Morgunblaðið - 23.10.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 23.10.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Guðrún Erlingdóttir ge@mbl.is „Það sem gerir hátíðina sérstaka í ár er heiðursgesturinn, stórstirnið, kvikmyndaframleiðandinn og hand- ritahöfundurinn, Gale Anne Hurd, sem kölluð er The First Lady of Sci- Fi eða sú fremsta í vísindaskáld- skapar- kvikmyndagerð. Það er einnig sér- stakt og gleðilegt að meirihluti leik- stjóra tónlistar- myndbanda sem valin voru til sýn- ingar á hátíðinni eru konur,“ segir Dögg Mósesdóttir, stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar, Northern Wave, Norðanátt, sem hún segir einu alþjóðlegu stuttmyndahátíðina á Íslandi. Hátíðin sem haldin er í 11. sinn fer fram í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ 26. til 28. október. Vantaði tengslanet og verkefni Dögg segir að tæpar 50 íslenskar stuttmyndir og 250 erlendar hafi verið sendar inn en alþjóðleg for- valsnefnd valdi til sýninga 54 stutt- myndir, 31 alþjóðlegar, 23 íslenskar og 15 íslensk tónlistarmyndbönd. Dögg sem er leikstjóri og hand- ritahöfundur, fékk hugmyndina að hátíðinni eftir að hún kom heim frá námi í Barselóna. Þar sem Dögg bjó úti á landi og hafði lært erlendis skorti hana tengslanet og átti erfitt með að fá verkefni í byrjun. Í dag rekur Dögg fyrirtækið Freyja film- work sem hefur lagt áherslu á að auka hlut kvenna bæði fyrir framan og aftan kvikmyndavélina. „Ég vil reyna að leggja mitt á vogarskálarnar til þess að jafna hlut kvenna í kvikmyndaiðnaði og vona að stuttmyndahátíðin sé hluti af því að hola steininn í átt að meira jafn- rétti. Ég fagna fjölgun kvenna í kvik- myndagerð. Með stuttmyndahátíðinni vil ég benda á að það þarf fleira en kvik- myndaleikstjóra til þess að gera myndir. Á Northern Wave, höfum við beint sjónum okkar að fólki sem fær minni athygli. Í ár eru það, framleið- endur, leikkonur og handritahöfund- ar,“ segir Dögg sem bætir við að hún vilji sýna að öll störf í kvikmynda- gerð séu spennandi. Dögg segir hádegisverð í Frysti- klefanum gefa tækifæri til að tengja saman, listamenn, tónlistarmenn og kvikmyndagerðarfólk. Tónlistar- menn þurfi myndbönd til þess að koma tónlist á framfæri og þar komi kvikmyndagerðarmenn sterkir inn. Tónlistarmyndbönd séu líka tilvalin til þess að prófa sig áfram í kvik- myndagerð. Framúrskarandi konur í spjalli Að sögn Daggar verður sérstakur viðburður á hátíðinni, Meistaraspjall í samstarfi við Wom@rts, konur í listum og Wift, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi. Í Meistaraspjalli sé rætt við konur sem skarað hafa fram úr í sínu heimalandi. Wom@rts verkefninu og tengslanetinu sé ætlað að varpa ljósi á framlag kvenna til evrópskrar menningarhefðar og menningar fjöl- breytni, lagfæra neikvæða tölfræði kvenna í menningargeiranum og ná til 3500 manna og kvenna með 54 við- burðum til ársins 2020. „Föstudaginn 26. október kl. 18 verður Northern Wave þjófstartað með Meistaraspjalli þar sem rætt verður við okkar framúrskarandi konu, Valdísi Óskarsdóttur, klippara og kvikmyndargerðarkonu sem er fulltrúi Wom@rts á Íslandi. Nanna Frank Ramussen, formaður sam- taka danskra kvikmyndagagnrýn- enda, mun leiða spjallið við Valdísi sem fer yfir feril sinn í kvikmynda- gerð. Valdís er handhafi BAFTA- og Eddu-verðlauna,“ segir