Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 ✝ Erla Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 17. apríl 1932. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Ísafold í Garðabæ 23. októ- ber 2018. Foreldrar henn- ar voru Magnús Kjærnested skip- stjóri og Emelía Lárusdóttir. Erla var yngst sex systkina, elst var Málfríður sem lést barnung, Ragnar stýrimaður sem fórst með Goðafossi, Jóhanna, Lárus og Hrefna sem öll eru látin. Fyrri eiginmaður Erlu var Ólaf- ur Þorláksson lögfræðingur, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Anna Sigurveig hjúkrunarfræð- ingur, f. 24. september 1952, maki hennar er Björn Magnús- son læknir. Börn þeirra eru a) Hildur kennari, með fyrri maka Kristni Péturssyni eignaðist hún þrjú börn, Önnu Mínervu, Arnar og Alfreð Gauta. Sambýlismað- ur Hildar er Björn Stefánsson skipstjóri. b) Arnar garðyrkju- maður. c) Ólafur kennari, sam- býliskona Stella Steinþórsdóttir ljósmóðir, þau eiga þrjár dætur, Sölku Sóleyju, Erlu Sigríði og Lara Arroyo. 4) Sunna Ólafs- dóttir, félagsráðgjafi, f. 11. jan- úar 1965, maki hennar er Þröst- ur Jóhannsson tónlistarkennari. Börn Sunnu og Magnúsar Inga Erlingssonar eru: a) Magnús Orri, grafískur hönnuður, sam- býliskona hans Kristín Sig- urðardóttir listakona, b) Emil Már, starfar við ferðaþjónustu í Barcelona, kærasta hans er Hildur Örlygsdóttir ljósmynd- ari, c) Daníel Máni, starfsmaður á frístundaheimili fyrir fötluð börn. Barn Sunnu og Snorra Más Skúlasonar er Kári grunn- skólanemi. Seinni eiginmaður Erlu var Hallvarður Einvarðsson, fyrr- verandi ríkissaksóknari, f. 2. desember 1931, d. 8. desember 2016. Börn Hallvarðs eru 1) Elín Vigdís, f. 3. janúar 1964, lögfræðingur, maki Gísli Þorsteinsson rannsóknarlög- reglumaður. Börn þeirra eru a) Hallvarður Jes leikari og b) Einar Steinn nemandi. 2) Einar Karl ríkislögmaður, f. 6. júní 1966. Börn hans og Kristínar Edwald eru a) Snædís og b) Helgi. Sambýliskona Einars Karls er Þórhildur Björk Þór- dísardóttir lögfræðingur og barn þeirra er c) Þórdís Sess- elja. Útför Erlu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 2. nóvember 2018, klukkan 13. Yrsu. d) Erla sál- fræðingur, maki hennar er Hálfdan Steinþórsson við- skiptafræðingur, þau eiga fjóra syni, Steinþór Snæ, Björn Diljan, Frosta og Bjart. 2) Ragna sálfræðing- ur, maki hennar var Páll Baldvin Baldvinsson höf- undur, þau eiga þrjú börn, a) Vigdísi Hrefnu leikkonu, maki hennar er Örn Úlfar Höskulds- son smiður, þau eiga þrjú börn Úlfhildi Rögnu, Uglu og Örn Úlfar. b) Solveig myndlistar- kona, sambýlismaður hennar er Gustavo Marcelo Blanco kvik- myndagerðarmaður. c) Páll Zophanías fjallaleiðsögumaður, sambýliskona hans er Sunna Sasha háskólanemi. 3) Emil Ólafsson sjávarlíffræðingur, f. 7. október 1957. Börn Emils eru: a) Lovísa María, félagsráðgjafi. Börn hennar eru Ívar Uggi og Sunna. b) Ívar tölvuleikjahönn- uður. Móðir þeirra er Kristjana Arnarsdóttir. c) Íris háskóla- nemi í Aþenu, móðir hennar er Uarina Papacosta. d) Ritva Sig- urveig og Óli. Móðir þeirra er Ég hitti Erlu, elskulegu tengdamóður mína, í fyrsta skipti framan við Stjörnubíó en þangað mætti hún til að mæla mig út þeg- ar ég hafði boðið elstu dóttur hennar, Önnu Veigu, á okkar fyrsta stefnumót