Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018 F eda Abdelhady-Nasser, sendiherra og varafasta- fulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, kom á föstudagsmorgni til Íslands og hafði dvalið um helgina hér á landi þegar blaða- maður ræddi við hana sl. mánu- dagsmorgun. Það var búið að vera nóg að gera hjá henni en hún kom hingað til lands til að taka þátt í málstofu á vegum RIFF og Höfða, friðarseturs Reykjavíkurborgar og HÍ. Málstofan fór fram að lokinni sýningu á heimildarmyndinni Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátt- töku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Líka fjölskylduferð „Ég tók syni mína með mér því mér fannst þetta vera einstakt tækifæri fyrir þá. Við erum búin að heimsækja marga fallega staði og erum líka búin að ganga um Reykjavík,“ segir hún en þau heim- sóttu Geysi, Þingvelli, Gullfoss og Gömlu laugina á Flúðum, sem hún var sérstaklega hrifin af. „Ég var íklædd úlpu í kuldanum og sá ekki fyrir mér að fara í sund- föt en þetta hafðist og við fórum út í. Þetta var svo einstaklega af- slappandi, mjög róandi og þægi- legt,“ segir hún en strákarnir hennar eru 12 og 17 ára og hún segir að þeir hafi báðir haft gaman af Íslandsferðinni. Abdelhady-Nasser er búsett í Bandaríkjunum, í New York þar sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð- anna eru. Aðspurð hvort hún ferð- ist mikið segi hún að fastafulltrúi Palestínu hjá SÞ ferðist meira en hún sem varafulltrúi fari þó stöku ferðir. Rödd kvenna þarf að heyrast „Það er skrýtið að segja það en ég fer helst þegar það vantar konu sem fyrirlesara, annars vilja ráða- menn helst tala við karlana sem ráða. Undanfarið hef ég fengið nokkur boð um að koma og tala vegna þess að það þarf sjónarhorn diplómata sem er kona eða að rödd kvenna þarf að heyrast.“ Hún segir frá ráðstefnu sem henni var boðið að taka þátt í ný- verið sem hafi verið áhugaverð en hún var haldin á vegum Churches for Middle East Peace í Bandaríkj- unum. „Þetta eru samtök margra stofn- ana sem byggjast á trú og vilja stuðla að friði, öfugt við suma trúarhópa sem taka markvisst þátt í að koma í veg fyrir frið og vilja frekar flækja hlutina. Áhugavert var að þetta var ráðstefna einvörð- ungu fyrir konur.“ Hún segir að konur séu oft í því hlutverki að vera fulltrúar breyt- inga í samfélaginu. „Ef þær fá tækifæri til þess og leita eftir þeim tækifærum, því þau koma ekki svo auðveldlega, held ég að sífellt fleiri konur átti sig á því að þær verði að grípa það þegar það gefst. Þegar konum er stefnt saman á þennan hátt skapar það kraftmikinn grundvöll fyrir áhrifa- ríkar samræður.“ Ástandið farið versnandi Nú eru liðin 25 ár síðan stjórnmálaleiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóar- samkomulagið sem leiða átti til stofnunar ríkis Palestínu og var- anlegs friðar. Síðan þá hefur ástandið á hernumdu svæðunum farið hríðversnandi. Áðurnefnd mynd sem sýnd var á RIFF var innlegg í umræðuna. „Hún er sögu- leg en hún á mjög vel við í dag því þarna er verið að ræða um að- stæður sem hafa bara versnað og krefjast þess að konur standi upp og taki sér það hlutverk sem þeim er ætlað í leit að varanlegri lausn á Afstaða Íslands skiptir máli Palestína þarf stuðning á alþjóðavettvangi, segir Feda Abdelhady-Nasser, sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hún segir það að styðja réttindi Palestínumanna og gagnrýna Ísrael sé ekki það sama og gyðingahatur heldur stuðningur við frelsi og mannréttindi. Hún segir konur geta verið leiðandi fulltrúa breytinga í samfélaginu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is „Nei, þið ættuð ekki að taka þátt í Eurovision í Ísrael,“ svarar Abdelhady-Nasser aðspurð án um- hugsunar. „Þið ættuð ekki að láta eins og hernámið sé eðlilegur hlutur, ekki gera þennan stöðuga ágang sem fólk hefur þurft að þola í áratugi að venjuleg- um hlut. Vandamálið er að það hefur verið litið á Ísrael eins og hvert annað land. Já, Ísrael er hluti af alþjóðasamfélaginu og það er ríki og Palestína viðurkenndi rétt Ísraels fyrir meira en 25 árum. Ísrael hefur hins vegar ekki rétt á að vera til á kostnað annarra. Við viljum vera til hlið við hlið, byggt á landamærunum frá 1967, en það sem hef- ur gerst er að Ísrael hefur haldið hernáminu áfram og neitað réttindum Palestínumanna og komist upp með það. Þetta er ekki tvennt að- skilið; ríkisstjórnin sem blokkerar Gaza og rænir landi er sama ríkisstjórnin og heldur Eurovision. Fólk er hrætt um að ef það tekur ekki þátt í keppninni lendi það í vandræðum eða einelti en það er þess virði að taka þessa áhættu,“ segir hún. „Rétt fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu átti Argentína að spila æfingalandsleik við Ísrael í Jerúsalem. Argentínska knattspyrnusambandið hætti við þátttöku. Það varð uppnám en á end- anum gerðu knattspyrnumennirnir það rétta í stöðunni og settu fordæmi.“ Sífellt fleiri tónlistarmenn og hljómsveitir hætta við eða vilja ekki spila í Ísrael. „Tónlist- arfólk, leikarar og íþróttafólk virðist vera hug- aðra en stjórnmálafólkið og það getur hjálpað til við að leiða okkur áfram. Það gefur málstað Pal- estínumanna sýnileika þegar einhver eins og Lorde eða Lana del Rey segjast ekki ætla að spila í Ísrael eða þegar leikari á borð við Danny Glover talar gegn hernáminu eða Hugh Grant talar fyrir UNRWA. Messi hefur sýnileika og milljónir aðdá- enda. Hann getur fengið fólk til að hugsa.“ „Ekki taka þátt í Eurovision“ Netta Barzilai tryggði Ísrael sigur í Eurovision á síðasta ári og verður keppnin því haldin í Ísrael á næsta ári. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.