Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jöfnuður eigna og tekna hefur aukist á Íslandi síðustu ár. Um það vitna opinberar hagtölur. Þetta er niðurstaða greiningar Samtaka atvinnulífsins (SA). Í fyrsta lagi er bent á að dregið hafi úr ójöfnuði tekna. Vísað er til þróunar á Gini-stuðlinum, sem sé viðurkenndur mælikvarði á ójöfnuð tekna. Stuðullinn sé á bilinu 0-100 og tákni hátt gildi mikinn ójöfnuð. „Hagstofa Íslands birtir stuðulinn reglulega fyrir Ísland og önnur Evrópulönd og er hann byggður á tekjum samkvæmt skattframtölum. Síðustu birtu tölur Hagstofunnar eru fyrir árið 2016 og var stuðullinn 24,1. Hann var lægri en árið 2015 og langt undir meðaltali síðustu 10 ára þar á undan,“ segir m.a. í greiningu sam- takanna. Hæstu launin hækkað minna Jafnframt er bent á svokallað lág- tekjuhlutfall sem Hagstofa Íslands birti. Sé litið til meðaltekna efstu tekjutíundar í samanburði við alla landsmenn fáist sama niðurstaða, „þ.e. að meðallaun efstu tekjutíund- arinnar hafi hækkað minna undan- farin ár en allra hinna og því hefur jöfnuður aukist“. Með líku lagi sýni alþjóðlegur samanburður Gini-stuðla á vef Hag- stofunnar að tekjuójöfnuður hafi ver- ið minnstur á Íslandi meðal Evrópu- ríkja árið 2016. Samtök atvinnulífsins ræða jafn- framt um þróun í skiptingu heildar- eigna. Vísað er til gagna á vef Hag- stofu Íslands og svars fjármála- ráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Hvort tveggja sýni að eignaójöfn- uður hafi farið minnkandi ár hvert frá árinu 2010, þegar hann hafi náð hámarki á því tímabili sem birt er. „Eignaójöfnuðurinn var minni árið 2016 en hann var árið 2007 og gildir þá einu hvort litið sé til hlutdeildar eignamestu 10%, 5%, 1% eða 0,1% einstaklinganna. Rétt er hins vegar að hlutdeild þeirra eignamestu var meiri árið 2016 en var á árunum 1997-2006 sem endurspeglar að miklu leyti þróun fasteignaverðs.“ Ísland nálægt meðaltalinu Samtök atvinnulífsins birta jafn- framt línurit yfir hlutdeild hæstu eignahópa í hreinum heildareignum. Heimildirnar eru Credit Suisse, Hagstofa Íslands og Alþingi. „Í nýjustu tölum Credit Suisse um eignaójöfnuð þjóða, fyrir árið 2017, er hlutdeild efstu tíundar af hreinum heildareignum á Íslandi nálægt með- altali þeirra landa sem eru í skýrsl- unni og sú lægsta á Norður- löndunum. Í 32 löndum af 40 er hlutur þeirra 5% ríkustu af hreinum eignum hærri en hér á landi og í 37 löndum ef miðað er við hlut þeirra 1% ríkustu,“ segir þar m.a. Annmarkar á mælingum Rifjað er upp að annmarkar séu á mælikvörðum á eignadreifingu. Þeir annmarkar valdi því að alþjóðlegar stofnanir á borð við Efnahags- og framfarastofnunina í París, OECD, og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birta almennt ekki tölur um eignaójöfnuð. Það geri þó nokkrir einkaaðilar og sé Credit Suisse bankinn þar fremstur í flokki. Loks er fjallað um Gini-stuðul eignadreifingar. Það sé annar mæli- kvarði á eignaójöfnuð sem birtur er í skýrslu Credit Suisse bankans fyrir 171 land. „Samkvæmt henni eru 164 lönd með meiri eignaójöfnuð en Ís- land og aðeins 7 með minni