Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Það er ekki bara umferðin íReykjavík sem er í lamasessi, hið sama á við um lýðræðisgáttir borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur á netinu haldið úti vefjum til samskipta borg- aranna við borg- ina, en í nýlegri úttekt kemur fram að þar virkar fátt sem skyldi.    Í úttektinni segir að lítið sam-ræmi eða samtenging sé á milli verkefna, að hlutverk og markmið verkefna séu óskýr, að viðmót sé óaðgengilegt, að ógagnsæi sé í ferli og fram- kvæmd og að ekki sé sýnt fram á virði verkefnanna fyrir Reykja- víkurborg og notendur.    Verra verður það varla, enDóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, er þessu al- veg ósammála og vísar því „al- gerlega á bug að samráðsverk- efni borgarinnar séu í lamasessi“. Hún telur að staða þessara sam- ráðsverkefna sé aðeins „tækifæri til betrumbóta“.    Og það er auðvitað ekki hægtað neita því, þegar allt er í lamasessi eru vissulega tækifæri til að gera betur. Ástandið getur að minnsta kosti tæpast versnað.    Hið sama má segja um fram-kvæmdir borgarinnar, eins og braggann sem fór margfalt fram úr áætlunum. Þar er gríðar- legt tækifæri til betrumbóta og alls ekki útilokað að borgin geti gert betur í næstu verkefnum.    Klúðrið verður í öllu falli ekkimikið stærra. Dóra Björt Guðjónsdóttir Tækifærin í lamasessinum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Rjúpnaveiðitíminn hefst á morgun og má veiða í tólf daga í haust eða föstudag, laugardag og sunnudag, um þessa síðustu helgi í október og svo fyrstu þrjár helgarnar í nóvember. Rjúpnaskyttur sem ætla til fjalla um næstu helgi þurfa að fylgjast vel með veðurspám, að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Veðurútlit er gott á vestan- og sunnanverðu landinu á föstudag og megnið af laugardeginum. Á föstudag getur orðið svolítið hvasst af norðan eða norðvestan og éljagangur á Austurlandi og Austfjörðum. Á laugardagskvöld fer að þykkna upp og hvessa á vestanverðu landinu þegar úrkomusvæði kemur með hvassviðri og snjókomu til fjalla. Veðrið færist svo austur yfir landið á sunnudeg- inum og má búast við talsverðri úrkomu á öllu Suðurlandi á sunnudag. Veðrið verður einna skást á Norður- og Austurlandi á laugardag og sunnu- dag og minnst úrkoma þar. Þar getur hvesst á sunnudeginum. Þar bætir þó í vind og verður ákveðin sunnanátt og getur orðið slydda eða snjó- koma inn til fjalla. gudni@mbl.is Rjúpnaveiðar hefjast á morgun  Ástæða er til að fylgj- ast vel með veðurspám Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson Rjúpnaveiðar Veðurútlitið er ágætt fyrir byrjun veiðitímabilsins en svo breytist veðrið. Foreldrar þurfa að vera vakandi fyr- ir einkennum sem fylgja grasneyslu barna þeirra, að sögn Sigríðar Ástu Eyþórsdóttur, iðjuþjálfa í Haga- skóla. Erfiðara getur verið fyrir foreldra að átta sig á einkennum grasneyslu en ef börnin hafa verið að drekka áfengi. „Foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir breyttri hegðun krakkanna. Eru þau orðin áhuga- laus, hafa þau skipt um félagsskap, eru þau að sækja í vinahópa í öðrum hverfum, koma heim svöng og þreytt eða er mæting í skóla orðin slök? Svo fylgir þessu áberandi lykt. Svona at- riði gera verið vísbending um að eitt- hvað sé í gangi,“ sagði Sigríður. Hún sagði að sé sterkur grunur um grasneyslu sé mælt með því að gera þvagprufu. Hægt er að kaupa próf í apótekum sem mælir ummerki um gras í þvagi í allt að þrjár vikur eftir neyslu. Einnig er hægt að láta framkvæma próf á heilsugæslu- stöðvum. „Það eru teikn á lofti í samfélaginu um að grasreykingar séu að aukast á meðal ungs fólks. Við þurfum að vera mjög vel vakandi fyrir þessu, sér- staklega á meðal ungra krakka. Það eru dæmi um þetta alveg niður í 8. bekk,“ sagði Sigríður. Í Hagaskóla hefur verið rætt við nemendur og boðið upp á fræðslu fyrir foreldra um hættur sem fylgja grasreyking- um. Sigríður sagði að nemendur hafi rætt við hana um grasreykingar og að einhverjir séu að prófa þær. „Þau tala um hvað aðgengi að grasi sé auðvelt. Það er til dæmis hægt að útvega það í gegnum hina ýmsu samfélagsmiðla,“ sagði Sigríð- ur. Hún sagði að viðhorf ungling- anna gagnvart grasreykingum væri jákvæðara en æskilegt væri. „Viss hópur lítur svo á að gras- reykingar séu ekki jafn skaðlegar og að fá sér í glas. Grasið sé lífrænt og úr jurtaríkinu. Þau hafa líka fyrir- myndir úr sjónvarpsþáttum og öðru þar sem þetta er gert mjög eðlilegt. Það er hættuleg þróun,“ sagði Sig- ríður. Hún benti á að rannsóknir sýni að unglingadrykkja sé ekki að aukast. Hins vegar séu vísbendingar um að grasneysla færist í aukana hjá yngri krökkum. gudni@mbl.is Foreldrar þurfa að þekkja einkennin  Grasreykingar virðast færast í vöxt Sigríður Ásta Eyþórsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.