Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 595 1000 . heimsferdir.is Bir tm eð fyr irv ar a m pr en illu r. He i sf rð i á il r é il i í . t s Porto f i 16. NÓVEMBER Í 3 NÆTUR Frá kr. 69.995 EINSTÖK HELGARFERÐ Óttarr Möller, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Óttarr er heilsuhraustur og tók á móti eftir- lifandi systkinum sínum, börnum og barnabörnum í tilefni dagsins. Óttarr fæddist 24. október árið 1918 í Stykkishólmi. Hann lauk námi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1936, stundaði verslunarnám í Bret- landi í eitt ár og nám í „shipping“ við New York University 1942-1946. Hann hóf störf hjá Eimskipafélag- inu 1938 og tók við starfi forstjóra félagsins 1962. Óttarr gegndi starf- inu til 1979. Óttarr kvæntist árið 1948 Arn- þrúði Kristinsdóttur Möller. Hún fæddist árið 1923 en lést 2009. Þau eignuðust fjórar dætur og barna- börnin eru orðin 24. Eftir að Óttarr lét af störfum hjá Eimskipafélaginu gerðist hann fjár- bóndi á Rangárvöllum og stundaði hestamennsku auk þess að sinna fjölskyldu sinni. Hann var auk þess virkur í starfi Frímúrarareglunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hundrað ára afmæli Óttarr Möller með dætrum sínum í afmælisveislunni í gær. Frá vinstri eru Emilía Björg Möll- er, Kristín Elísabet Möller, Óttarr, Erla Möller og Auður Margrét Möller. Allir glöddust saman á afmælisdaginn. Óttarr Möller 100 ára  Heilsuhraustur og bauð fjölskyldu sinni til veislu í gær Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kísilver PCC á Bakka við Húsavík keypti um 2.000 tonn af kvarsi frá Stakksvík sem nú á kísilver United Silicon í Helguvík. Hráefnið var flutt með Eems River til Húsavíkur. Ljósmyndin var tekin þegar flutn- ingaskipið sigldi út Skjálfanda að losun lokinni og mætti Náttfara sem var á heimstími úr hvalaskoðun. Jökull Gunnarsson, forstjóri PCCBakki Silicon, segir að fyrir- tækið hafi vantað kvars í framleiðsl- una vegna þess að seinkun hafi orð- ið á skipi sem flytur hráefni frá Egyptalandi. Stakksvík hefur verið að hreinsa til á lóð kísilversins í Helguvík. Fram kom nýlega á vef Víkurfrétta að allt trjákurl og kol hafi verið flutt til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Nokkrir samverkandi þættir PCC hefur á undanförnum vikum verið að gangsetja seinni ljósboga- ofn kísilversins, Boga, en það hefur gengið brösuglega. Þurft hefur að reyna aftur og aftur. Jökull segir að ekki sé nákvæmlega vitað hvað er að en helst talið að nokkrir sam- verkandi þættir orsaki það að ekki hefur verið hægt að koma ofninum í framleiðslu. Nú hafa öll rafskaut sem voru upprunalega í ofninum verið fjarlægð og í honum eru því aðeins rafskaut af annarri fram- leiðslulotu. Jökull sagði í gær að til stæði að prófa gangsetningu síðar um dag- inn. Hann sagðist vera bjartsýnn á að þetta færi að ganga. Rekstur á fyrri ofninum, Birtu, hefur gengið vel og þar er fram- leiddur hágæðakísill sem seldur er til viðskiptavina erlendis. PCC keypti 2.000 tonn af kvarsi úr Helguvík  Bras hefur verið með gangsetningu seinni ljósbogaofnsins Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Stefnumót Hvalaskoðunarbáturinn sýnist ekki stór þegar hann mætir stórflutningaskipinu á Skjálfandaflóa. Landsréttur sýknaði í gær alla þrjá sakborn- ingana í Aurum- málinu svokall- aða, þá Lárus Welding, fyrrver- andi forstjóra Glitnis, Magnús Arnar Arngríms- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóra fyrirtækjasviðs bankans, og Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var aðaleigandi bankans í gegnum eign- arhaldsfélagið FL Group. Allur sak- arkostnaður verður greiddur úr rík- issjóði en hann nemur samanlagt tæpum 60 milljónum króna. Landsréttur sneri þar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá nóv- ember 2016 hvað varðar Lárus, sem var þar dæmdur í eins árs fangelsi, og Magnús, sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm. Héraðsdómur sýknaði hins vegar Jón Ásgeir en ákæruvald- ið áfrýjaði þeirri niðurstöðu. Ákæran í málinu snerist um sex milljarða króna lán Glitnis til einka- hlutafélagsins FS38, sem var eigna- laust félag með takmarkaða ábyrgð, til kaupa á bréfum eignarhalds- félagsins Fons í skartgripafélaginu Aurum Holding. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa í störfum sínum fyrir Glitni misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu með því að fara út fyrir heimildir sín- ar til lánveitinga. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að við ákvörðun um lánveitinguna hafi þeir Lárus og Magnús mátt styðjast við mat á virði veða sem sett voru fyrir lánveiting- unni. Fyrir vikið hafi ekki verið sýnt fram á að þeim hefði hlotið að vera ljóst, eða látið sér í léttu rúmi liggja, að þeir væru að misnota aðstöðu sína þannig að jafn miklar líkur eða meiri lík-ur væru á því að fjártjón hlytist af. Jón Ásgeir var ákærður fyrir hlut- deild í brotum Lárusar og Magnúsar en til vara hylmingu en annars pen- ingaþvætti.„Þetta er í þriðja skipti sem fjölskipaður dómur hefur sýkn- að Jón í þessu máli. Ég vona að það sé nú endir þessa alls,“ segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, um sýknudóminn. „Ég er sannfærður um réttmæti þess sem var forsendan í dómnum um að stjórnendum bankans hafi ekkert gengið annað til í sínum störfum heldur en að tryggja hagsmuni bankans,“ segir Gestur. Allir sýknaðir í Aurum-málinu  Héraðsdómi snúið við í Landsrétti Lárus Welding Jón Ásgeir Jóhannesson Magnús Arnar Arngrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.