Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Blaðsíða 35
13.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 35
MÆLT MEÐ
BÓKSALA 3.-9. OKTÓBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Mín sökClare Mackintosh
2 Sænsk gúmmístígvélHenning Mankell
3 Amma Draumar í litHólmfríður Helga Sigurðard.
4 Independent PeopleHalldór Laxness
5 Prjónað af ástLene Holme Samsøe
6 MiðnæturgengiðDavid Walliams
7 SkiptidagarGuðrún Nordal
8 Korku sagaVilborg Davíðsdóttir
9 Smáa letriðLinda Vilhjálmsdóttir
10 Lang elstur í leynifélaginuBergrún Íris Sævarsdóttir
1 Smáa letriðLinda Vilhjálmsdóttir
2 RofBubbi Morthens
3 Ellefti snertur af yfirsýnÍsak Harðarson
4 VetrarlandValdimar Tómasson
5 Enn logar jökullMatthías Johannessen
6 Eldgos í aðsigiVala Hafstað
7 HöfuðljóðLeifur Breiðfjörð
8
Perlur úr ljóðum íslenskra
kvenna
Eyþór Árnason
9 StefjagróðurIngólfur Ómar Árnason
10 FrelsiLinda Vilhjálmsdóttir
Allar bækur
Ljóðabækur
Ég er núna að lesa Outline eftir
Rachel Cusk sem ég er langt kom-
in með og er ágæt. Þetta er um
konu sem er að
segja frá fólki sem
hún hittir, nema að
hún hittir aðeins of
gáfað og vel hugs-
andi fólk finnst mér.
Ég er tortryggin á
að allir samferða-
menn hennar séu búnir að kryfja
allt svona rosalega.
Svo er ég nýbúin að lesa ævi-
sögu Svavars Gests-
sonar, Hreint út
sagt. Þetta er rosa
mikil pólitík og það
hvað Lúðvík Jós-
epsson var að gera,
en ég böðlaðist í
gegnum hana. Þetta
er náttúrlega pólitíkin sem ég ólst
upp með og fyrst ég var með hana
ákvað ég að lesa
hana.
Á borðinu hjá
mér er svo Haust-
rökkrið yfir mér eft-
ir Snorra Hjartar-
son sem ég fann í
Góða hirðinum í
fyrradag og uppgötvaði að ég
hefði aldrei átt hana og ekki lesið í
heilu lagi. Ég er hrifin af Snorra en
hef bara lesið eitt og eitt ljóð.
ÉG ER AÐ LESA
Þórdís
Gísladóttir
Þórdís Gísladóttir er rithöfundur
og skáld.
Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen: Kóngsríkið
mitt fallna heitir barnabók eftir þau Finn-Ole
Heinrich og Rán Flygenring. Jón St. Kristjánsson
þýddi. Bókin segir frá Pálínu Klöru Lind Hansen,
sem stundum er kölluð Brjálína og er í senn
meistaraspæjari, ofurfimleikastúlka og heims-
meistari í brjáli. Hún skilur ekki hvers vegna for-
eldrar hennar eru að skilja og hún að flytja í
plasthús í hinum enda bæjarins, burt frá vin-
unum og skólanum og sínu fullkomna heimili.
Þetta er fyrsta bókin af þremur í bókaflokknum
Ótrúleg ævintýri Brjálínu. Angústúra gefur út.
Bókaröðin Kepler62, eftir Bjorn Sortland,
Timo Parvela og Pasi Pitkanen, segir frá ung-
mennum sem send eru í svaðilför út í geim
sem síðasta von mannkyns. Á síðasta ári
komu út bækurnar Kallið og Niðurtalningin,
en nú kemur Ferðalagið. Í henni eru þau Ari,
Jonni og María komin út í geim, lögð upp í
lengsta ferðalag sem nokkur manneskja hefur
tekið sér fyrir hendur. Ferðalagið sjálft er fullt
af hættum en mögulega er mesta hættan um
borð í einu geimskipinu. Erla E. Völudóttir
þýddi, Bókabeitan gefur út.
Bókaröðin um fílinn litskrúðuga Elmar
kemur nú út að nýju á íslensku í nýrri þýð-
ingu. Höfundur bókarinnar er breski rithöf-
undurinn og teiknarinn David McKee, en ís-
lenska þýðingu annast Jakob F. Ásgeirsson. Í
fyrstu bókinni, sem heitir einfaldlega Elm-
ar, segir frá því er Elmar ákveður að hann
vilji vera grár eins og hinir fílarnir til að falla
betur inn í hópinn. Í bókinni Elmar fer í
göngutúr segir frá því sem Elmar sér og
heyrir á ferðum sínum um skóginn. Ugla gefur Elmar út.
