Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 ✝ Karl Harðar-son fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1959. Hann varð bráðkvaddur á Spáni 5. október 2018. Foreldrar Karls eru Geirlaug Karlsdóttir skrif- stofukona, f. 1. október 1936 á Ísa- firði, og Hörður Sófusson vélstjóri, f. 15. októ- ber 1935 í Reykjavík. Karl á eina systur, Bryndísi, f. 31. maí 1967. Karl kvæntist 18. september 1982 Ragnheiði Láru Jóns- dóttur þroskaþjálfa, f. 27. febrúar 1958. Ragnheiður Lára er dóttir hjónanna Önnu Fríðu Stefánsdóttur, fisk- verkakonu og húsmóður, f. 6. október 1934 á Akureyri, d. 15. maí 2005, og Jóns Yngva Þorgilssonar, járnsmiðs, f. 11. janúar 1931 í Vestmanna- eyjum, d. 9. október 1988. Karl og Ragnheiður Lára hann yfir frysti- og kæliskipa- þjónustu Eimskips. Á árunum 1993-1996 var Karl stunda- kennari við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík þar sem hann kenndi flutningafræði. Árið 2006 söðlaði Karl um og stofn- aði fyrirtækið ThorShip, sem er alhliða þjónustufyrirtæki í fraktflutningum og sinnir vikulegum siglingum milli Ís- lands og meginlands Evrópu. Karl var forstjóri félagsins til hinsta dags. Árið 2012 var Karl annar tveggja stofnenda hollenska skipafélagsins Car- gow B.V. sem sinnir stórflutn- ingum frá verksmiðjum Alcoa á Reyðarfirði og Mosjöen í Noregi til Rotterdam. Cargow hefur nú fimm flutningaskip í förum, en fjögur þeirra eru nýsmíði sem fyrirtækið hefur látið smíða í Kína. Bera þau einkennisnöfnin Frigg W, Sigyn W, Freyja W og Sif W. Karl var alla tíð mikill KR- ingur og var m.a. í forsvari fyrir Píluvinafélag KR á ár- unum 2007-2013. Útför Karls fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 25. október 2018, og hefst athöfn- in klukkan 15. eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Hörður, f. 11. nóvember 1987, sambýliskona hans er Bylgja Dögg Sigmars- dóttir, f. 28. apríl 1991, þau eiga dótturina Emblu, f. 2. maí 2018. 2) Haukur, f. 24. október 1990, sambýliskona hans er Elsa Sól Gunnardóttir, f. 5. október 1989. 3) Auður, f. 16. nóvem- ber 1994, sambýlismaður hennar er Jón Stefán Hannes- son, f. 9. maí 1991. Karl lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1978. Á árunum 1982-1988 starfaði Karl sem lagermaður hjá bókaútgáfu Arnar og Ör- lygs. Árið 1988 hefur Karl störf hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Hann var m.a. for- stöðumaður fyrir starfsemi fyrirtækisins í Noregi á ár- unum 2003-2006. Þar áður var Elsku pabbi. Eins og lífið getur verið gott og yndislegt þá getur það líka verið svo sárt og ósanngjarnt og þannig er það svo sannarlega núna. Ég trúi því ekki að ég sé skrifa um þig minningargrein, ég vildi heldur að ég væri að senda á þig eitt skeytið í viðbót um það hvort við gætum aðeins farið saman yfir málin. Það er ekkert í þessu dæmi sem gengur upp og mun eflaust aldrei gera. Ég á hins vegar mikið af fallegum og góðum minningum um þig sem eiga eftir að ylja mér um hjarta- rætur alla daga. Þú varst alvöru, gerðir alla hluti af alvöru, ekkert rugl, ráðagóður og fannst lausnir á öllu. Tókst á við hverja hindr- unina á fætur annarri og komst í gegnum þær eins og ekkert væri. Þú komst til dyranna