Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
✝ Hannes ReynirSigurðsson
fæddist í Keflavík
30. júní 1939. Hann
lést á heimili sínu
13. október 2018.
Hannes var son-
ur hjónanna Sig-
urðar Jóhanns
Guðmundssonar
bifreiðastjóra, f.
21.7. 1906, d. 1.5.
1965, og Sigrúnar
Hannesdóttur húsmóður, f.
22.9. 1911, d. 24.7. 2001. Syst-
kini Hannesar eru: Guðmundur,
f. 10.6. 1933, d. 24.10. 2013,
Arnbjörg, f. 1.9. 1934, d. 6.4.
1987; Tyrfingur Hafsteinn, f.
13.6. 1936, d. 30.6. 2004; Sig-
urður Vignir, f. 26.4. 1941;
Guðni Sigurbjörn, f. 16.3. 1944;
Grétar Þór, f. 26.3. 1945, d.
24.11. 1945; Grétar Þór, f. 4.1.
1947; Lilja Björk, f. 24.7. 1951.
Margrét Arnardóttir, f. 24.11.
1964, gift Guðmundi Svavars-
syni, f. 1.5. 1965. Þeirra börn:
a) Örn Steinar, f. 10.12. 1983, b)
Sigurjón Þór, og c) Dagmar
Ósk, f. 13.5. 1998. 2) Örn Arn-
arson, f. 26.8. 1970, d. 26.5.
1994. Langafabörnin eru fimm
talsins.
Hannes Reynir ólst upp í
Keflavík. Hann starfaði hjá
Varnarliðinu sem ungur maður.
Hannes lærði bifvélavirkjun og
rak síðar bílaverkstæðið Bíla-
vík í Keflavík. Hann vann ýmis
störf, m.a. við uppsetningu á
vélum. 1983 fluttust þau Dag-
mar til Reykjavíkur, þá vann
hann hjá Fóðurblöndunni sem
Guðbjörn Guðjónsson rak.
Fyrst vann hann við bíla-
viðgerðir hjá Guðbirni, síðar
sem umsjónarmaður. Þá vann
hann sem næturvörður hjá Vá-
tryggingarfélaginu VÍS. Sein-
ustu starfsárin vann Hannes í
Bláfjöllum við viðhald og við-
gerðir.
Útför Hannesar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 25.
október 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Eftirlifandi
eiginkona Hann-
esar er Dagmar Jó-
hannesdóttir, f.
24.7., 1943. Þau
gengu í hjónaband
31.12. 1984. Börn
Hannesar: 1) Sig-
rún, f. 28.9. 1961,
gift Snorra Snorra-
syni, f. 2.12. 1961.
Börn þeirra: a)
Hildur Rakel, f.
6.10. 1980, sambýlismaður
Brynjar Már Bjarnason, þau
eiga tvo syni. b) Helga Rut, f.
20.3. 1991, sambýlismaður
hennar Valur Úlfarsson, þau
eiga einn son. c) Hannes Reyn-
ir, f. 30.5. 1994. 2) Margrét
Harpa, f. 20.1. 1971, gift Jóni
Einarssyni, f. 8.4. 1970. Börn
þeirra: a) Jessý Rún, f. 31.1.
1997, b) Einar, f. 18.5. 2006.
Börn Dagmarar: 1) Anna
Hugurinn reikar til baka er ég
sest niður og skrifa nokkrar línur
um Hannes R. Sigurðsson,
tengdaföður minn. Leiðir okkar
lágu saman fyrir tæpum 30 árum
er við tengdumst fjölskyldubönd-
um. Margar góðar samveru-
stundir höfum við átt á þessu
tímabili. Ófáar stundir á Flúðum í
sumarbústaðnum þeirra Döggu,
þar var alltaf glatt á hjalla og hlý-
legt viðmót þegar fjölskyldan að
norðan kom og dvaldi. Um jól og
áramót skiptumst við á að dvelja
hvort hjá öðru ásamt því að
ferðast saman til útlanda. Hann-
es var þúsundþjalasmiður og lét
ekkert stöðva sig er viðkom við-
gerð á vélum, bílum og viðhaldi
húsa.