NÝJAR BARNABÆKUR
Heiður hefst þar sem Dylan McCarron hringir ísystur sína eftir tuttugu og átta ára þögn ogbiður hana að hjálpa sér. Hún verður við kall-
inu, ekki síst til að leita svara við því hvað varð til þess að
faðir þeirra yfirgaf fjölskyldulífið í Reykjavík til að taka
þátt í átökum heimalandsins.
Sólveig segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á Írlandi.
„Ég tileinka ömmu minni bókina, ég fékk þennan áhuga
þaðan. Hún var alltaf mjög hrifin af írskri tónlist og
menningu og var gallhörð á því að það væri írskt blóð í
okkur sem kom svo á daginn með vísindarannsóknum.
2007 stundaði ég svo við mastersnám í þjóðern-
ishyggju og þjóðernisátökum í Skotlandi og ákvað að
sérhæfa mig í átökunum á Norður-Írlandi. Á þeim árum
var ég að vinna á veitingastað þar sem bara unnu bara
Norður-Írar auk mín. Þar eignaðist ég marga góða vini,
fór með þeim yfir til Norður-Írlands í heimsóknir og hitti
fjölskyldur þeirra. Við fórum meðal annars saman í síð-
ustu Bloody-Sunday-gönguna 2011 og það er eiginlega í
henni sem ég ákvað að skrifa þessa sögu, að taka þessa
sögulegu atburði út frá persónulegum vinklum fólksins
sem upplifði þá. Þetta er því skáldsaga sem byggð er á
sönnum atburðum og sönnum sögum.“
— Það kemur vel í gegn það sem okkur var kannski
ekki ljóst hér uppi á Íslandi, hvað framganga yfirvalda
var hrottaleg gagnvart almenningi.
„Já, sem dæmi voru lög um handtökur án réttarhalda
sem gengu í gildi 1971 og þá mátti halda fólki um óákveð-
inn tíma án þess að gefa út ákæru sem var gert alveg
villt og galið og færðist bara í aukana. Stjórnvöld voru
orðin rosalega pirruð á því að ná ekki tökum á ástandinu.
Á þessum árum, 1969 til 1998, þá létust 3.500 manns í
átökum og 1972-73 voru 7.000 manns frá Norður-Írlandi
í flóttamannabúðum á Írlandi.
Svo er það svo sorglegt að þessi átök eru ekki búin,
það var undirritað friðarsamkomulag, en það er ekkert
unnið í sáttar- eða réttlætisdómstólum og fólk er að alast
upp í algjöru krumpi. Það er ofboðslega há sjálfsmorðs-
tíðni á Norður-Írlandi og jókst eftir 1998 — það hafa
fleiri dáið frá 1998 en dóu í átökunum.
Vissulega langar marga til að þetta sé búið og sumir
sem ég hitti vildu ekkert tala um þetta, vildu bara horfa
fram á veginn. Aðrir, og þá kannski þeir sem þetta hafði
bein áhrif á, gleyma ekki svo glatt.“
— Þegar þú fórst í gönguna 2011 og langaði til að
segja sögu átakanna í skáldsögu sástu þá strax fyrir þér
þá fléttu sem kemur í ljós þegar líður á bókina?
„Ekki beint, en ég vildi sýna að það eru svo margar
hliðar á fólki, eins og Lorcan, sem er á aðra röndina fjöl-
skylduvinur sem ætlar að halda verndarhendi yfir Dylan
en svo kemur í ljós að hann er ekki allur þar sem hann er
séður. Danny Lonegan er annað dæmi: hann segir þér
eina sögu og svo kemur annað í ljós og svo enn annað.
Allt fólkið sem ég kynntist þarna var yndislegt fólk, en
ég ákvað að maður yrði að skálda eitthvað og þannig er
íslenska fjölskyldan til dæmis tilbúningur.“
Margar hliðar átaka
Skáldsagan Heiður eftir Sólveigu Jónsdóttur segir frá klofinni fjölskyldu
í tveimur löndum; Heiður McCarron elst upp á Íslandi hjá móður
sinni en Dylan bróðir hennar á Norður-Írlandi með föður sínum.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Heiður Sólveigar Jónsdóttur er skáldsaga sem byggð er á
sönnum atburðum og sönnum sögum.
Morgunblaðið/Hari
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 22. október.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 26. október
Vertu
viðbúinn
vetrinum