Við höfðum lengi velt fyrir okkur hvaða nafn ætti að velja og Gunnar og Björn voru vissir á því að þeir vildu að orðið „Guitar“ kæmi þar einhvers staðar fyrir,“ segir Jón. „Orðið „isl- ancio“ er ítalska og tónlistarhugtak sem mætti þýða sem ákefð eða asa. Lýsir það líka spilamennskunni okk- ar nokkuð vel.“ Guitar Islancio fagnar 20 ára af- mæli um þessar mundir en það var þann 18. október 1998 að þeir Jón, Gunnar Þórðarson og Björn Thor- oddsen heldu sína fyrstu tóleika í Keflavík. Þeir halda upp á afmælið með veglegum tónleikum í Bæjar- bíói í Hafnarfirði næstkomandi laugardagskvöld, 27. október kl. 20.30. Á þeytingi milli hátíða Jón segir söguna af upphafi sam- starfsins: „Þeir Gunnar og Björn höfðu spilað dálítið saman, m.a. með Ríó Tríó, og sú hugmynd hafði kviknað hjá þeim að setja saman tríó með tveimur gítörum og bassa. Vildi svo heppilega til að um svipað leyti var ég nýfluttur til Reykjavík- ur en ég hafði snúið heim úr tónlist- arnámi í Svíþjóð árið 1990 og búið á Akureyri síðan þá. Ég var sjálfur á þeim buxunum að stofna band, og spurði Bjössa hvort hann væri til, en hann sagði nei og bauð mér í staðinn að prufa að vera með honum og Gunnari.“ Er óhætt að segja að Guitar Isl- ancio hafi slegið í gegn því næstu tíu Hæfileikar Björn, Jón og Gunnar á góðri stundu. Myndin var tekin á aðventu- tónleikum 2003 þegar Guitar Islancio hafði starfað í fimm ár. Plöturnar rokseldust og ómótstæðilegar þjóðlagaútsetningar tríós- ins eru allar löngu orðnar sígildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.