Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Þann 5. október síð- astliðinn var greint frá því í Morgunblaðinu að árið 2017 hafi áætl- uð sala á orkudrykkj- um numið 5,2 millj- ónum 330 millilítra dósa hér á landi. Það gerir 1,7 milljón lítra eða um 5 lítra per landsmann á ári. Búist er við að þessar tölur verði enn hærri fyrir árið 2018 og er sú þróun frekar ógn- vænleg. Það sama má segja um fyr- irsagnirnar tvær, á forsíðu og inni í ofangreindu blaði: „Orkudrykkirnir flæða yfir landið“ og „Orkudrykkir alkomnir“. Í auglýsingum og almennri um- ræðu eru orkudrykkir gjarnan tengdir við heilbrigðan lífsstíl og hreysti. Þrátt fyrir skyldumerkingar um að börn ættu ekki að neyta drykkjanna þá sýna dæmin okkur að mark- aðssetningin höfðar sterkt til ungmenna. Það að neysla ungs fólks á orkudrykkjum eigi bara eftir að aukast er ákveðið áhyggjuefni. Gildir þá einu hver framleiðandinn og/eða fullyrðing hans um meint ágæti drykkjar- ins er. Styrkur koffíns í vinsælustu drykkjunum er á bilinu 105-180 mg. Þið getið svo marg- faldað það með fjölda dósa á dag og deilt þeirri tölu með þyngd ein- staklingsins í kílógrömmum. Ofan á þetta getur svo bæst koffín sem finna má í gosdrykkjum, kaffi, súkkulaði og öðrum vörum. Sam- kvæmt viðmiðum Matvælastofnunar ætti neysla barna og unglinga á koff- íni ekki að vera meiri en sem nemur 2,5 mg per kílógramm á dag. Þá kostar hver dós allt að 300-400 krón- ur og þetta er því fljótt að safnast upp í ágætis upphæðir, sem væri betur varið í kaup á næringarríkum mat. Við þekkjum ýmis áhrif koffíns á líkamann. Koffín í hóflegu magni og ákveðnu formi getur vissulega haft jákvæð áhrif á afkastagetu og ár- angur í mismunandi íþróttum. Koff- ínið veitir meðal annars þessa hress- ingu/örvun sem mörgum finnst muna um, og leyfir þeim jafnvel að halda fókus og einbeitingu í aðeins lengri tíma. Rannsóknir á áhrifum þessa eru að sjálfsögðu ekki gerðar á ungu fólki sem er að taka út vöxt og þroska. Fyrir þann aldurshóp er mikil neysla á koffíni og koffín- ríkjum orkudrykkjum sérstaklega varhugaverð vegna áhrifa á tauga- kerfið, hjartastarfsemi, svefn og al- menna líðan. Þegar við höfum bland- að koffíni og öðrum örvandi efnum í háum styrk saman við fjölmörg möguleg innihaldsefni orkudrykkja hringja eðlilega viðvörunarbjöllur. Hér er líka ágætt að staldra við og gera sér grein fyrir muninum á orku- og íþróttadrykkjum. Hefð- bundnir íþróttadrykkir innihalda vökva, orku (kolvetni) og sölt/ elektrólýta. Samsetning þeirra mið- ar, með tilliti til frásogsgetu þarma o.fl., að því að vega upp á móti tapi á orku, vökva og söltum sem vill verða við stífa eða langvarandi þjálfun. Orkudrykkir á hinn bóginn inni- halda ýmist sykur eða sætuefni, örv- andi efni (til dæmis koffín, guarana og grænt te) og ýmislegt annað; svo- sem valdar amínósýrur, ginseng, ekströkt úr plöntum, vítamín- og steinefnablöndur, og aukefni. Sam- setning á orkudrykkjum og styrkur innihaldsefna hentar því oft alls ekki til að mæta þörfum líkamans við þjálfun eða keppni. Orkudrykkir sem eru svo gott sem hitaeininga- lausir, þ.e. gefa ekki orku úr næring- arefnum, sem við sannarlega nýtum við þjálfun, veita þannig eingöngu örvun en ekki raunverulega orku. Sé þörf á drykkjum, öðrum en vatni, við