Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 77
MENNING 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
TWIN LIGHT RÚLLUGRDÍNA
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
Fullkomin birtustjórnun
– frá myrkun til útsýnis
ICQC 2018-20
Þorleifur Örn Arnarsson hefur
um nokkurra ára skeið verið
einn áhugaverðasti leikstjórinn í
þýskum ríkisleikhúsum og er ný
uppfærsla hans á Makbeð eftir
Shakespeare í Hannover stór-
brotin, að því er segir í umfjöll-
un í þýska ríkisútvarpinu, ARD,
á fimmtudag í liðinni viku.
Þar segir Stefan Keim að upp-
setningu Þorleifs á Eddu í Hann-
over hafi verið það vel tekið að
ákveðið hafi verið að fela honum
að setja aftur upp verk hjá leik-
húsinu og Makbeð hafi orðið fyr-
ir valinu. Verkið var frumsýnt
18. október.
Keim segir að Þorleifur sé
einn mest spennandi leikstjóri
að störfum í Þýskalandi um
þessar mundir, íslenskur bak-
grunnur hans skapi honum sér-
stöðu, en um leið sé hann öllum
hnútum kunnugur í þýsku leik-
húsi.
Í blaðinu Hannoversche Allge-
meine segir í umsögn Ronalds
Meyer-Arlts að í uppfærslu Þor-
leifs sé urmull öflugra og gríp-
andi atriða og er sviðsmynd
Barkar Jónssonar hrósað sér-
staklega, umbreytingarnar á
sviðinu komi áhorfandanum
hvað eftir annað í opna skjöldu.
Stórbrotin upp-
færsla á Makbeð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Spennandi Þorleifur Örn hlýtur
mikið lof fyrir uppfærsluna á Mak-
beð í Hannover í Þýskalandi.
Leikarinn Bradley Cooperhefur heldur betur slegið ígegn með frumraun sinni íhlutverki leikstjóra, kvik-
myndinni A Star Is Born sem er
þriðja endurgerðin á kvikmynd frá
árinu 1937 en hinar eru frá árunum
1954 og 1976. Önnur kvikmyndin í
röðinni hefur jafnan þótt sú besta,
með Judy Garland og James Mason í
aðalhlutverkum, en sú fjórða og nýj-
asta gæti skákað henni í vinsældum
og lofi enda virkilega vel heppnuð að
nær öllu leyti. Kvikmyndin er mikið
ástríðuverkefni Cooper, eins og kom-
ið hefur fram í fjölmörgum viðtölum
við hann og tónlistarkonuna Lady
Gaga, sem leikur á móti honum í
myndinni.
Í A Star Is Born segir af kántrí-
rokkaranum Jackson Maine (Coo-
per) sem má muna fífil sinn fegurri,
farinn að missa heyrn og þjáist af
stöðugu eyrnasuði. Maine neytir, í
hamingjuleysi sínu, bæði áfengis og
lyfja í ótæpilegu magni en tekst samt
sem áður að komast svo til klakklaust
frá tónleikum með hljómsveit sinni,
þó oft standi það tæpt. Hann nýtur
enn vinsælda og frægðar en allt
bendir til þess að stjörnuhrap sé í að-
sigi.
Maine rambar inn á næturklúbb
kvöld eitt að loknum tónleikum og
verður þar heillaður af söngkonunni
Ally (Gaga) sem treður upp og syng-
ur franska smellinn „La vie en rose“.
Verður það upphafið að ástarsam-
bandi þeirra og tónlistarferli Ally
sem fer að koma fram með Maine og
hljómsveit hans. Reynist hún ekki að-
eins frábær söngkona heldur einnig
hæfileikaríkur laga- og textasmiður
og í samtölum þeirra kemur fram að
plötuútgefendur hafa hafnað henni
útlitsins vegna (nefið talið of stórt).
Ally skortir sjálfstraust en hún öðlast
það hins vegar hratt og stjarna henn-
ar tekur að rísa. Hún kemst á samn-
ing hjá þekktum umboðsmani sem
vill að hún verði enn ein fáklædda
poppsöngkonan sem dillar rassinum
framan í tónleikagesti. Söng- og laga-
smíðahæfileikarnir duga ekki einir
til, að mati umbans. Maine líst ekkert
á þessa þróun mála en Ally neitar að
hlusta á hann þar sem hann er oftar
en ekki ofurölvi og út úr heiminum.
Ákveðinn vendipunktur verður svo
um miðja sögu sem setur líf og fram-
tíð beggja í uppnám.
Kvikmynd Cooper er heillandi á
marga vegu. Í fyrsta lagi er sam-
leikur þeirra Gaga einkar góður og
ástarsambandið afar trúverðugt.