Hann átti ráð undir rifi hverju
og leitaði ég oft ráða hjá honum.
Þegar við hjónin heimsóttum
Hannes og Döggu til Reykjavík-
ur fórum við Hannes yfirleitt
bryggju- og bílasölurúnt og átt-
um við þar góðar samverustund-
ir. Hannes hafði mikinn áhuga á
bátum en hann gerði út smábáta
á yngri árum. Í þessum ferðum
voru sagðar margar góðar sögur
sem ég geymi.
Hannes var fylginn sér en
stutt var í húmorinn hjá honum.
Rólegur og yfirvegaður en ákveð-
inn maður. Hann gerði ekki
mannamun, talaði við alla og
hafði lag á fólki. Fljótlega fór
manni að þykja vænt um Hannes
og að meta hreinskilni hans.
Genginn er góður maður.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Guðmundur J.
Svavarsson.
Í dag kveð ég tengdapabba
minn, Hannes Reyni Sigurðsson.
Ég hitti Hannes í fyrsta sinn í
gamla sumarbústaðnum hans að
Flúðum sumarið 1988, þá sem til-
vonandi tengdasonur hans. Ég
man að hann tók mér fagnandi og
urðu strax kærleikar á milli
okkar.
Hannes var laghentasti maður
sem ég hef kynnst. Hannes var
snillingur í því, að byggja upp
vélar, báta og bíla. Hjá Hannes
voru engin vandamál, bara lausn-
ir.
Eins og oft vill vera með þá
sem hafa yfirburði á þessu sviði,
þá var Hannes algjör f́ullkomn-
istı́ og þar af leiðandi hundleið-
inlegt að vinna með honum, eins
og er með alla snillinga. Í þau fáu
skipti sem Hannes bað mig um að
aðstoða sig, þá fólst aðstoðin að-
allega í því að Hannes sýndi mér
hvernig ætti að gera þetta. Ég
bara horfði á og umlaði gáfulegu
„já-i“ með hæfilegu millibili, með-
an Hannes kláraði verkið.
Hannes var mikill sagnamaður
og eins og sagnamönnum er títt,
þá sagði hann oft sömu söguna,
en með mismunandi áherslum.
Ég hlustaði alltaf með athygli,
sama hversu oft ég hafði heyrt
frásögnina og skaut inn spurn-
ingum á réttum stöðum og þá
svaraði Hannes alltaf með orðun-
um, „Já, ég skal segja þér það
lagsmaður“ og brosti.
Hannes lét ekki segja sér neitt
og hafði mjög fastmótaðar skoð-
anir á eiginlega öllu. Þegar
Hannes horfði hvasst á mann,
barði tveimur puttum í borðið og
sagði „Nei, heyrðu nú. Það þarf
ekkert að segja mér....“, þá var ég
fljótur að pakka saman og breyta
um umræðuefni. Eitt skiptið þeg-
ar ég var hjá honum í sumarbú-
staðnum og hann bauð mér grill-
að lambalæri á diskinn, sagði ég
honum að ég væri orðin græn-
metisæta, þá svaraði hann „lömb-
in borða gras“ og ég borðaði
kjötið.
Hannes heimsótti okkur til
Englands og til Miðvestur-
Bandaríkjanna. Það var einstak-
lega gaman að fá hann í heim-
sókn. Hannes hafði þann vana í
ferðum sínum að kíkja á safn-
hauga fyrir vélahluti, bíla og
báta. Þar gat hann dvalið lengi í
leit að einhverjum hlut sem gæti
fengið nýtt líf í höndunum á hon-
um, því alltaf var hann að smíða
og gera við vélar, báta og bíla.
