Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 27
UM SAMFÉLAGSLEGAÁBYRGÐ OG NÝSKÖPUN Óskað er eftir tilnefningum vegna fyrirtækja sem sýna framúrskarandi ábyrga hugsun gagnvart umhverfi og samfélagi eða eru framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki. Nánar um Hvatningarverðlaunin og tilnefningu fyrirtækja á creditinfo.is OPIÐ ER FYRIR TILNEFNINGAR TIL 20. OKTÓBER Samstarfsaðilar hvað við sitt hæfi á svæðinu. Great Allegheny Passage rail trail-leiðin liggur um svæðið en það er 240 kíló- metra leið sem breytt var úr lest- arleið í hjólastíg og nýtur mikilla vin- sælda. Körfuboltaæði í Cleveland Bílferðin frá Fallingwater til Clevel- and tekur rúmar þrjár klukkustundir en bæði er hægt að fljúga til Pitt- sburgh og Cleveland með íslensku flugfélögunum. Cleveland er öllu dýnamískari borg en Pittsburgh og virðist hafa upp á meira að bjóða fyr- ir ferðalanga. Þar hefur einnig átt sér stað mikil endurnýjun á síðustu árum, bæði í skipulagi miðbæjarins og með yfirhalningu á gömlu bygg- ingunum sem margar eru fallegar. Líklega þekkja margir Cleveland helst sem heimaborg Lebron James, eins besta körfuboltamanns sög- unnar. Þegar við vorum á staðnum lék Cleveland Cavaliers einmitt í úr- slitakeppni NBA-deildarinnar við keltana frá Boston sem setti skemmtilegan svip á borgarbraginn. Tveir sæmilega kenndir stuðnings- menn Celtics gengu inn með látum í íþróttavöruverslun sem ég var stadd- ur í og spurðu, svo undir tók í versl- uninni, hvar Celtics-vörurnar væri að finna? Án þess að hugsa sig tvisvar um sagði afgreiðslukonan þeim að koma til sín, hún væri með þær hjá sér. Skellihlæjandi að eigin fyndni gengu Celtics-mennirnir roggnir til hennar til að kíkja á úrvalið en var þó ekki jafn skemmt þegar hún tók upp ruslafötuna og tilkynnti þeim að þetta væri allt og sumt sem hún ætti fyrir stuðningsmenn Celtics. Hlaut hún góðar undirtektir viðstaddra en það var lágt risið á þeim grænklæddu þegar þeir hörfuðu rjóðir sína leið. Borgin situr við Lake Earie eitt af stóru vötnunum fimm og gerði stað- setningin borgina að miðstöð versl- unar og flutninga á árum áður. Við vatnið er skemmtilegt hafnarhverfi með úrvali af veitingastöðum og kaffihúsum. Sjúkrahúsið í borginni þykir afar gott og þangað sækir margt fólk sem menntar sig í heil- brigðisfræðum. Borgin er þekkt fyrir að vera heimili Rock and Roll Hall of Fame, sem hljómar í mínum eyrum eins og ofvaxinn Hard Rock-staður, en á þeim stutta tíma sem við dvöld- um í borginni ákváðum við frekar að heimsækja listasafn borgarinnar, Cleveland museum of art. Það kemur skemmtilega óvart en safnið hefur í gegnum tíðina fengið rausnarlegar peningagjafir og stendur afar vel fjárhagslega, þar er að finna þekkt verk eftir marga af helstu málurum sögunnar og mikið af egypskum og asískum fornmunum. Kraftmikil leikhús- og söngleikjamenning ásamt afburða sinfóníuhljómsveit eru einn- ig á meðal þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Í flestum bandarískum stórborgum er hægt að leita uppi góða veitingastaði og mæltu heima- menn með Lux sem er fyrir utan miðborgina þar sem nýir snúningar eru teknir á mat frá Miðjarðarhafinu og mikið er lagt upp úr að spila rétta tónlist og skapa stemningu. Óhætt að mæla með því. Warhol-safnið í Pittsburgh, með verkum og munum Andy Warhol, ættu allir sem heimsækja borgina að skoða. The Arcade í Cleveland er fallegur staður sem var byggður seint á 19. öld. Mikil vakning er í að viðhalda gömlum fallegum byggingum í borginni. Skóglendið er þétt og afar fallegt í Laurel Highlands. Tjörnin er í landi Poly- math Park en þar er hægt að dvelja í húsi teiknuðu af Frank Lloyd Wright. ’Fyrsta verk í Pitts-burgh var að kíkja áAndy Warhol-safnið enlistamaðurinn, sem setti líklega mark sitt umfram aðra kollega sína á 20. öldina, ólst upp í borginni. Fallingwater-húsið eftir Frank Lloyd Wright er einstakt og þangað kemur mikill fjöldi fólks. Samtök arkitekta í Bandaríkjunum völdu það fegursta hús 20. aldar. 13.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.