Morgunblaðið - 23.10.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018
✝ Hulda BjörkGuðmunds-
dóttir fæddist 22.
desember 1943 í
Arnarholti, Staf-
holtstungum í
Mýrasýslu. Hún
lést á Skjóli 14.
október 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Auðunsson Guð-
bjarnason bóndi, f.
20. maí 1896, d. 31. janúar
1951, og Anna Kristjánsdóttir,
f. 29. október 1913, d. 26. des-
ember 1990. Systkini Huldu
Bjarkar: Sævar Blómkvist, f.
1938, d. 1995; Birgir, f. 1940;
Elinborg Anna, f. 1946, d. 2013;
Guðmundur, f. 1951, og fóstur-
systir Kristný Björnsdóttir, f.
1951.
Hulda Björk giftist 20. ágúst
1966 eftirlifandi eiginmanni
sínum, Sigurði Óskari Jónas-
sonur Jónasar er Ívar Helgi, f.
2001. 4) Jóhann Gunnar, f. 7.
apríl 1974. Eiginkona hans er
Elsa Ósk Alfreðsdóttir, f. 1982.
Börn þeirra eru: Aron Goði, f.
2002, barnsmóðir Selja Dís
Jónsdóttir, f. 1971. Stjúpbörn
Jóhanns eru Sigurður Freyr, f.
2005, og Guðrún Katla, f. 2008.
Hulda Björk ólst upp í Arn-
arholti með foreldrum sínum og
systkinum. Fjölskyldan varð
fyrir þeim mikla harmi 31. jan-
úar 1951 að Guðmundur fórst
með flugvélinni Glitfaxa, sem
var að koma frá Vestmanna-
eyjum. Var það mikið áfall fyrir
fjölskylduna. Þau hjón voru
með stórt bú í uppbyggingu og
Anna bar þeirra fimmta barn
undir belti sem fæddist þá um
vorið. Anna hélt þó búskapnum
áfram og kom öllum börnum
sínum til mennta.
Eftir barnaskólanám fór
Hulda Björk til náms á Héraðs-
skólanum í Reykjanesi við Ísa-
fjarðardjúp. Síðan fór hún í
Húsmæðraskólann á Varma-
landi.
Útför hennar fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 23. októ-
ber 2018, klukkan 13.
syni, f. 1946. Þau
eignuðust fjögur
börn: 1) Guð-
mundur Arnar, f.
8. júní 1965, eigin-
kona hans er
Hrafnhildur Harð-
ardóttir, f. 1967.
Börn þeirra eru: a)
Arnór, f. 1988.
Sambýliskona hans
er Birgitta Þura
Birgisdóttir, f.
1989. Barn þeirra er Hafdís
María, f. 2008. b) Andri, f. 1990.
Sambýliskona hans er Erla Sif
Kristinsdóttir, f. 1989. Dætur
þeirra eru Elísabet Ásta, f.
2013, og Vilborg Birta, f. 2016.
c) Hulda Björk, f. 2001. 2) Anna
Sigríður, f. 30. október 1968. 3)
Jónas Viðar, f. 7. apríl 1974.
Eiginkona hans er María Hend-
rikka Ólafsdóttir, f. 1975. Börn
þeirra eru: Helga Dögg, f. 2006,
Logi Hrafn, f. 2009, og stjúp-
Elsku mamma, tengda-
mamma og amma okkar.
Þegar ég hugsa til baka er
margs að minnast. Það fyrsta
sem kemur upp í hugann eru ófá
ferðalögin sem við fórum í fjöl-
skyldan. Þar varst þú alltaf með
allt tipp topp eins og venjulega.
Ég man hvað það var gott að
vakna við kaffilyktina og skríða
fram úr, því kræsingar biðu mín
á útileguborðinu.
Þú varst mikil jólastelpa og
fjölmargir jólasveinarnir
skreyttu húsið okkar. Þú lagðir
mikið kapp á að halda okkur
fullkomin jól, sem kristallaðist í
hverri fullkomlega mótaðri smá-
köku. Heima var alltaf tandur-
hreint, servíettur voru lagðar á
milli diska, kassar utan um
borðbúnað og hvergi var ryk-
korn að sjá.