Það var gaman að fylgjast með
Hannesi þegar hann var að leita í
haugum af vélahlutum og prútta
um verð við karlana. Ef ekkert
varð af viðskiptunum og ég
spurði: Hvernig gekk?, þá svar-
aði Hannes, „Þeir skilja ekkert
hvað ég er að tala um. Ég held að
þeir tali bara ekki ensku“, en ef af
viðskiptunum varð, þá svaraði
hann „Já, já, þessir vissu hvað ég
var að tala um“. Málið sem þeir
töluðu var vélamál og Hannes
talaði það reiprennandi.
Oft var fjör í sumarbústaðn-
um hjá Hannesi, sérstaklega
þegar Bjössi bróðir hans var í
heimsókn. Þá var mikið sungið
og ég man að Hannes tók alltaf
hástöfum undir þegar eftirfar-
andi laglínur voru sungnar,
Suður um höfin að sólgylltri strönd
sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn
lönd.
Lífið er sigling og nú er
Hannes kominn bak við ystu
sjónarrönd.
Hannes gaf ónýtum hlutum
nýtt líf og nú hefur himna-
smiðurinn fengið þann besta.
Ég á eftir að sakna hans, en
ég veit að við hittumst á ný og þá
segir hann mér sögurnar: „Ég
skal segja þér það lagsmaður.“
Snorri Snorrason.
Leiðir okkar Hannesar lágu
saman árið 1995, þegar ég
kynntist Margréti dóttur hans.
Tíminn hefur því verið nægur til
að kynnast vel og eiga saman
góðar stundir. Samt er tíminn
einhvern veginn aldrei nægur.
Hannes og Döggu hitti ég fyrst
þegar ég kom út á Álftanes, þar
sem þau bjuggu. Ungir menn
eru dálítið titrandi þegar þeir
hitta tilvonandi tengdaforeldra
fyrst, en það var auðvelt að
kynnast Hannesi og Döggu.
Hannes var ekki margorður,
hann var hæglátur maður sem
vildi láta verkin tala, enda ein-
stakur verkmaður. Það var því
oftast spjallað meðan verið var
að vinna eitthvað saman.
Fyrir nokkrum árum þá
keypti ég mér í mikilli bjartsýni
fornmótorhjól með hliðarvagni,
sem ég sannfærði sjálfan mig
um að ég gæti haldið við sjálfur
milli þess sem ég dáðist af
myndum af gripnum á netinu og
sá sjálfan mig fyrir mér þeysast
um í íslenskri sól og stillu. Þetta
er rússneskt mótorhjól sem
hannað var í síðari heimsstyrj-
öldinni og maðurinn sem annað-
ist kaupin fyrir mig erlendis
sagði mér að það væri lykilatriði
við svona kaup að eiga hlýjan bíl-
skúr og nægan frítíma. Ef hr.
Mincinauskas er að lesa þetta
núna, þá vil ég segja honum að
það er enn mikilvægara að eiga
tengdaföður sem er snillingur í
vélaviðgerðum. Hannes hjálpaði
mér að halda gripnum gangandi
fyrstu árin, seinustu árin hefur
mér tekist að gera við sjálfur,
svo eitthvað hefur honum tekist
að kenna mér. Ég margbauð
Hannesi að fá hjólið lánað og
taka jafnvel Döggu með í hliðar-
vagninum og bjóða henni upp á
ís. Einhvern veginn hefur aldrei
orðið af því, sennilega hefur hon-
um ekki þótt þetta ökutæki sér-
staklega virðulegt. Döggu
stendur þó ísrúnturinn enn til
boða.
Hannes keypti fjórhjól fyrir
einhverjum árum síðan og not-
aði það mest upp í bústað. Hann
var búinn að smíða á það snjó-
tönn og skóflu. Þannig að það
var nýtt í að ryðja snjó, til
moksturs eða til að draga kerru.
Svo var það, að stundum þurfti
að vinna verk í nokkurri hæð,
t.d. að klippa tré eða mála þak-
kant. Hann smíðaði því pall
framan á hjólið og festi þar
tröppur og hjólið virkaði því sem
færanlegur vinnupallur. Nema
hvað hjólið var orðið dálítið
framþungt og valt, hann nýtti
því það sem var hendi næst og
festi aftan á hjólið utanborðs-
mótorinn af bátnum sem hann
hafði smíðað, til að þyngja hjólið
að aftan. Það kom glampi í augu
Hannesar þegar hann sagði frá
fólkinu sem átti leið hjá og var að
velta þessu tæki og manninum
fyrir sér og horfði alveg sérstak-
lega hugsi á utanborðsmótorinn.
