Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 13
við fólk, leggið ykkur, skoðið netið,
gerið það sem þið viljið, þið eruð í
fríi og ef þið viljið hlusta á mig þá
er það frábært en ef þið sofnið þá
er það ekkert mál. Spyrjið mig að
hverju sem er, ég er ykkur til þjón-
ustu alveg þangað til túrinn er bú-
inn.“
Því fólki sem er svo heppið að
detta beint inn í rútu með Erni eftir
að það kemur til landsins hlýtur að
finnast það mjög velkomið á Ís-
landi. En þarf ekki tíma til að átta
sig á hvað fólki finnst áhugavert?
Fólk kemur til
að skoða náttúruna
„Mín reynsla er ekki löng í þessu,
tvö ár. Í náminu sagði einn af okkar
kennurum að 70-90% af ferðamönn-
unum kæmu til að skoða íslenska
náttúru. Ég fer með þá í túr og segi
þeim frá náttúrunni og sögu okkar.
Náttúran er númer 1, 2, 3 eins og
Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Ker-
ið. Þú stoppar við Skógarfoss og
Seljalandsfoss, í Vík, við Reynis-
fjöru og Sólheimajökul, allt saman
náttúra.“
Hann segir að þessir staðir séu
þeir sem fólk vilji skoða. „Af því að
þetta er í bæklingunum. Það er bú-
ið að selja Ísland sem fallega nátt-
úru. Ég stoppa á Lyngdalsheiði, ef
það er bjart og fallegt veður, því þá
er sýn til Eyjafjallajökuls, Heklu og
Dyngjufjalla. Við sjáum langa leið
því loftið er svo tært. Þetta finnst
fólki alveg magnað. Við glímum
ekki við mikla sjónræna mengun
nema kannski rafmagnsstaurana.
Ég segi alltaf við fólk, látið ekki
rafmagnsstaurana pirra ykkur því
einhvern veginn verðum við að fá
rafmagn til að hlaða Facebookið,“
segir hann.
Blaðamaður getur vottað um
það að hann leit rafmagnsstaurana
á Hellisheiði nýjum og hlýrri aug-
um þegar hann hugsaði til þess-
arar skýringar í síðustu ferð aust-
ur fyrir fjall.
Hvernig var að setjast aftur á
skólabekk í leiðsögunáminu í
Menntaskólanum í Kópavogi?
„Skólinn opnaði fyrir manni alls
konar gáttir. Bæði var gaman að
vera nemandi og svo byrjar maður
að vafra á netinu og leita og ná sér
í upplýsingar.“
Fékkst þú nýja sýn á Ísland í
gegnum námið?
„Algjörlega, mér var boðið að
horfa öðruvísi á Ísland og ég geri
það klárlega.“
Hann segir að það að vera í
núinu tengist því að sjá hluti með
nýjum augum. „Það er svolítið það
að reyna að koma auga á gleðina í
þessu öllu. Það er gaman að vera
til. Ég er að verða sextugur og er
við ágæta heilsu þó ég gæti verið
örlítið rýrari, ég neita því ekki. En
ég get gert allt sem allir hinir
geta. Ég á því láni að fagna að
vera við ágæta heilsu og er mjög
lánsamur í lífinu með börnin mín
og fjölskyldu, konu og allt saman.
