Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Jöfnuður eigna og tekna hefur aukist
á Íslandi síðustu ár. Um það vitna
opinberar hagtölur.
Þetta er niðurstaða greiningar
Samtaka atvinnulífsins (SA).
Í fyrsta lagi er bent á að dregið
hafi úr ójöfnuði tekna. Vísað er til
þróunar á Gini-stuðlinum, sem sé
viðurkenndur mælikvarði á ójöfnuð
tekna. Stuðullinn sé á bilinu 0-100 og
tákni hátt gildi mikinn ójöfnuð.
„Hagstofa Íslands birtir stuðulinn
reglulega fyrir Ísland og önnur
Evrópulönd og er hann byggður á
tekjum samkvæmt skattframtölum.
Síðustu birtu tölur Hagstofunnar eru
fyrir árið 2016 og var stuðullinn 24,1.
Hann var lægri en árið 2015 og langt
undir meðaltali síðustu 10 ára þar á
undan,“ segir m.a. í greiningu sam-
takanna.
Hæstu launin hækkað minna
Jafnframt er bent á svokallað lág-
tekjuhlutfall sem Hagstofa Íslands
birti.
Sé litið til meðaltekna efstu
tekjutíundar í samanburði við alla
landsmenn fáist sama niðurstaða,
„þ.e. að meðallaun efstu tekjutíund-
arinnar hafi hækkað minna undan-
farin ár en allra hinna og því hefur
jöfnuður aukist“.
Með líku lagi sýni alþjóðlegur
samanburður Gini-stuðla á vef Hag-
stofunnar að tekjuójöfnuður hafi ver-
ið minnstur á Íslandi meðal Evrópu-
ríkja árið 2016.
Samtök atvinnulífsins ræða jafn-
framt um þróun í skiptingu heildar-
eigna. Vísað er til gagna á vef Hag-
stofu Íslands og svars fjármála-
ráðherra við fyrirspurn á Alþingi.
Hvort tveggja sýni að eignaójöfn-
uður hafi farið minnkandi ár hvert
frá árinu 2010, þegar hann hafi náð
hámarki á því tímabili sem birt er.
„Eignaójöfnuðurinn var minni árið
2016 en hann var árið 2007 og gildir
þá einu hvort litið sé til hlutdeildar
eignamestu 10%, 5%, 1% eða 0,1%
einstaklinganna. Rétt er hins vegar
að hlutdeild þeirra eignamestu var
meiri árið 2016 en var á árunum
1997-2006 sem endurspeglar að
miklu leyti þróun fasteignaverðs.“
Ísland nálægt meðaltalinu
Samtök atvinnulífsins birta jafn-
framt línurit yfir hlutdeild hæstu
eignahópa í hreinum heildareignum.
Heimildirnar eru Credit Suisse,
Hagstofa Íslands og Alþingi.
„Í nýjustu tölum Credit Suisse um
eignaójöfnuð þjóða, fyrir árið 2017,
er hlutdeild efstu tíundar af hreinum
heildareignum á Íslandi nálægt með-
altali þeirra landa sem eru í skýrsl-
unni og sú lægsta á Norður-
löndunum. Í 32 löndum af 40 er
hlutur þeirra 5% ríkustu af hreinum
eignum hærri en hér á landi og í 37
löndum ef miðað er við hlut þeirra
1% ríkustu,“ segir þar m.a.
Annmarkar á mælingum
Rifjað er upp að annmarkar séu á
mælikvörðum á eignadreifingu. Þeir
annmarkar valdi því að alþjóðlegar
stofnanir á borð við Efnahags- og
framfarastofnunina í París, OECD,
og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birta
almennt ekki tölur um eignaójöfnuð.
Það geri þó nokkrir einkaaðilar og sé
Credit Suisse bankinn þar fremstur í
flokki.
Loks er fjallað um Gini-stuðul
eignadreifingar. Það sé annar mæli-
kvarði á eignaójöfnuð sem birtur er í
skýrslu Credit Suisse bankans fyrir
171 land. „Samkvæmt henni eru 164
lönd með meiri eignaójöfnuð en Ís-
land og aðeins 7 með minni eigna-
ójöfnuð. Eignaójöfnuður á Íslandi er
sá þriðji minnsti meðal ríkja OECD
samkvæmt skýrslunni. Öll Norður-
löndin eru með mun hærri Gini-
stuðla en Ísland, þ.e. mun meiri
eignaójöfnuð samkvæmt þessari
skýrslu,“ skrifa SA m.a.
