Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018 L íðandi vika skók fjármálamarkaði. Þeir sem lýsa alþjóðlegum atburðum af því tagi beint eru um sumt líkir þeim sem lýsa fótbolta í beinni. Bæði er að kunnuglegar setningar koma fyrir í sífellu ár eftir ár og það er ekki endilega ljóst hvort þær hafi einhverja raunverulega merkingu. En okkur, hlustendum í fótboltanum, þyk- ir þetta passa prýðilega. Lýsingin ber með sér að allt sé þetta nýtt, hver spyrna muni koma algjörlega á óvart, og eins það að markmaðurinn skutli sér oftast í vitlaust horn í víti og fái 50 milljónir króna fyrir það á viku, enda sé hver leikur nýtt upphaf og án fortíðar: „Þessi leikur er algjörlega óskrifað blað. Allt getur þó gerst, eins og þjálfarinn sagði áðan. Hann telur að vísu að sitt lið geti unnið og eigi að vinna. En það borgi sig þó aldrei að vanmeta andstæðingana, sem hann segist þó gera hiklaust þegar það á við! Þeir séu auðvitað til alls vísir og það sé enginn vafi á því að þeir spili upp á vinning. Hann sé þó alls ekki í hendi. Þessi lið, svo ekki sé minnst á þjálfarana, sem minnst var á áðan, spila ekki upp á jafntefli. Jafntefli er eitur í þeirra beinum. En jafntefli gæti samt orðið niðurstaðan. Þannig er fótboltinn bara, að það er ekki nokkur leið að spá í hann. Bæði liðin gætu auðvitað unnið, þó ekki í senn og jafntefli er alls ekki útilokað, þrátt fyrir allt, svo möguleikarnir eru nánast ótelj- andi.“ Þetta er allt hverju orði sannara og það er alltaf jafn hressandi að heyra þetta. Og þar sem þetta fæst beint í æð getur enginn verið í minnsta vafa um að spyrja verði að leikslokum. Og það er hafið yfir allan vafa að áhangendum og áhugamönnum um þessa vin- sælu íþrótt þyki mikið í húfi í hvert sinn. Hinn völlurinn Lýsingin „á markaðnum“ er vissulega með þunglama- legri frasa og gæti virst við fyrstu heyrn sem miklu meiri hugsun og jafnvel vísindi væru þar að baki og einkum þó velferð fjölda manna og hagsmunir í krón- um og öðrum myntum talið. Reynslan sýnir að fjár- hagur fyrirtækja, atvinna og framfærsla fjölskyldna, einstaklinga og jafnvel ríkja er iðulega háð sveiflum á þessum völlum, þótt áhorfendur fylgist einkum með hver í sínu horni og hafi óveruleg áhrif á skyndilegu sveiflurnar. En taki þeir viðbragð í kjölfarið og í svip- uðum takti geta afleiðingarnar orðið miklar. Trump-áhrifin sterk Markaðir, ekki síst í Bandaríkjunum, hafa stigið ört á undanförnum árum og ekki síst með tilkomu Trumps í Hvíta húsið og breytingum hans á skattaumgjörð landsins og stórhreinsun á reglugerðarfarganinu. Trump hefur ekki, frekar en fyrri daginn, verið feim- inn við að færa á sinn reikning allar hinar góðu fréttir um vaxandi hagvöxt, hratt minnkandi atvinnuleysi, verulega aukningu kaupmáttar og almenna veislu á markaði, ekki síst þess hluta sem höndlar með hluta- bréf. Bakslag vikunnar setti ekki neitt bakslag í persónu- lega sigurgöngu forsetans í þessum efnum. Hann fann syndaselinn á augabragði og í þetta sinn á meðal forystu Seðlabanka Bandaríkjanna. Bankinn hefur verið að þoka stýrivöxtum sínum (með aðeins öðrum aðferðum en hér eru notaðar) upp að undanförnu og tekur þá mið af hraða snigilsins. Sú þróun hófst undir forystu fyrrverandi seðla- bankastjóra Janet Yellen og eftirmaður hennar, Jerome Powell, hefur haldið því striki og sagst gera það áfram út árið. Trump