til að sjá „Skass- ið tamið“ með þeim Burton og Taylor. Trúlega var ég þarna bæði uppburðarlítill og álkulegur en líklega komst ég þó í gegnum nálarauga Erlu því eftir það var ég aufúsugestur á hennar fallega heimili. Já, Erla hafði næmt auga fag- mannsins fyrir fallegum húsbún- aði, lýsingu, litum og öðrum þeim töfrum sem skapa smekklegt heimili. Hvar sem hún bjó og hvort sem efni voru meiri eða minni tókst henni alltaf að skapa fallegt og notalegt andrúmsloft heima við, jafnvel á hjúkrunarheimilinu Ísa- fold þar sem hún dvaldi síðustu misserin enda var forsetafrúin okkar leidd þar inn þegar hún kom í skoðunarferð á stofnunina og hafði þá að orði að híbýli Erlu minntu á listasafn. Ekki er að efa að Erla hefði orðið góður innanhússarkitekt enda óskaði hún þess oft að hafa haft tækifæri til náms á því sviði. Eftir að Erla kynntist Hall- varði umgengumst við Anna Veiga þau skötuhjúin náið og þau komu svo til okkar á hverju ári á meðan ég stundaði sérfræðinám í læknisfræði í New York. Að fá þau í heimsókn líktist því helst að jólin væru komin. Þau komu alltaf færandi hendi, buðu okkur út að borða og á sýningar í Broadway- leikhúsunum þar sem við sáum til dæmis Evitu, Anthony Perkins á sviði, Lisu Minelli og David Bowie ógleymanlegan í hlutverki fíla- mannsins. Á þessum árum hefði slíkur munaður annars verið óhugsandi. Erla var mikill mannþekkjari, fór ekki í manngreinarálit og var vinsæl meðal gamla fólksins á elli- heimilinu Grund þar sem hún starfaði lengi. Þá var hún ekki síður góð barnabörnum og þeirra afkom- endum sem nú syrgja fagurker- ann ömmu sína og langömmu sem var þeim svo dýrmæt fyrirmynd. Síðustu árin voru Erlu erfið vegna fráfalls Hallvarðs fyrir tveimur árum sem og eigin veik- inda. Hún missti þó aldrei skopskyn- ið og var alltaf vel með á nótunum. Fylgdist með sápunum sínum sem og fréttum af mönnum og málefnum og hneigðist til jafnað- armennsku undir það síðasta. Erla var svo undir lokin sátt við brottför sína úr þessum heimi, sannfærð um að Hallvarður biði hennar hinumegin. Björn Magnússon. Það var fyrir um 10 árum að leiðir okkar Erlu lágu fyrst sam- an. Ég var nýi tengdasonurinn. Í fyrstu var Erla ekki mjög hrifin af ráðahag dótturinnar. Þetta var yngsta dóttirin og það varð að vanda valið. Ég man að ég var með kvíða- hnút á leiðinni á okkar fyrsta fund. En sá kvíði reyndist sann- arlega ástæðulaus og var mér tek- ið opnum örmum frá fyrsta degi. Á milli okkar Erlu myndaðist fljótt góð vinátta. Betri tengda- mömmu hefði ég ekki getað óskað mér. Erla var hornsteinn í lífi Sunnu, konu minnar. Allt fram á síðasta dag voru þær í nánu sam- bandi. Hvort sem það þurfti að ræða þjóðmálin, nýjustu tísku, fá góð ráð við hinu og þessu eða bara að heyra hvor í annarri. Við Sunna keyptum sumarbú- stað snemma á þessu ári og var Erla mikið með í ráðum þegar við vorum að gera hann upp og inn- rétta. Hún beið alltaf spennt eftir ljósmyndum af nýjustu breyting- um. En hún hafði sérlega næmt auga fyrir hverju smáatriði og var alltaf smekkvís. Ef Erla væri ung í dag þá veit ég að innanhússarki- tektúr myndi liggja vel fyrir henni. Það stóð alltaf til að Erla kæmi með okkur í dagsferð í bústaðinn til að líta hann eigin augum núna í sumar en hafði því miður aldrei heilsu til. En nú í haust sagði Erla okkur að hún þyrfti ekki að koma þangað þar sem hana dreymdi bú- staðinn á nóttunni og vissi ná- kvæmlega hvernig allt liti út. Takk, elsku Erla mín, fyrir allt. Ég veit að Hallvarður þinn beið eftir þér. Ég skal alltaf hugsa vel um Sunnu þína og strákana sem sakna ömmu svo mikið. