Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018 Jamal Khashoggi er 59 ára gamall blaðamaður frá Sádi- Arabíu. Hann hefur ítrekað gagnrýnt Mohammed bin Salman, krónprins Sádi- Arabíu, sem nú þegar hefur tögl og hagldir í landinu, og uppskorið óvild fyrir. Í nóvember 2017, eftir að Salman lokaði tugi við- skiptajöfra og kóngafólks inni í lúxushóteli og krafðist þess að það léti af hendi háar fjár- hæðir, skrifaði hann: „Ef prins getur borgað einn milljarð dollara fyrir frelsi sitt, hversu mikið þarf samviskufangi að borga? Hversu mikið munum við öll þurfa að borga til að fá frelsi okk- ar?“ Jamal Khashoggi hugðist gangafrá pappírum vegna fyrirhugaðshjónabands þegar hann gekk inn í ræðismannsskrifstofu Sádi- Arabíu í Istanbúl upp úr hádegi þriðjudaginn 2. október. Fyrirhuguð eiginkona hans, Hatice Cengiz, var með í för og beið fyrir utan. Khashoggi hafði gagnrýnt stjórn- völd í Sádi-Arabíu og höfðu viðhorf hans birst í dálkum í bandaríska dag- blaðinu Washington Post. Hann flúði Sádi-Arabíu í september og bjó í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann hafði sótt um ríkisfang. Khashoggi hafði talað um að senni- lega gæti hann aldrei snúið aftur til Sádi-Arabíu, fæðingarlands síns. Cengiz skrifaði í grein í Wash- ington Post á þriðjudag þar sem hún skoraði á bandarísk stjórnvöld að grípa til aðgerða vegna hvarfs Khas- hoggis. Þótt hann hefði vitað að skoð- anir sínar hefðu reitt ákveðna menn til reiði hefði hann farið inn í ræð- ismannsskrifstofuna „án nokkurs vafa um að þar væri hann öruggur“. Þegar hún hafði beðið fyrir utan sendiráðið í þrjár klukkustundir gripu hana hins vegar „ótti og áhyggjur“. Daginn eftir að Khashoggi hvarf var greint frá málinu í Washington Post og sagt að ekki hefði sést til hans frá því hann fór inn í skrifstof- una, ógerningur væri að ná í hann og ástæða væri til að hafa af því áhyggj- ur. Tyrknesk stjórnvöld sögðust telja að hann væri enn staddur á ræð- ismannsskrifstofunni og kvöddu sendiherra Sádi-Arabíu á fund í tyrk- neska utanríkisráðuneytinu. Á þriðja degi brugðust Sádar loks við og lýstu yfir því að Khashoggi hefði horfið „eftir að hann yfirgaf ræðismannsbygginguna“. Moham- med bin Salman, krónprins Sádi- Arabíu, sagði daginn eftir í viðtali við fréttaveituna Bloomberg að Khas- hoggi væri ekki inni í ræðismanns- skrifstofunni, en Sádar væru reiðu- búnir að víkja reglum um friðhelgi til hliðar og tyrkneskum stjórnvöldum væri velkomið að gera þar húsleit. Salman hefur komið á ýmsum um- bótum í Sádi-Arabíu, en líður enga gagnrýni og hafa 15 blaðamenn verið handteknir í landinu undanfarið ár. Talið er að allt að þrjátíu blaðamenn séu í haldi í landinu um þessar mund- ir. Laugardaginn 6. október birti franska fréttaveitan AFP frétt þar sem haft var eftir heimildarmanni úr tyrkneska stjórnkerfinu að tyrk- neska lögreglan teldi að Khashoggi hefði verið myrtur í ræðismanns- skrifstofunni. „Lögreglan telur sam- kvæmt fyrstu niðurstöðum að 15 manna sveit, sem sérstaklega var send til Istanbúl og fór sama dag, hafi myrt blaðamanninn,“ sagði heimildamaðurinn. Tyrkneskir fjölmiðlar greindu í kjölfarið frá því tyrknesk yfirvöld teldu að mögulegt væri að Khas- hoggi hefði verið rænt og hann flutt- ur til Sádi-Arabíu. Einnig kom fram að Tyrkir héldu að sveitin, sem send var til höfuðs Khashoggi, hefði haft upptökur öryggismyndavéla úr ræð- ismannsskrifstofunni með sér. Er leið á vikuna kom meira fram. Á þriðjudag var haft eftir háttsettum tyrkneskum embættismönnum að fyrirskipunin um að ráða Khashoggi af dögum hefði komið frá æðstu ráða- mönnum við hirðina í Sádi-Arabíu. Útsendararnir hefðu komið með tveimur einkaflugvélum og farið samdægurs. Allir væru þeir á mála hjá stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Þeir hefðu myrt Khashoggi innan tveggja klukkustunda frá því að hann gekk inn í ræðismannsskrifstofuna. Þeir hefðu síðan notað kjötsög, sem þeir hefðu haft meðferðis, til að hluta líkið í sundur. „Þetta var eins og Pulp Fiction,“ sagði einn