eins og þú varst klæddur. Þú passaðir svo vel upp á okkur systkinin, studd- ir okkur ætíð í því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvattir okk- ur óspart áfram, því munum við aldrei gleyma. Það var alltaf öruggt að leita til þín með hvað sem var, ég vissi að ég myndi fá réttu svörin hjá þér. Þú ert og verður mín besta fyrirmynd í líf- inu. Til að komast í gegnum þessa sorg verð ég að trúa því að þetta hafi einhvern tilgang. Ég elska þig alltaf, alla daga og mun sakna þín endalaust. Þín dóttir Auður. Í dag kveð ég elsku bróður minn. Ég á mjög erfitt með að átta mig á að þú hafir kvatt svo snemma. Höggið er mikið og þungt. Minningarnar hrannast upp sem kalla bæði fram helling af tárum og stór bros. Ég mun ylja mér á þeim um ókomna tíð. Það var stolt litla systir sem fylgdist með þér gegnum lífið eignast fjölskyldu og síðar þín eigin fyrirtæki. Allt gerðir þú þetta með dugnaði þínum og eljusemi með Láru þér við hlið. Þú varst akkeri fjölskyldunnar, dreifst okkur áfram og vildir allt fyrir okkur gera. Elsku Kalli, takk fyrir sam- fylgdina, hvíl í friði. Þín systir Bryndís. Okkur setti hljóð þegar við fengum símtalið frá systur minni og mágkonu þar sem hún til- kynnti okkur að Kalli væri dáinn. Karl Harðarson var mágur minn og svili Bjarkar, giftur systur minni Ragnheiði Láru. Það var mikill fengur að fá Kalla inn í fjölskylduna okkar því strax við fyrstu kynni sáum við hvaða mann hann hafði að geyma. Alla tíð var hann tilbúinn að hjálpa og gefa af sér til okkar og fjölskyld- unnar, hann kunni að láta öllum líða vel í kringum sig. Kostir Kalla voru miklu fleiri en ókostir hans, það sást á því hve vinamargur hann var. Kalli var einn af stofnendum ThorShip sem er flutningafyrirtæki sem sérhæfir sig í sjóflutningum. Það leið ekki langur tími frá því að fyrirtækið var stofnað þar til kostir Kalla sem athafnamanns komu í ljós því uppgangur þess var mikill og hefur ThorShip stækkað ört á nokkrum árum. Innan veggja þess er mikill mannauður og þá kom í ljós hvað Kalli kunni vel að umgangast starfsfólk sitt með þeim hætti að því liði vel. Kalli og Lára voru mjög sam- heldin hjón og nutu þess að gera hlutina saman, þau áttu það sam- eiginlegt að vera miklir fagur- kerar, allt það sem þau tóku sér fyrir hendur var bæði vel og snyrtilega gert. Það sást best á heimilum þeirra. Þau nutu þess að taka vel á móti fólki og gera vel við það bæði í mat og drykk, en uppáhaldsstaður Kalla á heimilinu var eldhúsið. Sumarbú- staðurinn þeirra var þannig úr garði gerður að öllum leið vel þar. Kalli og Lára lögðu sig mikið fram við að viðhalda fjölskyldu- tengslum sem mest, það hefur tekist vel hjá þeim því mikill vin- skapur er á milli beggja fjöl- skyldna þeirra. Ferðalög heilluðu þau bæði og voru þau dugleg að ferðast sam- an, en Kalli þurfti að ferðast mik- ið vinnu sinnar vegna. En sam- eiginlegu ferðlögin þeirra voru aðallega farin á þá staði þar sem fagurkerinn í þeim fékk að njóta sín og einnig á þá staði sem þau nutu þess að spila golf en golfið var áhugamál þeirra beggja. Kalli sá aðallega um að skipu- leggja ferðalög þeirra hjóna og mikið var framundan í þeim efn- um því Kalla leið vel í sálu sinni, búinn