Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018 HEILSA SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 16:00 í Hörpu Það hafa aldrei fleiri Íslendingar átt kortí heilsurækt en einmitt nú – eða svo ermér sagt. Á sama tíma virðast allir vera að hlaupa heilt eða hálft maraþon, drösl- ast upp á Esjuna eða ganga Fimmvörðuháls- inn eða Laugaveginn. Kannski hafa sam- félagsmiðlarnir þau áhrif að manni finnst fólk hreyfa sig meira en áður en nærtækari skýr- ing er sú að margir hafi áhugann og viljann til að taka til í sínum málum. Þar geta sam- félagsmiðlarnir jafnvel ýtt við fólki og svo lengi sem markmiðin og fyrirmyndirnar eru innan skynsamlegra marka, þá gæti það talist ein af jákvæðum hliðum Facebook, Insta- gram, Snapchat og hvað þessi félagsnet öll heita. Og þessi þróun er alþjóðleg og hún hefur leitt af sér iðnað sem miðar að því að uppfylla þarfir fólks sem vill halda sér á hreyfingu og mæla árangurinn af öllu erfiðinu. Og þessi tækni tekur á sig ýmsar myndir en ein sú sem lengst hefur verið við lýði eru hlaupaúrin svokölluðu. Ég man hvenær ég eignaðist fyrsta Garmin-hlaupaúrið, tengdi það við gervihnött og gat í kjölfarið stikað og mælt öll mín hlaup. Mér fannst ég upplifa hálfgert kraftaverk. En það er langt síðan þetta var, líklegast meira en áratugur. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og já, nú eru næstum allir (fullyrðing sem ekki stenst en er varpað fram til að undirstrika æðið) komnir með hlaupaúr eða öllu heldur heilsu- úr. Sprenging í sölu heilsuúra Í ágúst síðastliðnum skrifaði félagi minn, Steingrímur Eyjólfsson, forvitnilega frétta- skýringu í Morgunblaðið þar sem ljósi var varpað á þessa þróun. Þar kom fram að á fyrri helmingi þessa árs voru flutt 6.503 snjallúr til landsins. Það reyndist 220% aukn- ing frá árinu 2016. Fátt bendir til þess að dregið hafi úr þessari sölu og kunnugir segja mér að frekar sé að bæta í. Þessi úr eru af öllum stærðum og gerðum. Sum brúkar fólk fyrst og fremst til punts og sumir virðast halda að maður grennist á því einu að setja á sig úrið og láta það telja þau fáu skref sem maður tekur yfir daginn í allri kyrrsetunni. En þessi úr eru hins veg- ar frábær ef maður leggur sig eftir því að læra á þau og nýta með réttum hætti. Og það kom að því þegar átakið hjá mér hófst um daginn að ég fór yfir gamla Garmin-úrið og skoðaði hvernig það gæti nýst mér. Og það kom í ljós að það er eins og Ford-T módelið frá 1908 í samanburði við nýju Range Roverana á götunum. Ég varð að bæta úr því, ekki vegna þess að ég kæmist ekki af án þess, mér fannst bara rétt að taka tæknina í þjónustu mína fyrst markmiðið var að skafa af sér 10 kg. Finnarnir heilluðu Og ég fór á stúfana. Hafði reyndar gefið eig- inkonunni gott hlaupaúr fyrir fáum árum og eftir nokkra yfirlegu dróst ég að sama fram- leiðanda og hafði orðið fyrir valinu þá. Það var hins vegar ekki auðvelt val, enda fram- boðið og nýjungarnar ótrúlegar á sviðinu. Ég hef hins vegar tilhneigingu til að treysta Finnum, það á ekki bara við þegar kemur að úthaldi í drykkjuleikjum heldur ekki síður þegar um er að ræða hluti sem þurfa að end- ast og þola erfiðar aðstæður (þeir hafa jú þurft að berjast við nágranna sína í austri í vetrarhörkunum lengur en elstu menn myndu leyfa sér að muna). Ég tók því nýjasta flagg- skipið frá snjallúraframleiðandanum Suunto og reyrði við úlnliðinn. Þaðan hefur það ekki farið síðustu fimm vikurnar nema í þau fáu skipti sem ég hef þurft að hlaða það. En hverjir eru notkunarmöguleikarnir sem ég sé helsta við fjárfestingu af þessu tagi? Úrið sem ég valdi er hannað fyrir fólk sem stundar fjölbreytta hreyfingu af ýmsu tagi, bæði úti og inni. Rafhlaðan er gríðarlega end- ingargóð sem er mjög hagstætt fyrir skussa eins og mig. Það má nota í kulda og hita, vatni, – klórblönduðu og ekki, söltum sjó og það er högghelt. Sonur minn hefur sannað það með afgerandi hætti. En það eru mælanlegu hlutirnir sem skipta mestu máli, líkt og ég nefndi hér að ofan. Þar finnst mér nokkrir þættir skipta meira máli en