Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 21
Plast og plexígler
er draumaefniviður
þeirra sem vilja leyfa birtu
og stærð rýmisins að njóta sín og
þar er Philippe Starck guðfaðirinn.
Speglarnir sem kallast „Me only“ koma í
nokkrum litum og svo er hilla hönnuðarins sem
kallast Ghost Buster mjög flott undir ilmvatns-
glös og handklæði á baðherberginu. Kartell
framleiðir.
Casa
Spegill: 34.900 kr.
Hilla (sérpöntun): 134.900
13.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21
Brögð sem stækka
Hvort sem þú býrð á fáum eða fleiri fermetrum þá kemur það nær alltaf vel
út að ýta undir tilfinninguna um að rýmið sé stærra en það er, skipuleggja
fermetrana þannig að þeir nýtist vel og passa að fara ekki þveröfuga leið;
koma hlutunum þannig fyrir að híbýlin virki þrengri og minni.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Veggfastar Mistral-hillueiningarnar eru ljómandi lausn til að nýta gólf-
plássið betur enda geta sjónvarpsborðin til dæmis verið plássfrek.
Ilva
168.000 kr. (miðað við samsetningu á mynd)
Hér er rýmið þröngt en með hugkvæmni virkar það mun stærra. Borðið
er úr gleri en það að sjá í gegnum hluti stækkar rýmið og stóllinn er án
arma en armastólar eiga oft til að loka rýminu þar sem þeir taka mikið til
sín. Skenkurinn, sem er úr Habitat og kallast Gimm, er svo kirsuberið,
hirsla sem tekur mikið en er eins og framlenging á veggnum og sprautu-
lökkunin endurkastar birtunni. Takið eftir að hér er enginn feiminn við
að leika sér með smá litaglaða listsköpun á veggnum.
Habitat
98.000 kr.
Það lyftir minna rými að hafa eitt mjög áberandi og litríkt
húsgagn og ekki er verra ef það er góð hirsla í því. Jensen
Plus-skáparnir koma í ótal stærðum, með skápahurðum í
nokkrum litum og mismunandi áferð.
Penninn húsgögn
Verð eftir samsetningu
Þær eru mikil blessun fyrir skipulagið, Skådis-hirslutöflurnar, en hægt er að
setja þær saman á óteljandi vegu. Hér eru þær notaðar til að framlengja fata-
herbergið og geyma hluti sem mynda gjarnan ringulreið í vistarverum.
IKEA
Strípuð tafla: 1.950-2.450 kr.
Aukahlutir: 190-13.500 kr.
Það er alger synd þegar þungir hægindastólar byrgja fyrir birtu og loka fallegu útsýni. Gepard Naver-hægindastólinn gerist
ekki sekur um það heldur er bakið létt og mikill kostur að hann er armalaus.
Casa
439.000 kr.