Jöfnuður eigna og tekna hafi aukist
Samtök atvinnulífsins segja opinberar hagtölur sýna fram á vaxandi jöfnuð eigna og tekna
Tekjuójöfnuður sé að minnka og hafi verið minnstur á Íslandi meðal Evrópuríkja árið 2016
Efstu 10% Efstu 5% Efsta 1% Efstu 10% Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Heimildir: Credit Suisse, Hagstofa Íslands og Alþingi
Ta
íla
nd
Sv
íþ
jó
ð
Rú
ss
la
nd
Ba
nd
ar
íki
n
Su
ðu
r-A
frí
ka
In
dó
ne
sía
In
dl
an
d
Br
as
ilía Kí
na
Da
nm
ör
k
Sí
le
Írl
an
d
Au
st
ur
rík
i
Þý
sk
al
an
d
Pó
lla
nd
Ísr
ae
l
Si
ng
ap
úr
No
re
gu
r
Fi
nn
la
nd
Ís
la
nd
Kó
lu
m
bí
a
M
ex
íkó
Sv
iss
Ka
na
da
Po
rtú
ga
l
Ta
íva
n
Té
kk
la
nd
Br
et
la
nd
Su
ðu
r-K
ór
ea
Ný
ja
-S
já
la
nd
Gr
ikk
la
nd
Ho
lla
nd
Rú
m
en
ía
Sp
án
n
Fr
ak
kla
nd
Ás
tra
lía
Íta
lía
Be
lg
ía
Ja
pa
n
Un
gv
er
ja
la
nd
Hlutdeild hæstu eignahópa af hreinum heildareignum
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
’97 ’99 ’01 ’03 ’05 ’07 ’09 ’11 ’13 ’15 ’16
Ísland 1997 til 2016
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Viðmiðunarlönd í skýrslu Credit Suisse fyrir 2016/2017
5 6
9
22
44
63
44
62
1916
38
56
Gini-stuðull ráðstöfunartekna Heimild: Hagstofa Íslands
’04 ’07 ’10 ’13 ’16
Ty
rk
la
nd
Se
rb
ía
Bú
lg
ar
ía
Li
th
áe
n
Rú
m
en
ía
Sp
án
n
Le
ttl
an
d
Gr
ikk
la
nd
Po
rtú
ga
l
M
ak
ed
ón
ía
Íta
lía
Ei
st
la
nd
Ký
pu
r
Br
et
la
nd
Lú
xe
m
bo
rg
Kr
óa
tía
Pó
lla
nd
Þý
sk
al
an
d
Írl
an
d
Sv
iss
Fr
ak
kla
nd
M
al
ta
Un
gv
er
ja
la
nd
Da
nm
ör
k
Sv
íþ
jó
ð
Au
st
ur
rík
i
Ho
lla
nd
Be
lg
ía
Fi
nn
la
nd
Té
kk
la
nd
No
re
gu
r
Sl
óv
en
ía
Sl
óv
ak
ía
Ís
la
nd
OECD-löndin árið 2016 Ísland 2004 til 201640
35
30
25
20
15
10
5
0
40
35
30
25
20
15
10
5
0
28 28
25 25 24
2424
30
Allt um
sjávarútveg
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og
menningarmálaráðherra veitti í
gær fyrstu íslensku skólunum sem
verða þátttakendur í alþjóðlegu
skólaneti UNESCO – Menningar-
málastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna viðurkenningu. Skólarnir
sem um ræðir eru Fjölbrautaskól-
inn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn
í Mosfellsbæ, Kvennaskólinn í
Reykjavík, Landakotsskóli og
Salaskóli í Kópavogi.
Afhendingin fór fram í Sala-
skóla, en á undan henni tóku nem-
endur í 9. og 10. bekk þátt í
heimsins stærstu kennslustund
ásamt Elizu Reid. Forsetafrúin er
verndari Félags Sameinuðu þjóð-
anna á Íslandi. Hvatti hún nem-
endur til að vinna að framgangi
heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð-
anna en í gær var dagur Samein-
uðu þjóðanna.
Hátíðarstund Lilja Alfreðsdóttir með
fulltrúum skólanna í Salaskóla í gær.
Fimm skólar hlutu
viðurkenningu
F
IM
M
TU
DAGSLEIKU
R
•
M
O
RGUNBLAÐ
SI
N
S
•
FINNDU
HAPPATÖLUNA
Í BLAÐINU
– og þú gætir dottið
í lukkupottinn
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
S V E F N S Ó F A R
TURI
kr. 149.800
frá Innovation Living Denmark