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Þinn tengdasonur, Þröstur Jóhannsson. Elsku amma Erla. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Alltaf hefur þú átt sérstakan stað í mínu hjarta. Núpalindin var griðastað- ur minn þegar ég var lítill drengur. Á leiðinni heim úr skól- anum þreyttur og svangur og var notalegt að koma við hjá ykkar afa til að spjalla, spila svartapétur eða horfa á Tomma og Jenna og Steina og Olla sem var uppáhaldið hans afa. Ég var ekki alltaf auðvelt barn en ávallt var ég prins í þínum aug- um. Meira að segja þegar ég skaut þig í rassinn með hvell- hettubyssu á dauðafæri í tilrauna- skyni þegar við vorum í fríi í Dan- mörku. Þú sagðir mömmu aldrei frá því og fyrir það var ég þakk- látur. Ég man ekki hvort ég sagði fyrirgefðu þá en geri það nú. Þú hvattir mig alltaf til dáða í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þú kenndir mér að nýta hvatvísina rétt, vera þolinmóður og fara ekki fram úr mér. Það er erfitt að hugsa til þess að þú hafir kvatt þennan heim en ég er viss um að þú hafir farið frið- samlega, án sársauka og haldandi í höndina á afa. Hvíldu í friði, vel og mikið, elsku amma mín. Þinn Emil Már. Elsku amma mín Erla er látin, amma mín sem fylgt hefur mér í rúm 47 ár, amma mín sem var mér sem önnur móðir, enda mamma aðeins 19 ára gömul þegar hún eignaðist mig. Minningarnar hrannast upp, minningar um ömmu sem var ein- stök að mörgu leyti og á margan hátt á undan sinni samtíð. Hún amma var fagurkeri fram í fing- urgóma og hafði t.a.m. dálæti á hvers kyns hönnun enda bar heimili hennar þess merki á allan hátt, nýtískulegt, glæsilegt og fágað, enda var ég alltaf upp með mér að fara með vinkonurnar mínar til hennar í heimsókn. Amma hafði í rauninni dálæti á öllu því sem fallegt var, hvort sem það var hönnun, fatnaður eða fólk. Hún spurði mig oft, þegar nálg- aðist einhverja veisluna „Í hverju ætlar þú að vera?“ Og ég vissi að í spurningunni fólst ekki bara áhugi á klæðnaði mínum, heldur óbein skipun um að vera sem glæsilegust, henni til sóma en þótt sumir hefðu kannski tekið þessari afskiptasemi illa, þá þótti mér vænt um hana, vænt um að ég gerði hana stolta af mér. Þessi áhugi ömmu á útliti gat samt líka oft komið manni til að skella upp úr. Ég man þegar hún var einhvern tímann að horfa á Bold and the Beautiful og sagði: „Hildur, þú ættir að fá þér svona permanent eins og hún Mónika, það myndi klæða þig svo vel!“ Eða þegar ég var ellefu ára og hún tók sig til og litaði á mér augabrýrnar, mömmu til lítillar gleði, enda barnsandlitið rammað inn með tveimur svörtum og breiðum strikum en amma sagði að ég hefði aldrei litið betur út og við það sat. Amma var bara svo stolt af sínu fólki og fór ekki í felur með það heldur, enda þuldi hún yfir- leitt upp fyrir hvern þann sem heyra vildi allt um börnin sín, tengdabörn og barnabörn, hvað þessi og hin gerði og svo fram- vegis. „Já, hún Hildur mín er dótt- ir frumburðar míns, hennar Önnu minnar, sem er gift lækni, hann er sko yfirlæknir á Selfossi, ofboðs- lega myndarlegur hann Bjössi minn.