eigna- ójöfnuð. Eignaójöfnuður á Íslandi er sá þriðji minnsti meðal ríkja OECD samkvæmt skýrslunni. Öll Norður- löndin eru með mun hærri Gini- stuðla en Ísland, þ.e. mun meiri eignaójöfnuð samkvæmt þessari skýrslu,“ skrifa SA m.a. Jöfnuður eigna og tekna hafi aukist  Samtök atvinnulífsins segja opinberar hagtölur sýna fram á vaxandi jöfnuð eigna og tekna  Tekjuójöfnuður sé að minnka og hafi verið minnstur á Íslandi meðal Evrópuríkja árið 2016 Efstu 10% Efstu 5% Efsta 1% Efstu 10% Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1% Heimildir: Credit Suisse, Hagstofa Íslands og Alþingi Ta íla nd Sv íþ jó ð Rú ss la nd Ba nd ar íki n Su ðu r-A frí ka In dó ne sía In dl an d Br as ilía Kí na Da nm ör k Sí le Írl an d Au st ur rík i Þý sk al an d Pó lla nd Ísr ae l Si ng ap úr No re gu r Fi nn la nd Ís la nd Kó lu m bí a M ex íkó Sv iss Ka na da Po rtú ga l Ta íva n Té kk la nd Br et la nd Su ðu r-K ór ea Ný ja -S já la nd Gr ikk la nd Ho lla nd Rú m en ía Sp án n Fr ak kla nd Ás tra lía Íta lía Be lg ía Ja pa n Un gv er ja la nd Hlutdeild hæstu eignahópa af hreinum heildareignum 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% ’97 ’99 ’01 ’03 ’05 ’07 ’09 ’11 ’13 ’15 ’16 Ísland 1997 til 2016 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Viðmiðunarlönd í skýrslu Credit Suisse fyrir 2016/2017 5 6 9 22 44 63 44 62 1916 38 56 Gini-stuðull ráðstöfunartekna Heimild: Hagstofa Íslands ’04 ’07 ’10 ’13 ’16 Ty rk la nd Se rb ía Bú lg ar ía Li th áe n Rú m en ía Sp án n Le ttl an d Gr ikk la nd Po rtú ga l M ak ed ón ía Íta lía Ei st la nd Ký pu r Br et la nd Lú xe m bo rg Kr óa tía Pó lla nd Þý sk al an d Írl an d Sv iss Fr ak kla nd M al ta Un gv er ja la nd Da nm ör k Sv íþ jó ð Au st ur rík i Ho lla nd Be lg ía Fi nn la nd Té kk la nd No re gu r Sl óv en ía Sl óv ak ía Ís la nd OECD-löndin árið 2016 Ísland 2004 til 201640 35 30 25 20 15 10 5 0 40 35 30 25 20 15 10 5 0 28 28 25 25 24 2424 30 Allt um sjávarútveg Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti í gær fyrstu íslensku skólunum sem verða þátttakendur í alþjóðlegu skólaneti UNESCO – Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna viðurkenningu. Skólarnir sem um ræðir eru Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ, Kvennaskólinn í Reykjavík, Landakotsskóli og Salaskóli í Kópavogi. Afhendingin fór fram í Sala- skóla, en á undan henni tóku nem- endur í 9. og 10. bekk þátt í heimsins stærstu kennslustund ásamt Elizu Reid. Forsetafrúin er verndari Félags Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi. Hvatti hún nem- endur til að vinna að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð- anna en í gær var dagur Samein- uðu þjóðanna. Hátíðarstund Lilja Alfreðsdóttir með fulltrúum skólanna í Salaskóla í gær. Fimm skólar hlutu viðurkenningu F IM M TU DAGSLEIKU R • M O RGUNBLAÐ SI N S • FINNDU HAPPATÖLUNA Í BLAÐINU – og þú gætir dottið í lukkupottinn BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 S V E F N S Ó F A R TURI kr. 149.800 frá Innovation Living Denmark
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.