þjálfun skulum við því frekar líta til íþróttadrykkja. Við höfum öll þörf fyrir reglulega hreyfingu, fjölbreytt og gott matar- æði sem styður við heilsu og árangur í íþróttum, nú og góðan svefn. Sú blanda tryggir okkur alla þá orku sem við þurfum til að takast á við daglegt amstur og íþróttaiðkun. Það er gulls ígildi að unga fólkið okkar þekki inn á samspil þessara þátta. Þá er með öllu óþarfi að sækja sér aukaorku eða örvandi áhrif í lit- skrúðugar dósir. Flæðandi orkudrykkjaæði Eftir Birnu Varðardóttur Birna Varðardóttir » Það að neysla ungs fólks á orkudrykkj- um eigi bara eftir að aukast er ákveðið áhyggjuefni. Höfundur er með BS í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum, með íþróttanæringarfræði að sérsviði. Fyrirsögn þessa greinarkorns er höfð eftir Abraham Lin- coln, þeim forseta Bandaríkjanna sem tók á sig ábyrgðina á svonefndu þrælastríði þar í landi. Tilefni fyrirsagnarinnar er sú afsökun sumra stjórnmálamanna að vilja samþykkja orku- pakka ESB nú, en taka síðan af- stöðu til sæstrengs þegar hann verður borinn upp. Þeir virðast halda að auðveldara verði að segja nei þegar þar að kemur, en hafa samt ekki sett sig svo vel inn í efnisatriði orkupakkans að þeir sjái hvert hættuspil hér er á ferð- inni. Landsreglarinn tekur strax við gildistöku orkupakkans til starfa samkvæmt tilskipun ESB. Hans fyrsta skylda er að þrýsta á um innri markað Evrópu og að hann sé opinn öllum viðskiptavinum og framleiðendum innan bandalags- ins. Næst er upp talin sú skylda að þróa hér svæðisbundinn mark- að. Þriðja skyldan er, að ryðja burt öllum hindrunum í vegi fyrir milliríkjaviðskiptum með rafmagn og fer varla milli mála að vöntun á sæstreng er slík hindrun. Við þessi skylduverk og fleiri skal landsreglar- inn vera óháður öllum öðrum stjórnvöldum, hann skal með öðrum orðum vera jafn hátt settur og ráðherra. Það er alveg ótví- rætt að það er stefna bandalagsins að hing- að komi sæstrengur og að þeirri stefnu verður landsreglarinn lögum sam- kvæmt skylt að vinna með ráðum og dáð. Komi hann ekki fram ofannefndum skylduverkum sínum á viðunandi hátt upplýsir hann ACER og framkvæmdastjórn ESB þar um og þá er viðbúið að stjórnvöld fái á sig kvörtun frá eftirlitsnefnd ESA og síðan kæru fyrir EFTA-dómstólnum séu við- brögð ekki fullnægjandi. Þannig er orkupakkinn settur upp. Það liggur í hlutarins eðli að þegar landsreglarinn hefur þróað upp svæðisbundinn markað og sett allar viðeigandi reglugerðir, þannig að aðeins stendur upp á Alþingi að samþykkja sæstreng, þá verður róðurinn þungur fyrir þá sem vilja andæfa. Verði and- staðan of mikil er málið ekki flóknara en svo, að kæra til ESA eða bíða eftir „réttum“ meirihluta á þinginu. Meðal fyrstu verka landsregl- arans yrði væntanlega að styðja Landsnet í að koma upp uppboðs- markaði fyrir raforku á Íslandi, sem er í undirbúningi og boðað að komist í gagnið 2020. Einfaldast yrði að fá Nordpool til að annast þann markað og að landsreglarinn samþykki þeirra reglur sem tryggja að markaðinn má tengja við Evrópumarkað um sæstreng samkvæmt aðferðafræði og reglum ESB. Eins og sýnt hefur verið fram á, þá getur sá mark- aður hér aldrei orðið sá kaup- endamarkaður sem samsvarandi markaðir innan ESB eru og lög ESB gefa sér sem forsendu. Með