Dögg og bætir við að það sé ánægjulegt að konur séu að verða sýnilegri í kvik- myndaheiminum og ánægjulegt að geta stuðlað að því með hátíðinni að rödd kvenna heyrist. Dögg telur nauðsynlegt að konur geti speglað sig í kvikmyndum og hafi fyrirmyndir þegar þær hefja feril í kvikmyndagerð. Það sé ástæð- an fyrir því að konur hafa verið meirihluti heiðursgesta og í dóm- nefnd á Northern Wave. Að sögn Daggar mun heiðurs- gesturinn, Gale Anne Hurt, koma í boði bandaríska sendiráðsins. Í til- efni komu hennar verði sérstök sýn- ing á heimildarmynd sem Hurd framleiddi árið 2017. „Myndin heitir Mankiller og fjallar um baráttu fyrsta Cherokee kvenhöfðingjans í Bandaríkjunum, Wilmu Mankiller, fyrir auknum réttindum frumbyggja. Myndin verður sýnd samtímis í Frystiklef- anum á Rifi og í Bíó Paradís í Reykjavík, sunnudaginn 28. október kl. 20. Eftir sýninguna mun Hurt svara spurningum úr sal í Bíó Para- dís,“ segir Dögg og bætir við að há- tíðin sé farin að dreifa sér á höfuð- borgarsvæðið. Fjölskyldustemning úti á landi Northen Wave fluttist fyrir þrem- ur árum frá Grundarfirði í Frysti- klefann á Rifi. „Á Rifi, Hellisandi og Ólafsvík er nægt gistirými og boðið er upp á skutl milli bæja meðan á hátíðinni stendur. Þar sem hátíðin er úti á landi þá myndast góð stemning og hátíðargestir verða eins og ein stór fjölskylda. Vinsælasti viðburðurinn fer fram á laugardagskvöldið þegar fiskréttakeppnin fer fram. Þá koma einstaklingar og fyrirtæki með til- búna fiskrétti í Frystiklefann og há- tíðargestir kjósa um besta réttinn,“ segir Dögg sem er ánægð með hversu margir erlendir kvikmynda- leikstjórar ætla að mæta á hátíðina í ár til þess að fylgja eftir myndum sínum. Dögg segist vera bjartsýn og eiga von á góðri mætingu á stuttmynda- hátíðina í ár. „Vil leggja mitt á vogarskálarnar“ Kvikmyndagerð Stilla úr tónlistarmyndbandi Kitty Von Sometime við lagið Origin eftir tónlistarmanninn Kerai sem sýnt verður á Northen Wave. Konur Stilla úr bandarísku stuttmyndinni Heather has four moms, sem fjallar um stelpu sem elst upp með fjórum samkynhneigðum konum. 54 stuttmyndir verða sýndar á stuttmyndahátíðinni á Rifi um helgina.  Gale Anne Hurd, heiðursgestur á Northen Wave  Mannkiller sýnd samtímis á Rifi og í Bíó Para- dís  Valdís Óskarsdóttir í Meistaraspjalli  Konur sýnilegri og fjölgar í kvikmyndageiranum Dögg Mósesdóttir Ekki kemur lengur til greina að Niklas Råd- ström taki sæti í Sænsku aka- demíunni (SA). Frá þessu grein- ir SVT. Undir lok síðustu viku staðfesti Råd- ström að sér hefði boðist að gerast meðlimur og upplýsti að hann gæti vel hugsað sér að þiggja sætið „undur réttum kringumstæðum“, en vildi ekki til- greina nánar hvað fælist í þeim orðum. Ekki er vitað hvort Råd- ström afþakkaði boðið eða hvort SA gat eða vildi ekki koma til móts við einhver skilyrði hans. Í skrif- legu svari Rådström til SVT segist hann hafa haft hagsmuni SA í leið- arljósi. Spurður hvort hann hafi gert kröfu um að Katarina Frostenson eða Horace Engdahl drægju sig út úr störfum SA (líkt og Sara Danius, Peter Englund og Kjell Espmark hafa krafist), segist hann ekki taka þátt í persónu- legum deilum. „Ég vildi sjá trú- verðug framfaraskref,“ skrifar Rådström. silja@mbl.is Eitt sæti akademíunnar enn óskipað Niklas Rådström Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.