Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018 Easy2Clean Mött veggmálning sem létt er að þrífa Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST VETTVANGUR Tíu ár eru frá því að ríkisstjórnBretlands sendi út opinberayfirlýsingu þess efnis að Ís- lendingar væru hryðjuverkaþjóð og vorum við þar með, í London alla vega, komin undir sama hatt og Al Kaeda og Norður-Kórea. Breska stjórnin þurfti nefnilega lagalega syllu til að standa á í við- ureign sinni við íslenska banka að ógleymdum íslenskum skattgreið- endum. Og eins og við vitum þá er allt leyfilegt í stríði við hryðju- verkamenn. Ekki var lítið í húfi. Bretar höfðu umvafið breska viðskiptavini gylli- boðabankans Icesave og ætluðust nú til þess að íslenskir skattgreið- endur borguðu breskum yfirvöldum fyrir umstangið og þá einnig him- inháa vexti því ekki þótti nægja að viðskiptavinum Icesave yrði greitt í topp heldur ætlaði breska ríkið líka að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Göm- ul nýlenduríki kunna á þjóðir í þrengingum. Breska stjórnin var borubrött enda höfðu þeir Brown og Darling allt lögregluveldi kapítalismans á sinni sveif. AGS stýrði þumalskrúf- unum og ESB minnti á alvöru máls- ins með lágraddaðri bakraddasveit. Við heyrðum hummið alla leið til Ís- lands frá stjórnarfundum AGS í Washington. Meira að segja Norð- urlöndin, að undanskildum Færey- ingum sællar minningar, tóku þátt í ofbeldinu. En í hverju skyldi alvara málsins hafa ver- ið fólgin? Svarið er einfalt. Þegar kapítalisminn kemst í illleysan- leg vandræði með fjármála- kerfi sitt þá skal almenningur lát- inn blæða. Nú síðast fengu Grikkir að borga þýskum og frönskum bankabröskurum með afsali á nátt- úruperlum sínum. Í okkar tilviki ætluðust Bretar og Hollendingar til þess að Alþingi, löggjafarstofnun þjóðarinnar, sæi til þess að samn- ingur yrði lögfestur um skuldbind- ingar íslenskra skattborgara til að standa straum af herkostnaðinum við Icesave. Og þegar til stóð að samþykkja þetta í ágúst 2009 með þeim fyrirvara að Íslendingar færu ekki í gjaldþrot fyrir vikið, þá var því hafnað af gömlu nýlenduveldun- um tveimur. Var nú gerð önnur til- raun en niðurstaðan af henni fór í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 98% þjóðarinnar sögðu nei. Þetta er í rauninni hið söguleg- asta við hrunið. Og það vissu eftir- litsmenn kapítalismans. Það má nefnilega aldrei leyfa almenningi að greiða atkvæði um tvennt: milli- ríkjasamninga og peningamál. Al- menningur á að halda sig við flug- velli og hundahald. Meira að segja samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs gæti þjóðin ekki krafist atkvæða- greiðslu um Icesave! En almenningur gerði engu að síður kröfu um þjóðaratkvæða- greiðslu. Og hvers vegna skyldi það hafa verið? Nú erum við farin að nálgast gleymda afmælisbarnið, InDefence-hópinn sem svo kallaði sig. Það var hann sem setti fram kröfuna um aðkomu þjóðarinnar. InDefence-hópurinn, sem saman- stóð af tugum einstaklinga í upphafi og að sjálfsögðu kjarnavinnuhópi, reiddi fram upplýsingar eins og þær gerast bestar, reyndi með skipulegum hætti að nálgast bresku þjóðina, ekki bara stjórnvöldin, og spurði: Eigum við, fólkið, ekki að standa saman? Áttatíu og sex þús- und manns undirrituðu þá beiðni. Í farabroddi stóðu Agnar Helgason, mann- fræðingur, Davíð Blöndal, eðlisfræð- ingur, Ólafur Elías- son, píanóleikari, Eiríkur Svavars- son, hæstaréttar- lögmaður, Ragnar Ólafsson, félags- sálfræðingur, Torfi Ólafsson, verk- fræðingur, Sigurð- ur Hannesson, stærðfræðingur, Magnús Árni Skúlason, hagfræð- ingur, Jóhannes Þór Skúlason, kennari og sagnfræðingur, Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, stjórnmálamaður, og á þeim tíma afgerandi í umræðu um skipulags- mál … og fleiri og fleiri. Þetta var þverpólitískur hópur fræðimanna, listamanna, einstaklingar úr ýmsum geirum þjóðfélagsins. Og aftur efndi InDefence til undirskrifta- söfnunar, nú til að krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu um Icesave- skuldbindingarnar. Sú undirskrifta- söfnun gerði forseta lýðveldisins mögulegt að skjóta málinu til þjóð- arinnar. Þetta var afrek. Margt hefur verið sagt um hrun- ið og er þó enn margt ósagt. Allt á sinn tíma. En þetta er vitað og augljóst: af- rek InDefence. Látum InDefence, gleymda af- mælisbarnið, njóta sannmælis í söguminni þjóðarinnar. InDefence: Gleymda afmælisbarnið ’Margt hefur veriðsagt um hrunið oger þó enn margt ósagt.Allt á sinn tíma. En þetta er vitað og aug- ljóst: afrek InDefence. Látum InDefence, gleymda afmælisbarn- ið, njóta sannmælis í söguminni þjóðarinnar. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Morgunblaðið/RAX Una Sighvatsdóttir, fulltrúi Ís- lensku friðargæslunnar hjá Nato, tísti: „Hnaut um instagram hjá ferðagrammara sem fór til Norð- ur-Kóreu og fannst allt svo litríkt og vinalegt og ekkert stórmál að þurfa að hneigja sig fyrir styttum af Kim-feðgum og bara „don’t believe the lies of Western media“. Er svo reið að ég get ekki sofnað.“ Spennusagna- höfundurinn Yrsa Sigurð- ardóttir henti út spurningu í kos- mós Twitter í vikunni og tísti: „Létt verk og löðurmannlegt. Hvað í fjandanum er „löðurmaður““? Kollegi Yrsu, rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir, svaraði: „Starfs- maður bílaþvottastöðvarinnar Löðurs?“ Yrsa fékk að lokum það svar í athugasemd að löðurmenni væri ræfill eða kraftalítill maður. Brandarar tengdir bröggum og dönskum stráum hafa verið fyrir- ferðarmiklir á samfélagsmiðlunum. Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur með meiru, tísti um vonbrigði sín með gúggli og hvernig bragginn hefur toppað hans eigið nafn í sjálfvirkri fyllingu í leitar- gluggann: „Það sem fer mest í taugarnar á mér við þennan fokkvítans bragga er að hann er farinn að toppa mig í mínum eigin leitarniðurstöðum.“ Og Birta Björnsdóttir frétta- kona fór í bakarí og tísti: „Föstudag- urinn 12. októ- ber 2018. Bakarí á höfuðborgar- svæðinu. Birta: „Ég ætla að fá hjá þér fjórar kringlur og fjögur rúnstykki.“ Afgreiðslukona: „Já, borða hér eða taka með.““ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.