samningum við Nordpool fæst á auðveldan hátt tenging við miðstýrða álagsstýringu á raf- orkukerfi Evrópu þar sem orku- verð ræður flutningum. Með þeirri stýringu er þess gætt að allar flutningstakmarkanir séu virtar og töp lágmörkuð. Það eina sem gæti reynst landsreglaranum erfitt er að tryggja þær styrkingar á flutn- ingskerfinu sem eru nauðsynlegar vegna sæstrengs, en nægur tími gefst til til þess meðan sæstrengs- verkefnið er í gangi. Þessi verkefni landsreglarans liggja því beint við. Sá misskilningur virðist algeng- ur að þar sem rafmagn sé vara tengist það ekki auðlindinni. Til dæmis segir í greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar um álitaefni tengd þriðja orkupakka ESB: „Eðlilegt er […] að þeirrar spurn- ingar sé spurt, hvort reglurnar takmarka með einhverjum hætti ráðstöfunarrétt yfir orkuauðlind- unum. Hér er eingöngu verið að fjalla um raforkumál, enda lúta reglur þriðja orkupakkans hvað Ísland varðar eingöngu að þeim.“ Hér gleymist það að fallorka vatnsins er eingöngu flutt og markaðsfærð sem rafmagn. Allar reglur um stjórnun vatnsbúskapar og ráðstöfun fall- orkunnar eftir að virkjanaleyfi hafa verið veitt hljóta því að snerta viðskipti með rafmagn og þær reglur sem þar um gilda. Auðlindastjórnun vatnsorkunnar útheimtir til dæmis samþættingu í áhættumati, en slíkt verklag er andstætt hugsuninni um frjálsan raforkumarkað. Við getum því ekki samþykkt orkupakkann fyrr en það mál er frágengið hvernig auðlindastýringin á að fara fram, bæði áður en sæstrengur kemur og eftir. Lagning sæstrengs er eðlilegt framhald þriðja orkupakkans og hver sá sem vill leggja hann hing- að hefur lögbundinn stuðning landsreglarans. Fyrst eftir lagn- ingu strengsins mundi flutnings- kostnaðurinn tryggja lægra orku- verð hér en í Evrópu. Strengurinn afskrifast síðan á tiltölulega skömmum tíma og eftir það verð- ur orkuverð hér svipað og í Evr- ópu og þar með veikist samkeppn- isstaða íslensks iðnaðar gagnvart erlendri framleiðslu. Afleiðingarnar geta orðið geig- vænlegar fyrir efnahag þjóðar- innar. Það er á ábyrgð forystumanna þjóðarinnar, ráðherra og þing- manna, að tryggja hagkvæmni raf- orkugeirans með auðlindastýringu og tryggja samkeppnisstöðu ís- lenskra atvinnuvega. Pöntuð lög- fræðiálit um það hve takmarkað valdaafsal felst í samþykkt orku- pakkans eru ekkert annað en léleg afsökun. Fólk krefur forystumenn sína um ábyrgð, ekki afsakanir. Enginn firrir sig ábyrgð á morgundeginum með því að sniðganga hana í dag Eftir Elías Elíasson » Lagning sæstrengs er eðlilegt framhald þriðja orkupakkans. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orku- málum. eliasbe@simnet.is Um þessar mundir ber mikið á ýmiskonar umhverfisaðgerðum hjá stjórn landsins okkar og er gott að vita af því að það eru margir hjá þjóð okkar sem virðast sjá að þarna er virkilega vá fyrir dyrum ef þjóðir heimsins fara ekki að bregðast við af alvöru. Við heyrum af miklum hitum og skógareldum víðs vegar um jörð okkar. Fellibyljir vaða yfir með miklu mannfalli og skemmdum á mannvirkjum víða. Veitum því at- hygli að þetta er nokkuð sem vís- indamenn okkar hafa varað við ára- tugum saman, þ.e. að hin mikla kolefnisbrennsla jarðarbúa hefði í för með sér veðurfarsöfgar sem gætu haft gífurleg