Þú elskaðir sólina og það var
þér mikið kappsmál að verða
brún. Það var grátbroslegt
stundum því þú þurftir að hafa
svo mikið fyrir því að ná lit, ólíkt
pabba sem þurfti rétt að líta út,
þá varð hann kolbrúnn á auga-
bragði.
Góðmennskan og hlýjan
fylgdi þér alla tíð. Þú lifðir fyrir
fjölskyldu þína og tókst barna-
börnunum fagnandi. Aron okkar
vildir þú alltaf hafa uppí hjá þér
þegar hann gisti því hann svaf
svo kyrr. Þegar ég kynnti síðan
konuna mína og börnin hennar
tvö inn í fjölskylduna tókstu
þeim af mikilli hlýju og ást. Frá
fyrsta degi áttir þú í einstöku
sambandi við þau.
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Þú færðir okkur fagran heim
með hjartalagi þínu. Nú ertu
laus úr viðjum hugans og lifir
frjáls í hjörtum okkar.
Þú elskaðir sól, þú elskaðir jól,
þú elskaðir Elvis, rokk og ról.
Þú elskaðir blóm, fugla og dýr,
hunda, hesta, ketti, kýr.
Þú elskaðir kaffi og bakkelsi með,
þú elskaðir börnin, allt þetta ger.
Þú elskaðir sund og spila á spil,
en varst stundum tapsár en það vel
ég skil.
Þú elskaðir spjall og þinn gamla kall,
sem ennþá er brattur og þónokkuð
snjall.
Þú elskaðir hlátur, þú elskaðir humar,
þú elskaðir haustliti og fallegt sumar.
Þú elskaðir leikhús, listir og ljóð
og allt þitt frábæra krakkastóð.
Því segi ég mamma, hér fyrir rest,
við elskum þig öll því þú varst lang-
best.
Jóhann Gunnar,
Elsa og börn.
Elsku mamma mín. Nú ert þú
farin í ferðalagið langa sem bíð-
ur okkar allra. Það er svo sárt
að missa þig en þetta var samt
besta leiðin til að fara, að leggja
höfuðið á koddann, sofna og
vakna ekki aftur.
Þú varst nánast horfin okkur
mamma mín þar sem Alzheim-
er-sjúkdómurinn yfirtók alltaf
meira og meira í þínu lífi.
Sá sjúkdómur er harður hús-
bóndi og óvæginn. Hann fór sér
hægt til að byrja með en síðustu
tvö árin gerðust breytingar
mjög hratt. Mamma gerði sér þó
minnst grein fyrir því sjálf, var
ljúf og brosandi þótt hún ætti að
sjálfsögðu til að fussa smá ein-
staka sinnum. Þá var það yfir
einhverju sem henni fannst al-
gjör fjarstæða en engin rök
fylgdu máli enda tilsvör orðin
samhengislaus og hún byrjaði
setningar en lauk þeim ekki.
Þrátt fyrir þennan grimma
sjúkdóm komu upp spaugileg
atvik inn á milli. Þá var það bæði
eitthvað sem mamma gerði eða
sagði. Stundum skellihlógum við
að þessu og mamma með okkur
þótt hún skildi ekkert hvað var
svona fyndið. Við mamma feng-
um nokkur hlátursköstin sem
erfitt var að stoppa og það var
dásamlegt að tengjast svona vel
með brosi og hlátri, sérstaklega
þar sem hún var orðin svo af-
tengd raunveruleikanum.
Hægt er að segja að áhuga-
mál mömmu hafi verið blóm.
Hún elskaði blómin sín og hugs-
aði vel um þau. Svo vel, að eftir
því sem lengra leið á sjúkdóms-
ferlið var alltaf verið að vökva,
mörgum sinnum á dag. Í fyrstu
þurfti að þurrka vatn úr glugga-
kistunni og af borðum en þegar
þurfti að fara að þurrka vatnið
af gólfinu fækkaði blómunum
hægt og rólega enda voru engin
merki þess að hún skynjaði það.