að byggja upp öflugt fyr- irtæki og fjölskyldan á góðum stað í lífshlaupi sínu. En þetta ferðalag sem Kalli er í núna er örugglega hvorki pant- að né skipulagt af honum og til- ganginn með því skiljum við ekki. En lífið er ekki alltaf sann- gjarnt, hvað er sanngjarnt við það að kalla mikinn fjölskyldu- mann eins og Kalla í burtu frá eiginkonu sinni og þremur efni- legum börnum og tengdabörn- um, frá nýfæddu barnabarni? Hvaða sanngirni er í því að taka Kalla í burtu frá fullorðnum for- eldrum sínum eða frá ættingjum hans og vinum? Við sjáum enga sanngirni í þessu. Kalli minn, nú ert þú lagður upp í ferðalag á áfangastað sem við þekkjum ekki. Við Björk erum ekki bara að kveðja svila okkar og mág heldur erum við að kveðja einn besta vin okkar sem við munum alltaf minnast með þakklæti fyrir að hafa fengið inn í fjölskyldu okk- ar. Elsku Lára og fjölskylda, við Björk munum gera allt til að vera ykkur til taks í þeim verk- efnum sem framundan eru. Góða ferð, kæri vinur. Stefán (Stebbi) og Björk. Í dag kveðjum við Karl Harðarson, hann Kalla, sem hef- ur verið hluti af lífi mínu frá því ég man eftir mér. Það er mér því afar þungt að skrifa þessi orð. Ég er hreinlega ekki tilbúinn til að þess en lífið færir okkur stundum áskoranir sem við höf- um enga stjórn á. Mínar fyrstu minningar af þér eru frá því ég var einungis fimm eða sex ára gamall. Þá hafðir þú verið hluti af fjölskyldunni minni því þú varst maðurinn hennar Láru, stóru frænku minnar úr Vestmannaeyjum. Ég man það vel þegar þið giftuð ykkur í mið- borg Reykjavíkur og var ég klæddur upp í hvít jakkaföt enda vel við hæfi að sex ára strákurinn væri í uppstrílaður og fínn í brúðkaupinu hennar Láru frænku og Kalla. Hvítu jakkaföt- in urðu fljótlega frekar skítug því ég fór úr brúðkaupinu niður að tjörn þar sem ég var að reyna að veiða fiðurfénað úr Reykjavíkur- tjörn með tilheyrandi sóðaskap. Frekar spælandi fyrir marga efalaust. Þetta upphlaup mitt skemmdi þó ekki æðislegt brúð- kaup og flotta veislu. Þegar ég bjó á bernskuárun- um í Vestmannaeyjum kom ég þó mikið til Reykjavíkur og alltaf átti ég bústað hjá þér og Láru. Fyrst í Árbænum en ég man hvað mér fannst gaman og gott að koma til þín og sjá útsýnið yfir borgina, upp í Bláfjöll og Heið- mörkin blasti við. Þú fluttir svo þangað sem hugurinn leitaði, vestur í bæ og út á Nes. Ég var alltaf velkominn til ykkar, hvort sem ég var að koma í íþrótta- ferðalög með Tý eða ÍBV, fara í Skífuna í Kringlunni að kaupa Iron Maiden-plötur eða í helg- arferð með foreldrum mínum. Þegar ég flutti sjálfur upp á land sem ungur maður og fór í Verzló og síðan háskólanám átti ég alltaf athvarf hjá þér og Láru. Ég man hvað þú varst stoltur af mér að rífa mig upp og fara í Verzló, eins og þú hafðir sjálfur gert. Föstudagarnir á Miðbraut- inni eru ógleymanlegir. Þá kom ég með óhrein föt sem Lára frænka mín þvoði og fékk bestu pítsu sem ég hef á ævinni smakk- að. Og kokteilsósan með, henni gleymi ég aldrei. Í þessum heim- sóknum gafstu stundum heilræði sem ég aldrei gleymi og ætla ekki að gera opinber. Ég get þó opinberað að þú ráðlagðir mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn því annað væri bara rugl. Ég hef fylgt