Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 5. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  251. tölublað  106. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS VEGLEG BÓKAUMFJÖLLUN VEIÐIGJÖLDIN ÞREFÖLDUÐ- UST MILLI ÁRA MENNINGIN 68-71 VIÐSKIPTAMOGGINNSÉRBLAÐ 8 SÍÐUR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi ný miðspá Hagstofunnar eftir verða íbúar landsins orðnir 364 þúsund árið 2020. Það yrði fjölgun um 31 þúsund íbúa frá árinu 2016. Slík fjölgun jafnast til dæmis á við allan íbúa- fjölda Hafnarfjarðar og samanlagða íbúafjölgun á Íslandi áratuginn 2006 til 2016. Hagstofan gerir reglulega mannfjöldaspá. Samkvæmt spánni sem var gerð 2016 var gert ráð fyrir tæplega 352 þúsund íbúum 2020 í miðspá. Með nýrri mann- fjöldaspá hækkar miðspáin í 364 þúsund. Hefur hún því verið endurmetin til umtals- verðrar hækkunar. Mikill aðflutningur erlendra ríkisborgara á þátt í íbúafjölguninni. Um 22.400 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins en frá því á tíma- bilinu frá 1. janúar 2012 og fram á mitt þetta ár. Svo mikil íbúafjölgun hefur víðtæk efnahagsleg áhrif. Til dæmis segir í nýjum Fjármálastöðug- leika Seðlabankans að skv. mannfjöldaspá Hag- stofunnar muni íbúum á höfuðborgarsvæðinu ekki fjölga til jafns við nýjar íbúðir á næstu ár- um. Þróun búferlaflutninga næstu misseri gæti því haft mikil áhrif á íbúðamarkaði. »10 Íslendingar 364.000 árið 2020  Hagstofan spáir nú hrað- ari íbúafjölgun en í fyrri spá Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 17. júní Íslendingar verða 364.000 eftir tvö ár. MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Jöfnuður á Íslandi, hvort heldur horft er til eigna eða tekna, hefur aukist á undan- förnum árum. Þetta er niðurstaða grein- ingar Samtaka atvinnulífsins. Við grein- inguna var meðal annars stuðst við opinber gögn og greiningu bankans Credit Suisse. Leiðir greiningin í ljós að jöfnuður tekna hefur aukist, samkvæmt Gini-stuðlinum. Meðal annars hafi meðallaun efstu tekju- tíundarinnar hækkað minna undanfarin ár en allra hinna og jöfnuður því aukist. Á sama hátt hafi eignaójöfnuður verið minni á Íslandi árið 2016 en árið 2007. Til dæmis bendi greining Credit Suisse til að hlutdeild efstu tíundar af hreinum heildar- eignum á Íslandi sé sú minnsta á Norður- löndum. »18 Jöfnuður á Íslandi aukist síðustu ár Þúsundir kvenna lögðu niður störf klukkan 14:55 í gær í til- efni af kvennafrídeginum. Samstöðufundir voru haldnir um land allt og sá stærsti á Arnarhóli. Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn 24. október 1975, á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. Kjörorð kvennafrídagsins í ár var: „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ Launamisrétti, kynbundið ofbeldi og staða kvenna af erlendu bergi brotinna var á meðal þess sem ræðukonur fund- arins vöktu athygli á á Arnarhóli í gær. »2 Morgunblaðið/Eggert Konur kröfðust launajafnréttis á samstöðufundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.