Morgunblaðið - 23.10.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018
Búnaður í Jaguar E-Pace D150 er m.a.: 10" Touch Pro skjár, símkerfi, 125w Jaguar hljómkerfi, LED-
aðaljós með einkennandi dagljósum, 17" álfelgur, íslenskt leiðsögukerfi, rafdrifnir upphitaðir speglar
með sjálfvirkri deyfingu og aðkomuljósum, varadekk, neyðarhemlunarbúnaður, bakkmyndavél,
fjarlægðarskynjarar að framan og aftan. jaguarisland.is
B
ún
að
ur
b
íls
á
m
yn
d
er
fr
áb
ru
g
ð
in
n
au
g
lý
st
u
ve
rð
i
VERÐ FRÁ: 6.290.000 KR.
Jaguar E-Pace D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
0
4
5
4
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
JAGUAR
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE
JAGUAR E-PACE
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu
Evrópu (Eurostat) bjuggu 113 millj-
ónir manna innan landa Evrópusam-
bandsins (ESB), 22,5% allra íbúa, við
hættu á því að
lenda í fátækt eða
félagslegri út-
skúfun á síðasta
ári. Til að falla í
þennan hóp urðu
menn að uppfylla
eitt þriggja skil-
yrða: eiga á
hættu að lenda
undir skilgreind-
um fátækarmörk-
um, að búa við mjög bágborinn fjár-
hag eða eiga heimili þar sem
atvinnuþátttaka er lítil.
Eftir fjölgun í áhættuhópnum á
árunum eftir fjármálakreppuna, frá
2008 til 2012, þegar hlutfallið varð
25%, hefur þróunin lítillega snúist
við með hverju árinu og fækkun orð-
ið innan sambandsins í heild. Er
staðan nú betri en fyrir kreppuna
þegar 23,7% íbúa ESB-landa voru í
áhættuhópnum.
Mismunandi eftir löndum
Fækkun fólks í hættu á að lenda í
fátækt eða útskúfun er eitt af helstu
markmiðum „Europe 2020“-áætlun-
ar ESB.
Tölurnar fyrir einstök lönd innan
ESB eru mjög mismunandi, í sumum
löndum hefur orðið aukning en í öðr-
um fækkun. Mest munar um batn-
andi ástand í löndum Austur-Evr-
ópu, þar sem áhættuhópurinn hefur
verið og er enn fjölmennastur. Búlg-
aría trónar enn á toppnum með
38,9% en hlutfallið var þó enn verra
2008, 44,8%. Rúmenía er í öðru sæti
en þar telur áhætturhópurinn 35,7%
íbúa. Mesta aukningin á tímabilinu
varð í Grikklandi, úr 28,1% árið 2008
í 34,8% í fyrra. Aukning hefur einnig
orðið í fleiri ríkjum Suður-Evrópu,
Ítalíu, Spáni og Kýpur.
Aukning á Íslandi
Hagstofa Evrópu birtir einnig
sambærilegar tölur fyrir þrjú Evr-
ópulönd utan ESB, Ísland, Sviss og
Noreg. Athygli vekur að þvert á þró-
unina í ESB-löndunum í heild hefur
fjölgað lítillega í áhættuhópnum á Ís-
landi. Hækkar hlutfallið úr 11,8% ár-
ið 2008 í 12,2% árið 2016 (reyndar er
um bráðabirgðatölur að ræða fyrir
það ár en tölur fyrir síðasta ár voru
ekki fyrir hendi). Sama er að segja
um Noreg þar sem 15% tilheyrðu
áhættuhópnum árið 2008 en 16,1% í
fyrra.
Ísland er þó ásamt Tékklandi það
land í Evrópu þar sem fæstir íbúar
eiga á hættu að lenda í fátækt eða fé-
lagslegri útskúfun. Fjöldinn hér á
landi er samt nokkur; samtals eiga
um 40 þúsund Íslendingar á hættu
að lenda í þessum aðstæðum sam-
kvæmt tölum Hagstofu Evrópu.