“ Á þessum síðustu árum var amma oft inn og út af spítölum enda aldur og veikindi farin að segja til sín en íhugult augnaráð hennar og einstakt skopskyn var aldrei langt undan. Einu sinni þegar hún hafði verið lögð inn vegna beinbrots þá fór ég til henn- ar ásamt mömmu og við sátum hjá henni við sjúkrarúmið þar sem hún lá hálfsofandi. Við vorum frekar áhyggjufullar og héldum í höndina á henni og horfðum á hana þegar hún allt í einu leit upp til okkar með sínu hvassa augna- ráði, svona hálfpartinn eins og henni fyndist við afar hjákátlegar útlits, og sagði: „Hva, eruð þið að bíða eftir því að ég hrökkvi upp af?!“ Í annarri heimsókn okkar mömmu man ég að það kom inn hjúkrunarfræðingur og talaði lengi við ömmu og ég tók eftir að amma var með varirnar eitthvað svo samanherptar, en brosir þó blíðlega til konunnar en þegar hún fór svo út rak amma út úr sér tunguna á eftir henni og segir: „Æ, hún er svo leiðinleg þessi!“ Og við mamma skelltum upp úr. Því amma var alltaf kurteisin upp- máluð en lá þó ekki á skoðunum sínum við sína nánustu. Þess ber þó að geta að amma var afar þakk- lát fyrir alla þá hjálp og hjúkrun sem hún fékk í veikindum sínum og vildi sem minnst ónáða aðra eða biðja um aðstoð. Elsku amma mín, það er ljúf- sárt að rifja þessar minningar upp og erfitt að sættast við það að þú sért farin en ég hugga mig við að vita af þér hjá honum Hallvarði þínum. Amma mín, mér þykir svo vænt um þig. Þín, Meira: mbl.is/andlat Hildur. Hún amma mín, Erla Magnús- dóttir eða frú Erla, eins og hún var stundum kölluð, var mér framan af fremur mikill leyndar- dómur. Ólíkt öðru eldra fólki í kringum mig var henni ekki gjarnt að tala um fortíðina í ljóma, heldur var hún bundin í núinu og var nútímaleg í smekk og skoð- unum. Hún talaði um það sem var í deiglunni, fylgdist alltaf með nýj- ustu sjónvarpsþáttunum og hlust- aði á popp í útvarpinu. Mér fannst hún alla tíð of ung til þess að vera amma, hvað þá langamma! Heim- ilið hennar og Hallvarðs Ein- varðssonar, seinni eiginmanns hennar, var mikil ævintýraveröld fyrir okkur barnabörnin, allt frá gullfallegu húsgögnunum í stof- unni með leynilegum hólfum til að fela sig í, til Iittala-glasanna fylltra af greipgosi sem var óal- gengur lúxus í minni bernsku. Það var allt einhvern veginn svo nú- tímalegt að það var næstum eins og að vera í framtíðinni, að undan- skildum Charlie Chaplin í vídeó- tækinu. Hún amma Erla var afslöppuð amma, sem er sérkennilegt í ljósi fjölda barnabarna og barnabarna- barna og hávaðans sem við í þess- ari fjölskyldu erum fær um að framkalla. Hún amma Erla var ávallt áhugasöm um hvert okkar og manna fyrst til að styðja okkur niðja sína á merkisdögum. Það skipti litlu hvort um var að ræða afmæli, skírn, útskrift, frumsýn- ingu á leikriti eða myndlistarsýn- ingu, alltaf mætti frú Erla með uppsett hárið, stór svört Chanel- sólgleraugu og rauðar rósir í til- efni áfangans. Hún var áhugasöm um allt sem sneri að fagurfræði, innanhússhönnun, myndlist og fallegum fatnaði. Umhverfi henn- ar og persóna var smekklega stíl- fært, nútímalegt