þeirri ráðleggingu þinni nær alla tíð síðan eins og þú veist. Mér þótti gott að leita til þín, kæri vinur, um ýmis mál og ég mun sakna þess að geta ekki ráðfært mig við þig eins og ég gerði svo oft. Við vorum sam- mála um margt og höfðum sömu sýn í mörgum málum þótt við fylgdum svo sannarlega ekki sömu íþróttafélögum. Þú hélst með KR og Liverpool og ég með ÍBV og Everton. Það mun taka mig langan tíma að sætta mig við að þú sért ekki hér lengur. Ég get þó lofað þér því, kæri vinur, að ég mun passa upp á hana frænku mína og krakkana og styðja þau eins ég get. Hvíldu í friði, elsku Kalli minn, ég sakna þín. Elsku Lára stóra frænka mín, Hörður, Haukur, Auður, Hörður og Geirlaug, Bryndís, tengda- börn og barnabarn. Hugur okkar er hjá ykkur og við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Viðar Stefánsson og fjölskylda. Ekki hvarflaði það að mér þegar ég kvaddi Kalla vin minn eftir glæsilega veislu sem hann og Lára kona hans héldu, að við ættum ekki eftir sjást aftur. Kalli og Lára voru á leiðinni í golfferð. Tilhlökkunin var mikil og ég samgladdist þeim innilega. Það var því mikið reiðarslag að frétta af láti Kalla. Það er ótrúlegt og erfitt að sætta sig við hvernig til- veran getur breyst á nokkrum dögum. Við Kalli, sem erum báðir Vesturbæingar og miklir KR- ingar, kynntumst í Melaskóla, vorum samferða í Hagaskóla og vorum síðan bekkjarbræður í Verslunarskóla Íslands. Kalli hafði einstaklega góða nærveru, var ljúfur og þægilegur í öllum samskiptum. Hann hafði brennandi áhuga á þjóðfélags- málum og setti sig vel inn í mál- efnin. Hann hafði ákveðnar skoð- anir, var fastur fyrir þegar það átti við en sanngjarn í málflutn- ingi og öllum samskiptum. Kalli var mikill fjölskyldumaður. Fjöl- skyldan var honum alltaf efst í huga en um leið lagði hann rækt við góða vini. Hans verður sárt saknað á fundum okkar félag- anna úr Verslunarskólanum en við hittumst mánaðarlega yfir vetrartímann. Við Kalli áttum reglulega spjall saman um stjórnmál, KR, fjölskyldurnar okkar og lífsins gagn og nauð- synjar og á ég eftir að sakna þessara samskipta mikið. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með rekstri og upp- gangi ThorShip og síðar Cargow í Hollandi í höndunum á Kalla. Þarna fékk reynsla Kalla úr skiparekstri og ekki síður hæfi- leikar hans til að laða að sér rétta samstarfsaðila að blómstra. Við Ásta sendum Láru og börnunum Herði, Hauki, Auði, mökum þeirra, foreldrum Kalla, Geirlaugu og Herði, og Bryndísi systur hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um Karl Harðarson mun lifa með okkur um ókomin ár. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hjörtur Nielsen. Karl Harðarson, æskufélagi og minn besti vinur, hefur kvatt þennan heim aðeins 59 ára að aldri. Kalli, eins og hann var ætíð kallaður, hafði ekki kennt sér meins og var fílhraustur að því er virtist þegar kallið kom fyrir- varalaust og höggið því mikið fyrir aðstandendur og vini. Kalli hafði á síðustu árum byggt upp af miklum metnaði fyrirtæki sitt ThorShip með aðsetur í Hafnar- firði og í framhaldinu ásamt fleir- um Cargow í Hollandi. Þessi fyrirtæki bera merki stórhuga framkvæmdamanns sem lét hlutina ganga upp. Þrátt