aðrir. Þegar ég æfi get ég stillt úrið til samræmis við þær æfingar sem ég hyggst stunda í hvert skipti, hvort sem það eru lyftingar, róð- ur, baslið á skíðavélinni, fjallgangan eða sundið. Það er forritað fyrir 80 ólíkar æf- ingategundir og ég er ekki viss um að ég hefði skrokk í að nýta allar þessar stillingar. Gefur betri yfirsýn yfir brennsluna Ég hef stillt úrið á ólík mark- mið sem ég hef sett mér, m.a. með tilliti til æfingatíma í hverri viku. Með því að stilla úrið rétt í tengslum við hverja æfingu fæ ég gott yfirlit yfir það á hverjum sunnudegi hvort ég hafi hreyft mig nóg eða ekki. Þannig heldur það mér á tánum með heilbrigðu aðhaldi. Úrið fylgist með púlsinum hjá mér og út frá þeim upp- lýsingum sem ég hef frætt úrið á um aldur minn og fyrri störf, gefur það mér þokkalega mynd af því hversu mörgum hitaeining- um (af þessum 77.000 sem ég er að slást við) ég brenni á æfingatímanum. Úrið gefur mér nokkuð ná- kvæmt yfirlit yfir skrefafjölda dagsins enda er ég með það á mér allan daginn. Síminn, sem hægt er að nýta í sama tilgangi, liggur oft á borð- inu þegar ég stekk á milli hæða í vinnunni eða smokra mér í átt að mötu- neytinu. Þess vegna tek ég meira mark á úrinu en honum. Og svefninn. Maður lifandi – ég hef aldrei pælt mikið í honum, nema þegar ég er mjög þreyttur. Á því hefur orðið breyting. Úrið fylgist með svefninum hjá mér og hversu mikið ég fæ af honum. Það segir mér einnig hversu lengi ég helst í djúpsvefni og hver púlsinn hjá mér er að meðaltali í svefni (hann er hærri þegar mikið er að gera í vinnunni). Þessar mælingar úrsins hafa gert mig með- vitaðri um mikilvægi svefnsins og það er ekki loku fyrir það skotið að ég muni sérstaklega fjalla um það fyrirbæri í pistli á þessum vett- vangi síðar. Ég er enn að læra jafnt og þétt á þetta úr, sem oft virðist snjallara en ég sjálfur en kannski á ég eftir að nefna fleiri notkunar- möguleika hér eftir því sem við kynnumst betur. Mælanlegir þættir hafa mikil áhrif á frammistöðu og framfarir. Það á við í ræktinni eins og öllu námi, krefjandi störfum eða keppnisíþróttum. Því fleiri mælikvarðar sem hægt er að miða við, þeim mun líklegra er að hægt sé að stilla æfingarnar á rétta slóð og markmiðin um leið. Fleiri leiðir til að vakta stöðuna Ég taldi í barmafullan lækinn að bera að tala meira um hitaeiningar á þessum vettvangi en margir hafa sett sig í samband við mig vegna þeirra útreikninga allra. Það vakti t.d. eftirtekt í liðinni viku þegar 10 kg af fitu voru sett í samhengi við ýmsa fæðuflokka og þá staðreynd að sá sem vill losna við herlegheit af þessu tagi þarf að brenna 77.000 hitaeiningum, hvorki meira né minna. En þá hafa líka ýmsir spurt út í víndrykkju. Og það er ekki flókið að svara þeirri spurningu. Þeir sem leggja stund á þá iðju í talsverðu magni hægja mjög á árangri við að losa um þyngdina. Það á sér tvær meginskýringar. Áfengi er oft og tíðum mjög hita- einingaríkt en það dregur fólk einnig gjarnan að fit- andi mat, annað hvort meðan á neyslu stendur eða í kjölfarið þegar eftirköst drykkjunnar gera vart við sig. En einfaldur útreikningur sýnir þó áhrifin ágæt- lega. Sá sem drekkur 3 stóra Thule-bjóra á viku inn- byrðir yfir hálfs árs tímabil 16.200 hitaeiningar á miðinum einum saman. Sá sem vill losna við 10 kg á þessum tíma hefur leyst 21% „verkefnisins“ af hendi með því einu að skera bjórdrykkjuna niður. Og sá sem drekkur fjögur rauðvínsglös á viku í hálft ár þarf að finna leiðir til að skera niður 9.600 hitaeiningar umfram það sem gera þyrfti ef vatnið yrði látið duga. Það er 12,5% af heildarmarkmiðinu fyrrnefnda. TELUR ÞUNGT YFIR LENGRI TÍMA LITIÐ Hitaeiningar í víni oft skeinuhættar Gott er að neyta víns í hófi en þegar markmiðið er að minnka þyngd getur reynst vel að sneiða hjá því um sinn. Morgunblaðið/Heiddi Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 87,1 kg 86,3 kg Upphaf: Vika 4: Vika 5: 26.761 46.404 13.749 14.189 4 klst. 5 klst. HITAEININGAR Prótein 24,8% Kolvetni 34,6% Fita 40,6%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.