embættismaður og vísaði til myndar Quentins Tar- antinos. Einn heimildarmaður sagði þó að enn væri talið mögulegt að Khas- hoggi hefði verið rænt. Eftir öðrum var haft að tyrkneska leyniþjónustan hefði komist yfir myndskeið, sem sýndi morðið á Khashoggi. Á fimmtudag birtist frétt í Wash- ington Post um að Mohammed bin Salman hefði fyrirskipað aðgerð um að „lokka“ Khashoggi aftur heim. Sagði blaðið að þetta ráðabrugg kæmi fram í samskiptum, sem bandarískar leyniþjónustur hefðu hlerað. Bandarísk stjórnvöld segja þó að þau hafi engan pata haft af því fyrirfram að til stæði að láta til skarar skríða gegn honum. Sádar halda því enn fram að Khas- hoggi hafi yfirgefið ræðismann- skrifstofuna á lífi, en segja að örygg- ismyndavélar hafi verið í lamasessi þennan dag. Leyfi til að leita á skrif- stofunni hefur verið formlega veitt. Sú leit hefur enn ekki farið fram. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur þrýst á Sáda að sanna að Khashoggi hafi farið frá ræðismanninum á lífi. Tyrkir myndu ekki taka þessu þegjandi. Erdogan hefur þó ekki gengið svo langt að fullyrða að hann hafi verið myrtur líkt og heimildarmenn úr embættis- mannakerfi hans halda fram. Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist einnig svara og sagðist hafa átt samtal við æðstu ráðamenn Sáda „oftar en einu sinni“. Stjórn hans hefur lagt áherslu á að rækta sam- skipti við bin Salman og myndað bandalag um að draga úr áhrifum Ír- ana í Miðausturlöndum. Þar gæti nú hlaupið snurða á þráðinn. „Við getum ekki látið þetta gerast,“ sagði Trump. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varaði við því að það yrðu „alvarlegar afleiðingar“ ef ásak- anirnar reyndust réttar. Hið dular- fulla hvarf Khashoggis Ekkert hefur spurst til blaðamannsins Jamals Khashoggis frá því hann gekk inn í ræðisskrif- stofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Fer þrýst- ingur á stjórnvöld í Ríad vegna málsins vaxandi. Karl Blöndal kbl@mbl.is Jamal Khashoggi Illa séð gagnrýni AFP Maður í gervi Mohammeds bin Salmans, krónprins Sádi-Arabíu, mótmælir hvarfi Jamals Khashoggis fyrir utan sendiráð Sáda í Washington í Bandaríkjunum. Khashoggi hvarf 2. október á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl. VENESÚELA CARACAS Mörg hundruð manns fylgdu stjórnarandstæðingn- um Fernando Alban til grafar í Venesúela og kröfðust réttlætis. Alban lést í varðhaldi hjá stjórnvöldum landsins. Sögðu stjórnvöld að hann hefði svipt sig lífi með því að stökkva út um glugga á tíundu hæð. Stuðningsmenn hans segja að hann hafi verið myrtur. Alban var gefi n að sök aðild að drónatilræði við Nicolas Maduro, forseta landsins. KAMERÚN YAOUNDE Úrslit kosninganna í Kamerún fyrir viku eru enn ekki ljós. Paul Biya sækist eftir því að sitja á stóli forseta sjöunda kjörtímabilið í röð. Andstæðingur hans, Maurice Kamto, lýsti yfi r sigri, en stjórnvöld sögðu að það væri ótímabært. Stjórn- völd hafa 15 daga til að safna saman atkvæðum alls staðar að, telja og tilkynna úrslit. Biya er fæddur 1933 og hefur verið búsettur í forsetahöllinni í Yaounde frá 1982. KASAKSTAN BAIKONUR Tveir geimfarar, Bandaríkjamaðurinn Nick Hague og Rússinn Alexei Ovtsjinín, björguðust giftusamlega þegar geimfl aug þeirra af gerðinni Sojus hlekktist á þegar henni var skotið á loft á fi mmtudag. Þeir voru tveir í áhöfninni og tókst að nauð- lenda fl auginni, sem skotið var á loft í Kasakstan. Förinni var heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fjölskyldur þeirra tóku á móti þeim á Krajní-fl ugvelli. Rússar hafa fyrirskipað rannsókn á óhappinu. INDÓNESÍA PALU Stjórnvöld á Indónesíu lýstu yfi r því á fi mmtudag að leit yrði hætt að fórnarlömbum jarðskjálftans og fl óðbylgunnar sem gengu yfi r eyjuna Sulawesi 28. september og ollu miklu tjóni í borginni Palu. Lík 2.073 manna hafa fundist. Talið er að jarðneskar leifar fi mm þúsund manna séu enn grafnar undir rústum. 200.000 manns eru í bráðri þörf fyrir aðstoð í Palu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.