Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 14
ur núna við suma, þeir eru svolítið sérstakir, menn með skrýtið typpi,“ segir Örn en í vikunni sem viðtalið fór fram var mikið rætt um fullyrð- ingar Stormy Daniels um að typpi Donalds Trumps liti út eins og sveppur. „Nú fer maður að kíkja á uppi- standsliðið og sjá hvort það taki ekki upp sveppatyppið.“ Horfir mikið á YouTube Hefurðu gaman af að fylgjast með uppistandi? „Já, ég geri mikið af því. Mitt aðalsjónvarp er You- Tube,“ segir hann og notar hann það til dæmis til að horfa á uppi- stand og hlusta á Ted-fyrirlestra. „Afþreyingin þar er algjörlega tak- markalaus.“ Ertu alltaf til í að læra eitthvað nýtt? „Ég vil bara ekki staðna í hugsun. Mér finnst mjög gaman að fánýtum fróðleik,“ segir hann en það nýtist honum í leiðsögumanns- starfinu. „Það getur verið gaman að slá um sig með fánýtum fróðleik. Minn helsti leskostur hefur verið fræði- bækur, ég hef ekki verið mikið í skáldsögunum. Núna er ég að lesa ævisögu Einars Ben. Ég segi fólki frá þessum manni, sem var á undan sinni samtíð. Heill heimur opnast fyrir manni þegar maður setur sig í fótspor sögunnar.“ Hann hefur gaman af því að afla sér sögulegrar þekkingar áður en hann fer í ferðalög hérlendis og er- lendis. „Þetta verður svo dýrmætt þeg- ar maður þekkir söguna. Ef þú veist ekki hvaðan þú kemur, þá veistu ekki hver þú ert. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara, þá ertu sennilega villtur. Maður verður alltaf að þekkja sinn uppruna; hvaðan þú kemur, hver þú ert og hvert þú ert að fara. Þú hefur bara örskamma stund á þessari jarðar- kringlu.“ Heilræði Bessa Bjarnasonar Talið berst að framtíðinni og þeirri miklu keyrslu sem er í kringum stórar sýningar í leikhúsunum. Örn er öllu vanur og lætur þetta ekki á sig fá. „Leikhúsið er svona tarna- vinna, síðustu tvær, þrjár vikurnar fyrir frumsýningu eru erfiðar, ég tala nú ekki um ef sýningarnar eru flóknar og stórar. En þetta klárast allt. Maður má aldrei líta svo á að maður sé staddur í einhverjum göngum sem maður komist ekki út- úr. Maður kemst alltaf útúr göng- unum. Vissulega koma helgar sem eru dálítið strembnar, sérstaklega fyrir röddina en þá bara lærir mað- ur að lifa með því. Þá dregur mað- ur aðeins úr látunum til að eiga eitthvað eftir. Það er vinna leikar- ans; það lítur út fyrir að ég sé al- veg á milljón en ég er það ekki. Það er leiklistin. Þetta lærði ég af Bessa heitnum Bjarnasyni.“ Hann kenndi honum að vera ekki á útopnu allan tímann. „Það er ekki hægt. Það er þessi kúnst að læra að gefa allt en samt ná að stemma þig og þinn líkama af svo þú eigir næga orku eftir. Hinsvegar svo ég tali nú gegn sjálfum mér; ef þú slakar of mikið á þá sjá áhorfendur það og skynja. Það er þessi tækni sem maður lærir, að feta þennan vandrataða veg, að ná að smygla sér þarna á milli til að eiga næga orku eftir fyrir næsta verkefni því við erum oftast með tvær sýningar á dag.“ Sækirðu orku í eitthvað annað? „Bara sitja og horfa á YouTube! Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Ég geri það sem ég get og ef fólki líkar það ekki þá verður það bara að vera þannig en það skal aldrei upplifa það að ég nenni því ekki,“ segir Örn. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.