neikvæð áhrif á búsetumöguleika mannsins á plán- etunni jörð. Göngum því hægt um gleðinnar dyr. Alþingi okkar boðar ýmsar aðgerðir sem ættu að vera til bóta, það virðist þó vanta að nóg tillit sé tekið til allra þátta er varða olíunotkun okkar og er ég þar að tala um fiski- skipaflotann en báta- flotinn brennir líklega um það bil 500 þúsund tonnum í ársnotkun. Það munu vera nálægt 1.000 lítrar á tonn. Og reiknið svo. Við blasir að olíunotkun á fiskveiðiflota okkar er gífurleg og þar með kolefnis- brennsla og spurningin er hvort við getum hugsanlega minnkað þessa miklu olíunotkun með því að nýta okkur á einhvern máta þá miklu orku sem felst í hinum vindasömu fiskimiðum landsins. Gjaldeyristekjur þjóðarinnar hafa í gegnum tíðina að mestu komið af fiskveiðum okkar, þannig að það er alls ekki borðleggjandi að þar gæt- um við sparað kolefnalosun, en ef hugsanlega væri hægt að minnka olíunotkun, þó ekki væri nema um fá prósentustig, gæti verið um mik- ið þjóðþrifamál að ræða ef hægt væri að nýta eitthvað þessa miklu orku. Við Íslendingar búum á líklega öðru vindasamasta svæði á jarðkúl- unni, á einungis einu svæði á jörð okkar mælast vindar meiri en hér við Ísland en það mun vera í Suður- Íshafinu eða á svæðum umhverfis og við eyjuna St. Georgíu, sem er talsvert langt frá Falklandseyjum við suðurskaut jarðar. Væri ekki ráð að reyna að nýta eitthvað þessa miklu orku sem fiski- skip okkar eru oft umvafin. Við eigum mikið af vel menntuðu og færu ungu fólki sem sjálfsagt hefði gaman og gagn af því að skoða hvort ekki mætti spara talsvert í olíubrennslu með því að nýta sér þá miklu vindorku sem sífellt er á sveimi umhverfis landið og skipin okkar. Einnig mætti jafnvel nýta eitt- hvað þá miklu orku sem felst í því að þegar stór skipskrokkur rennur eftir haffletinum þá er mikil orka á ferðinni þegar sjórinn streymir með fram og svo aftur fyrir skipið og myndar þar oft mikið svokallað kjalsog. Finnst mér að með allri okkar tækni og framförum í vísind- um ætti að vera hægt að virkja eitt- hvað þessa miklu krafta sem þar eru á ferðinni. Vel mætti hugsa sér að skipin okkar væru búin einhverjum segl- um, líklega smáum, og væri þeim stjórnað með rafmagni þannig að fljótlegt og þægilegt væri að stjórna slíkum búnaði. Margir hafa heyrt máltækið að „hvíni í rá og reiða“, það er að vindurinn blási um möst- ur og bönd. Því ekki að nýta vindinn sem alls staðar blæs og hvín? Um allt skipið strýkur kári krumlu sinni um hverja misjöfnu. Mætti ekki nota eitthvað af þessum stöðum um skipið frá toppi til táar og koma fyrir sérsniðnum og litlum rafölum sem gætu í sameiningu framleitt nógu mikla orku til að hlaða batterí eða rafgeyma skipsins sem þannig hefðu ætíð nægilega raforku að grípa til þegar þarf að nota rafknúna mótora skipsins ef svo ólíklega færi að blankalogn gerði á sjónum? Skora ég á hið vel menntaða og góða háskólafólk í landinu okkar að taka málið í sínar hendur, gera útreikninga og til- raunir og vita hvort það finnur góð- ar leiðir til að minnka kolefnis- brennslu á þessu sviði. Virkjum vindinn Eftir Hjálmar Magnússon » Væri ekki ráð að reyna að nýta eitt- hvað þessa miklu orku sem fiskiskip okkar eru oft umvafin? Hjálmar Magnússon Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.