Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 2

Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Þetta er á með- al þess sem kemur fram í nýlegri rannsóknarskýrslu sem birt er á vef Vegagerðarinnar, en verkfræðing- urinn Katrín Halldórsdóttir er höf- undur hennar. Hún segir frekari rannsókna þörf á þessu sviði og að huga þurfi vel að ýmsum atriðum til þess að draga úr banaslysum og al- varlegum slysum meðal barna hér á landi. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að í skýrslu IRTAD, alþjóðlegs gagnagrunns um umferðarslys, frá árinu 2015 hafi hlutfall barna á aldr- inum 0-14 á tímabilinu 2011-2013 af heildarfjölda þeirra sem létust í um- ferðinni verið það hæsta í Evrópu. Katrín tekur fram að fámenni þjóð- arinnar geti skekkt tölfræði á borð við þessa. „Þetta er engu að síður ekki málaflokkur þar sem við viljum vera í fyrsta sæti,“ segir Katrín og bætir við að þegar verið er að fjalla um jafn viðkvæman vegfarendahóp og börn sé ríkur vilji til þess að kanna málin og sjá hvernig hægt sé að tryggja betur öryggi þeirra í um- ferðinni. Katrín segir að oft séu margir þættir og röð orsaka og jafnvel til- viljana sem leiði til þess að banaslys verði í umferðinni. Það sé því lykil- atriði að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnum, sem geti oft verið óútreiknanleg í umferðinni. „Þeim er kennt ýmislegt í umferð- inni, en þá les maður kannski um slys þar sem barn, sem alltaf hefur fylgt umferðarreglunum, gleymir sér í leik og hleypur út á götuna,“ segir Katrín. Útbúnaðurinn skiptir máli Í niðurstöðukafla rannsóknarinn- ar nefnir Katrín fjóra þætti sem stóðu upp úr þegar farið var yfir þau gögn sem hún hafði aðgang að. Eitt af því var að búnaður barna sem ferðast um á reiðhjólum geti skipt miklu máli. „Ég kannaði nokkur slys, þar sem barn slasaðist alvarlega en var samt með hjálm, og spurningin verður: hvernig hefði þetta farið ef barnið hefði ekki verið með hjálm?“ segir Katrín og bætir við að í sumum tilfellum hafi það verið sérstaklega tilgreint í lögregluskýrslu að ljóst sé að viðkomandi slys hefði orðið alvar- legra hefði barnið ekki verið með hjálm. „Ég held að þessi öryggistæki séu ótrúlega mikilvæg en einnig að hjól- reiðabúnaðurinn sjálfur sé í lagi,“ segir Katrín, en nokkur dæmi mátti finna um að barn hefði verið á hjóli sem reyndist bremsulaust. Það felist því mikilvæg forvörn í því að passa að hjólin séu í fullkomnu ástandi á vorin, eins og gert sé með átaki sam- takanna Hjólafærni á Íslandi sem heitir Dr. BÆK. Þá nefnir Katrín einnig í skýrslu sinni að sjónlengdir og vegsýn geti skipt máli, auk þess sem ökumenn séu meðvitaðir um þá umferð sem fari um stíga og gangstéttir, sérstak- lega þar sem leiðir skerist. „Eitt af því sem mér fannst hvað mest áber- andi var að ef barn er eitt á ferð þá þurfa ökumenn að vera vakandi fyrir því hvort annað barn er á ferðinni líka. Börn eru oft saman í hóp og ferðast á misjöfnum hraða, kannski eru einhver á hjólum, önnur á línu- skautum og enn önnur að hlaupa á eftir, svo fer eitt þeirra yfir götuna, ökumaðurinn sér það og telur sér óhætt, en þá er næsta barn komið út á götuna.