forseti varð ekki betur skilinn en svo að hann teldi að seðlabankinn hefði tekið létt brjál- æðiskast í umgengni sinni við stýrivexti. Bankinn hlýtur, þrátt fyrir þá dembu, að halda sig við þessa áætlun sem hann hefur þegar birt. Það mundi veikja tiltrú bankans og efnahagsstjórnar rík- isstjórnarinnar kiknaði hann gagnvart slíkri ádrepu. Gat tekið hinn pólinn Trump hefði reyndar átt hægan leik í stöðunni. Hann gat þannig bent á að varfærnisleg vaxtahækkun seðlabankans væri heilbrigt merki. Það væri einmitt stórbatnandi efnahagsþróun undir sinni stjórn sem hefði gert bankanum þetta kleift. Vöxtum, jafnt austan hafs og vestan, hefði verið haldið niðri með handafli óþægilega lengi. Það hefði verið nauðvörn í stöðu sem fyrri stjórnvöld í Banda- ríkjunum í sínum aumingjadómi hefðu ekki ráðið við. Og hann hefði getað fengið fjármálaráðherra sínum að benda á að varfærnislegt aðhald vaxta væri einmitt til þess fallið að styðja við bakið á batnandi horfum og tryggja þannig um leið að óæskileg hliðaráhrif, eins og óhófleg verðbólga, láti ekki á sér kræla. Þess utan batnaði hagur þeirra sem vildu tryggja sparnað sinn með varfærni og hefðu hvorki löngun, tíma að né áhættuvilja til að steypa sér í dýpstu laug- ar á markaði. Sigurvegaraímynd Þannig hefði Trump getað komið því á framfæri að allt sem hann kæmi nærri yrði fyrr en síðar hluti af áður óþekktri sigurgöngu. En Trump hefur þá lífsskoðun að alla sigra skuli færa sér til bókar með stórum stöfum, sveru letri og feitri fyrirsögn ekki síðar en strax. Sá háttur hefur ekki aðeins hugnast honum heldur hentað prýðilega og um margt gengið upp, enn sem komið er. Sá forseti Bandaríkjanna sem kemst næst því að vera nafni Trum(p), Trum(an), sagði hins vegar að það væru næstum því engin takmörk á því, sem for- seti gæti komið í kring, væri honum að mestu sama hver fengi heiðurinn af verkinu. Ekki er víst að það hefði dugað þó að Truman hefði náð að segja Trump þessa kenningu sína tvisvar. Þegar Bandaríkin og Truman forseti þeirra töldu óhjákvæmilegt að leggja fram mikið fé í stórum sekkjum til að koma Vestur-Evrópu á lappirnar á ný, ekki síst til að styrkja vestræn ríki í köldu stríði við Sovétríkin, var sú mikla aðstoð ekki kennd við Trum- an forseta heldur George Marshall utanríkisráðherra. Mat forsetans var það að yrði hin mikla aðgerð talin sérstök skrautfjöður í hatti hans þá yrði hún ekki að veruleika vegna mikils fjandskapar þingsins við for- setann. George Marshall, utanríkisráðherra og fyrr dáður hershöfðingi, varð því kyndilberi þessarar miklu aðstoðar. Hann flutti tímamótaræður um hana og var í öndvegi allrar umræðu. Allt var það gert með góðu samkomulagi við forsetann, enda sérlega gott þeirra á milli og var á meðan báðir lifðu. Sáu spakvitrir eitt stórt svar? En rósturnar á markaði líðandi viku voru auðvitað eins og alltaf í beinni. Þar voru miklir spekingar að tala við aðra ekki síðri spekinga. Allir slíkir menn eiga það um þessar mundir sameiginlegt að vilja forðast að láta taka sig í rúminu aftur. Því nú er haldið upp á að tíu ár séu frá því að nánast öll hagfræðingahjörðin, nær og fjær um heimsbyggðina, var tekin í rúminu, sem hefur ekki verið nein smásmíði. Taki markaðir úrslita- spyrnu á vítapunkti er verra að henda sér í hitt hornið Reykjavíkurbréf12.10.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.