Mér þykir afskaplega vænt
um að mamma héldi því nánast
fram á síðasta dag að segja allt-
af við mig „guð hvað þér er kalt“
þegar ég hitti hana og tók í
hendur hennar. Enda voru
hennar alltaf heitar og gott að
leggja sínar í hennar.
Já, það er skrýtið hvaða
minningar koma upp og að
svona nánast hversdagsleg at-
hugasemd skuli vera mér svona
dýrmæt minning.
Það er gott að ylja sér við
margar fallegar minningar,
góða ferð elsku mamma,
sjáumst seinna.
Þín dóttir,
Anna Sigríður (Anna Sigga).
Ég vil minnast minnar kæru
systur sem nú hefur fengið
lausn frá sínum sjúkdómi sem
hefur hrjáð hana í mörg ár. Alz-
heimer-sjúkdómurinn þróast
mishratt en að lokum tekur
hann yfir líkamann, þrátt fyrir
það var hún skapgóð og bros-
andi.
Borgarfjörðurinn var okkar
sveit, þar ólumst við upp. Hulda
Björk og við hinir krakkarnir
hjálpuðum við búskapinn og
gengum í öll verk sem þurfti að
vinna í sveitinni.
Eftir barnaskólagöngu fór
hún að heiman í framhaldsskóla
og síðan Húsmæðraskólann á
Varmalandi. Það var voða gott
að hafa hana þar þegar við þau
yngri vorum í Barnaskólanum
og gátum skotist til hennar þar.
Hún flutti síðan til Reykja-
víkur að vinna. Hún ákvað að
prufa að fara á síldarvertíð á
Austurlandi. Þar tóku örlögin
völdin er hún hitti mannsefnið
sitt, Sigurð Óskar Jónasson.
Þau eignuðust sitt fyrsta barn
um sama leyti og við Guðmund-
ur bróðir fermdumst. Þá um
vorið tóku Sævar og Sólveig við
búinu í Arnarholti og við fluttum
til Reykjavíkur og við ungling-
arnir hófum skólagöngu þar.
Hulda Björk, Sigurður og
sonur bjuggu hjá okkur fjöl-
skyldunni á Hofteignum á með-
an íbúð þeirra í Árbænum var í
byggingu.
Þau hjón bjuggu allan sinn
búskap í Árbænum og eignuðust
síðan dóttur og tvíburastráka.
Afkomendahópurinn þeirra hef-
ur stækkað, börn og barnabörn-
in eru 16.
Hulda Björk var útivinnandi
samhliða húsmóðurstörfum sín-
um og barnauppeldi, vann hún
við ýmis störf, allt þar til veik-
indin gerðu vart við sig og hún
varð að hætta því. Sigurður
hætti í sinni vinnu til að annast
hana er sjúkdómurinn ágerðist
Hulda Björk
Guðmundsdóttir
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Kveðja,
Bryndís Rut Stefánsdóttir.
Kolbrún Gerður
Sigurðardóttir
✝ Kolbrún Gerður Sigurðardóttirfæddist 28. desember 1936. Hún and-
aðist 20. september 2018.
Kolbrún Gerður var jarðsungin 27.
september 2018.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu
okkur kærleik og hlýhug vegna andláts
elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
EYJÓLFS ÞÓRS SÆMUNDSSONAR,
forstjóra Vinnueftirlits ríkisins.
Sérstakar þakkir eru færðar til líknardeildar í
Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Gerður S. Sigurðardóttir
Helga Eyjólfsdóttir Þorgeir Gestsson
Baldur Þór Eyjólfsson
Ástkær sonur minn og bróðir,
ÁSGEIR EINAR STEINARSSON,
Bugðulæk 2,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 24. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Steinar Freysson
Jón Freyr Steinarsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
BENEDIKTS HANS ALFONSSONAR,
skólastjóra Siglingaskólans.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar V-4 á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Grund fyrir einstaka ummönnun sem honum
var veitt af hlýju og virðingu.
