Morgunblaðið - 25.10.2018, Side 1

Morgunblaðið - 25.10.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 5. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  251. tölublað  106. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS VEGLEG BÓKAUMFJÖLLUN VEIÐIGJÖLDIN ÞREFÖLDUÐ- UST MILLI ÁRA MENNINGIN 68-71 VIÐSKIPTAMOGGINNSÉRBLAÐ 8 SÍÐUR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi ný miðspá Hagstofunnar eftir verða íbúar landsins orðnir 364 þúsund árið 2020. Það yrði fjölgun um 31 þúsund íbúa frá árinu 2016. Slík fjölgun jafnast til dæmis á við allan íbúa- fjölda Hafnarfjarðar og samanlagða íbúafjölgun á Íslandi áratuginn 2006 til 2016. Hagstofan gerir reglulega mannfjöldaspá. Samkvæmt spánni sem var gerð 2016 var gert ráð fyrir tæplega 352 þúsund íbúum 2020 í miðspá. Með nýrri mann- fjöldaspá hækkar miðspáin í 364 þúsund. Hefur hún því verið endurmetin til umtals- verðrar hækkunar. Mikill aðflutningur erlendra ríkisborgara á þátt í íbúafjölguninni. Um 22.400 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins en frá því á tíma- bilinu frá 1. janúar 2012 og fram á mitt þetta ár. Svo mikil íbúafjölgun hefur víðtæk efnahagsleg áhrif. Til dæmis segir í nýjum Fjármálastöðug- leika Seðlabankans að skv. mannfjöldaspá Hag- stofunnar muni íbúum á höfuðborgarsvæðinu ekki fjölga til jafns við nýjar íbúðir á næstu ár- um. Þróun búferlaflutninga næstu misseri gæti því haft mikil áhrif á íbúðamarkaði. »10 Íslendingar 364.000 árið 2020  Hagstofan spáir nú hrað- ari íbúafjölgun en í fyrri spá Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 17. júní Íslendingar verða 364.000 eftir tvö ár. MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Jöfnuður á Íslandi, hvort heldur horft er til eigna eða tekna, hefur aukist á undan- förnum árum. Þetta er niðurstaða grein- ingar Samtaka atvinnulífsins. Við grein- inguna var meðal annars stuðst við opinber gögn og greiningu bankans Credit Suisse. Leiðir greiningin í ljós að jöfnuður tekna hefur aukist, samkvæmt Gini-stuðlinum. Meðal annars hafi meðallaun efstu tekju- tíundarinnar hækkað minna undanfarin ár en allra hinna og jöfnuður því aukist. Á sama hátt hafi eignaójöfnuður verið minni á Íslandi árið 2016 en árið 2007. Til dæmis bendi greining Credit Suisse til að hlutdeild efstu tíundar af hreinum heildar- eignum á Íslandi sé sú minnsta á Norður- löndum. »18 Jöfnuður á Íslandi aukist síðustu ár Þúsundir kvenna lögðu niður störf klukkan 14:55 í gær í til- efni af kvennafrídeginum. Samstöðufundir voru haldnir um land allt og sá stærsti á Arnarhóli. Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn 24. október 1975, á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. Kjörorð kvennafrídagsins í ár var: „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ Launamisrétti, kynbundið ofbeldi og staða kvenna af erlendu bergi brotinna var á meðal þess sem ræðukonur fund- arins vöktu athygli á á Arnarhóli í gær. »2 Morgunblaðið/Eggert Konur kröfðust launajafnréttis á samstöðufundi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.