fyrir velgengni í starfi hreykti Kalli sér aldrei af afrekum sínum í viðskiptalífinu og þurfti frekar að draga upp úr honum hvernig málum væri háttað. Þó að vinnudagurinn væri oft langur var Kalli mikill fjöl- skyldumaður sem undi sér hvergi betur en heima fyrir eða í rólegheitum í sumarbústaðnum umvafinn öllu sínu fólki. Það er ótrúlega sorglegt að hann fái ekki notið þess að sjá börnin sín sem eru að stíga sín fyrstu skref í eigin fjölskyldulífi og að barna- börnin fái ekki notið hlýju afa síns. Kalli var sérlega mannblend- inn og minnugur á fólk. Hann þekkti marga og margir þekktu hann. Hann lagði sig fram við að kynnast fólki og það var oft ótrú- legt að vera með honum á mannamótum eða á förnum vegi því hann var sífellt heilsandi fólki sem hann þekkti. Í kringumstæðum sem þess- um leitar hugurinn ósjálfrátt í hirslur minninganna og margs er að minnast. Við Kalli kynnumst í fótboltanum í KR og í Melaskóla, en svo var það í Hagaskóla og Verslunarskólanum sem við byggðum upp vináttu sem hélst óslitin um ókomin ár. Fjölskyldur okkar hafa í gegn- um tíðina sameinast í ýmsum uppákomum á ýmsum stöðum. Það vildi svo til að þrjú af börn- um okkar Guðrúnar voru nánast jafnaldrar þriggja barna Kalla og Láru og áttum við ógleyman- legar stundir með þeim og voru sérstaklega minnisstæðar heim- sóknir þeirra til okkar í Aðalvík- ina eða þegar við heimsóttum þau í Hattardalinn. Ferðir sem við geymum í minningunni og eru okkur mikilvægar og oft rifj- aðar upp á gleðistundum. Ég minnist veiðiferða, pílu- kvölda, píluferða og kúttmaga- kvölda. Við Guðrún minnumst borgarferða og golfferða með þeim hjónum þar sem við sam- einuðumst um að stíga okkar fyrstu spor í golfinu á svipuðum tíma. Við minnumst skötuveisl- anna á Fjörugrandanum sem var einn af föstum ógleymanlegum þáttum í lífinu og að lokum minn- umst við innflutningsboðs þeirra Kalla og Láru í nýju íbúðinni þeirra á Hrólfskálamel fyrir svo stuttu þar sem Kalli var í essinu sínu innan um vini og fjölskyldu. Betri gestgjafa er vart hægt að finna og í þessu hugskoti, þar sem Kalli, okkar kæri vinur, var hrókur alls fagnaðar og hlakkaði til komandi golfferðar, er gott að leyfa minningunni um góðan vin að lifa. Elsku Lára, Hörður, Haukur og Auður. Stórt skarð hefur ver- ið hoggið í fjölskyldu ykkar. Hörður, Laulau og Bryndís, þið sjáið á eftir syni og bróður í blóma lífsins. Við Guðrún og fjöl- skylda vottum ykkur og tengda- börnum okkar dýpstu samúð og vonum að þið fáið styrk til þess að komast yfir þá sorg sem á ykkur er lögð. Haukur Geirmundsson og fjölskylda. Það kom sem reiðarslag, ótímabært og fyrirvaralaust frá- fall Karls Harðarsonar vinar okkar suður á Spáni föstudaginn 5. október sl. Hann var þá ný- kominn í frí þar sem hann ásamt Láru konu sinni ætlaði að spila golf og njóta lífsins í góðra vina hópi. Mikil tilhlökkun ríkti hjá okkur öllum dagana fyrir brott- för, mörg símtöl um skipulag og tilhögun ferðarinnar áttu sér stað okkar á milli. En margt fer öðruvísi en ætlað er og nú er okkar góði vinur fallinn frá fyrir aldur fram. Kalli var einhvern veginn órjúfanlegur hluti af lífi mínu. Í áratugi höfum við verið vinir, fé- lagar og samstarfsmenn. Fjöl- skyldur