en á sama tíma tímalaust. Fyrir mér í bernsku var hún þessi óaðfinnanlega kona, blanda af Jackie O., Marilyn Monroe og Elizabeth Taylor, með hárið, förðun og fatnað á hreinu, svífandi um í Dior-skýi, flissandi yfir okkur barnabörnunum með kíminn frasa á tungubroddinum og bleika svefngrímu að fara að taka fegurðarblund. En, satt best að segja, þá van- mat ég hana ömmu mína framan af, enda vissi ég lítið um hversu erfitt lífið hafði á tíðum reynst henni. Að baki fegurðardrottning- unni var eitthvað annað og miklu meira. Eftir því sem ég kynntist henni ömmu minni betur varð myndin af henni skýrari og marg- brotnari. Hún Erla var einnig sterk, húmorísk, harðdugleg, gef- andi, fordómalaus og vinur vina sinna. Hún hafði átt erfitt en með elju og jákvæðni hafði henni farn- ast vel og komið börnunum sínum á góðan stað í lífinu enda var Erla metnaðargjörn fyrir hönd sinna. Erla var einnig afar orðheppin, með beittan og vel tímasettan húmor. Það var henni líkt að vera orðheppin, meira að segja í enda- lokunum. Stóra ástin í lífi hennar Erlu var hann Hallvarður, og var hann henni efst í huga þegar hún kvaddi þennan heim með orðun- um: „Maðurinn minn er kominn að ná í mig, nú er ég dáin.“ Það gleður okkur sem elskuð- um þig að hann afi kom og fylgdi þér lokaspölinn og að þið séuð aft- ur saman. Þín verður saknað, elsku amma, og þín verður minnst. Solveig Pálsdóttir. Ég á margar góðar minningar um ömmu Erlu og við höfum alla tíð verið miklar vinkonur. Amma var mikill fagurkeri og hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu. Heimili hennar í gegnum tíðina hafa öll verið eins og klippt út úr flottustu hönnunartímaritum og ég hugsa að sjaldan hafi sést jafn smart sjúkrastofa og hennar ömmu á Ísafold. Amma hafði ekki einungis gaman af því að gera fínt í kringum sig heldur hafði hún líka óbilandi áhuga á heimilum annarra og hún lifði sig algerlega inn í það þegar maður sagði henni frá framkvæmdum eða breyting- um sem maður væri að standa í heima fyrir. Þegar ég sit hér heima í stofunni minni og skrifa þessi orð og lít í kringum um mig sé ég ummerki ömmu alls staðar. Hún hefur í gegnum tíðina gefið mér margt af því fallegasta sem við hjónin eigum í okkar innbúi og mér þykir einstaklega vænt um það núna að sjá hversu margt er frá henni komið og mun minna mig á hana um ókomna tíð. Amma var ein sú mesta skvísa sem ég hef þekkt og jafnvel eftir að hún var orðin veik og henni leið ekki vel þá þekkti maður ömmu langar leiðir þegar komið var á sjúkrahúsið að heimsækja hana þar sem hún sat með stóru Gucci- sólgleraugun, hárbandið og rauða varalitinn og glæsileiki hennar stakk algerlega í stúf við litlaust umhverfið. Amma hefur alla tíð lagt mikla áherslu á mikilvægi svefns og hamraði á því við flesta sína af- komendur hversu nauðsynlegt það væri að sofa nóg og hún jafn- vel bjó um mann uppi í rúmi ef henni fannst maður vera þreytu- legur þegar maður kom í heim- sókn til hennar. Það er því ekki ólíklegt að amma hafi haft óbein áhrif þegar ég valdi mér mitt ævi- starf í svefnrannsóknum. Þegar ég fékk fyrsta eintakið af bókinni minni um svefn í hendurnar var ég ekki í neinum vafa um hver ætti að eignast þetta fyrsta eintak og brunaði með það beint upp á spítala til ömmu sem auðvitað rifnaði úr stolti sem hún gerði allt- af þegar hennar fólk var annars vegar. Mér hefur alltaf þótt alveg ein- staklega vænt um að vera skírð í höfuðið á ömmu og ég vona að ég fái einn daginn að verða sjálf amma Erla og mun ég þá leggja mig fram að sýna mínum barna- börnum þá ást og umhyggju sem hún hefur alla tíð gert. Takk fyrir allt, elsku amma – ég mun ávallt minnast þín af mik- illi hlýju og ástúð. Þú varst mér svo dýrmæt. