Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 31
Sérfræðingar bentu á að með dýfu vikunnar hefðu sum fyrirtæki af stærri gerðinni lækkað í verði um fimmtung síðasta misserið eða svo og sum um þriðj- ung. Þetta væri áberandi í tæknigeiranum. Spurningin, sem væri á allra vörum væri sú, hvort hér væri leiðrétting, og þá jafnvel nauðsynleg leið- rétting sem hægt væri að byggja áframhaldandi vöxt á, eða hvort vikan nú væri vísun á annað verra. Sumir spekinganna bentu á þá staðreynd að nú væri október og sá mánuður væri sérlega varasamur. Árið 1929 og október þess árs var hvíslað til sögunnar og sopnar hveljur. Þá var bent á bakslagið í október 1987 og loks á október 2008. Því þótt september þess árs væri stundum dreginn fram vegna bræðranna Lehmans, þá hafi október samt verið hinn raunverulegi örlaga- mánuður. Og eins og áður sagði og væri ágreiningslaust að nú væri einmitt október. Aðrir bentu þá á að einmitt vegna atburðanna fyrir 10 árum gætu viðbrögðin nú, verið óvenjulega snörp með hliðsjón af mikilli um- ræðunni og sárum minningum. Það gæti aukið dýfuna að mun og jafnvel umfram allar forsendur. Þetta árið hefðu trilljónir dollara (sem bréfritari vill ekki vita hvað er mikið í íslenskum) fokið út í buskann. Það hlýtur að vera gósentíð í buskanum núna, sagði fyndni maðurinn, en enginn brosti, sem lýsir alvör- unni. En annar viðmælandi sagði þá að spyrja mætti sig hvaðan það sem fauk núna hafi komið. Sú eigna- aukning hafi ekki síst átt rót í vaxandi væntingum um batnandi tíð. Þær væntingar stæðu ekki nægjanlega föstum fótum og því ekki innstæða fyrir hinni miklu verðmætisaukningu á markaði. Þess vegna væri vafa- samt að tala um að eitthvað raunverulegt hefði tapast. Hið rétta væri að það sem ekki hefði í raun verið til væri ekki lengur til og í því fælist hvorki tap né gróði. Fyndni maðurinn hefði getað átt gott innskot en stillti sig. Efnisleg umræða um óefnislega þætti En á Íslandi hafa kannski einhverjir gotið auga til að- alfunda árin 2004-2008 þar sem gleðin var ósvikin og kannski það eina sem þá var með öllu ósvikið þar. Eignagleðin á þessum fundum var gjarnan tendruð með vísun í óefnislegar eignir sem samrunar og til- færslur og jafnvel hreint hringl var eldsmaturinn í. Nafnið, „óefnislegar eignir“ er gott. Ríkisstjórnin í buskanum, þangað sem allt fýkur, hlýtur að hafa lagt það til. Orðið segir að þessi þáttur eignanna sé loft. Úr því gerðu margir sér mat. Þeir sem bestan aðgang höfðu gátu þannig fengið lán sem aldrei stóð til að end- urgreiða. Hver væntir endurgreiðslu þegar veðið er loft? Umgengnin um óefnislegar eignir er sögð hafa lagast verulega og virðingin fyrir þeim minnkað. Sé það rétt er það fagnaðarefni. En óefnislegar eignir hafa þó síðan forframast enn meir, því segja má að þær hafi komið sér upp sinni eigin mynt. Hún gengur undir ýmsum nöfnum, en bitcoin er hið þekkt- asta. Í líðandi viku kallaði hagfræðifrömuður í frægari kantinum þessa mynt þó „shitcoin“ og er ekki víst að það hafi hann gert í virðingarskyni. Í Suður-Ameríku er Venesúela, áður burðugt og stöndugt, en svo lagði sósíalisminn „líknandi hönd“ yfir landið. Venesúela hefur sína eigin mynt, bolívar, sem sósíalisminn hefur leikið grátt. Hinn 1. janúar 2008 breyttu byltingarhetjurnar nafni gjaldmiðilsins í bolívar fuerte og 20. ágúst sl. var nafninu enn breytt og nú í bólivar soberano. Þurfti þá að borga 100.000 bolívar fuerte fyrir einn bolívar soberano. (Þar sem að þessar tölur eru tveggja daga gamlar og milljón % verðbólga er í Venesúela þá kann verð á bolívar fuerte að hafa breyst.) Iðulega er birt mynd af bitcoin-peningnum í öllum helstu fjölmiðlum heims, þótt peningurinn sá hafi sömu náttúru og ósýnilegi maðurinn sem fann hann upp og þeir hafi hvorugur sést og því aldrei náðst á mynd, hvorki einir né saman. Og þótt nafnið sem þessi hagfræðigúrú gaf bitcoin- myntinni sé hugsanlega við hæfi, gætu yfirvöld í Caracas viljað eiga kost á nafninu þegar þeir halda bolívar upp til skírnar í fjórða sinn. Staðlaðar fréttir og stuðlaðar Þegar ljóst varð að Glitnir var að fara fyrir réttum tíu árum barst vísa um netið og er sú tilkynning um at- burðina sú sem lengst hefur lifað: „Hlýði fólk á mína melding: í morgun laust hér niður elding. Okkar bíður ógn og gelding. Undirritað: Lárus Welding.“ Morgunblaðið/Eggert ’ Trump forseti varð ekki betur skilinn en svo að hann teldi að seðlabankinn hefði tekið létt brjálæðiskast í umgengni sinni við stýrivexti. Bankinn hlýtur, þrátt fyrir þá dembu, að halda sig við þessa áætlun sem hann hef- ur þegar birt. Það mundi veikja tiltrú bankans og efnahagsstjórnar ríkisstjórn- arinnar kiknaði hann gagnvart slíkri ádrepu. 13.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.