Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 22
HÖNNUN OG TÍSKA
Silfraðir þræðir eru í ljóm-
andi fínum léttum peysum
frá Day, Birger et Mikkelsen.
Kúltúr
17.990 kr.
Rúm og þægileg úlpa
þar sem ekkert
skortir upp á svalann.
Zara
8.995 kr.
Flestir ættu að vera
farnir að vita að
það má gjarnan
skarta hárbandi í
vetur.
H&M
Væntanlegt
Allt er gott
sem glansar
Armani var í
banastuði á
síðustu sýn-
ingu sinni og
fötin endur-
köstuðu ljósa-
dýrð út í sal.
Endalaust rokk og ról í
þessu bleikrauða pleð-
urpilsi.
Zara
3.395 kr.
Minn og þinn sjóhattur
á að vera glansandi
svartur um þessar
mundir.
Zara
2.595 kr.
Ljósið end-
urkastast á
sérlega fínan
hátt frá sinn-
epsgulu flauel-
inu. Síðkjóll
frá Stine Goya
til að eiga
lengi, lengi.
Geysir
42.800 kr.
Það er heilmikið glimmer í
línunni frá Rabens Saloner í
vetur og haust.
Mathilda
26.990 kr.
Klassískir
lokkar fyrir
eilítið fágað
útlit.
Lindex
1.249 kr.
Dásamlega
fagur rauður
velúrkjóll frá
Sand.
Mathilda
52.990 kr.
Stjarna bæjarins er
þessi glansandi
jakki með gulu
gerviloði. Ekkert
flottara í augna-
blikinu.
Geysir
36.800 kr.
Þarf þarf ekkert ball til að
réttlæta glimmerpils á
góðum degi.
Zara
4.995 kr.
Svolítið léttgeggjaðir frá
Anine Bing.
Mathilda
64.990 kr. Bara tilfinningin
að vita að maður
er í glimmer-
sokkum frá Falke
er góð.
Cobra
1.930 kr.
Ef þér finnst
óþægilegt að strá
glimmeri yfir fatn-
aðinn má láta símahulstrið duga.
H&M
995 kr.
Upp með dansgallann! Ef enginn er til eru ótelj-
andi tækifæri í bænum til að bæta glimmeri og
glans í líf sitt. Tískan vill áberandi endurkast
efnis, glansandi þræði, jafnvel latex.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Hver saknar ekki pínu Millet-
úlpnanna? 66°Norður greiðir
úr þeim söknuði í vetur því nýj-
asta nýtt í versluninni eru glans-
andi dúnúlpur í skærum litum.
66°Norður
49.000 kr.
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018