Morgunblaðið leitaði álits velferð-
arráðuneytisins á þessum tölum
Eurostat.
„Jú, Velferðarvaktin fylgist með
tölum um lífskjör og stöðu fólks, m.a.
þeim sem má finna í félagsvísum og
Eurostat sýnir. Þegar litið er til pró-
sentuhlutfalla má sjá að Ísland
mælist almennt með lág hlutföll í
samanburði við aðra. Hlutfall fólks
sem býr við hættu á að lenda í fátækt
eða félagslegri einangrun er nú
12,2%, eða um 40.000 manns, sem er
0,4% hækkun frá 2008. Þrátt fyrir
þessa hækkun eru Ísland og Tékk-
land með minnstu áhættuna og
minni en á Norðurlöndunum. Helst
viljum við að enginn búi við fátækt,
hvorki hér á landi né annars staðar,“
sagði Siv Friðleifsdóttir, formaður
Velferðarvaktarinnar.
Siv sagði að Velferðarvaktin hefði
lagt fram tillögur m.a. til að bæta
stöðu barnafjölskyldna, þeirra sem
byggju við sárafátækt og væru ut-
angarðs. Stjórnvöld hefðu lýst í sátt-
mála sínum að gerð yrði úttekt á
kjörum tekjulægstu hópanna í ís-
lensku samfélagi og sérstaklega
þyrfti að huga að stöðu barna sem
byggju við fátækt því sá hópur væri
einna viðkvæmastur í samfélaginu.
Ísland mælist með lægstu hlutföllin
Dregur úr hættu á fátækt og útskúf-
un í Evrópu í heild frá kreppunni 2008
Fólk í hættu á fátækt eða útskúfun í Evrópu
Hlutfall af íbúafjölda árin 2008 og 2017
2008 2017
Búlgaría 44,8% 408592= 38,9% 349651=
Rúmenía 44,2% 402598= 35,7% 317683=
Grikkland 28,1% 241759= 34,8% 308692=
Litháen 28,3% 243757= 29,6% 256744=
Ítalía 25,5% 215785= 28,9% 249751=
Lettland 34,2% 302698= 28,2% 242758=
Króatía – 27,9% 239761=
Spánn 23,8% 198802= 26,6% 226774=
Ungverjaland 28,2% 242758= 25,6% 216784=
Kýpur 23,3% 193807= 25,2% 212788=
Írland 23,7% 197803= 24,2% 202798=
Eistland 21,8% 178822= 23,4% 194806=
Portúgal 26,0% 220780= 23,3% 193807=
ESB alls 23,7% 197803= 22,5% 185815=
Bretland 23,2% 192808= 22,2% 182818=
Lúxemborg 15,5% 115885= 21,5% 175825=
Belgía 20,8% 168832= 20,3% 163837=
Pólland 30,5% 265735= 19,5% 155845=
Malta 20,1% 161839= 19,2% 152848=
Þýskaland 20,1% 161839= 19,0% 150850=
Austurríki 20,6% 166834= 18,1% 141859=
Sviss 18,1% 141859= 17,8% 138862=
Svíþjóð 16,7% 127873= 17,7% 137863=
Danmörk 16,3% 123877= 17,2% 132868=
Slóvenía 18,5% 145855= 17,1% 131869=
Frakkland 18,5% 145855= 17,1% 131869=
Holland 14,9% 109891= 17,0% 130870=
Slóvakía 20,6% 166834= 16,3% 123877=
Noregur 15,0% 110890= 16,1% 121879=
Finnland 17,4% 134866= 15,7% 117883=
Tékkland 15,3% 113887= 12,2% 82918=
Ísland 11,8% 78922= 12,2% 82918=
Siv
Friðleifsdóttir
Morgunblaðið/Ómar
Kjör Unnið er að úttekt á kjörum
tekjulægstu hópanna á Íslandi.