“ Banaslysum barna hefur fjölgað  Hlutfall barna af heildarfjölda látinna í umferðinni hæst hér í Evrópu fyrir árin 2011-2013  Börn geta verið óútreiknanleg í umferðinni  Brýnt að fara vel yfir útbúnað barna til hjólreiða á vorin Morgunblaðið/Heiddi Öryggi Hjól þurfa að vera í lagi. Þessi malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu. Nú er enda degi tekið að halla umtalsvert og sólin farin að lækka ískyggilega mikið á lofti. Það verða því eflaust ekki mörg tækifæri sem gefast í viðbót á því herrans ári 2018 til þess að sinna viðhaldsverkefnum á borð við þetta, og munu ökumenn í Breiðholtinu eflaust njóta góðs af þessu verki og öðrum slíkum fram til næsta vors. Morgunblaðið/Árni Sæberg Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð- herra hefur lagt fram drög að frum- varpi þar sem kveðið er á um að dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg mál- efni verði ekki lengur birtir opinber- lega. Þar er um að ræða mál sem snúast um lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum sam- böndum, nálgunarbann og kynferð- isbrot. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að aðeins verði birtir útdrættir úr dómum Landsréttar og Hæstaréttar í slíkum málum þar sem einungis komi fram réttarframkvæmd og á hverju niðurstaðan er byggð. Segir í greinargerð með drögun- um að með þessu verði persónu- vernd betur tryggð í viðkvæmustu málunum. Sé ekki hægt að tryggja persónuvernd fyllilega með því að birta dóma undir nafnleynd, þar sem þá sé viðbúið að greina megi aðila af öðr- um atriðum sem fjallað er um í dómnum. Dómar hafa verið birtir í heild á vefsíðum dómstólanna í um tvo áratugi, þó án persónulegra upplýsinga í viðkvæm- um málum. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Blaðamanna- félagið muni því veita umsögn um frumvarpið. „Þetta hefur mikið verið í umræðunni,“ segir Hjálmar og vís- ar til málþings í vor á vegum dóm- stólasýslunnar þar sem farið var yfir helstu sjónarmið varðandi nafnbirt- ingar í dómum án þess þó að komist væri að einhverri niðurstöðu. „Það er sjónarmið að viðkvæm persónuleg málefni eigi ekki að vera í fjölmiðlum nema það sem varði almenning, en við teljum eðlilegt að það sé lagt í mat fjölmiðlanna og treystum þeim fyllilega til þess. Við erum því þeirr- ar skoðunar að þetta eigi að vera op- ið og aðgengilegt nema það séu skýr rök sem mæli gegn því, eins og til dæmis þegar um er að ræða kyn- ferðisofbeldi gegn börnum eða eitt- hvað slíkt.“ sgs@mbl.is Dómar ekki lengur birtir  Ný drög að frumvarpi um birtingu dóma í viðkvæmum málum  Einungis útdrættir úr dómum efri dómstiga Hjálmar Jónsson Efnt var til hátíðarstundar á laugar- daginn þegar Grænlendingar opn- uðu sendiskrifstofu sína á Túngötu í Reykjavík og fluttu þau Ane Lone Baggersen, utanríkisráðherra Grænlands, Jacob Isbosethsen, sendimaður Grænlands, og Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra ávörp í tilefni dagsins. Guðlaugur Þór segir í samtali við Morgunblaðið að þetta séu mjög ánægjuleg tímamót í sögu þjóðanna. „Þetta eru okkar næstu nágrannar og samskiptin hafa verið einstaklega góð,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að það sé markmið stjórnvalda bæði á Íslandi og Grænlandi að styrkja samstarfið enn frekar. „Þær áætlanir sem eru uppi eru metn- aðarfullar og það verður auðveldara að vinna að þeim nú þegar Græn- lendingar eru komnir með sendi- skrifstofu hér í Reykjavík.“ sgs@mbl.is Sendiskrifstofa Grænlendinga opnuð  Ánægjuleg tímamót í sögu þjóðanna Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Sendiskrifstofa Jacob Isbosethsen, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ane Lone Baggersen fluttu ávörp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.