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökul ber, steinar tali og allt hvað er Aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu) Þín Erla. Erla Magnúsdóttir var mamma Sunnu, bestu vinkonu minnar. Ég kynntist henni fyrst þegar ég var 12 ára hnáta og okkar vinskapur entist fram á hennar síðasta dag. Sunna og mamma hennar áttu alla tíð náið og tilfinningaríkt samband. Erla var eldklár, gefandi, skemmtileg og falleg kona. Hún var heimsborgari, mikil smekk- manneskja og fagurkeri sem bjó sér alltaf listrænt og fallegt um- hverfi. Heimili hennar hefðu öll getað flogið inn á síður alþjóð- legra tímarita um innanhússhönn- un. Stíllinn var nútímalegur, stundum framúrstefnulegur. Það kom mér því ekki á óvart að her- bergi Erlu á hjúkrunarheimilinu Ísafold, þar sem hún bjó síðasta eitt og hálfa árið, og hafði eins og henni var eðlislægt innréttað og gert að fínustu „svítu“, þótti svo glæsilegt að það var haft til sýnis í opinberum heimsóknum. Hún hafði lúmskt gaman af því enda tók hún alla tíð höfðinglega á móti sínum gestum og virkilega naut þess. Veggi heimilis Erlu prýddu á seinni árum ásamt fallegum fjöl- skyldumyndum sérlega skemmti- leg listaverk. Einkum falleg mál- verk eftir son hennar Emil og barnabörnin Sollu og Magnús Orra. Allt frábærir listamenn. Erla var alltaf stolt af sínu fólki og Hallvarðs, enda fyrirmyndar- hópur. Hún var umhyggjusöm móðir, amma og langamma. Erla vann lengi á Elliheimilinu Grund og þar fékk gamla fólkið að njóta hennar nærveru, kímni og góðmennsku. Það var alltaf stutt í hlátur en á sama tíma gat hún innilega lifað sig inn í hinar ýmsu mannlegu aðstæður. Hún vann bæði við aðhlynningu og blóma- skreytingar, sem átti vel við hana og var án efa útrás fyrir sköpun- argleðina. Sem unglingur var ég svo heppin að vera heimagangur hjá Erlu og Hallvarði. Þar naut ég sannarlega góðmennsku og örlæt- is þeirrar fjölskyldu. Það var auð- velt að skynja hamingju, ást og róna sem ríkti milli þeirra hjóna. Þeirra fallega ástarsaga entist til æviloka beggja. Margt er minnisstætt og sér- staklega áhugasemin í minn garð. Við sátum gjarnan yfir sjóðheit- um, rótsterkum kaffibolla og ræddum málin. Mér finnst ég heyra í Rás eitt í bakgrunni, finna ilminn af sunnudagssteikinni, gott ef ekki er verið að láta renna heitt vatn í bað. Erla lagði áherslu á hvíld og mikilvægi svefns eins og barna- barn hennar og nafna, Erla Björnsdóttir, doktor í svefnfræð- um, hefur heldur betur stúderað og skrifað um. Kannski af inn- blæstri frá ömmu sinni. Ég kveð vinkonu mína Erlu með miklu þakklæti fyrir sam- veruna. Ég samgleðst henni að hafa kvatt friðsællega og þegar hún var tilbúin að leita ævintýra með Hallvarði sínum handan megin. Anna Pálma. Erla Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.