Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 50

Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Tæplega tvö þúsund manns bíða eftir lið- skiptaaðgerðum og biðtími er um tvö ár. Embætti landlæknis ber lögum samkvæmt að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustunni. Í skýrslu Landlæknis árið 2016 segir: „Bið- tími eftir læknisþjón- ustu og ýmsum skurð- aðgerðum á Íslandi er oft langur. Samkvæmt könnunum Embættis landlæknis bíða meira en 80% sjúklinga lengur en tvö ár eftir mjaðmarskiptum eða hnjá- skiptum. Erlendis gilda víða þau viðmið að meira en 80% sjúklinga skuli komast í þessar aðgerðir innan þriggja mánaða.“ Í sömu skýrslu Landlæknis 2016 setti embættið ákveðin viðmiðunar- mörk um það sem getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðis- þjónustu. Eftirfarandi viðmið skyldu gilda:  Samband við heilsugæslustöð sam- dægurs.  Viðtal við heilsu- gæslulækni innan fimm daga.  Skoðun hjá sér- fræðingi innan 30 daga.  Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá grein- ingu. Biðtími eftir aðgerð Í skýrslu Embættis landlæknis: „Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018“ kemur fram að í febrúar 2018 voru samtals 709 komnir á formlegan biðlista eftir gervilið í hné og 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm eða samtals 1094. Í þessari skýrslu Landlæknis segir ennfremur: „Mikilvægt er að hafa í huga að í umfjöllun um bið er miðað við hve lengi fólk hefur beð- ið frá því það fór á biðlista. Þannig er tími sem fólk beið eftir að kom- ast að hjá skurðlækni á aðgerðar- stað, sem metur hvort ástæða sé til að gera aðgerð, ekki talinn með í biðtíma. Bið eftir tíma getur hlaupið á mánuðum en ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi er 30 dagar samkvæmt viðmiðum Embættis landlæknis.“ Vinur minn greindist nýlega með samangróinn mjaðmarlið með tilheyrandi verkjum og hömlun á hreyfigetu. Í ljós kom að hann þarf að bíða í tæp tvö ár eftir að- gerð á LSH eða sem hér segir: a) Tími frá því heimilislæknir sendir beiðni til LSH um skoðun á göngudeild þar til svar barst: Tveir mánuðir. b) Biðtími eftir boðun LSH í viðtal og skoðun á göngudeild: 6- 8 mánuðir og c) Biðtími eftir aðgerð frá skoðun á göngudeild samkv. bæklunarlækni; 12 mánuðir. Þegar viðkomandi hef- ur verið á formlegum biðlista leng- ur en þrjá mánuði á hann lagalega séð rétt á að leita læknisaðgerðar erlendis á kostnað Sjúkratrygg- inga. Hugsanlega er biðtíminn eft- ir skoðun á göngudeild þess vegna svona langur? Að ráði trúnaðarlæknis fyrir- tækisins sem vinur minn starfar hjá hefur hann verið frá vinnu sl. tvo mánuði og verður svo áfram þar til hann verður vinnufær. Hann þjáðist verulega vegna verkja í mjöðminni og átti þess vegna erfitt með gang, notaði tvær hækjur. Liðskiptaaðgerðir í Klíníkinni Ég ráðlagði vini mínum að leita til Klíníkurinnar í Ármúla. Hann komst strax í viðtal hjá lækni og þar sem losnaði aðgerðadagur, þá fór hann í aðgerð vikuna á eftir, en annars er víst um 4-6 vikna bið hjá þeim. Sjúkratryggingar Ís- lands (SÍ) hafa formlega óskað eft- ir leyfi heilbrigðisráðherra til að gera tímabundinn samning við Klí- níkina til að framkvæma mjaðma- og hnjáliðskiptaaðgerðir hérlendis en ráðherra hafnað þeirri fyrir- ætlan. Því þurfa sjúklingar að greiða aðgerðina úr eigin vasa sem kostar kr. 1,2 milljónir. Klíníkin framkvæmdi samt 62 mjaðma- og hnjáliðaaðgerðir 2017. Læknar Klíníkurinnar hafa eins og fjallað hefur verið um í fréttum farið ferð með sjúklinga á einka- rekið sjúkrahús í Sviþjóð og fram- kvæmt aðgerðir þar sem greiddar hafa verið að fullu af SÍ til sænska sjúkrahússins. Hefur þetta vakið margar spurningar um meðferð skattfjár í heilbrigðiskerfi okkar því kostnaður SÍ er tvöfaldur við sambærilega aðgerð erlendis en verðskrá Klíníkurinnar og er þá ekki tekið tillit til óhagræðis sjúk- lingsins og aðstandenda vegna að- gerða í öðru landi. Í tilfelli vinar míns var þetta mjög einfalt reikningsdæmi. Það borgar sig fyrir hann að greiða sjálfur þessa aðgerð á Klíníkinni í stað þess að bíða 20 mánuði eftir skoðun á göngudeild og aðgerð á LSH, já og til að halda vinnunni! Hann mun leita eftir stuðningi sjúkrasjóðs stéttarfélags síns sem mundi hvort eð er hafa þurft að borga honum 80% launa í níu mán- uði eða samtals um 4 milljónir. Síðan mun Tryggingastofnun greiða honum dagpeninga í minnst eitt ár eða 4 milljónir til viðbótar. Ég ræddi við vin minn eftir að- gerðina á Klíníkinni. Hún tókst mjög vel og sólarhring eftir að- gerðina er búið að útskrifa hann. Þjónustan einstaklega fagmannleg og góð. Einkaherbergi í sérstakri álmu hótelsins í Ármúla. Þá líst honum mjög vel á eftirfylgni læknanna því hann verður í sjúkraþjálfun í sama húsi og Klí- níkin. Sem sagt fyrsta flokks sjúkraþjónusta og eftirfylgni. Þessir löngu biðlistar verða næstu sjö árin eða þar til nýr með- ferðarkjarni LSH er risinn. Sjúkratryggingar eiga þess vegna að fá leyfi ráðherra til að huga betur að hag sjúklinga og semja strax við Klíníkina í Ármúla um að taka að sér mjaðma- og hnjálið- skiptaaðgerðir til að grynna á þessum langa biðtíma og biðlista til að létta þjáningar viðkomandi sjúklinga. Ég vona að heilbrigðis- ráðherra sé mér sammála og taki frumkvæði í þessu máli með hag sjúklinga að leiðarljósi. Hvað finnst þér lesandi góður? Neyðarástand í liðskiptaaðgerðum Eftir Jón Hjaltalín Magnússon » Sjúkratryggingar eigi að fá leyfi ráð- herra til að semja strax við Klíníkina í Ármúla um að taka að sér mjaðma- og hnjálið- skiptaaðgerðir. Jón Hjaltalín Magnússon Höfundur er verkfræðingur og áhugamaður um þjóðmál. jhm@simnet.is F IM M TU DAGSLEIKU R • M O RGUNBLAÐ SI N S • FINNDU HAPPATÖLUNA Í BLAÐINU – og þú gætir dottið í lukkupottinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.