Gaga sýnir að hún er ekki aðeins
hæfileikarík á tónlistarsviðinu heldur
líka afbragðsleikkona og í takt við
efni myndarinnar skín hún skærar en
Cooper. Tónlistaratriðin eru áber-
andi vel unnin og kvikmyndatakan í
þeim þaulhugsuð og minnir á vand-
aðar tónleikamyndir. Þess má geta
að alvöru hljómsveit leikur í tónleika-
atriðunum, Lukas Nelson & Promise
of the Real en Nelson þessi er sonur
kántrístjörnunnar Willie Nelson.
Gaga þarf auðvitað ekki að leika
mikið þegar kemur að tónlistar-
atriðum, hvort heldur er í hljóðveri
eða á tónleikum. Það þarf Cooper
hins vegar að gera en hann syngur
vel og fer fimum höndum um gít-
arinn. Halda mætti að hann væri
margreyndur tónlistarmaður, svo
sannfærandi er hann og það er al-
gjört lykilatriði þegar kemur að trú-
verðugleika sögunnar og kvikmynd-
arinnar. Cooper ákvað að dýpka
röddina fyrir hlutverkið sem hljómar
undarlega í fyrstu en venst þó fljótt.
Sam Elliott, sá svali mottumaður,
leikur Bobby, eldri bróður Maine. El-
liott er þekktur af djúpri rödd sinni
og miklum suðurríkjahreim og Coo-
per hefur í viðtölum greint frá því að
hann hafi reynt að líkja eftir rödd
Elliott sem er meira fyndið en nauð-
synlegt, hefði maður haldið. Í mynd-
inni er vísað skemmtilega til þessarar
raddþjálfunar Cooper þegar Bobby
sakar bróður sinn um að hafa stolið
röddinni af honum. Er þar átt við að
Jackson sé að stæla Bobby sem var
áður tónlistarmaður en tókst ekki að
slá í gegn og starfar nú fyrir bróður
sinn sem umboðsmaður hans og
reddari. Felst starfið m.a. í því að
koma Jackson í rúmið þegar hann
hefur drukkið sig rænulausan.
Cooper er sjarmerandi leikari og
var fyrir nokkrum árum kosinn kyn-
þokkafyllsti karlmaður jarðar af
bandaríska tímaritinu People. Og
þrátt fyrir að kántrírokkarinn sem
hann leikur eigi að vera að drekka sig
og dópa í hel er Cooper í fínasta formi
og brúnn og sællegur. Þótti gagnrýn-
anda það heldur draga úr trúverðug-
leika persónunnar, útlitslega séð og
Cooper hefði gjarnan mátt hætta í
ræktinni og safna dálítilli bjórvömb
áður en tökur hófust.
Gaga er aldrei þessu vant förðuð
eins og hver önnur kona og ekki í
þeim skrautlegu gervum sem hún
varð fræg fyrir á sínum tíma og tón-
listin er líka töluvert ólík þeirri sem
hún öðlaðist frægð fyrir í upphafi fer-
ilsins, „Poker Face“ og þar fram eftir
götunum. Melódíurnar og útsetning-
arnar eru einfaldar og grípandi og ég
spái því að eitt af lögum kvikmyndar-
innar hljóti Óskarsverðlaunin á næsta
ári og þá líklega „Shallow“. Og ekki
kæmi á óvart ef Gaga hreppti verð-
laun sem besta leikkona. Hún verður í
það minnsta tilnefnd. Rokklögin í
myndinni eru síðri en ballöðurnar
sem eru undurfallegar og bíógestir
mega búast við því að fá nokkrar á
heilann.
Framan af er A Star Is Born held-
ur átakalítil og um miðja mynd fer
maður að velta fyrir sér hvort hlut-
irnir gangi ekki einum of vel hjá tón-
listarparinu, hvort þetta sé ekki allt
aðeins of ljúft og gott. Fallegt fólk að
syngja fallega tónlist á milli þess sem
það kelar ástfangið uppi í rúmi. Nei,
þessi hæga og rómantíska uppbygg-
ing þjónar vissulega sínum tilgangi,
svo ekki sé meira sagt því seinni
hluta myndarinnar er átakanlegur.
A Star Is Born er ein þessara kvik-
mynda sem hreyfa við manni á marga
vegu. Hún er falleg, skemmtileg,
sorgleg og dramatísk og þó hér sé
auðvitað sama gamla sagan á ferð-
inni, bókstaflega, saga sem á alltaf
erindi við áhorfendur.
Stjörnuskin og stjörnuhrap
Sambíóin Kringlunni,
Egilshöll og Álfabakka
A Star Is Born bbbbm
Leikstjórn: Bradley Cooper. Handrit:
Bradley Cooper, Eric Roth og Will
Fetters. Aðalleikarar: Bradley Cooper,
Lady Gaga, Sam Elliott, Andrew Dice
Clay og Anthony Ramos. Bandaríkin,
2018. 136 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Ástarsaga Bradley
Cooper og Lady
Gaga í hlutverkum
Jackson Maine og
Ally í A Star Is Born.