Morgunblaðið - 23.10.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 23.10.2018, Síða 4
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að aukinn launakostnaður muni þrýsta á inn- leiðingu sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun. Með því gæti störfum fækk- að í þessari fjölmennu grein. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir ráðgjafarfyrirtækið McKinsey áætla í nýrri skýrslu að störfum í verslun í Mið-Evrópu muni fækka um 20-25% næstu fimm ár. Hagstofan áætli að um 27 þúsund manns starfi í verslun á Íslandi. Yfirfært á Ísland samsvari slík fækkun því að þúsundir starfa muni hverfa á næstu árum. Sjálfsaf- greiðsla muni leysa af hólmi hefð- bundin afgreiðslustörf í verslun, ekki síst í stórmörkuðum. Samtímis geti orðið til ný störf eftir því sem stærri hluti verslunar færist yfir í netverslun. Sú tilfærsla kalli á aukna menntun verslunarfólks. Lágmarks- menntun muni ekki lengur duga. Verkalýðshreyfingin áhugalítil „Margir telja að menntunarkröf- urnar verði allt aðrar og að gerð verði meiri krafa um háskóla- menntun. Viðskipti yfir netið krefj- ast enda tækniþekkingar og þekk- ingar á markaðssetningu. Verkalýðshreyfingin virðist ekk- ert vera að velta fyrir sér hvernig störfin og kröfur vinnumarkaðarins eru að breytast. Það áhugaleysi vek- ur athygli. Fulltrúar VR virðast ekki vera að undirbúa þessa 27 þúsund félagsmenn sína í verslun til að tak- ast á við breyttar aðstæður á gjör- breyttum vinnumarkaði. Þetta er ekki að fara að gerast eftir fimm ár heldur er þetta að gerast núna. Það hræðir menn,“ segir Andrés. Áhyggjuefnið sé hvað verði um fólk sem hefur lágmarksmenntun og missir vinnuna. „Það nægir að horfa á þróun örorku,“ segir Andrés. Fram kemur í nýrri skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar, Íslensk netverslun, að ýmsar rann- sóknir bendi til að verslunarstörfum muni fækka á næstu árum. Til dæm- is hafi Deloitte áætlað 2016 að þeim fækki um 60% næstu tvo áratugi. Innleiða tæknina í Hagkaup Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið hafa sett upp sjálfs- afgreiðslukassa í Bónus. Það sé nú að setja upp slíka kassa í Hagkaup. „Það er ljóst af fyrstu viðbrögðum að það er áhugi á þessu. Sjálfs- afgreiðslulausnir voru komnar á fullt erlendis fyrir 10-15 árum. Tæknin var prófuð á Íslandi fyrir tíu árum. Þá var lausnin bæði dýr og markaðurinn lítill þannig að þeir sem byrjuðu hættu. Nú eru við- horfin breytt. Við erum með tækni- færara fólk en fyrir 10-20 árum. Hagkvæmnin í lausnunum er líka orðin miklu meiri. Hvort tveggja gerir það að verkum að þetta er orðið raunhæfur valkostur.“ Hann segir um 2.300 manns starfa hjá Högum. Helmingurinn, um 1.150 manns, starfi við afgreiðslu. Hann segir aðspurður að undir „eðlilegum kringumstæðum“ hefði fjöldi af- greiðslufólks hjá Högum náð há- marki. „Hins vegar hefði engum dottið í hug fyrir 50 árum að hafa búðir opnar allan sólarhringinn. Ég veit ekki hvernig þetta verður eftir 20-30 ár; hvort allt verður þá opið,“ segir Finnur og bendir á verslanir Amazon Go í Bandaríkjunum. Þar sé ekki einn einasti afgreiðslumaður. „Tæknin mun auðvitað sjálfvirkni- væða fleiri þætti þegar fram í sækir. Sjálfvirknivæðing er líka að eiga sér stað í vöruhúsum,“ segir Finnur. Spurður hvort störfum í verslun á Íslandi muni fækka á næstu árum vegna þessara þátta kveðst Finnur „frekar hafa trú á því“. „Eins og er lítum við á þetta sem valkost. Okkar viðskiptavinir velja hvora leiðina þeir fara.“ Finnur segir verslunina meðvit- aða um vægi launakostnaðar í rekstrinum. „Það er alveg ljóst að kostnaðargrunnur skiptir okkur verulegu máli og laun eru okkar stærsti kostnaðarliður.“ Skortur tafði innleiðingu Sjálfsafgreiðslukössum fer fjölg- andi í verslunum Krónunnar. Gréta María Grétarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krónunnar, telur að- spurð að slíkum kössum muni fjölga „umtalsvert“ í Krónunni næstu ár. „Við gerum ráð fyrir að innleiða þetta smátt og smátt í fleiri versl- anir. Það er takmarkandi þáttur að við fáum ekki nógu marga kassa. Það er aðeins einn umboðsaðili að þjónusta okkur og hann virðist ekki fá nægt magn af kössum. Innleið- ingin gengur hægar en við gerðum ráð fyrir.“ Gréta María segir Krónuna bjóða viðskiptavinum þessa þjónustu svo þeir geti verið fljótir í gegn. „Reynslan sem er komin af þess- ari tækni bendir ekki til að hún muni fækka hjá okkur fólki. Við lítum á þetta sem aukna þjónustu.“ Spurð hvort fjöldi afgreiðslufólks hafi náð hámarki miðað við veltu bendir hún á að Krónu-búðirnar séu ólíkar. Hún sjái ekki fyrir sér að slíkum störfum fjölgi í stóru búð- unum, þrátt fyrir aukna veltu. Sjálf- virknin muni taka við viðbótinni. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri hjá Festi, segir sjálfvirkni munu leika stórt hlutverk í verslun í framtíðinni. Þrýst sé á um betri þjónustu og meiri afgreiðsluhraða. „Þörfin fyrir vinnandi hendur mun minnka til að tryggja og við- halda samkeppnishæfni fyrirtækja.“ Eggert Þór segir aðspurður að kröfur verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki áhrif í þessu efni. „En þeir sem kunna að reikna átta sig á því að þær kröfur draga heldur ekki úr þessari sjálfvirkni- væðingu,“ segir Eggert Þór. Launahækkanir þrýsta á sjálfvirkni  Forstjóri Haga telur sjálfvirkni munu fækka störfum í verslun næstu ár  Launin vegi enda þungt  SVÞ hafa áhyggjur af þeim sem missa vinnuna  Krónan horfir í vaxandi mæli til sjálfsafgreiðslu Morgunblaðið/Árni Sæberg Krónan Keðjan hyggst fjölga sjálfsafgreiðslukössum á næstunni. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Veður víða um heim 22.10., kl. 18.00 Reykjavík 5 alskýjað Akureyri 4 skýjað Nuuk -6 heiðskírt Þórshöfn 9 rigning Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 9 léttskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 8 skúrir Lúxemborg 11 skýjað Brussel 13 léttskýjað Dublin 11 léttskýjað Glasgow 11 skýjað London 11 heiðskírt París 14 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 11 léttskýjað Berlín 10 léttskýjað Vín 12 léttskýjað Moskva 4 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 23 heiðskírt Barcelona 19 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 14 skýjað Aþena 18 súld Winnipeg 5 léttskýjað Montreal 3 skýjað New York 8 alskýjað Chicago 9 léttskýjað  23. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:43 17:42 ÍSAFJÖRÐUR 8:57 17:38 SIGLUFJÖRÐUR 8:41 17:20 DJÚPIVOGUR 8:15 17:09 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Suðvestan 10-18 m/s og rigning eða slydda, Snýst í norðan 8-13 um kvöldið með éljum. Á fimmtudag Norðlæg átt 8-13 m/s og él, einkum norðantil á landinu. Hiti kringum frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg breytileg átt og lengst af þurrt og bjart, en súld með köflum sunnantil á landinu. Gengur í suðaustan 8-15 með rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrátt fyrir að hrygningarstofn norsk- íslenska síldarstofnsins haldi áfram að minnka og nýliðun hafi verið slök um langt árabil er aukning sem nem- ur um 53% í ráðlögðum afla fyrir næsta ár. Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) greindi í gær frá ráðgjöf um að afli ársins 2019 verði ekki meiri en 588.562 tonn, en ráðgjöf yfirstand- andi árs var 384 þúsund tonn. Ástæða þessarar aukningar er fyrst og fremst sú að í nýrri ráðgjöf er byggt á nýrri aflareglu sem strandríkin samþykktu fyrr í þessum mánuði. Í eldri ráðgjöf var miðað við veiðidánartöluna 0,125, en 0,14 í þeirri nýju. Jafnframt hafa viðmiðun- armörk um stærð hrygningarstofns verið endurmetin og færð niður. Samkvæmt upplýsingum blaðsins lagði Ísland áherslu á óbreyttan fisk- veiðidánarstuðul í viðræðum um afla- reglu. Afli 10-21% umfram ráðgjöf Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð hefur því sett sér aflamark. Af- leiðingarnar eru að frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 10-21% á ári, segir í upplýs- ingum með ráðgjöfinni á heimasíðu Hafró. Heildarafli allra þjóða úr stofnin- um 2017 var 721.566 tonn eða tæp- lega tvöfalt það sem ICES ráðlagði. Afli íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum í fyrra var 90.400, en útgefinn kvóti til íslenskra skipa var í ár upp á tæp 70 þúsund tonn. Sam- kvæmt eldra samkomulagi um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum var hlutur Íslands 14,7% af heildinni. Fiskveiðdauði hefur farið hækk- andi síðan 2015 og var yfir þeirri dán- artölu sem gefur hámarksafrakstur úr stofninum. Hrygningarstofninn hefur farið minnkandi en er metinn undir aðgerðarmörkum. Norsk-íslenski síldarstofninn hef- ur getið af sér fjóra stóra árganga síðan 1998, árgangana frá 1998, 1999, 2002 og 2004. Árgangar frá 2005- 2015 voru undir meðalstærð eða litlir. Árgangurinn frá 2016 er hins vegar metinn yfir meðalstærð. Mikil aukning í norsk-íslenskri síld  Aukning um 53% í ráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins  Aflareglu breytt Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason Bræla Beitir NK kom til Neskaupstaðar upp úr hádegi í gær með um 900 tonn af norsk-íslenskri síld sem fengust suðaustarlega í Síldarsmugunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.