Engin stóráföll sem hafa dunið á
manni sem talist geta. Maður bara
fagnar því alltaf að vera í þeirri
aðstöðu, það getur vel verið að það
gerist en þá bara tekur maður á
því. Mér finnst svo mikilvægt eins
og einhver orðaði það; það er eng-
in skömm að því að vera sleginn í
gólfið en það er algjör skömm að
því að standa ekki aftur upp. Þú
getur lent í allskonar hlutum en þá
er það bara spurningin; hvernig
ætlarðu að vinna úr því?“
Eins þarf að vera í núinu í leik-
húsinu. „Það er frumsýning á
ákveðnu kvöldi og ég verð að vera
búinn að læra textann og lögin og
setja mig inn í karakterinn fyrir
þann tíma. Ég verð að hafa allt
klárt, það verður ekki umflúið.“
Hann segir leikarastarfið vera
góða æfingu í mannlegum sam-
skiptum. „Maður þarf að vera opinn
og tilbúinn til að vinna með alls-
konar fólki, alveg eins og í leiðsögu-
mannsstarfinu. Ég hef ekki lent í
neinu veseni; ef ég sýni af mér góð-
an þokka þá sér fólk það og er
tilbúið til að leyfa mér að leiðsegja
sér.“
Hakað við Hakið
Hvað með umræðuna um ferða-
menn, rútur og klósettstopp. Hef-
urðu lent í því að það séu of margir
einhvers staðar?
„Já, biddu fyrir þér. Þetta er oft
mjög þungt þegar skemmtiferða-
skipin eru hér í höfn. Það eru
þyngstu dagarnir,“ segir hann og
lýsir því hvernig hann bendi fólki á
að fara á útsýnispallinn við Hakið,
það er ef það finni pláss. „Maður
segir: Þið fyrirgefið hvað það er
margt fólk hér, þetta er vinsæll
staður, fallegur og merkilegur.
Hérna stofnuðum við Alþingi og
þess vegna kemur fólk hingað,“
segir hann en það er ef til vill ekki
hægt að búast við fámenni þegar
komið er til Íslands.
„Það eru gullfallegir staðir út um
allt land en þá þarftu bara meiri
tíma,“ segir Örn og bendir á að
þetta tengist allt markaðs-
setningunni á landinu okkar.
„Fólk hugsar: þetta verð ég að
sjá,“ segir Örn sem hefur orðið var
við að fólk vill tékka í boxin, haka
við staðina sem það hafi séð í kynn-
ingarbæklingunum.
„Ég lenti í því í fyrra með hóp af
Kínverjum, ágætis fólk en oft og
tíðum er ekki mikill skilningur á
ensku. Við fórum suðurströndina og
það var snarvitlaust verður,“ segir
Örn sem sagði við fólkið að það
væri líklegt að hann kæmist ekki til
Víkur.
„Þá varð bara uppistand,“ segir
Örn sem fór á endanum alla leið.
„Það var til þess að komast á planið
við kirkjuna, vegna þess að stað-
urinn er í bæklingnum. Svo hljóp
fólk út og smellti af myndum við
kirkjuna. Kannski hefði ég ekki átt
að gera þetta og vera bara harður.
Þetta slapp alveg, ég var lánsamur
með það en menn hafa lent í bölv-
uðu veseni.“
Örn lék nýverið í Guð blessi Ís-
land í Borgarleikhúsinu, sem tekur
á bankahruninu en um þessar
mundir eru tíu ár liðin frá því. „Það
var mjög áleitin tilraun,“ segir hann
um verkið. Hann rifjar upp fleiri
sögulega viðburði sem hann man
eftir eins og þegar seinni flugvélin
keyrði inn í tvíburaturnana og fall
kommúnismans. Hann man eftir að
hafa fylgst með þessum stór-
viðburðum heimsins í beinni. „En
sem betur fer hefur maður ekki
upplifað heimsstyrjöld og ég ætla
ekki að upplifa það. Ég held að við
séum orðin það vel gefin og það
upplýst að þjóðarleiðtogar láti það
ekki gerast. Maður er pínu smeyk-Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
13.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13
Hefðbundin heyrnartæki hækka talmál frá einum viðmælanda sem snýr að þér og loka
á önnur hljóð. Nýju Opn heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu til
að aðgreina talmál frá hávaða og koma jafnvægi á hljóð í kringum þig. Þannig verður
hljóðmyndin eðlilegri og þú nýtur þess betur að hlusta og taka virkan þátt í samræðum.
Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Hefðbundin heyrnartæki Nýju Opn heyrnartækin
Tímapantanir í síma 568 6880
www.heyrnartaekni.is