Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 36
Halli Guðmunds
Crazy Dog Quartet
nefnist hljómsveit
kontrabassaleik-
arans Haraldar
Ægis Guðmunds-
sonar sem leikur á
Kex hosteli í kvöld
kl. 20.30. Auk
Haraldar skipa
kvartettinn Sig-
urður Flosason á
saxófón, Andrés Þór Gunnlaugsson
á gítar og Scott McLemore á
trommur. Sveitin leikur blöndu af
óútgefnu efni og þekktum djass-
standördum. Haraldur hefur verið
ötull á djasssviðinu bæði hér og
erlendis síðasta áratuginn. Aðgang-
ur er ókeypis.
Halli Guðmunds Crazy
Dog Quartet á Kex
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 296. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
„Þegar KSÍ hafði samband kom ég
af fjöllum hvað það varðar að mér
var ekki kunnugt um að það hefði
áhuga á að ráða mig. Ég hafði ekki
hugsað út í þann möguleika. Þegar
það kom upp var eindreginn áhugi
hjá mér að taka við starfinu,“ sagði
Jón Þór Hauksson í gær þegar hann
var ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í
knattspyrnu. »1
Kom af fjöllum þegar
KSÍ hafði samband
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Ég fer einbeittur í alla leiki, sama á
móti hverjum þeir eru, og ber virð-
ingu fyrir öllum andstæðingum. Ég
hef vanið mig á að nálgast öll verk-
efni á þann hátt,“ segir Guðmundur
Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik karla. Annað kvöld
hefur íslenska landsliðið þátttöku í
undankeppni EM 2020 með heima-
leik við gríska lands-
liðið í Laugardals-
höll. Grikkir eru
með ungt landslið
í uppbyggingu og
styrkleiki
liðs þeirra
liggur ekki
fyrir. Þeir
geta verið til
alls líklegir.
»3
Ber virðingu fyrir öll-
um andstæðingum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Loftslagsmaraþonið (Climathon)
verður haldið í annað sinn hér á
landi á föstudaginn kemur, 26. októ-
ber, og fram á laugardagsmorgun.
Justine Vanhalst, sérfræðingur hjá
Matís og verkefnastjóri Climathon
2018 fyrir Reykjavíkurborg, sagði
að skráningu lyki á fimmtudag og
enn væri því tækifæri til að taka þátt
í viðburðinum. Hún hafði einnig veg
og vanda af fyrsta loftslagsmaraþon-
inu sem haldið var hér fyrir ári.
Loftslagsmaraþonið stendur í
heilan sólarhring og snýst um ný-
sköpun í loftslagsmálum. Þar á að
ræða um og móta hugmyndir um að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda og annarri loftmengun. Það
hefst klukkan níu á föstudags-
morgun og lýkur klukkan níu á laug-
ardagsmorgun. Maraþonið verður
haldið samtímis í hundruðum borga
um allan heim. Þær munu tengjast í
gegnum samfélagsmiðla. Í Reykja-
vík verður maraþonið í höfuð-
stöðvum Matís við Vínlandsleið.
Justine sagði í gær að 23 þátttak-
endur hefðu þegar skráð sig en pláss
er fyrir 35. Viðburðurinn er öllum
opinn og geta þátttakendur skráð
sig sem einstaklinga, hópa, nem-
endur, frumkvöðla eða aðra sem láta
sig loftslagsmál varða þar til mara-
þonið er fullskipað. „Það er gott að
hafa sérfræðinga sem geta miðlað af
þekkingu sinni og reynslu. En það er
líka gott að fulltrúar almennings í
Reykjavík komi og tjái sig um lofts-
lagsmálefnin. Það er mikilvægt að
ræða ólík sjónarmið og hugmyndir
um hvernig við í Reykjavíkurborg
getum fundið og nálgast nýjar lausn-
ir,“ sagði Justine. Þátttakendum
verður skipað í teymi eftir áhuga-
sviðum þeirra.
Fyrir loftslagsmaraþoninu liggur
að ræða þrjú úrlausnarefni: Hvernig
hægt sé að gera ferðaþjónustu í
Reykjavík sjálfbærari og vistvænni
en hún er nú. Í öðru lagi hvernig sé
hægt að gera meðferð og nýtingu
matvæla í Reykjavík sjálfbærari. Í
þriðja lagi hvernig sé hægt að efla
hringrásarhugsun og hringrásar-
hagkerfi í samfélagi okkar. Í því
felst t.d. að endurvinna og endur-
nýta hluti frekar en að farga þeim.
Margt verður gert til afþreyingar
og boðið upp á mat og svefnkróka
vilji fólk leggja sig. Hægt er að koma
með kodda og svefnpoka eða teppi
vilji fólk hvíla sig. Í fyrra plöntuðu
þátttakendur trjáplöntum og það
verður einnig gert nú því það er gott
fyrir umhverfið, að sögn Justine.
Í lok ráðstefnunnar mun dóm-
nefnd velja tvær bestu lausnirnar og
veita þeim verðlaun sem enda í 1. og
2. sæti.
Ljósmynd/Matís
Gróðursetning Þátttakendur í loftslagsmaraþoni 2017 gróðursettu tré um miðnætti. Nú á að endurtaka leikinn.
Halda sólarhringslangt
loftslagsmaraþon
Samtímis í hundruðum borga, þar á meðal í Reykjavík