okkar hafa alla tíð verið tengdar vinaböndum. Öll erum við sannir Vesturbæingar og KR-ingar. Hvort tveggja er gott að vera, ekki hvað síst þegar þörf er fyrir samheldni og styrk. Kalli var duglegur, vinnusam- ur og fylginn sér. Hann unni störfum sínum í flutningageiran- um alla tíð. Hann var þar á heimavelli, vildi sjá tækifærin, skapa árangur og var reiðubúinn að taka áhættu þegar svo bar undir. Hann var maður framtaks og framkvæmda. Þar skilur hann eftir sig gott verk. Kalli var um- hyggjusamur og ástríkur fjöl- skyldufaðir og hélt þétt utan um fjölskyldu sína og vini. Það er margs að minnast enda áttum við og fjölskyldur okkar margar góðar stundir saman við hin ýmsu tækifæri bæði heima og erlendis. Það er sárt að hugsa til þess að samverustundirnar með Kalla verða ekki fleiri. Það var margt á dagskránni hjá okk- ur og við ætluðum að nýta vel sjötugsaldurinn sem nú er rétt handan við hornið. Þær eru óteljandi og fjöl- breyttar stundirnar sem við Kalli höfum átt saman í gegnum tíð- ina. Sannarlega skrautlegar sumar. Bestar voru þær sem við áttum við árbakkann ásamt fé- lögum okkar enda okkur nánast heilagar. Þar voru málin oft rædd af mikilli dýpt. Baukar, snaps og harðfiskur í bakpokan- um og á stundum gleymdist nán- ast að kasta á fiskinn þegar gæðastundirnar voru sem mest- ar. „En komdu nú með bauk úr pokanum því hann tekur ekki al- veg strax“ og „það er fiskur á, vertu klár með fjárfestinguna“ (háfurinn sem við keyptum sam- an um árið og fylgdi okkur ávallt í veiði). Setningar sem þessar flugu gjarnan á milli okkar fé- laga. Við kveðjum kæran vin okkar með söknuði og virðingu og biðj- um Guð að styrkja Láru, Hörð, Hauk, Auði, elskulega foreldra, þau Geirlaugu og Hörð, Bryndísi og fjölskyldu alla á þessum erf- iðu tímum. Minningarnar um góðan og traustan vin geymum við í hjört- um okkar. Garðar og Laufey. Með miklum trega, sorg og vantrú skrifa ég nú minningar- grein um einn minn besta vin, samstarfsfélaga og yfirmann til margra ára. Við vorum báðir í golfi, hvor í sinni heimsálfunni, þegar kallið kom svo skyndilega, allt of fljótt. Ég man það eins og gerst hafi í gær er ég hitti þig í fyrsta skipti. Þá varstu við afleysingar í starfsmannahaldinu hjá Eim- skip, ég nýkominn af sjónum úr löngum túr um fjarlægar slóðir og var að biðja þig um að fá fyr- irfram þar sem öllum útgreidd- um launum hefði verið eytt. Síð- an sagði ég við þig að ef það væri plönuð önnur svona sigling þá væri ég klár og þá brostir þú þínu skæra brosi og allt gekk upp. Allar götur síðan hef ég get- að leitað til þín og við fundið lausn. Ávallt þegar við höfum átt leið um Pósthússtrætið höfum við bent á skrifstofuna og minnst þessa atviks og hlegið. Nokkur ár liðu þar til leiðir okkar lágu saman aftur, þá sem samstarfsmenn hjá Eimskip þar sem við störfuðum saman í 20 ár, gengum saman í gegnum súrt og sætt. Þegar þér bauðst að flytja til Noregs og taka við skrifstofu Eimskips vildirðu að ég tæki við deildinni sem þú hafðir stýrt hjá þeim, sem sýndi það traust sem þú barst til mín. Síðar vildirðu að ég flytti til Noregs til að starfa á skrifstofu í N-Noregi sem þeir Karl Harðarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.