Hannes var alla tíð mjög
hraustur og sterkur. Það var
upp í bústað fyrir tæpum þrem-
ur mánuðum síðan, að ég var að
moka undan bústaðnum þar sem
Hannes Reynir
SigurðssonÚtför elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJARNA SÍMONARSONAR
HÁKONARSONAR
bónda,
Haga, Barðaströnd.
fer fram frá Hagakirkju laugardaginn
27. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Þennan dag verður aukaferð með Baldri frá Stykkishólmi
kl. 09.30 og til baka frá Brjánslæk kl. 17.30.
Kristín Ingunn Haraldsdóttir
Björg Bjarnadóttir Eiríkur Jónsson
Margrét Bjarnadóttir Kristján Finnsson
Jóhanna Bjarnadóttir Árni Þórðarson
Hákon Bjarnason Birna Jónasdóttir
Kristín Bjarnadóttir
Haraldur Bjarnason María Úlfarsdóttir
Gunnar Bjarnason Regína Haraldsdóttir
afa- og langafabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BIRGIR PÁLSSON
frá Stóruvöllum í Bárðardal,
fyrrum garðyrkjubóndi í Gufudal og
verkstjóri hjá Hagvirki,
lést föstudaginn 19. október á Land-
spítalanum í Fossvogi. Jarðarförin fer fram í
Hveragerðiskirkju laugardaginn 3. nóvember klukkan 14.
Guðbjörg S. Birgisdóttir Guðmundur G. Norðdahl
Sævar Birgisson Gerður Sævarsdóttir
Brynja Birgisdóttir Bjarni Kristinsson
Árni Birgisson Ásta Hólm Birgisdóttir
Sigurbjörg Birgisdóttir Þorsteinn Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir,
LILJA GRÉTARSDÓTTIR
búvísindakandídat,
Hávarsstöðum, Hvalfjarðarsveit,
lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 19. október.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í
Hvalfjarðarsveit þriðjudaginn 30. október klukkan 14.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Julio Gutierrez
Narcisa Gutierrez
Emiliano Gutierrez
Hólmfríður Gísladóttir
Grétar Jónsson
Sigríður Hilda Radomirsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTJANA HELGA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Núpalind 6, Kópavogi,
lést miðvikudaginn 3. október.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 29. október klukkan 15.
Kristjana Bjarnadóttir Þorsteinn Sigurðsson
Ólöf Bjarnadóttir Guðlaugur G. Jónsson
Ása Bjarnadóttir Árni Valur Árnason
Elín Hreindal Bjarnadóttir
Birna Bjarnadóttir Gísli Örn Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Sandbrekku, Hjaltastaðarþinghá,
Laufási 5, Egilsstöðum,
lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju föstu-
daginn 19. október.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 27. október
klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hollvinasamtök Heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði.
Erlendur Steinþórsson Þorbjörg Gunnarsdóttir
Þorsteinn Ingi Steinþórsson Steinunn Ásmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Frændi okkar,
JÓN ÞORBERG VALDIMARSSON
sem lést föstudaginn 12. október, verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 31. október klukkan 13.
Valdimar Guðlaugsson
Ólína Guðlaugsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
LÁRA VILHELMSDÓTTIR
ljósmóðir,
Ægisgötu 14, Ólafsfirði,
lést föstudaginn 19. október.
Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn
27. október klukkan 14.
Jóna Vilhelmína Héðinsd.
Sigfríður Héðinsdóttir Ingimundur Sverrisson
Lára og Héðinn Ingimundarbörn
Okkar yndislega
SNÆDÍS GUNNLAUGSDÓTTIR,
lögfræðingur og jarðvinur,
er látin.
Fjölskyldan Kaldbak