Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 8
Víða í Harlem má finna stórar veggmyndir sem vísa gjarnan í sögu hverfisins eða baráttu svartra fyrir mannréttindum. Á stóru torgi í miðju Harlem má sjá eina stóra og þar er ritað nafn- ið Apollo á miðjum vegg. Hið fræga Apollo-leikhús stendur þar hinum megin við hornið en þar hafa ýmsir þekktir tónlistarmenn stigið á svið. Á torginu er skilti með nokkrum velvöldum reglum. Bannað að hanga, bannað að drekka áfengi eða neyta eiturlyfja, bannað að vera á hjóli eða hjólabretti, bannað að vera með hunda, bannað að graffa og svo má alls ekki kasta þarna þvagi! En það má alveg standa upp við vegg og tala í síma, það er leyfilegt. Morgunblaðið/Ásdís 8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018 Ég bý í Harlem. (Ég verð að viðurkenna að mér finnstdálítið töff að segja: ég bý í Harlem.) Hér hef ég bú-ið í einn mánuð af þremur og er farin að kunna ljómandi vel við mig. Ég get þó ekki beint sagt að ég falli inn í hópinn því ég er eina hvíta konan í hverfinu. Eða svona nánast! Mannlífið í Harlem er skrautlegt í meira lagi. Á sunnu- dagsmorgnum má sjá prúðbúið fólk á leið til kirkju; karl- menn í hvítum jakkafötum með hatt í stíl, í támjóum skóm og með gullkeðjur um hálsinn; konurnar í litríkum og glansandi kjólum. Það má líka sjá fólk sem býr á götunni og betlar og svo er karl hér á horninu sem stendur alltaf á höndum. Hann er á sjötugsaldri, brosmildur, alltaf með heyrnartól og svo dillar hann sér í takt við tónlistina, á milli þess sem hann stendur á höndum í nokkrar mínútur í senn. Þetta gerir hann alla daga. Á hinu horninu er hverf- issjoppan og þar koma saman nágrannar með litla garð- stóla bara til að hanga og kjafta. Ómurinn frá veitinga- stöðunum heyrist upp á horn. Þar situr léttklætt fólk og borðar djúpsteiktan kjúkling ofan á vöfflu, að suður- ríkjasið. Það er endalaust hægt að horfa á fólk hér og stúdera, það er ekki hægt að fá leiða á því. Klæðaburður fólks hér í hverfinu er annars mjög frjálslegur. Ég gæti al- veg eins labbað niður götuna á náttbuxum og í bleikum pels með fjólublátt hár og hring í nefinu og enginn myndi horfa á mig. Enda labba ég oft um hverfið á leikfimifötum, til og frá ræktinni, nokkuð sem ég myndi ekki gera heima. Ég fékk mér nefnilega einkaþjálfara sem ætlar að koma mér í form svo ég komi ekki heim frá Ameríku með ham- borgararass. Annars eru stórir rassar vinsælir hér í Har- lem, þannig að ég kannski passa vel hér inn þrátt fyrir minn föla litarhátt. Einkaþjálfarinn minn Lenzie er rúmlega sextugur Harlembúi og á meðan ég puða og púla rek ég úr honum garnirnar því mér finnst svo gaman að heyra sögur fólks. Hann er fæddur hér og uppalinn og hefur séð og upplifað allar þær breytingar sem hafa orðið hér í hverfinu í gegn- um árin, en Harlem var eitt hættulegasta hverfi Bandaríkj- anna hér áður fyrr og það flæddi allt í heróíni. Hann lýsti því hvernig hann sem barn þurfti alltaf að kíkja fram á gang áður en hann fór í skólann og athuga hvort það væri nokkuð dópisti þar að sprauta sig. Hann sagði mér að rottugangurinn hefði verið rosalegur og rotturnar oft hlaupið í gegnum íbúðina þeirra. Það þurfti að passa upp á ungbörnin því rotturnar leituðu gjarnan í vöggurnar; fundu víst lykt af mjólk. Hann sagði mér hvernig fólkið hefði hent rusli út um gluggana þannig að sums staðar náðu haug- arnir upp á aðra hæð húsanna. Hann sagði mér hvernig hann hafi ákveðið snemma að smakka ekki vín eða prófa eiturlyf, enda sá hann vini og frændur fara í gröfina af heróínneyslu. Sem betur fer er hverfið ekki svona í dag, þótt auðvitað sé stundum rusl á götunum og graslyktin liggi víða í loftinu. Það er nánast eins og að koma í annað land að labba úr Harlem og á Upper East Side. Þar spóka sig konurnar á Madison Avenue með Gucci-töskurnar í Prada-kjólunum og í Jimmy Choo-skóm. Karlarnir stuttklipptir í Armani-jakkafötum. Flestir hvítir. Ein tískan hjá ungum mönnum er að vera með gallabuxurnar svo langt niður að aftan að nærbux- urnar blasa við. Ekki skil ég hvernig þeir fara að því að missa þær ekki al- veg niður. Mér tókst næstum að herma eftir þessu. Um daginn ferðaðist ég frá Harlem til Soho, í lestum og gangandi, til fundar við vin- konu sem beið mín á fínum veitingastað. Þegar út var kom- ið spurði hún mig hvort ég vissi að ég væri með stóra rifu aftan á buxunum þannig að skein í ferskjulitaðar nær- buxur. Það hafði ég ekki vitað! Nú voru góð ráð dýr og var hlaupið í næstu búð að kaupa nýjar buxur! Ég hef þá að minnsta kosti prófað þessa tísku, á minn hátt, að vera með rassinn úti! Með rassinn úti í Harlem ’Ég fékk mér nefnilega einka-þjálfara sem ætlar að komamér í form svo ég komi ekki heimfrá Ameríku með hamborgara- rass. Annars eru stórir rassar vinsælir hér í Harlem, þannig ég kannski passa vel hér inn þrátt fyrir minn föla litarhátt. Bóhem í borginni Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.