Katrín Jónsdóttir
Guðleif Hlíf Benediktsdóttir Jan Lönnqvist
Jón Atli Benediktsson Stefanía Óskarsdóttir
Kristín Benediktsdóttir Jón Pétur Friðriksson
Anna Þóra Benediktsdóttir
Helgi Benediktsson María S. Norðdahl
Kjartan Benediktsson Lísa Anne Libungan
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir, mágkona og amma,
VALGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR,
fyrrv. bókavörður í MH,
Eiríksgötu 8, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 27. september á
Landspítalanum í Fossvogi.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Úlfar Helgason
Sigrún Úlfarsdóttir
Þórdís Úlfarsdóttir Ragnar Hafstað
Bergþóra Úlfarsdóttir Christian Bourdel
Örn Höskuldsson Margrét Guðmundsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JARÞRÚÐUR INGIBJÖRG
KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Ási, Dalabyggð,
andaðist á dvalarheimilinu Silfurtúni
fimmtudaginn 18. október.
Útför hennar mun fara fram frá Staðarhólskirkju í Saurbæ
laugardaginn 27. október klukkan 13. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á styrktarsjóð Silfurtúns, reikn.nr. 0312-13-700021,
kt. 530586-2359, Lionsklúbbur Búðardals.
Jóhann Sæmundsson
Sæmundur G. Jóhannss.
Jóhanna B. Jóhannsd. Guðbjörn Guðmundsson
Margrét Jóhannsdóttir Finnbjörn Gíslason
Kristján V. Jóhannsson Svanhildur Halldórsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir Þórður Már Svavarsson
Jarþrúður H. Jóhannsd. Freyr Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ekki átti ég von
á þeim sorgarfrétt-
um sem Bjarni son-
ur minn færði mér þegar hann
hringdi í mig rétt eftir miðnætti
27. sept. sl. og tilkynnti mér að
Eygló amma væri látin. Ég á
margar góðar minningar um
Eygló fyrrverandi tengdamóður
mína sem reyndist mér og mín-
um alltaf vel. Við héldum ávallt
okkar vináttu og sambandi.
Eygló var mikil félagsvera og
ávallt hrókur alls fagnaðar, enda
fróð og vel að sér og hafði skoð-
anir á dægurmálunum hverju
sinni. Hún var vel lesin og las
mikið meðan sjónin leyfði. Þá
tóku hljóðbækurnar við sem
henni fannst gaman að hlusta á.
Hún hafði gaman af að ráða
krossgátur og var mjög fær í því.
Eygló Gísladóttir
✝ Eygló Gísla-dóttir fæddist
18. júlí 1940. Hún
lést 21. september
2018.
Eygló var jarð-
sungin 9. október
2018.
Einnig hafði hún
gaman af að spila
og var mikið spilað
á jólum og þegar
hún kom í heimsókn
til okkar. Þórður
sonur minn var einn
vetur hjá henni á
Súðavík þegar hún
var kennari þar og
á hann margar góð-
ar minningar það-
an. Ég og Björgvin
heimsóttum Eygló ömmu hans á
Reykhóla þegar hún bjó þar og
vorum hjá henni í tvær nætur.
Hún tók vel á móti okkur, var
búin að elda og baka, svo var
tekið í spil um kvöldið. Daginn
eftir fór hún með okkur í berja-
ferð og þar var nóg af berjum og
mikið tínt og sultað þegar heim
var komið. Ég gæti endalaust
haldið áfram því minningarnar
streyma fram. Ég þakka fyrir að
hafa kynnst henni Eygló og
hugsa til hennar með hlýhug og
virðingu og bið góðan Guð að
styrkja fjölskyldu hennar og
votta þeim mína innilegustu
samúð.
Ragna Sveinbjörnsdóttir.