Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
VIÐTAL
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, hefur sagt starfi
sínu lausu en hann hefur gegnt því
undanfarin 18 ár. Á nýju ári mun
Guðjón hefja störf við uppbyggingu
á nýjum miðbæ á Selfossi.
Starf upplýs-
ingafulltrúa Ice-
landair verður
auglýst laust til
umsóknar á
næstu dögum og
eflaust verða
margir sem
sækja um þetta
spennandi starf.
„Þessi breyt-
ing hefur staðið
til nú í nokkurn
tíma. Ég er ekki alveg farinn, mun
verða hér eitthvað áfram og nýrri
manneskju til halds og trausts fram
eftir vetri áður en leiðir skilja milli
mín og Icelandair,“ segir Guðjón í
samtali við Morgunblaðið.
„Ég er Selfyssingur að uppruna
og hef undanfarin misseri verið
þátttakandi í þróun hugmynda um
nýjan miðbæ þar ásamt fleirum og
það verkefni er nú komið á fullt eftir
að íbúar samþykktu það í kosningu
sem haldin var í sumar. Þetta er
stórt og geysilega spennandi verk-
efni og ég ætla nú í það af fullum
krafti. Mér rennur eiginlega blóðið
til skyldunnar eftir það traust sem
Selfyssingar sýndu okkur í kosning-
unum.
Við höfum beðið eftir leyfi frá
bæjarfélaginu til að geta hafið fram-
kvæmdir, og vonandi getum við
byrjað að grafa á næstu dögum.“
Sigtún þróunarfélag er með
áform um að byggja upp í miðbæ
Selfoss um 35 hús í klassískum ís-
lenskum stíl, þétt saman með versl-
unum, íbúðum, skrifstofum, veit-
ingahúsum, sýningum, hóteli og
gististöðum og fleiru. „Við Leó
Árnason, sem er Selfyssingur eins
og ég, höfum þróað þessa hugmynd
saman, en með aðstoð fjölmargra
annarra,“ segir Guðjón. Íbúðakosn-
ing um nýtt skipulag fór fram 18.
ágúst s.l. og voru 58,5% hlynnt nýju
aðalskipulagi og 39,1% andvíg.
Selfoss verði enn betri bær
„Það er framundan mikið upp-
byggingarstarf með heimamönnum
og íslensku og erlendu fagfólki sem
snýr að t.d. arkítekúr og sögu,
ásamt stefnumótunar-, markaðs- og
menningarstarfi. Við ætlum að
reyna að gera þetta eins vel og við
getum og gera Selfoss á næstu árum
að enn betri bæ en í dag fyrir
heimamenn og í leiðinni að spenn-
andi áfangastað fyrir íslenska og er-
lenda gesti. Að þessu stendur frá-
bær hópur sem ég hlakka til að
vinna með,“ segir Guðjón.
Guðjón er í hópi þeirra sem hvað
lengst hafa verið í starfi upplýsinga-
fulltrúa hérlendis og eflaust sá sem
þjóðin hefur oftast heyrt í fréttum.
Guðjón var búinn að vinna í yfir
20 ár á fjölmiðlum, í auglýsingageir-
anum og almannatengslum, m.a. á
Vísi, Helgarpóstinum, Morgun-
blaðinu og Stöð 2, áður en hann hóf
störf hjá Flugleiðum, eins og fyrir-
tækið hét þá, í september árið 2000.
Hann telur óvírætt að fjölmiðla-
reynslan hafi komið sér vel í starfi
upplýsingafulltrúa, skilningur á eðli
og þörfum fjölmiðla og fjölmiðla-
fólks sé nauðsynlegur fyrir þetta
starf.
„Í þau 18 ár sem ég hef verið hjá
Icelandair hefur félagið verið í frétt-
um meira og minna á hverjum ein-
asta degi. Það er bara eðlilegt vegna
umfangs og eðlis starfseminnar og
hversu djúpar rætur það á í sam-
félaginu. Það eru smáfréttir og stór-
fréttir, en þetta er orðin löng vakt.“
Hann kveðst hafa unnið náið með
öllum forstjórum Icelandair, áður
Flugleiða, allan þennan tíma og
samstarfið hafi gengið vel.
Miklir umbrotatímar
„Starfið er fjölbreytt og skemmti-
legt og aðeins hluti þess snýr út á
við, þ.e. að vera talsmaður félagsins
gagnvart fjölmiðlum. Hluti þess
snýr að þátttöku í almennri stjórnun
félagsins sem mér hefur þótt
heillandi, enda starfar fyrirtækið í
alþjóðlegu umhverfi og margt á dag-
ana drifið undanfarin 18 ár, t.d.
hryðjuverkin 9/11 2001, hamagang-
urinn fyrir hrun, hrunið sjálft, Eyja-
fjallajökulsgosið og svo vöxturinn
núna undanfarin ár og uppbygging
ferðaþjónustunnar, svo eitthvað sé
nefnt. Það er gaman að hafa verið
með í ákvarðanatöku um helstu
þætti í flugi- og ferðaþjónustu á
þessum umbrotatíma, sem hefur
valdið grundvallarbreytingum í
samfélaginu, og mikill heiður að
hafa verið treyst fyrir því svona
lengi að tala fyrir hönd þess öfluga
liðs sem myndar Icelandair.“
Nýr miðbær Sigtún þróunarfélag er með stórhuga áform um að byggja upp í miðbæ Selfoss um 35 hús í klassískum íslenskum stíl. Guðjón Arngrímsson mun starfa við þetta verkefni næstu árin.
Úr fluginu í uppbyggingu
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur sagt starfi sínu lausu en hann hef-
ur gegnt því undanfarin 18 ár Mun einbeita sér að uppbyggingu á nýja miðbænum á Selfossi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Icelandair Starfsemi félagsins hefur vaxið ótrúlega mikið þau 18 ár sem
Guðjón hefur verið talsmaður þess og áfangastöðum fjölgar ár hvert.
Guðjón
Arngrímsson
Tölvumynd/Batteríið Arkítektar